11.12.2006 | 14:44
Hljómsveitin Íhaldið
Undanfarið hef ég orðið var við að gamalt lag er komið aftur í spilun á öldum ljósvakans. Það heitir "Þeim er ekki treystandi" og er með hljómsveitinni Íhaldið.
Þessi hljómsveit er nýbúin að skipta um söngvara en að öðru leyti er hún eins. Lagið er líka alltaf eins.
Hljómsveitin Íhaldið er úr Reykjavík. Hún hefur gefið út nokkrar plötur en einhverra hluta vegna er það bara þetta eina lag sem náð hefur einhverjum vinsældum meðal áhangenda hennar.
Íhaldið er því nokkuð skýrt dæmi um það sem kallað er "one hit wonder" í bransanum.
Önnur lög hljómsveitarinnar hafa einhvern veginn alveg fallið dauð niður og vakið litla hrifningu.
Þetta eru lög eins og "Tæknileg mistök", "Hlerum, hlerum", "Bombum Írak", "Þegar ég vaknaði um morguninn og Varnarliðið var farið" , "Rándýra Ísland", "Biðröðin við Mæðrastyrksnefnd", "Ég missi ekki svefn út af misskiptingu", "Bush var vinur minn", "Sætasta stelpan á ballinu," "Verðbólgudraugurinn gengur aftur", "Þenslan er komin", "Hæstu vextir í heimi", "Við þurfum enga stefnu (því við erum bara við, gamla Íhaldið...)", "Ó, Friedman!", "Hver er þessi Whole Foods?", "Saman á ný í herbergi - óður til aldaðra", "Muniði Falun Gong?", "Mér var víst mútað af Baugi", "Ég skipa þig í Hæstarétt, vinur", "Aldrei fór ég til Kárahnjúka", "Kolkrabbabúggí", "Fjölmiðlalögin (syrpa)" og síðast en ekki síst "Keyrum upp húsnæðisverð með 90% lánum og breytum þeim svo aftur í 70%, hey!"
Þetta síðasta var arfaslakt -- um það eru flestir sammála, bæði gagnrýnendur og almenningur -- en það má segja það Íhaldinu til málsbóta að það var samið af upphitunarhljómsveitinni.
Eitt uppáhaldslagið mitt, persónulega, um þessar mundir með Íhaldinu er hin hugljúfa ballaða "Hvers vegna ert aldrei kjur?" sungin af Selfosshnakkanum Árna Matthíesen, draumkennd vangavelta um krónuna, stöðugleikann og efnahagslífið almennt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi
Athugasemdir
Persónulega fannst mér þeir skemmtilegastir þegar þeir ætluðu sér stóra hluti í útlöndum.
T.d. "Please don't let me be misunderstood" (Samið til Danske Bank), "Mean Mr. Mustard(gas)", hvar Halldór tók snilldarsóló - "There's hope now. There was no hope before." (með fyrrum söngvara) og nú síðast "Scorn(ed) in the USA", hvar hinn stórgóði EKG syngur einsöng. Nei, í alvöru. Einsöng. Bókstaflega.
Svo var auðvitað "Sabathil er blýantsnagandi aumingi" sívinsælt á mínu heimili, enda rottureiturskaflinn í viðlaginu mjög grípandi.
Baldur McQueen Rafnsson (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 18:02
Ansi þreytt þessi hljómsveit "Íhaldið" og ég hef heyrt að hún ætli að fara á tónleikaferð í vor en taka sér svo pásu, langa pásu. Þeir koma kannski aftur eftir nokkur ár með "greatest hits" en það "comaback" mun nú ekki vekja mikla lukku.
En við neyðumst til að hlusta á slagarann "Þeim er ekki treystandi" í auknu mæli næstu mánuði. Geisp!
Hlynur Hallsson, 12.12.2006 kl. 10:24
Svo hafa ýmsir rótarar hjá hljómsveitinni gefið út stórskemmtilega smelli, einsog "Gæsalappablús" með HH og svo dúettinn "Knésetjum kallinn" með Matthíasi Mogga og Jónínu Ben
zpiderr, 12.12.2006 kl. 14:52
Eru menn nú farnir að tala um samfylkinguna sem íhaldsbandið? Var það ekki annars frú Ingibjörg sem sagði að samfylkingunni væri ekki treystandi, réttarasagt að þingmönnum hennar væri ekki treyst.
kv Bláabandið
Valgeir (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 18:08
hlakka til að heyra lagalista samfylkingarinnar. vonandi verður það eitthvað sem allir geta tekið undir með.
óskar holm, 12.12.2006 kl. 19:31
"Íhaldið er því nokkuð skýrt dæmi um það sem kallað er "one hit wonder" í bransanum"
?!
ef eitthvað er, þá hefur íhaldið þó sannað að það getur selt helling af plötum í áratug, hvað sem gagnrýnendurnir segja.
óskar holm, 12.12.2006 kl. 19:37
Já, nokkur lög með marg plástruðu sveitinni Fylkingin. Reyndar er nauðsynlegt að koma því að að sú sveit er samsuða af áður ólíkum 3-4 sveitum sem fjöldinn hafnaði á sínum tíma og því reyndu forsprakkar þeirra að búa til eina súpergrúbbu (svona svipað og Sléttuúlfarnir). Fylkingin hefur svo komið fram með nokkur lög sem þó enginn hefur nennt að hlusta á, þau eru meðal annars:
- Það treystir okkur enginn, búhúhú.
- Hvar er fylgið? búhúhú
- Hver ætti skoðun mín að vera í þetta skiptið? búhúhú
- Ég floppaði í fjölmiðlum, búhúhú
- Ég hef engin stefnumál, búhúhú
- Jón Baldvin, komdu aftur, búhúhú
- Össur komdu aftur, búhúhú
Já og mörg önnur sem enginn man eftir.
Góðar stundir.
Snæþór S. Halldórsson (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.