Leita í fréttum mbl.is

Það má sætta sig við West Ham

images.jpg
Frá blautu barnsbeini hef ég haldið með Manchester United í ensku knattspyrnunni. Tvisvar bað ég foreldra mína sem patti að kaupa handa mér Man U búning þegar þau fóru til Bretlands í einhverjum erindagjörðum. Í fyrra skiptið komu þau til baka með West Ham búning. Í síðara skiptið með Tottenham treyju. Ég veit ekki hvað þau voru að spá. (Um þetta tímabil í lífi minu má lesa nánar í pistli á gras.is) Fyrir kurteisis sakir, enda afskaplega vel upp alinn, ákvað ég að ganga stoltur í þessum búningum og ákvað að ég skildi þá reyna að halda aðeins með þessum liðum líka. Það hefur haldist alla tíð síðan. Ég hef sem sagt haldið aðallega með Man U, en smá -- bara smá -- líka með Tottenham og West Ham. Nú þegar fregnir bárust af því að Eggert Magnússon hefði keypt West Ham, hvorki meira né minna, rifjaðist þetta allt saman upp fyrir mér -- þessi misheppnuðu búningakaup öll -- og ég brosti með sjálfum mér að sorgum og sigrum bernskunnar. Útrásin var þá fólgin í því að fólk fór til útlanda og keypti fótboltabúninga handa börnum sínum. Nú fara menn til útlanda og kaupa fótboltafélög. Hvort það er handa börnum sínum veit ég ekki, en ég veit alla vega að ef ég hefði beðið pabba minn um að fara út til þess að kaupa handa mér fótboltafélag, en ekki bara treyju, hefði ég sem fyrr beðið um Manchester United. En ætli ég hefði þó ekki kurteislega sætt mig við West Ham.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dásamlegt hvað Íslendingar eru miklar þjóðernisrembur(ekki meint í neikvæðri merkingu), Eiður til Chelsea,allir halda með Chelsea. Eiður til Barcelona, allir halda með Barcelona,Stoke!.......well, kannski það liggi á milli hluta! Íslendingar eignast West Ham, lets go partý. Frá og með gærdeginum varð Ísland stærsta stuðningsbulla West Ham og verður áfram þar til Eggert selur eða þeir falla í 1.deild. Ég er nú ekki mikil fótboltakona, en óhjákvæmilega þekkir maður nokkur nöfn á liðum og leikmönnum þar sem söngur og suð hljómar oft á tíðum í bakgrunninum er ég stend bak við eldavélina(eins og Guðni Ágústsson segir að staða konunnar sé) og stend ég þar stollt. En West Ham, ekki hefur nú mikill ómur verið tengdur þeim á mínu heimili og verð ég að viðurkenna að þar þekki ég engin nöfn. Skondið að hlusta á íþróttafréttamanninn í gær segja að aðeins eldri kynslóð karla í Íslandi muni eftir West Ham og taldi þar upp nokkra fræga sem voru í liðinu snemma á síðustu öld! Hljómaði svona eins og um gömlu handritin væri að ræða.  En vonandi skemmti kexkóngurinn sér vel á nýja grasvellinum sínum og óska ég honum og Björgólfi alls hins besta.

Smá viðvörunkaldhæðni í lokin: Ætli Björgólfur Takefusa verði lykilmaður í West Ham  á næstu leiktíð....úps maður á náttúrulega ekki að segja svona!

sandra (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 12:12

2 Smámynd: Bragi Einarsson

hvaða, hvaða. það verður engin breyting á rembunni, það öskra allir United hvort sem er , sko Leeds United, WestHam United, og hitt liðið sem ég man ekki hvað heitir en endar víst lík á United!

Bragi Einarsson, 22.11.2006 kl. 12:33

3 identicon

Ég er heitur stuðningsmaður Tottenham, eins og Eggert var. Það kemur mér verulega á óvart að lesa eftir honum haft að Tottenham og West Ham séu "erkifjendur". Það eru bara til einir erkifjendur Tottenham og það er Arsenal. Mér hefur verið hlýtt til West Ham fyrir þær sakir að það hefur einmitt verið mikill samgangur milli liðanna, leikmenn farið þarna ljúflega á milli um langt árabil. Skoðið leikmannahóp West Ham núna og teljið hve margir koma frá Tottenham. Og undanfarin ár hefur Tottenham fengið marga fína leikmenn frá West Ham. Ég veiti Eggerti hér með áminningu fyrir bullið um erkifjendur!

Friðrik Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 13:38

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Áfram KR.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.11.2006 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband