23.10.2006 | 02:02
Óprúttnir aðilar
Ég verð að játa að ég skil ekki almennilega hvernig Geir H. Haarde getur komist að þeirri niðurstöðu að umræða um hugsanlegar hleranir á Íslandi, bæði á kalda stríðs árunum og síðar, hafi beinst eitthvað sérstaklega gegn Birni Bjarnasyni. Ég man ekki eftir því að nokkur hafi gert því skóna að Björn hafi átt þátt í því að hlera símalínur, og því er það svosem í meira lagi athyglisvert -- ef út í það er farið -- að Geir skuli líta svo á að málið snúist um það. Veit Geir eitthvað sem við vitum ekki? Af hverju lítur Geir svo á að yfirlýsingar Jóns Baldvins og Árna Páls Árnasonar um að símalínur þeirra hafi verið hleraðar séu árásir á Björn Bjarnason? "Afar ógeðfelld aðför að Birni Bjarnasyni" er fyrirsögn Moggans í gær. Geir talar um að óprúttnir aðilar hafi reynt að koma höggi á Björn með því að tala um mögulegar símahleranir hér á landi. Tökum nú málið aðeins saman: Það stóð (og stendur enn) upp á Björn að ákveða hvernig eigi að rannsaka þessa mjög svo alvarlegu vitnisburði um hleranir og það vill svo til að menn eru ekki alveg á eitt sáttir um aðferðirnar hvað það varðar. Að þessu leyti hafa spjótin staðið á Birni. Ég á bágt með að trúa að Geir telji þá umræðu -- þar sem Björn hefur vissulega verið gagnrýndur -- vera dæmi um ógeðfellda aðför. Það væri nú aldeilis viðkvæmnin. Og umræðan um hleranir byrjaði með grein frá Þór Whitehead. Varla telur Geir Þór vera einn af þessum óprúttnu aðilum. Ég get satt að segja ekki séð heldur að Jón Baldvin, með því að bæta við frekari upplýsingum um hleranir, sé sérstaklega óprúttinn sem slíkur. Sannleikurinn er sá að ég held að Geir sé að tala hér út í loftið, á mjög gamalkunnan hátt til þess að freista þess að komast hjá því að ræða efnislega mjög alvarlegt mál, sem m.a. er deilt um í hans eigin flokki. Geir finnst ógeðfellt að einhverjir hafi kallað hina dularfullu leyniþjónustu "leyniþjónustu Sjálfstæðisflokksins". En nú stendur upp á Geir að svara slíkum nafngiftum efnislega, en ekki bara atyrða gagnrýnendur. Ástæðan fyrir nafngiftinni "leyniþjónusta Sjálfstæðisflokksins" er ekki bara spé, heldur sú að aðrir stjórnmálamenn, sem ekki eru í Sjálfstæðisflokknum, virðast ekki hafa vitað af þessari leyniþjónustu. Þetta þarf Geir að útskýra. Og almennt hvað varðar "ógeðfelldar aðfarir" og "óprúttna aðila" -- gamalkunn hugtök úr munni Sjálfstæðisforystunnar til margra ára -- að þá vona ég að það renni einhvern tímann upp sá tími á Íslandi að Sjálfstæðisflokkurinn geti einfaldlega rætt pólitík -- þ.e.a.s. efnisatriði máls -- án allrar svoleiðis vænisýki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:46 | Facebook
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 395306
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.