Leita í fréttum mbl.is

Hægri grænir

Greinahlunkar þeirra Guðna Elíssonar og Illuga Gunnarssonar, ásamt einni grein frá Dofra Hermannssyni, um umhverfismál í Lesbókinni hafa fangað athygli mína í sumar og haust. Í dag birtist ný frá Illuga, til þess að svara Guðna. Illuga er mjög í mun að sýna fram á að umhverfisvernd rúmist innan lífsskoðana sjálfstæðismanna og íhaldsmanna og ferst Illuga það verkefni svosem ágætlega úr hendi, enda skýr maður hér á ferð eins og ég get staðfest sem samstarfsmaður hans í sjónvarpsþætti og félagi til margra ára. En víkjum að greininni: Ég er alveg sammála því að uppfinningasemi einstaklinganna og fyrirtækjanna er mjög vel treystandi til þess að mæta -- og finna leiðr til að mæta -- vaxandi kröfum almennings um umhverfisvernd og orkusparnað. Besta dæmið um þetta er auðvitað að finna í því hvernig bílaframleiðendur keppast nú við að framleiða sífellt sparneytnari bíla. Gagnrýni mín á hægri umhverfisstefnu eins og hún birtist hjá Illuga, þar sem áhersla er lögð á markaðslausnir, er hins vegar þessi: Hún er of bláeygð. Með öðrum orðum: Þegar öllu er á botninn hvolft er sú mynd sem Illugi dregur upp af hægri umhverfislausnum markaðarins of einföld til þess að vera sönn. Tökum dæmið um sparneytnari bíla. Bílaframleiðendur hafa ekki endilega hafið framleiðslu á sparneytnari bílum vegna þess að þeir og almenningur urðu allt einu svona miklir umhverfisverndarsinnar heldur vegna þess að verð á olíu var orðið alltof hátt. Ástæður sem vörðuðu mun frekar buddu almennings heldur en vaxandi umhverfisverndaráhuga hafa leitt til breyttra áherslna í framleiðslu bifreiða. Af þessum sökum getur það leitt til alltof tilviljanakenndrar umhverfisverndarstefnu ef markaðurinn er látinn einn -- að mestu -- um að ráða þróun umhverfisverndar eða ef of mikið er treyst á hann. Svo ég taki þetta saman: Ég er sammála Illuga að opnu markaðshagkerfi er best treystandi til þess að finna lausnirnar. Gallinn er hins vegar sá að opnu markaðshagkerfi er ekki best treystandi til þesss að sjá vandamálin. Meira síðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband