26.9.2007 | 13:16
Hugleiðing um peningamálastefnu
Ég skil eiginlega ekki hvernig er hægt að halda öðru fram en að peningamálastefnan, svokölluð, sé bitlaus. Lítum á:
- Verðbólga hefur í örfáum undantekningatilfellum verið samvæmt markmiðum á undanförnum árum.
- Það er ekkert lát á framkvæmdum. Háhýsin rísa sem aldrei fyrr... (á erlendum lánum væntanlega)
- Skuldir aukast og aukast.
Þetta síðasta þykir mér einna merkilegast. Þrátt fyrir himinháa vexti er ekkert lát á yfirdráttarskuldum. Ef peningamálastefna Seðlabankans ætti að virka einhvers staðar, að þá væri það þar.
Ég er með kenningu um þetta, grófa, sem ég ætla að varpa fram svona rétt til þess að setja eitthvað í púkkið með öllu því sem hefur verið skrifað um málið (áhrif jöklabréfa, hið tvöfalda hagkerfi etc.):
Ég held að vaxtastigið sé að mörgu leyti eins og áfengisverð. Það hefur mun minni áhrif en við viljum að það hafi. Þegar keypt er áfengi, er það vel þekkt að fólk kaupir það sem það þarf, en ekki bara það sem það hefur efni á. Um þetta var dálítil umræða í sumar sem leið. Það þykir marklaust að halda veislu, ef ekki er nóg boðið af veigum.
Að sama skapi held ég að það sé ríkt hjá þjóðinni að taka einfaldlega þau lán sem hún þarf, en ekki bara þau sem hún hefur efni á. Það er engu líkara en að það sé ekki spurt um vexti. Þetta er ein birtingarmynd hins margfræga "þetta reddast"-hugarfarins.
En af hverju "þarf" þjóðin svona mikil lán? Mikil neysla er eitt. Krafan um neyslu er mikil. Kostnaðarvitund er að sama skapi lítil (samanber misheppnaðar virðisaukaskattslækkanir á matvælum). Fólk virðist því kaupa það sem það vill kaupa á því verði sem sett er upp.
Þetta eru kjöraðstæður fyrir banka og kaupmenn.
En ég held hins vegar að þetta sé full einföld mynd af ástandinu og ekki fyllilega sanngjörn. Við erum ekki upp til hópa kaupóðir vitleysingar, þó svo margir séu það.
Ég held að ekki síðri áhrifaþáttur í skuldasöfnun heimilanna á þessum þenslu- og hávaxtatímum sé einfaldlega sá, að laun stórra hópa í samfélaginu eru orðin of lág. Fólk nær einfaldlega ekki endum saman. Laun nægja ekki fyrir föstum útgjöldum, viðhaldi húsa, frístundastarfi barna etc.
Ein birtingarmynd þessa ástands er sú, að fólk er hreint og beint hætt að sækja um afgreiðslu- og umönnunarstörf, sem og kennarastörf. Þau borga sig ekki og leiða einungis til enn meiri skuldasúpu. Fyrsta skrefið fyrir æ fleiri er því að koma sér út úr þeim og í eitthvað annað. Þessi þróun er að gerast fyrir framan nefið á okkur og er ískyggileg.
Til þess að heimilin losni úr skuldasúpu sinni --án þess að fólk þurfi beinlínis að yfirgefa nauðsynleg samfélagsleg störf --, og til þess að peningamálastefnan mögulega virki, þarf stöðvun skuldasöfnunar, svo ekki sé talað um sparnað og niðurgreiðslu skulda, að vera raunhæfur kostur fyrir þennan stóra hóp almennings sem um ræðir. Þannig er það ekki í dag.
Til þess að svo verði, þarf að búa svo um hnútana að þessi hópur sem setið hefur eftir, skuldum hlaðið á lágum launum, hafi úr meiru að spila. Þetta er hægt með 1) launahækkunum, 2) aðgerðum í skattkerfinu, 3) aðgerðum í verðlagsmálum og í framtíðinni, mögulega, 4) evrunni.
Ef ekkert er gert, er hávaxtastefnan ekkert annað en snara um háls þeirra sem síst skyldi.
Eða kannski meira eitthvað svona...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:20 | Facebook
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi
Athugasemdir
Þarf ekki bara að taka af okkur fjárráðin .
Við getum núna tekið lán á lán ofan sem við "ætlum að borga í framtíðinni" Launahækkannir ? draga þær úr eyðslu ? Eykst ekki eyðslan og lánin sem tekin verða eru bara hærri. Það sama á við um skattabreytingar (lækkanir) Skuldasúpan bara þarf stærri disk.
Er ekki rót vandans að miklu leyti fólgin í þessu gífurlega innstreymi peninga erlendis frá í formi lána á lágum vöxtum sem síðan" hækka í hafi" þegar landi er náð hér. Allur neyslumarkaðurinn er knúinn áfram af þessu afli. Neysluhyggjan hjá okkur er stjórnlaus.
Eftirspurn eftir starfsfólki er gríðarleg og um 17 % af vinnuaflinu kemur erlendis frá..við ráðum ekkert við þessar ofurframkvæmdir sjálf.
Við eru sennilega orðin með flesta fermetra /mann í húsnæði í heiminum og sífellt verið að auka við þann geira..bílar aldrei fleiri og eyðslufrekari...hjólhýsi sem notuð eru 2-3 /ári eru að fylla alla þjóðvegi á sumrin þegar vel viðrar ..utanlandsferðir sem aldei fyrr.
Kaupirðu íbúð þá hendirðu öllu út og endurnýjar..kannski ársgamlan búnað..ef húsið er ekki rifið líka og byggt nýtt.
Ég er að fá þá tilfinningu að við verðum að ganga í Evópusambandið . taka upp evruna og haga okkur fjárhagslega sem Evrópubúar gera.
Eða hvað verður hér komi til skorts á erlendu innstreymi á fjármagni og við verðum að lifa á því sem landið gefur..
Allavega máli er ekki einfallt.
En Guðmundur þú er á fara á alþingi í 2 heilar vikur..leggðu gott til málanna
Sævar Helgason, 26.9.2007 kl. 14:42
Hmm, það er nú ansi stór hluti okkar sem er saklaus af því að rífa allt út og endurnýja. Ég skil satt að segja ómögulega hvernig fólk sem er eitt í heimili (enn síður ein fyrirvinna með fjölskyldu) á möguleika á því að kaupa sér íbúð og standa undir afborgunum af henni.
Kaupmátturinn hefur aukist ágætlega fyrir okkur sem ekki erum að kaupa okkar fyrstu íbúðir en ég þekki aðeins of marga sem eru í standandi vandræðum með afborganir og ekki síður ungt fólk sem sér aldrei nokkurn tímann fram á að hafa efni á að kaupa sér íbúðir.
Ég er líka pínu efins með evruupptöku, ég man nefnilega eftir því þegar núllin tvö voru skröpuð aftan af krónunni okkar og allt snarhækkaði í verði í kjölfarið. Það sem hafði kostað 300 gkr kostaði allt í einu kannski 7 krónur. Þetta sama gerðist við upptöku evru á Ítalíu. Ég verð að viðurkenna að ég hreinlega treysti ekki verslunarfólki betur en svo að það myndi ekki endurtaka leikinn hér. Forsvarsmenn verslunar og birgja urðu sárhneykslaðir þegar svona raddir heyrðust við lækkun virðisaukaskatts á matvæli. Ég fæ hins vegar ekki betur séð en að raddirnar hafi haft algerlega rétt fyrir sér. Okkar matarreikningur hefur meira en jafnað sig út (og við eigum nótur og excelskjöl til að sanna það)
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 26.9.2007 kl. 20:24
Í óverðtryggðu hagkerfi tapa útlánastofnanir ef verðbólgustigið fer uppfyrir ákv. prósentu. Í verðtryggðu hagkerfi eins og okkar tapa útlánastofnanir aldrei.
Með því að verðtryggja skuldir hefur öryggisventillinn verið fjarlægður og bankarnir halda áfram að lána meðan það er blóðdropi eftir í kúnnanum.
Hávaxtasefna seðlabankans eykur því aðeins á vandann.
Þórhallur (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 20:30
sko.. ég flutti til íslands fyrir 2 árum.. ég og konan erum saman með töluvert góðar tekjur svona ef miða á við fólk flest eða um 600 kall á mánuði.. Ég hafði það samt betra í SE með undir 300 kall.. skuldir mínar aukast og aukast, ég á ekki bíl og kaupi ekki húsgögn..
Ég vil inn í EU og taka upp Euro sem allra fyrst svo þetta vaxtaokur hætti hér á landi.
Fínn pistill Guðmundur.
Óskar Þorkelsson, 26.9.2007 kl. 21:01
Fyrst ætla ég að þakka, að þú hafir nú opnað á kommentin. Vona að menn virði það með kurteisi og varfærni.
Við erum að sumu sammála en að öðru afar ósammála.
Fyrst að því sem skilur okkur að.
1. Ég tel sjálfgefið, að við VERÐUM að halda í gjaldmiðil okkar, sem er frjáls og ótengdur. Ber fyrir mig rök þeirra Evrópulanda, sem einmitt hafa verið hvað fastastar í andstöðu sinni við upptöku ,,sameiginlegs gjaldmiðils".
Gjaldmiðill er nefnilega aldrei ,,sameiginlegur" það eru Frakkar og Ítalir nú að reyna á sínu eigin skinni. Sterkasta hagkerfi hvers gjaldmiðilssvæðis ræður verðmæti hans. Nú Þjóðverjar Evru.
2. Vaxtastefna Seðlabankans er að nokkru skiljanleg og því rétt EN lög um breytilega vexti á útlánum, gerir það að verkum, að venjulegum neytendum kemur ekkert til góða, að taka lán á lágvaxtatímum, vaxtastig fjárskuldbindinga VENJULEGRA brauðstritara eru að geðþótta lánastofnana. Lán tekin a´lágvaxtatímum bera því sömu vexti og síðar tíma lán, bera eftir ákvörðun bankans.
Sem við erum sammála um er:
1. skilyriðslaus afnám VErðtryggingar.
2. Breytingar á skattafyrirkomulagi, þannig, að það sé ekki hvvati fyrir einyrkja, að gerast svonefndir ,,Verktakar" því þá er oftar en ekki gefin verulegur afsláttur af tryggingagjöldum og einyrkinn leggur ekki fé til hliðar í Lífeyrissjóð og þessháttar. Þýðir í mjög mörgum tilfellum VERULEGAR KJARASKERÐINGU ef ekki í bráð, þa´lengd.
Nóg í bili. Vonandi nennir þú að lesa þennann langhund.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 27.9.2007 kl. 09:48
Ég vona að menn séu að skynsamir að halda evrópuumræðunni niðri og aldrei verði farið í nokkurskonar aðildarviðræður um að ganga í EU og hugleiðingar manna um að skipta út krónunni fyrir evru eru fáránlegar.
Þessi mál eru ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar og er það vel.
Óðinn Þórisson, 30.9.2007 kl. 10:15
Það er sama hvað menn berja hausnum við steininn, umræður um evruna er uppi á borðinu og evran verður sífellt stærri hluti íslensks efnahagslífs, hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Íslenska krónan er minnsti gjaldmiðill í heimi, þ.e. Ísland er minnsta landið sem er með sjálfstæðan gjaldmiðil. Þó ekkert annað sé tekið til þá ætti öllum að vera ljóst að krónan er í hreinni og klárri útrýmingarhættu.
En stærð gjaldmiðilsins sem slík er samt ekki aðalástæðan fyrir því að krónan er á útleið. Verðbólga og hávaxtastefna gerir það að verkum að sífelt fleiri - bæði fyrirtæki og einstaklingar - taka sín lán í erlendum myntum - vissulega ekki endilega evru. Ég er með rúmlega helmingin af mínum lánum í erlendri mynt og þrátt fyrir að ég hefði getað tekið seinna lánið á hentugri tíma þá hefur það samt margborgað sig!
Þessi þróun mun halda áfram. Það liggur í augum uppi að fólk mun ekki vilja selja fasteignir og bifreiðar nema skv. gengi lánanna og eftirspurnin er þegar farinn að fara eftir vaxtaákvörðun erlendra seðlabanka, ekki Dabba litla.
Á endanum verður einungis smásalan eftir í krónum - sem er í raun afskaplega lítill hluti hagkerfisins. Til hvers þá að halda í krónuna þegar ekkert er orðið eftir að henni?
Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 15:13
Bitlaus er peningastefnan ekki fyrir launafólkið og fyrirtækin sem ekki eru með ofurveltu. Hún bítur fast og bitið er líka svo rammskakkt.
Ég vil sjá að farið verði hið fyrsta í lagabreytingar um seðlabankann svo þessum ósköpum linni.
Ég við sjá að farið verði í það í fullri alvöru að skoða inngöngu í Evrópusambandið. Það þarf að forða okkur frá því að lenda í peningalegum gapastokk valdasjúkra stjórnmálamanna á ofurlífeyri.
Velferðarkerfið þarf að skera upp. Endurskoða viðhorf til starfa með fólk.
Læt þetta duga að sinni Hólmfríður Bjarnadóttir
Fríða (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.