Leita í fréttum mbl.is

Spegill Ahmadinejads

Ahmadinejad Íransforseti virðist hafa flutt dálítið undarlegan fyrirlestur í Columbia. Kannski var ekki við öðru að búast. Dálítið bil er á milli hans þankagangs virðist vera og hinna frjálslyndari íbúa Vesturlanda, sem ekki síst er að finna í skólum eins og Columbia. 

Það eru margar hliðar á þessari uppákomu. Auðvitað eru yfirlýsingar Ahmadinejads, til dæmis, um að í hans landi séu engir hommar lítið meira en hlægilegar. 

En spáum nú samt aðeins í þessa yfirlýsingu, þó ekki væri nema bara í þágu hugarleikfiminnar. 

Þessi yfirlýsing Ahmadinejad, ef við einskorðum okkur bara við hana -- þótt um margt annað mætti skrifa úr ræðu hans-- leiðir auðvitað hugann að því, að stjórnmál á Vesturlöndum hafa einnig einkennst af alls kyns afneitunum á raunverulegum og sönnum hlutum í gegnum tíðina, mörgum mjög alvarlegum.

Í dag var til að mynda Condoleza Rice að stíga stór skref í því að viðurkenna gróðurhúsaáhrif sem raunverulegt vandamál, en Bandaríkjamenn hafa verið tregir í taumi hvað aðgerðir gegn þeim varðar um langt árabil. Stjórnvöld þar hafa einfaldlega verið treg til að viðurkenna tilvist þeirra. 

Hér vil ég taka fram að ég er alls ekki að bera saman homma og gróðurhúsaáhrif.... Punkturinn er hins vegar sá, að hugsanlega fer það okkur Vesturlandabúum illa að hlæja að afneitunum annarra, þegar við sjálf erum sek um að "taka strútinn" eins og það kallast, þ.e. að stinga höfðinu í sandinn, hvað varðar ýmislegt. 

"Á Íslandi er engin spilling"

"Á Íslandi eru allir hamingjusamir"

"Á Íslandi er engin stéttaskipting."

Allt eru þetta setningar sem ég gæti vel ímyndað mér að fallið hefðu úr munni íslenskra stjórnmálaleiðtoga á erlendri grundu á undanförnum árum og áratugum, og hafa reyndar fallið nokkrum sinnum innanlands ef ég man rétt. Setning Íransforseta um samkynhneigða -- í ljósi þess að honum líkar greinilega ekki við þá og vill þar af leiðandi ekki að þeir séu til -- lýsir ámóta "wishful thinking" af hans hálfu.

Hvað varðar homma ættu Bandaríkjamenn heldur ekki að hlæja of mikið. Ég veit ekki betur en að kvikmyndin Brokeback mountain hafi til að mynda verið tekin úr sýningu á mörgum svæðum í Bandaríkjunum á þeim forsendum að yfirvöld og íbúar á þeim svæðum viðurkenndu ekki tilvist samkynhneigðra.

Ég skrifaði pistil um þetta á sínum tíma. Ég var nefnilega staddur í Bandaríkjunum. Mér fannst það skrýtið að maður þyrfti að viðurkenna tilvist einhvers til þess að leyfa -- eða njóta -- sýningar á kvikmynd sem fjallaði um það. Hvað með StarWars? Þarf maður að viðurkenna tilvist Loga geimgengils áður en maður horfir á myndina? 

En hvað um það. Ég er hreint ekki aðdáandi Ahmadinejads. Mér finnst hins vegar forysta Bandaríkjanna eiga dálítið erfiðan málstað að verja í viðureign sinni við hann, einkum vegna sinnar eigin hegðunar í mannréttindamálum og einnig út af dálitlum órökstuddum blóðugum stríðsrekstri sem átt hefur sér stað á undanförnum árum að hennar frumkvæði, byggðum á ásökunum um kjarnorkuvopnaeign sem engin var.

Þess má líka geta að Ahmadinejad barðist fyrir hönd Írana gegn Írökum á sínum tíma, sem studdir voru með ráð og dáð af Bandaríkjunum í viðurstyggilegu 10 ára stríði sem átti sér stað á milli þjóðanna hér einu sinni. Hugsanlegt er að honum sé ekki vel við Bandaríkin út af þessu.

Þetta er allt saman slæmt. Í viðureignum Vesturlanda við menn eins og Ahmadinejad og aðra þjóðarleiðtoga sem láta sér mannréttindi í léttu rúmi liggja heima fyrir, er gríðarlega mikilvægt að Vesturlönd sjálf geti sýnt gott fordæmi þegar á hólminn er komið og standi á siðferðislegu bjargi lýðræðis og mannréttinda.

Upp á þetta vantar, svo vægt sé til orða tekið.  

Ég held það hafi verið gott að Ahmadinejad hafi fengið að tala og einnig gott að hann fékk orð í eyra frá skólastjóranum í Columbia, en sá var ekki að skafa utan af því í kynningu sinni á Íransforseta.

Hið besta við þennan viðburð var auðvitað það að hann var lifandi vitnisburður þess, að þrátt fyrir allt er það hægt á Vesturlöndum sem er ekki endilega hægt í Íran nú um stundir: Að tala saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ánægð með að Ahmandinejad hafi verið boðið að halda ræðu og að hann hafi fengið að finna fyrir því hvað fólki finnst.   Hann fékk að finna fyrir lýðræðinu, að svara fyrir sjálfan sig og sínar gerðir.

Ég er sammála þér með flest sem þú skrifar, nema mér leiðist pínu lítið þegar alhæft er um að Bandaríkjamenn hafi farið að hlægja við yfirlýsingar forsetans.  það er svo margt til í Bandaríkjunum og ég er nokkuð viss um að þeir sem ráku upp hlátrasköll á fyrirlestrinum í dag höfðu nokkur efni til, enda er Columbia svona frekar frjálslyndur skóli miðað við aðra í BNA. 

Það er samt nokkuð ljóst að ef Bush fengi að ráða myndi hann líka afneita samkynhneigð í sínu landi.

 Ég er alltaf jafnhissa á kokhreystinni í þessum manni.  Ég trúi ekki að hann sem afneitar helförinni hafi virkilega haldið að hann gæti haldið ræðu gagnrýnislaust í skóla svo þéttsetnum gyðingum...

Erna (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 03:22

2 Smámynd: Þarfagreinir

Ahmadinejad hefur aldrei afneitað helförinni. Það er einfaldalega bara ekki svo. Þetta er einungis hluti af mjög svo skipulögðum áróðri sem virðist fara sívaxandi, til að mála Ahmadinejad og Íransstjórn sem skrýmsli ... af hverju ætli það sé?

Það sem Ahmadinejad gerði var að kalla helförina 'goðsögn'. Ekki í þeim skilningi að hún hafi ekki átt sér stað, heldur í þeim skilningi að þessum atburði hefur verið lyft á gríðarlega háan stall, og að hann sé notaður til að réttlæta nánast allt sem Gyðingar hafa tekið sér fyrir hendur eftir síðari heimstyrjöldina, og þá aðallega framferði þeirra gagnvart Palestínumönnum. Menn geta haft sínar skoðanir á þessu viðhorfi, en að halda því fram að Ahmadinejad hafi 'afneitað helförinni' er einfaldlega lygi. En það er víst svo, að ef lygin er endurtekin nógu oft, þá verður hún sannleikur.

Hér má sjá alvöru málflutning Ahmadinejads; ekki það sem fjölmiðlar segja að hann segi:

http://www.youtube.com/watch?v=ykd-syzZ4ZY 

Þarfagreinir, 25.9.2007 kl. 10:08

3 identicon

Hommar eru nú ekki teknir af lífi af hinu opinbera fyrir það eitt að vera hommar í Bandaríkjunum. En þeir eru hengdir í Íran ef upp um þá kemmst. í þessu er grundvallarmunur á dómskerfi vesturlanda og flestra ríkja miðausturlanda.

The Iranian government has confirmed that in the coming weeks more than 20 men will be executed on moral violations of rape, sodomy and assault and battery.

Police arrested over 1000 men in May in poor neighbourhoods of Tehran and other cities as part of a moral 'crackdown' on indecent behaviour.

Those arrested will face trial and possible death at a later date.

Judiciary spokesperson Alireza Jamshidi told The Guardian that the death penalty will be applied on the grounds of "rape, insulting religious sanctities and laws, and homosexuality."

It is unclear if any of the men have been accused of consensual gay sex.

Homosexuality is illegal in Iran and is seen as a violation against God.

On July 19th, 2005 two Iranian teenagers, Mahmoud Asgari, 15 and Ayaz Marhoni, 17, from Khuzestan province, were witnessed engaging in homosexual activities in a semi-public area and were hanged for perverting Islamic law.

The National Council of Resistance in Iran issued a press release, 2005 which stated, "the victims were charged with disrupting public order among other things."

Islamic law states that all sexual acts outside of a heterosexual marriage are forbidden and punishable.

The Iranian clerics will not permit any political party or organisation to endorse LGBT civil rights and no legislation exists to prevent discrimination, harassment, hate crimes and corporal punishment.

Some left-wing Iranian political movements have expressed support for the LGBT community

The Green Party of Iran website states, "Every Iranian citizen is equal by law, regardless of gender, age, race, nationality, religion, marital status, sexual orientation or political beliefs."

The manifesto of the Worker Communist Party of Iran supports the rights of all individuals "to be completely free in deciding over their sexual relationships with other adults."

Protests against the hanging of the two gay teenagers were held in Amsterdam, Berlin, Brussels, Chicago, Fort Lauderdale, Frankfurt, London, Marseilles, Mexico City, Moscow, New York, Provincetown, Sacramento, San Diego, San Francisco, Seattle, Sioux Falls, Stockholm, Tehran, Toronto, Vancouver, Vienna, Warsaw and Washington DC.

Natalie Relph © PinkNews.co.uk

Kristinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 11:02

4 Smámynd: Þarfagreinir

Ég þreytist seint á því að bera saman Íran og Sádi Arabíu. Af hverju? Vegna þess að mér sýnist það vera afskaplega svipuð ríki. Samt sem áður er Íran djöfull í Vestrænum fjölmiðlum, meðan aldrei er svo mikið sem minnst á Sádi Arabíu. Ég get ekki séð að það sé nein tilviljun. Sádi Arabar hafa löngum átt vinsamleg samskipti við Vesturlönd og þá sérstaklega Bandaríkin. Bush-fjölskyldan á marga erindreka Sádastjórnar að persónulegum vinum sínum. Þarna er sannarlega munur á Jóni og Séra Jóni. Það sem skiptir mestu máli er viðhorfið til Bandaríkjanna, en ekki stjórnarfarið eða hugmyndafræðin. Ef maður er ekki vinur Bandaríkjanna er maður óvinur þeirra, eins og Bush sagði sjálfur: "You're either with us, or against us."

Það eru engin takmörk fyrir hræsninni, og svo lengi sem er hægt að stjórna almenningsálitinu með jafn einföldum hætti og raunin virðist vera, þá breytist víst varla neitt í þeim efnum. Fjölmiðlar segja að Íranar séu vondir, en að Sádar séu góðir, og því miður eru sárafáir sem nenna að kynna sér hlutina sjálfir.

Til að hamra á þessu get ég hér með upplýst að samkynhneigð er ólögleg í Sádi Arabíu, og við henni liggur dauðarefsing:

http://en.wikipedia.org/wiki/LGBT_rights_in_Saudi_Arabia 

Sádi Arabar búa við kúgun, einræði, og Sharialög, alveg eins og Íranar.

Í hverju felst þá munurinn? 

Þarfagreinir, 25.9.2007 kl. 11:54

5 identicon

Það er í meiri lagi undarlegt að ræða Íransforseta skuli hér verða að tilefni til að reifa ýmislegt það sem betur mætti fara hér á landi eða í Bandaríkjunum, nú eða í Saudi-Arabíu.

 Aðalatriði málsins er að Ahmadinejad, forseti Írans, og ofbeldisfull klerkastjórnin eru uppfull af hatri á vestrænni menningu og Ísrael.  Þarna fara samviskulausir þrjótar sem hafa vægast sagt ógeðfelldar skoðanir á þjóðarmorðum og helförinni.  Þá styðja írönsk stjórnvöld hryðjuverkasamtök, á borð við Hezbollah, sem fara myrðandi hendi um mið-austurlönd.  Það væri skelfilegt ef þessu illþýði tækist að koma sér upp kjarnorkuvopnum.

Jói (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 17:07

6 Smámynd: Björn Heiðdal

Jói spói spíturass rekur við og segir pass.  Þarfagreinir og Jói halda að Íran sé ríki sem rekið er af glæpamönnum og líkist Sádi Arabíu í stórum dráttum.  Rússland og Færeyjar eru líkari lönd en þessi tvö.  Varðandi hommafóbíu Íransforseta þá er hún í takt við það sem gerist í Ísrael og svokölluðu Bíblíubelti þeirra Bandaríkjamanna.  Það þarf reyndar ekkert að fara alla þessa leið til að finna kalla með hommafóbíu.  Nóg er af þeim t.d. hér á Moggablogi.

Björn Heiðdal, 25.9.2007 kl. 22:08

7 identicon

Æi þetta er nú svo augljóst. Kallinn er augljóslega að ganga beina Bush og túrar nú bandaríkin í þeim tilgangi einum að afla Írönum óvinsælda svo réttlæta megi innrás hið snarasta. Svo fær hann væna millifærslu frá federal rísörv að lokinni innrás. Sáuð þið ekki Zeitgeist annars ??

Kristinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 04:30

8 identicon

Hér eru mjög undarleg komment. Sumir segja að Saudi-Arabía sé alveg jafn slæm og Íran og það túlka aðrir sem svo að viðkomandi sé að segja að Íran sé gott land. Aðrir benda á að hómófóbía í Biblíubeltinu í Bandaríkjunum sé síst minni en í Íran og því er svarað með því að ræða stöðu homma í Ísrael. Ég sé ekki betur en hér sé á ferðinni alvarlegt tilfelli af fyrirbærinu: Ég get ekki svarað því sem þú sagðir svo ég ásaka þig bara um að hafa sagt eitthvað annað. Málið er einfaldlega að vondi kallinn þeirra (Íran) er ekkert verri en vondi kallinn okkar (Saudi-Arabia). Við verðum að ráðast á báða eða hvorugan, en báðir eru jafn slæmir. Hvað Ísrael kemur því máli við skil ég ekki.

Daníel (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 19:30

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Einkennilegt hvernig Kanahatararnir tengjast trygðarböndum um víða veröld. Maður forvitnast inn í einhvern pistil um Ahmadinejad Íransforseta en er svo kominn á kaf í eitthvað slæmt hjá Kananum og vinum þeirra.

Að pistilhöfundurinn skuli bera saman þá staðreynd að Íransforseti haldi því fram að engir hommar séu í heimalandi sínu og að í Bandaríkjunum sé til fólk sem efist um gróðurhúsaáhrifin, er ákaflega bjánalegur samanburður. Reyndar held ég að þeir séu afar fáir sem efast um gróðurhúsaáhrifin, en um orsök aukningarinnar eru hins vegar deildar meiningar. Það hefur ekki verið hægt að tala um neinar staðreyndir í þeim efnum enn sem komið er.

"Hvað varðar homma ættu Bandaríkjamenn heldur ekki að hlæja of mikið. Ég veit ekki betur en að kvikmyndin Brokeback mountain hafi til að mynda verið tekin úr sýningu á mörgum svæðum í Bandaríkjunum á þeim forsendum að yfirvöld og íbúar á þeim svæðum viðurkenndu ekki tilvist samkynhneigðra".

Magnaður samanburður, eða hitt þó heldur. Aftökur í Íran vegna samkynhneigðar og þrýstingur gamaldags og háværra sértrúarhópa um að banna almennar sýningar á Hollywoodmynd um homma. Og vel að merkja, ekki víða heldur á örfáum stöðum og fæstir á þeirri forsendu að tilvist samkynhneigðra væri ekki fyrir hendi, heldur á mórölskum forsendum. Talsmenn þessara bannhugmynda vilja ekki viðurkenna  réttindi samkynhneigðra og þeir telja þetta sjúkt, sódómískt og af hinu illa. Svo kallar þetta fólk sig " The Moral Majority", en er í raun minnihlutahópur og hefur á nokkrum stöðum töluverð ítök í stjórnmálamönnum. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.9.2007 kl. 05:57

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þarfagreinir bendir á viðtal við Ahmadinejad á youtube. Ég skora á hann að hlusta betur á viðtalið Hann segir m.a. í þeirri nauðvörn sem hann augljóslega er í, "...ef helförin átti sér stað, hvar fór hún þá fram og hvers vegna á það að bitna á palestínsku þjóðinni?" Og einnig síðar "...segjum svo að helförin hafi átt sér stað, af hverju á það að bitna á Palestínumönnum".

Um þau tvö ummæli hans sem mesta athygli hafa vakið undanfarin misseri, (fyrir utan homma ummælin) svarar hann í langlokum um þjáningar fólksins í Palestínu. Þessi ummæli eru um það að Ísrael egi að þurrka af yfirborði jarðar og að helförin sé "A myth".

Hann talar um að rannsaka þurfi helförina betur en svarar engu um hvað hann meinti nákvæmlega með ummælunum um að eyða Ísrael.

Hann veit að orð hanns fá hljómgrunn meðal veruleikafirrtra múslima í heimalandi sínu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.9.2007 kl. 06:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband