Leita í fréttum mbl.is

Húfuslagur

Þá er löggan byrjuð að láta sjá sig í miðbænum um helgar. Mig minnir að það hafi verið eitt af skilgreindum verkefnum sérsveitarinnar, þegar fjölgað var í henni hér um árið við mismikinn fögnuð, að hún ætti að hlaupa í störf almennrar lögreglu eftir því sem á því væri þörf. 

Það var löngu orðin þörf fyrir meiri löggæslu í miðbænum, þannig að mikið var.

Annars voru þetta dálítið fyndnar fréttir af þessari fyrstu nótt sérsveitarinnar í miðbænum. Einhver jólasveinn reyndi að taka húfuna af Herði. Átök í kjölfarið

Minnir mig dálítið á Flataskóla. 

Fínt að löggan er komin á svæðið. Ég vona samt að þetta verði ekki eins og í gamla daga þegar það var gerð einhver svona rassía. Þá voru nokkrir vinir mínir á menntaskólaaldri að koma úr bíó. Tveir þeirra fóru að tuskast til um það, í gríni, hvor þeirra ætti að sitja í framsætinu á leiðinni heim. 

Löggan kom og stakk þeim báðum í svörtumaríu og upp á stöð.

Lengi í minnum haft. Þetta menntaskólatusk var talið grafalvarlegt mál, alveg sama þótt enginn hafi reynd að taka af neinum húfuna.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mínar minningar frá unglingsárunum varðandi lögguna eru einmitt svona.. ofríki :) 

Sjónin af 8-10 vöskum löggusveinum vaðandi niður laugaveginn minnti mann um margt á lögregluríki.  væri ekki nær að hafa þá 2 og 2 og dreifa þeim meira.. eða eru þeir svona hræddir við almúgann ?

Óskar Þorkelsson, 12.9.2007 kl. 08:09

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Minni á Tobbasögur á blogginu mínu

kv. Thorberg

Bergur Thorberg, 12.9.2007 kl. 16:47

3 Smámynd: Guttormur

Þó ég vilji nú ekki sjá lögregluríki hér þá væri nú samt ágætt að sjá stöku vinsamlega löggu á vappi víðar en í miðbænum.

Guttormur, 13.9.2007 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband