Leita í fréttum mbl.is

Gúrka og kjöt

Ég er ekki frá því að það sé skollin á gúrka í fréttum og að gúrkan sé því óvenju snemma í ár. Vanalega er gúrkan í júlí.

Viðskiptanám er vinsælt. Íslensk erfðagreining fann gen.

Dulitlar gúrkufréttir, þannig séð.

Uppáhaldsgúrkufréttin mín fyrr og síðar var um reykhnoðra sem bóndi sá yfir Heklu. Bóndinn taldi eldgos hafið, en þegar nánar var að gáð var einungis um ský að ræða.

Aldrei hafði ég áður lesið frétt um ský. Þær mættu vera fleiri. Kannski kemur ein á næstu dögum.

Sjálfur er ég búinn að borða alltof mikið kjöt undanfarið, svo ég segi nú eina gúrkufrétt af sjálfum mér. Föstudagskvöld: grillveisla. Laugardagskvöld: lamb í brúnni hjá tengdó. Sunnudagseftirmiðdagur: Fermingarveisla. Kjötiðnaðarmaður sá um veitingarnar (innbakað kjöt, reykt kjöt, kjötbollur...) . Sunnudagskvöld: Partíveisla í sjoppu Sigga Halls. Kjöt-tvenna í matinn. Mánudagur: Hamborgarabúllan.

Í dag myndi ég deyja fyrir cous-cous. 

("I would die for a cous-cous". Þessi setning kemur fyrir í einum þætti South Park seríunnar og er þar lögð í munn Hollywood-leikstjóra sem kemur um stundarsakir til Southparks og ætlar að panta sér eitthvað að éta hjá skeggjaða hamborgarasölumanninum.  Óborganlega fyndin sena að mínu viti og hefur orðið mér tilefni til asnalegra hláturroka upp úr eins manns hljóði í gegnum tíðina við hin ólíklegustu tilefni.)

Stefni á ræktina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Vá - ég fór líka á Hamborgabúlluna í gær en sá þig hvergi. Óheppinn ég. Annars gaman að heyra að fleiri en við skötuhjúin gerðu lítið annað en að éta yfir þessa helgi.

Þarfagreinir, 29.5.2007 kl. 11:46

2 identicon

veit ekki  -  en var þetta ekki hálfgerð gúrkufærsla??

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 14:47

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það hafa oft komið merklegar fréttir af skýjum og myndir af þeim í blöðunum, svo sem  glitskýjum - að ógleymdum hvers konar pólitískum skýjaborgum. Þú lest bara blöðin ekki nógu vel! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.5.2007 kl. 14:49

4 identicon

Sé ekki betur en að GS hafi tekið það fram að þetta væri gúrkufærsla:

"Sjálfur er ég búinn að borða alltof mikið kjöt undanfarið, svo ég segi nú eina gúrkufrétt af sjálfum mér."

Hálfgert gúrkukomment hjá mér annars....

H

H (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 14:50

5 identicon

Það er sko nóg í fréttum! Hvað með andskotans óværuna E211 sem er hættulegra en karton af sígarettum? og er að finna í annarri hverri matvöru.. Hvaða matvöru? Vantar svör! Hvað með að Baugur er að reyna að grafa undan íslenskum landbúnaði og þegar hann er kominn í rúst geta þeir svo hækkað aftur kjötvörurnar og eiga kjötið.. líka!? (þá er ekkert eftir sem þeir eiga ekki) Hvað með allar umhleypingarnar sem verið hafa á stöð 2 undanfarið. Fólk sagt upp í bille ban? Er Ari Edvald að fara yfir um? Hvað er í gangi? Nóg að gerast... alveg nóg en fréttamenn eru bara sofandi.

Kveðja, Frá einni í æsifréttunum

Björg F (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 16:00

6 identicon

Gúrka..? Já þú meinar. Annars var smá gúrka árið 1994, þegar ég fílaði mig sem heimsborgara i París og fjölskyldan sá um að senda blöðin út ásamt lakkrís, harðfiski og royal búðingi (?). Þá var ein forsíðufrétt DV svohljóðandi: "Kona læstist úti á svölum". Mér fannst þetta óstjórnlega fyndið, sérstaklega þar sem dvöl konunnar á svölunum var ekki meira en klukkustund...! Mér finnst ég hafa séð einhversstaðar að E211 sé helst í kjöti... frekar slæmt í kjöt-tvennu

Eva Björk (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 16:20

7 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Svona til að vera með í umræðunni, þá fékk ég cous cous á mánudag, annars dags í Hvítasunnu.  Það er það allra allra besta með grilluðum humri.(Ég grillaði humar..tralla lalla la..og hann var ógeðslega góður.)

Rúna Guðfinnsdóttir, 30.5.2007 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband