24.4.2007 | 00:26
Lítið skjal um kaupmátt
Nú dynja á landsmönnum fullyrðingar um að kaupmáttur hafi aukist svo og svo mikið á svo og svo mörgum árum. Ég settist niður í morgun og gerði mér glaðan dag með einu tilteknu excel-skjali sem ég náði í á síðu Stjórnarráðsins, nánar tiltekið á gamalli síðu Þjóðhagsstofnunar, sem var lögð niður af Davíð Oddssyni og félögum sælla minningar.
Mér finnst alltaf gaman að nördast pínulítið með excelskjöl. Skjalið sýnir m.a. vöxt kaupmáttar frá ári til árs allt frá 1950 til ársins 2000.
Menn guma sig af því núna að kaupmáttur ráðstöfunartekna, eins og það kallast, hafi aukist um 4.2% á ári að meðaltali frá 1994-2005, og að í heildina hafi hann aukist um 56% á þessu tímabili.
Við í Samfylkingunni höfum ekki mótmælt þessu. Við höfum hins vegar bent á að þetta er auðvitað bara meðaltalsreikningur. Ef skoðaðir eru einstakir hópar, blasir við mynd ójafnaðar. Kaupmáttur þess tíunda hluta þjóðarinnar sem hæstar hafa tekjurnar hefur aukist um 118% á þessum árum en kaupmáttur þess 20% þjóðarinnar sem lægstar hefur tekjurnar hefur einungis aukist um rétt rúm 30%.
Það er talsverður munur á 118% og 30%, þó svo meðaltalið sé sæmó.
En gott og vel. Skoðum nú þetta með kaupmáttinn alveg frá 1950. Þá kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós:
Á árabilinu 1951-1960 jókst kaupmáttur ráðstöfunartekna að meðaltali um 4.27% á ári, sem er svipað og á umræddu tímabili sem ríkisstjórnin gumar sér af nú.
Frá 1961-1970 jókst hann svo um 5.15% að meðaltali á ári, hvorki meira né minna.
Frá 1971-1980 gerðu menn enn betur, en þá jókst kaupmátturinn um 5.67% á ári.
Þess má geta -- fyrir þá sem hafa áhuga á því sérstaklega -- að á tímum vinstri stjórnarinnar 1971-74 jókst kaupmátturinn um 10.6% á ári.
Það er nokkuð gott. :)
Frá 1981 fór dálítið að halla undan fæti hvað varðar vöxt á kaupmætti ráðstöfunartekna samkvæmt excel skjalinu góða. Frá 1981 til 1990 jókst hann einungis um 2% á ári að meðaltali. Enda var verðbólgan talsverð á þessum tíma, eða allt þar til vinstri stjórnin 1988-91 náði henni niður.
Og svo kom Davíð Oddsson. Svo virðist sem kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi einungis aukist um 1.6% að meðaltali á ári frá 1991 til 2000.
Ja, hérna.
Kannski var það þess vegna sem Davíð lagði niður Þjóðhagsstofnun?
Maður veit ekki. Það er alla vega margt í þessu. Það eru margar tölurnar. Ég sé til dæmis ekki betur en að frá 1950 til 2000 hafi kaupmáttur aukist um þetta 3.75% á milli ára að jafnaði - ef út í það er farið - sem er bara ansi hreint þokkalegt.
Hvað segja Sjallarnir við því? Er það Geir að þakka?
Fæddist hann ekki einmitt á því bili?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:33 | Facebook
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 395306
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi
Athugasemdir
Það er nákvæmlega þetta sem mig vantaði, var að reyna að útskýra þetta fyrir stjórnaliðum og mér leið eins og ég væri að reyna kenna þeim á þyrlu.
Tómas Þóroddsson, 24.4.2007 kl. 00:39
Hefurðu reynslu af því að kenna á þyrlu Tommi?
Gestur Guðjónsson, 24.4.2007 kl. 00:48
Þetta er einmitt það sem vantaði í umræðuna. Það þarf að sýna fólki fram á að goðsögnin um hina miklu efnahagssnilli sjallana eru orðin tóm. Það er lítill tími til stefnu og þið fulltrúar samfylkingarinnar þurfið að berja miklu meira á Sjálfstæðisflokknum fyrir mistökin í efnahagsmálunum.
Ágúst Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 01:51
TAKK Guðmundur fyrir þessa athugun þína - það getur stundum borgað sig að skoða hlutina.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 24.4.2007 kl. 10:25
Guðmundur, þetta er allt gott og blessað og sem betur fer hefur gengið ágætlega á þessu landi okkar frá lokum seinna stríðs. Hinsvegar geturðu nú séð að frá árinu 1975 - 1994 var kaupmáttaraukningin aðeins 2% á ári. Árin fjögur sem Jón Baldvin og co voru með Davíð og félögum í ríkisstjórn var kaupmáttarrýrnun uppá 2% (1991-1995).
Hinsvegar ef við skoðum tímann frá 95 þegar framsókn kemst til valda á ný og fram til 2005 þá erum við að tala um 4,58% hækkun á ári sem er meira en tvöfallt meiri hækkun heldur en næstu 20 ár þar á undan. Það er ekki hægt að segja að það sé slæm staða, né þá heldur að árangurinn sé ekki framúrskarandi.
Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 24.4.2007 kl. 12:40
Ummhumm. . . það þarf ekki mikið til að sannfæra ykkur :) Gummi greyið deilir nokkrum dálkum í Excel yfir morgunkaffinu og þið haldið því fram að hér sér lausnin komin? :) Er Guðmundur ekki bara fjármálaráðherra efni samfylkingunnar víst að hann kann á Excel og kann líka deilingu og svona.
Stefna Samfylkingarinnar í fjármálum er hlægileg og hún hefur engan trúverðugleika. Það að hún sé grundvölluð á yfirborðlegum útreikningum annars ágæts íslenskufræðings kemur ekki á óvart.
Presturinn, 24.4.2007 kl. 13:16
Já einmitt "Presturinn" þessi færsla var nefnilega ekki til að gefa almenningi víðara sjónarhorn á það sem ríkisbubbarnir kalla "kaupmáttaraukningu", heldur var þetta fjármálastefna samfylkingarinnar.
Fyrst þú ert svona afskaplega fróður um hana, afhverju leggurðu ekki útí málefnalega umræðu um hana, eða er hún hlægileg því það er ekki reiknað með að framleiða 3 milljón tonna álframleiðslu?
Dharma, takk fyrir að útskýra fyrir öllum að Marshall aðstoðin tengist ekki Róbert Marshall, þú ert svo klár!
Steinn E. Sigurðarson, 24.4.2007 kl. 13:31
Gestur. Þegar ég hugsa um það ...nei sennilega héf ég aldrei kennt neinum á þyrlu. Svona getur maður nú verið fljótfær.
Tómas Þóroddsson, 24.4.2007 kl. 13:42
Eina fólkið sem hefur nokkurntímann kallað Guðmund sérfræðing í hagsstjórn eruð þið sjálfstæðispungarnir (eða píkurnar, dharma?).
Dharma: heldurðu að einhver nenni að hlusta á þruglið í þér lengur? Nafnlaus ræfilstuska, sem gerir ekkert nema leggja andstæðingum sínum orð í munn. Ég vildi að ég hefði kóðað inn "ignore" fítus í blog.is meðan ég vann hjá Mogganum.
Steinn E. Sigurðarson, 24.4.2007 kl. 14:09
Iss, ég held að lítill apaköttur með bjöllu hefði getað sýnt fram á meiri kaupmátt og meiri jöfnuð en Sjálfstæðisflokkurinn er að guma sig af þessa dagana.
Það geta allar stjórnir tekið þær ákvarðanir að keyra hagkerfið áfram með stóriðju. En það vita það bara sumir að slíkt er eins og að pissa í skóinn sinn.
Að gorta sig af hæsta matarverðinu, hæstu vöxtunu, hæsta lyfjaverðinu, aukinni hlutdeild sjúklinga í sjúkrakostnaði, tannskemmdum barna efnalítilla foreldra, mikið skertar barnabætur, skertar vaxtabætur vegna hækkunar á verði húsnæðis, geðsjúkum á salernum og svo mætti lengi telja er í besta falli kjánalegt.
Ibba Sig., 24.4.2007 kl. 14:37
Dharma, þú sýnir okkur það enn og aftur hvað þið sjálfstæðisfólk eruð hundleiðinleg.... þú alveg drepur mig. Það er greinilegt að þú ert orðin stressuð vegna kosninganna. Jújú ég get alveg hætt að lesa það sem þú skrifar kæra kona og það er kannski ástæðan fyrir því að ég les ekki bloggið þitt, en mig langar að lesa bloggið hans Guðmundar en það virðist vera Dharma vírus hér inni alla daga.
Katrín Jóns (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 16:14
Dharma, ég sá að þú minntist á nafnið mitt las ekki lengra, leiðinlegt að þurfa að scrolla yfir þessar romsur þínar.
Það fyndna reyndar er, er að ef fleiri menn eins og Stefán Friðrik Stefánsson væru að tjá sig um stjórnmál, og færri eins og þú Dharma, þá væri ég örugglega sjálfstæðismaður.
Góðar stundir.
Steinn E. Sigurðarson, 24.4.2007 kl. 16:38
Þetta er ekki allskostar rétt hjá Guðmundi. Þetta fer allt eftir því hvernig þessu dæmi er raðað upp, t.d. eftir kjörtímabilum/ríkisstjórnar bilum. Ef þetta er raðað upp svona, lítur dæmið svona út:
1988-1991 sat hér vinstri-stjórn sem pabbi þinn var í forsvari fyrir. Þá var hæstvirtur forseti Íslands fjármálaráðherra og stóð m.a. á kassa í Miklagarði sáluga og þrumaðir yfir fólki að veislan væri búinn og nú þyrftu menn að herða sultarólina. Rétt á eftir var komið á svokölluðum matarsköttum. Kaupmáttaraukningin þetta tímabil var neikvæð um 3,6%
1991-1995 sat hér ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks (undanfara Samfylkingarinnar eða þinns flokks) og á því kjörtímabili var kaupmáttaraukningin einnig neikvæð eða um -1,6% Þar ofan í kaupið var hér mikið atvinnuleysi og land- og atgervisflótti, svo ekki sé minnst á mikinn niðurskurð í menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu. Gengið var fellt á þessu kjörtímabili um 6% með tilheyrandi verðlagshækkunum.
Eins og sést á tölunum hér að ofan (sem koma frá Hagstofunni) hafa allar hagstærðir síðustu 20 ára verið mjög hagstærðar í 12 ára tíð núverandi ríkisstjórnar.
Örninn (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 16:53
Ok, bara nokkur atriði:
Hafa stjórnvöld ekkert að gera með hátt matvöruverð og hátt lyfjaverð? Ef það er skortur á samkeppni eiga þau að beita sér harðar og meira, efla samkeppniseftirlit. Svo geta þau stýrt og stjórnað tollum og vörugjöldum. Og landbúnaðarkerfið, hallóóó, einhver heima Dharma?
Og já, hvað er að því að sjúklingar borgi komugjöld á heilsugæslu? Og hvað er að því að sjúklingar borga helmingi meira nú úr eigin vasa fyrir heilbrigðisþjónustu en þeir gerðu árið 1995? Kannski er ekkert að því, allavega ekki ef maður er í hópnum sem hefur fengið 118% kaupmáttaraukningu en það er hellingur að því er maður er í hinum hópnum, þessum sem átti minnst og fékk minnst. Kallast sanngirni og mannúð, þ.e. jafnaðarstefna
Gott viðhorf að dissa bara öll börnin sem eru með skemmdar tennur af því að foreldrar þeirra eru annað hvort of sinnulausir til að hirða um tennurnar í þeim eða hreinlega hafa ekki efni á að borga fyrir tannlæknaþjónustu, hvort sem um er að ræða forvarnir eða viðgerðir. Vissirðu að hlutur ríkisins í tannlækningum barna hefur verið hinn sami í 10 ár, þ.e. krónutalan hefur ekki hækkað. Á sama tíma hefur gjaldskrá tannlækna hækkað helling, eins og allt annað. Höfum við engar skyldur gagnvart börnum sem ekki er sinnt sem skyldi, af hvaða ástæðum sem það er?
Um barnabæturnar vil ég segja að þær hafa verið skertar gífurlega í tíð þessarar ríkisstjórnar. Og ekki bara hjá milljón króna fólkinu, líka þeim sem eru með innan við 100 þúsund á mánuði sem á engan hátt er hægt að flokka sem "hærri tekjur".
Allir þurfa þak yfir höfuðið. Fyrir flestar fjölskyldur landsins skipta einhverjar tölur um verð húsnæðis engu máli. Ég er t.d. ekkert betur sett þótt litla húsið sem ég er að kaupa undir ómegðina hafi hækkað í verði um einhverjar millur sl. ár. Greiðslubyrðin er sú sama og þetta er sama þakið yfir sömu höfuðin. En ég greiði hærri fasteignagjöld og fæ minni eða engar vaxtabætur. Sem oft á tíðum kollvarpar áætlunum fólks sem lagt var upp með þegar húsnæði var keypt.
Ertu að segja mér að sjúklingurinn í fréttinni hafi ekki verið vistaður á salerninu? Að þetta hafi verið uppdiktuð frétt frá grunni? Og allir með í samsæri ljótu vinstrimannanna og fjölmiðlanna þeirra? Allir á geðdeildinni þá, læknar, sjúkraliðar, hjúkkur og sjúklingar? Ha?
Þú verður að gera betur en þetta Dharma.
Ibba Sig., 24.4.2007 kl. 16:59
Ég hef ekki þekkingu til að blanda mér inn í þessar tölu og prósentu umræður en mér finnst þær litlu máli skipta í heildarmyndinni. Sérstkalega eftir að hafa lesið bréf eins og barst bæjarslúðrinu hans Björgvins Vals á Stöðvarfirði. Ég mæli eindreigið með því að sem flestir lesi þetta bréf.
Bréfið má sjá undir færslunni "skiptum um fólk" á www.sludrid.blog-city.com.
Ívar Pétur Kjartansson (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 17:29
Guðmundur þetta var tímabær og fróðleg samantekt.Svona eiga stjórnmálamenn að upplýsa sína kjósendur um staðreyndir málsins.Íhaldsliðið heldur áfram að bulla,þeir ráðast á alla sem þeir eru hræddir við,þetta voru í minni sveit kallaðir hælbítar.
Kristján Pétursson, 24.4.2007 kl. 17:45
Flott blogg hjá þér Guðmundur og þörf umræða og flott líka svörin hjá Dharma og Erninum.
En bara svona af því að Ibba Sig. talar um hátt matvælaverð þá vil ég benda á það að matarkaup eru um 12,9% af heildar útgjöldum íslendinga. Helmingurinn af því eru íslenskar matvörur. Veistu Ibba hvað það eru margar þjóðir sem geta ekki leyft sér það að eyða svona miklu í annað en matvæli. Ég get nefnt Frakka, Belga, Ítali, Portúgali, Spánverja og marga fleiri.
Niðurstaða
Það er ekki hátt matvælaverð á Íslandi.
Ágúst Dalkvist, 24.4.2007 kl. 19:36
Aldeilis flott hjá þér Guðmundur Steingríms. að kafa svona djúpt í þessi mál. Sjallarnir eru alveg búnir að missa sig , allur hinn ímyndaði glæsileiki þeirra í kaupmáttarmálum farinn fyrir lítið og aðeins korter í kosningar. Þetta er eins með rústun þeirra á kjörum aldraða á þeim 12 árum sem þeir hafa stýrt fjármálunum... skattaálögur á þá lægst launuðu hafa snarhækkað á samatíma sem skatta álögur á þá tekjuhæstu hafa snarlækkað...þeir efnameiri gerðir efnameiri en þeir fátæku fátækari. Nú kjósum við Samfylkinguna til að laga til í þjóðfélaginu.. svona svipað og gerðist í henni Reykjavík þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir stýrði vösku liði í nærri þrjú kjörtímabil og hélt Sjálfstæðisflokknum utan áhrifa ... góðu heilli.
Meira af þessu Guðmundur S.
Sævar Helgason (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 19:46
Sæll Guðmundur.
Ég sé aðumræðan í Garðaskóla fyrir helgi hefur triggerað þig, þar sem við ræddum um kaupmátt kennarastéttarinnar. Ég er einn af þeim sem Einar Oddur sagði mundi koma óðaverðbólgu af stað ef ég fengi 250 kr. á mánuði laun í verkfallinu´04, þ.e. kennari. Enda hef ég sagt starfi mínu lausu þar sem nú þarfnas fjölskyldan mín stærra húsnæðis sem kennaralaun ráða ekki við að greiða af. Til þess að koma ekki af stað óðaverðbólgu og vagga skútunni glæsilegu hef ég því tekið ákvörðun um að skipta um starfsvettvang, svo hér fari ekki allt til fjandans á næstunni!
Kveðja,
Páll Sveinsson, bráðum fyrrverandi kennari.
Páll Sveinsson (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 19:56
Sæll Guðmundur.
Ég sé aðumræðan í Garðaskóla fyrir helgi hefur triggerað þig, þar sem við ræddum um kaupmátt kennarastéttarinnar. Ég er einn af þeim sem Einar Oddur sagði mundi koma óðaverðbólgu af stað ef ég fengi 250 kr. á mánuði laun í verkfallinu´04, þ.e. kennari. Enda hef ég sagt starfi mínu lausu þar sem nú þarfnas fjölskyldan mín stærra húsnæðis sem kennaralaun ráða ekki við að greiða af. Til þess að koma ekki af stað óðaverðbólgu og vagga skútunni glæsilegu hef ég því tekið ákvörðun um að skipta um starfsvettvang, svo hér fari ekki allt til fjandans á næstunni!
Kveðja,
Páll Sveinsson, bráðum fyrrverandi kennari.
Páll Sveinsson (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 20:00
Já . Þetta eru viðlíka sannindi og sagan af manninum sem hafði annan fótinn í ísvatni og hinn í brennheitu vatni.Það var þægilega baðvolgt að meðaltali svo honum hlaut að líða að meðaltali vel.
Guðrún Ingimundardóttir (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 21:18
Án þess að blanda mér eitthvað í þessa kaupmáttarumræðu, eða hvað sé mikið og lítill kaupmáttur þá langar mig að koma með smá hugleiðingu:
Björgvin skrifar:
Ég tek fyrir þetta meðalkennarakaup, Dharma minn, en sá taxti hækkaði um síðustu áramót um 2,25% þannig að í 8% verðbólgu síðustu 12 mánaða þar á undan, hafði kaupmáttur minn hækkað um -5,75%. Strikið fyrir framan fimmuna þýðir "mínus."
Hér gleymist að taka með í reikninginn skattalækkun uppá 1 % og persónuafláttarhækkun. Svo laun eftir Staðgreiðslu hækkuðu meira en 2,25%.
Baldur (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 23:25
Dharma og Björgvin eru betri en dagskráin á RÚV og Skjá Einum í kvöld. Maður bíður bara spenntur eftir framhaldinu...
J#
Jónas Björgvin Antonsson, 24.4.2007 kl. 23:57
Dharma og Björgvin eru betri en dagskráin á RÚV og Skjá Einum í kvöld. Maður bíður bara spenntur eftir framhaldinu...
J#
Jónas Björgvin Antonsson, 25.4.2007 kl. 00:11
Afhverju svara Dharma ekki.......er ferð til eyja núna.
Tómas Þóroddsson, 25.4.2007 kl. 01:16
Hún er örugglega að lesa síðustu færslu ogl eggja hana fyrir flokksráðið í Valhöll og fá leiðbeiningar um hvernig á að svar . Meira bullið í þessari mannsveskju!
Bragi Einarsson, 25.4.2007 kl. 10:59
Þetta var frábært, Björgvin quotaði Dharma svo ég þurfti ekki að lesa bull athugasemdir þess einstaklings einar og sér.
Það er alltaf hægt að rífast og skammast og þverneita öllu hægri vinstri. Það eru allir líklega sekir um að finnast sinn foli fagrastur, en staðreyndin er sú að þegar afborganirnar mínar af húsinu hækkuðu um ~17.5% á 2 árum og 7 mánuðum, þá er illt í efni. Miðað við 3% hækkun launa á ári, hafði kaupmáttur minn aðeins aukist um 7.9% (miðað við 1.03*1.03*(1+(.03*(7/12))) ). Þetta gerist vegna hækkunar neysluvísitölu aðallega, en ég reiknaði hana út fyrir þetta tímabil og var hún samt ekki nema rúm 13%.
Ég veit ekki betur en þarna hafi kaupmáttur minn breyst um -9.6% á 31 mánuði, eða sem nemur ca -3.6% á ári. Þetta var bara smá reikningsdæmi sem ég slumpaði upp í október sl. þegar ég tók eftir því hvað afborganirnar mínar hefðu hækkað.
Þetta er engan veginn lýsandi dæmi fyrir allan efnahag landsins, né alla einstaklinga, en þetta voru tölur sem fyrir mig sýndu mér svart á hvítu að kostnaður við að lifa í samfélaginu fór hækkandi, hraðar en launin mín.
Þess má einnig geta að á þessu tímabili varð algengasta verð fyrir 500ml bjórglas á skemmtistöðum bæjarins úr 500kr í 600kr. sem er 20% hækkun.
Það er eitt gott hægt að segja í þessu öllu saman, og það er að matvælaverð hefur augljóslega lækkað eftir afnám matarskattsins.
Ágúst Dalkvist: 12.9% er áhugaverð tala, en einungis meðaltal, ég efast ekki um að afskaplega ríkt fólki eyði mun minna hlutfalli launa sinna í matvæli en það fátæka. Dæmi um háan matvælakostnað; ég bauð kærustunni minni út að borða á Íslandi í haust, og reikningurinn var rúmlega 5% af ráðstöfunartekjum mínum þann mánuðinn (þ.e. eftir skatt) -- þetta var nú ekki fínasti veitingastaður bæjarins, og ég var ekki á slæmum launun skv. flestum viðmiðum, en mórall sögunnar er að eina leiðin fyrir mig til að eyða 12.9% (eða jafnvel aðeins minna) af tekjum mínum eftir skatt í mat væri að versla alltaf í bónus, sem ég get ekki séð sem eðlilega kröfu.
Nema auðvitað að Baugur og co séu liður í kjarabótum Sjálfstæðisflokksins.
Steinn E. Sigurðarson, 25.4.2007 kl. 11:35
Jæja Dahrma....þá er maður vaknaður. Ertu komin til eyja?
Þú varst nokkuð góður með Bjarna Harðar í litlu kaffistofunni í gær segja menn mér.
Tómas Þóroddsson, 25.4.2007 kl. 15:39
Góð ábending Steinn með matarverðið.
Hjá 10% tekjuminnstu heimilunum fer 14% af útgjöldunum í matarinnkaup en hjá 10% tekjuhæstu fer 10,8 í matarinnkaup. Þetta eru tölur frá því í janúar og eru því vsk-lækkanirnar ekki komnar til framkvæmda. 12,9% sem ég nefndi í fyrri athugasemd minni við þetta blogg er hins vegar eftir vsk-lækkunina.
En það var ekki meiningin hjá mér að segja að 12,9% væri lágt út af fyrir sig heldur það að víða í Evrópu þarf fólk að eyða meiru í matarkaup en íslendingar þó iðulega sé öðru haldið fram af fólki sem ekki hefur kynnt sér hlutina.
Greinilegt er að við Björgvin þekkjum ekki sama fólkið og búum ekki í sama samfélaginu. Ég hef nefnilega séð gríðarlegar breytingar á því hvað fólk hefur það betra núna undanfarin ár heldur en þar áður.
Það er þó ekki endilega svo að fólk eigi meiri afgang af launum sínum en áður en það er alveg ljóst að fólk leyfir sér meira nú heldur en fyrir 10-15 árum síðan.
Nýjum bílum hefur fjölgað gríðarlega. Utanlandsferðir hafa aukist gríðarlega og svo mætti áfram telja.
Ágúst Dalkvist, 25.4.2007 kl. 16:15
Ágúst: Ég held að stór hluti samfélagsins jú leyfi sér mun meira nú en áður. Kannski hefur það efni á því, ég veit það ekki. Skuldir íslensku heimilanna benda nú til þess að mjög margir eyði um efni fram, og þess vegna eyðsla ekki endilega góður "indicator" fyrir velmegun. Takk fyrir að minnast á hinar tölurnar, verður líka áhugavert að sjá hvernig þessi dreifing er eftir skattalækkunina.
Nú bý ég um þessar mundir í Vínarborg, sem er nú ekki talin ein af ódýrustu borgum evrópu, en samt er því þannig farið að ég ég fæ eftir skatt hér ca. 50% þess sem ég hafði á Íslandi, en ég hef það samt betra. Ég borða hollari mat, og ég á yfirleitt afgang í lok hvers mánaðar -- þrátt fyrir að vera ekki að passa mig jafn mikið og á Íslandi.
Þetta segir mér bara að það er afskaplega dýrt að lifa á Íslandi, og öll þessi kaupmáttaraukning sem endalaust er tönnlast á er ekki jafn merkileg og hún virðist við fyrstu sýn -- vissulega er meira til af peningum á Íslandi núna en fyrir 16 árum, eða 12 árum, en það ætti vonandi að teljast eðlileg þróun samfélags þar sem einstaklingum fjölgar, og arðbær viðskiptatengsl við nágrannasamfélög eru mynduð?
Ég vil alls ekki segja, og hef aldrei gert, að núverandi stjórn hafi ekki gert margt gott í sinni stjórnartíð, til dæmis greitt niður skuldir ríkisins, og búið fyrirtækjum afskaplega gott umhverfi til árangurs, eins og allir vonandi sjá. Hinsvegar hefur ríkisstjórnin ekki elskað öll börnin sín jafnt, og það sjá vonandi allir líka, og ef það væri engin stjórnarandstaða að benda á það sem hefur misfarist þá væri lýðræðið í hættu.
Mér finnast viðhorf sumra harðra flokksmanna (fólks sem fylgir sannfæringu flokka, ekki sjálfs síns) stundum viðurstyggileg -- til dæmis þegar fólk lætur í ljós skoðanir þess eðlis að heilsa barna megi líða fyrir vanefni foreldra. Slík grimmd má aldrei viðgangast í okkar þjóðfélagi!
Ég er jafnaðarmaður, ég trúi því að samfélagið eflist á þeim grundvelli að til sé ríkisstjórn, kjörin af þegnum þess, sem býr til einhverskonar grundvöll þar sem allir þegnar hafa jafnan rétt og möguleika til að dafna og leggja sitt af mörkum. Hvort sem þetta fólk er efnað, fátækt, hvítt, svart, ungt, gamalt, heilbrigt, eða ekki. Það þurfa allir að fá tækifæri frá samfélaginu til að lifa og gefa þar af leiðandi til baka til samfélagsins.
Þetta eru viðhorf sem ég efast ekki um að endurspeglast í hjörtum flestra íslendinga, algjörlega óháð því hvaða flokki fólk þykist tilheyra. Vandamálið er einfaldlega að í dag er búið að leiðrétta misrétti fortíðarinnar á ýmsum sviðum, auka þau á öðrum, eða glata því sem við höfðum náð fram.
Ef til dæmis sjálfstæðisflokkurinn myndi viðurkenna að í ýmsum málum mætti gera betur, og að eðlilega hefði ekki náðst að gera allt sem til hefði staðið á sl. 16 árum, enda kannski mikið verk fyrir höndum, þá væri enginn að rífast.
Ef aldraðir og öryrkjar hefðu það betra væru þeir án efa að kjósa ykkur, en ekki að burðast við að bjóða fram, í dapurlegu vonleysi um bætt kjör.
Ef umhverfismál hefðu verið virt, og vilji þjóðarinnar í til dæmis málefnum eins og kárahnjúkavirkjunar sem var ofboðslega umdeilt mál á sínum tíma, og keyrt í gegnum þingið af offorsi -- allt í nafni þess að bjarga landshluta sem þarf ekkert nema kvóta til að lifa -- þá hefði ekki verið ástæða fyrir Ómar Ragnarsson þann ágæta mann, að eyða seinni hluta ævi sinnar í pólitík, en augljóst er að hann á sér allt aðrar ástríður í lífinu, og hefði án efa viljað njóta þeirra áfram. Ef umhverfið hefði ekki verið vanvirt (eitthvað sem auðvitað margir eru sekir um, en nú snýst málið um Ríkisstjórn Íslands, takk) þá væri sá flokkur ekki til (eða ekki undir þessum merkjum).
Svona má lengi telja.
Reyndar finnst mér staðan í þjóðfélaginu vera sú núna að bæði Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að hugsa sín mál mjög vel, en þessi tvö nýju framboð í raun sterkar vísbendingar um að þessir flokkar þurfa að huga betur að grundvallarmálefnum sínum.
Ég er víst farinn útá dágóðan tangens hér, en grundvallaratriðið er auðvitað að kannski er kominn tími til að stokka aðeins upp í flokkunum á Íslandi, og gera landið að því besta til að búa á, eins og við vitum að það getur verið.
Ég held að leiðin til þess sé alls ekki með því að stjórnin haldi velli, við þurfum nýjar stefnur og strauma, því frábært við erum komin með ríkt fólk og peninga sem minna var af áður (kannski, 16 ár eru nú bróðurpartur minnar ævi, ég er ekki svo dómbær), en er ekki kominn tími til að stefna aftur á smá jöfnuð, kannski róa þensluna aðeins? Áður en fólk fer að hrópa um atvinnuleysi, þá vil ég benda á að við höfum þurft að flytja verkafólk inn í stórum stíl undanfarin ár, svo efnahagurinn hefði alveg vel mátt við örlitlu atvinnuleysi í stað þessarar þenslu sýnist mér.
Í umræðu um daginn sagði einn stuðningsmaður D að "þessi 10% sem fyrirtækin borga gilda margfalt þessi 35% sem við borgum" -- ég spurði í einfeldni minni afhverju geta þá ekki allir borgað 15%?
Ójöfnuður í íslensku samfélagi er staðreynd, nú er spurningin hvernig við ætlum að bregðast við honum.
Steinn E. Sigurðarson, 25.4.2007 kl. 18:16
Afsakið, ég ætti ekki að segja "enginn að rífast" -- ég persónulega væri að minnsta kosti ekki að rífast, og ég vona að það sé talsvert hlutfall þjóðfélagsins sem væri sama sinnis.
Steinn E. Sigurðarson, 25.4.2007 kl. 18:19
Það er gaman að fylgjast með líflegum umræðum um hvernig við höfum það. Ég legg ekki í að taka þátt í karpi um tölur og hver fattaði upp á hverju o.s.frv., en ég tek heilshugar undir orð Björgvins varðandi brjálæðið sem oft á tíðum einkennir þetta annars ágæta þjóðfélag okkar.
Þó ég sé enginn sérfræðingur í dönskum þjóðfélagsaðstæðum þá hef ég dvalist þar löngum stundum og fylgst dálítið með því hvernig þeir, sem og aðrar nágrannaþjóðir okkar, gera hlutina og ég vildi óska að við tækjum þá oftar til fyrirmyndar.
Auðvitað er víða pottur brotinn hjá danskinum, og þeir eru oft hundleiðinlegir við okkur, en ég tel að við getum sitthvað lært af þeim þegar kemur að þolinmæði og hófsemi. Við hefðum svo sannarlega gott af því.
Ég gæti haldið endalaust áfram, en fyrst og fremst vona ég að hér takist okkur á næstu árum að snúa öfugþróuninni við og byggja upp þjóðfélag jöfnuðar þar sem sæmileg sátt ríkir um megináherslur, svo sem jafnara aðgengi að menntun og læknisþjónustu en nú er, svo fátt eitt sé nefnt. Það er nefnilega fleira sem skiptir máli í lífinu en hagvöxtur, lífið er flóknara en svo - Guði sé lof.
Heimir Eyvindarson, 25.4.2007 kl. 18:41
Munurinn á þeim kaupmætti, sem bæst hefur við frá 1991, og hinum, sem bættist við fyrir 1980, er sá, að hinn nýi kaupmáttur stendur ekki á brauðfótum. Kaupmáttaraukninguna frá 1940 til 1980 má að miklu leyti rekja til stríðsgróða annars vegar, rányrkju hins vegar. Við stórgræddum á stríðinu, bæði hinu heita 1939-1945 og hinu kalda 1948-1989. Við jusum upp þorski og síld og höfðu nærri gengið að síldarstofninum dauðum um miðjan sjöunda áratug. Þorskstofninn var einnig hætt kominn. Með útfærslu fiskveiðilögsögunnar stórjukum við auðlindagrunn okkar í fjórum áföngum, 1952, 1958, 1972 og 1975 og hröktum útlendinga af Íslandsmiðum, en áður höfðu þeir veitt um helming heildaraflans. Allt þetta skýrir mikið af kaupmáttaraukningunni fyrir 1980. En þegar kalda stríðinu lauk og ekki var lengur hægt að auka rányrkju, greip um sig stöðnun, svo að Þráinn Eggertsson spáði réttilega um 1990, að Ísland yrði um aldamót eitt fátækasta ríki í Evrópu, yrði ekkert að gera. Forsætisráðherrann, sem var forveri Davíðs Oddssonar, hafnaði beinlínis vestrænum hagstjórnaraðferðum í stefnuræðu sinni í nóvember 1989. En við bárum gæfu til að skipta um stefnu 1991. Kaupmáttaraukningin síðan hefur verið raunveruleg og ekki reist á stríðsgróða eða rányrkju. HHG
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, 26.4.2007 kl. 19:25
Athyglisvert, Hannes. E.t.v. mætti rekja þennan "raunverulega" kaupmátt okkar til EES-samningsins?
Eitthvað segir mér að svo sé.
Og ef ekki, er hver er þá munurinn á því að stunda rányrkju í sjó og rányrkju á landi? Telst það til "raunhverulegrar" kaupmáttaraukningar að byggja á methagvexti í kjölfar svoéskra virkjanaframkvæmda?
Annars máttu blogga meira, Gummi. Sjáumst kát annað kvöld í Kópavoginum!
Dagbjört Hákonardóttir, 26.4.2007 kl. 20:14
Og ég biðst velvirðingar á innsláttarvillum. Sovéskt lyklaborð, sjáiði til.
Dagbjört Hákonardóttir, 26.4.2007 kl. 20:17
Mér finnst alltaf jafn magnað þegar talað er um kaupmáttaraukningu, sérstaklega þegar sýnt er fram á að kaupmáttaraukningin svokallað kannski rétt heldur bara í verðbólguna?
Næst þegar einhver í Arnarnesinu kaupir sér plasma sjónvarp á milljón, neysluvísitalan hækkar um 0,00001 og lánin mín þar af leiðandi um 0,0005%, á ég að þakka fyrir kaupmáttinn í Arnarnesinu?
Hættum þessum talnaleik og reynum að díla við það afhverju yfir 70% þjóðfélagsins (skv. nýrri könnun Capacent) telja ójöfnuð í þjóðfélaginu hafa aukist.
Gleymum því ekki að leikskólakennarinn með 150.000 krónur á mánuði græðir ekkert á því þótt foreldrar barnanna sem hann sér um geti keypt sér nýjan land cruises á hverju ár -- reyndar tapar hann bara á því, því neysluvísitalan hækkar, framfærslukostnaðurinn hækkar, allt hækkar -- hraðar en launin!
Það er kominn tími fyrir ríkisstjórn sem hugsar jafn vel um alla landsmenn, og kannski gerir það sama í orði og borði!? Hætta þessari miðstýringu og fákeppnisstefnu á landbúnaðarvörum, opna Ísland neytendum (kjósendum?) í hag, hætta sovéskum vinnubúðaherferðum eins og á Austurlandi, og í staðinn t.d. hefja markvissar umbætur á kvótakerfinu? Mér svelgdist næstum því á við að horfa á auglýsingu sjálfstæðisflokksins um daginn, þar sem endalaust var talað um að auka hag og frelsi einstaklingsins -- ef aðgerðir flokksins samræmdust stefnunni þá væri maður kannski meðlimur!
Steinn E. Sigurðarson, 27.4.2007 kl. 10:12
Afsakið ásláttarvillur á borð við, land cruises = land cruiser auðvitað..
Steinn E. Sigurðarson, 27.4.2007 kl. 10:13
Má ss ekki hugsa um það að 70% þjóðarinnar telja sig hafa það betra en fyrir 4 árum?
Þetta ágæta debat ykkar skiptir engu máli. Hvor ykkar hefur rétt fyrir sér skkiptir raunar engu máli.
Því sama hvað tautar og raular þá er þessi stjórn besti valkosturinn í stöðunni. Ég sé ekki fyrir mér að stjórn með IGS í brúni, varnir þjóðarinnar í höndum Steingríms J í utanríkisráðuneytinu, Ögmund í fjármálaráðuneytinu og Adda Kitta Gau í sjávarútvegsráðuneytinu sé beint heillandi kostur.
Presturinn, 27.4.2007 kl. 11:36
Ég hvet alla til að kjósa með það í huga að kjósa einhverja í stjórn en ekki að kjósa einhverja úr stjórn.
Ef fólk í blindni kýs burt þá stjórn sem nú er gætu menn vaknað upp við vondan draum við að sjá hvað kom í staðinn!!
Presturinn, 27.4.2007 kl. 11:39
Hræðsluáróður anyone?
Steinn E. Sigurðarson, 27.4.2007 kl. 12:05
Smá hugleiðin fyrir "prestinn"
Finnst þér að það sé góð stjórn sem , vegna mistaka við hagstjórnina, hefur aukið hér verðbólguna með þeim ósköpum að heimili þess unga fólks sem er að koma sér upp heimili verði fyrir 500 þús. kr hækkun á sínum lánaskuldbindingum á þessu ári ? Auk þess sem vaxtastigið er í himinhæðum og hærra en nokkru sinni svo ekki sé talað um yfirdráttarvextina. Vöruskipatjöfnuðurinn er í mínus 27% . Alvöru hagfræðingum þykir mínus 19% hámark þess mögulega.
Skuldir heimilanna í landinu eru orðnar 1.325 milljarðar króna. Fólkið á eftir að borga þessar skuldir.
Þessi ríkisstjórn hælir sér af tekjuafgangi ríkissjóðs, að hann sé betri sem aldei fyrr. Af hverju skyldi hann vera til kominn ?
Jú sala ríkiseigna og þessi gífurlega þensla sem hún kom af stað og hefur birtingamyndina í tvöföldun á húsnæðisverði sem er drifin áfram af erlendum lántökum bankanna í formi 90 -100 % lána til íbúðarkaupa sem aftur veldur tröllauknum innflutningi og þar með tekjum fyrir ríkissjóð.... Við eigum því miður eftir að greiða fyrir þessi mistök við efnahagsstjórnina. Þetta er innihald þessa "góðæris"
Þær hugmyndir þessarar ríkisstjórnar að fresta vandanum með því að dæla fjármagni inn í hagkerfið með síaukinni stóriðju er" deyfilyf " það er að fresta því að takast á við vandann.
Ég treysti Samfylkingunni best til að hafa forystu í því að taka á vandanum og koma hér á jafnvægi í efnahagsmálum og þar með að taka á vanda heimilanna í landinu.
Til þess þarf kjark . Annars hjökkum við áfram í sama farinu og með vaxandi vanda.
Kjósum því Samfylkinguna nú í vor
Sævar Helgason (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 18:37
Þetta innlegg nafna míns kveikti greinilega umræður! Það sem það sýndi allavega fram á er að bull hægrimanna um "engin hagvöxtur er mögulegur með vinstristjórn" er ekkert annað en það, bull. Vinstristjórnin 1971-1974 virðist enda eiga metið í hagvexti.
Hagsveiflur fara upp og niður, reyndar er óstjórn á efnahagsmálum á þenslutímum það versta sem hægt er að bjóða upp á, enda verður hrunið þá verra. Verstu efnahagsstjórnartímabilin í íslandssögunni voru þenslufylleríin í aðdraganda og upp að skattlausa árinu 1988 og núna, þegar ríkisstjórnin lætur allt reka á reiðanum. Vinstristjórnin 1988-1991 þurfti að hreinsa upp eftir síðasta þenslufyllerí og það lítur út fyrir að það verði vinstristjórn sem hreinsar upp eftir núverandi sukk.
Annars er lykil atriðið þetta. Hagsveiflur fara upp og niður, bæði hjá hægristjórnum og vinstristjórnum. Munurinn er sá að hægristjórnir leggja sig fram við að færa þeim efnuðustu ábatann, meðan vinstri stjórnir leggja sig fram um að færa þeim sem minnst meiga sín sem stærstan hluta af hagvextinum. Svo einfalt er það.
Guðmundur Auðunsson, 27.4.2007 kl. 19:23
Þetta er málið Guðmundur (líka Auðunsson). Burt með þetta lið sem tekist hefur að klúðra hagstjórn í góðæri.
Halldór (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 00:17
Steinn þú segir: "Mér finnst alltaf jafn magnað þegar talað er um kaupmáttaraukningu, sérstaklega þegar sýnt er fram á að kaupmáttaraukningin svokallað kannski rétt heldur bara í verðbólguna?"
Ég veit ekki alveg hvað þú átt við þarna en vil minna þig á að við útreikning á kaupmætti er verðbólga reiknuð með. Í því felst þetta kaup - máttur.
Annars er þetta hreint út æðisleg frétt:
http://gudmundurmagnusson.blog.is/blog/gudmundurmagnusson/entry/192144/
Andri Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 02:49
Ég er nemi í hagfræði við HÍ en samt fer umræðan um hagvöxt og skattaprósentur rosalega í taugarnar á mér. Þetta skiptir allt svo litlu máli miðað við að styðja við stríð á móti annari þjóð. Þess vegna sé ég horn á hausnum á prestinum, Dharma, Hannesi Hólmsteini og fleirum. Þeim er greinilega meira annt um 1, 2, 3, 4 eða 5 punkta breytingu á sínum eigin fjármagnstekjuskatti en mannslífum úti í heimi. Hvernig er hægt að kjósa stjórn sem á síðasta kjörtímabili lýsti yfir stríði gegn saklausri þjóð.
Högni (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 23:40
Björgvin: Bara spurning um að leiðrétta með verðbólguna. Auðvita er þetta bara meðaltal, en sýnir óneitanlega góðan árangur. Líklega gera sér flestir grein fyrir því að hér hefur náðst ævintýralega góður árangur fyrir alla á undanförnum árum, þökk sé góðri stjórn - og að einhverjum hluta EES. Blessunarlega er það síðan svo að allir flokkar vilja gera enn betur, fyrir fleiri og allt það.
Og nei - sá þetta bara hjá Guðmundi og leyfði þessu að fylgja með, víst ég var byrjaður að kommenta á annað borð. Gangi ykkur svo vel þann 12. maí, ég vona svo sannarlega að vinstra fylgið falli ykkur í skaut fremur en VG og gaman væri að sjá Guðmund á þingi þó ég deili ekki skoðunum með honum nema að litlu leyti.
Andri G. (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 00:10
Var það kannski í lok kjörtímabilsins á undan sem listinn var gerður. Man það ekki. Allavega. Þó að Davíð og Halldór séu farnir finnst mér samt að sértrúarsöfnuðir þeirra, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn þurfi að svara fyrir þetta. Maður fór líka að efast um að Geir væri með heila þegar hann sagði að stuðningurinn skipti engu máli því Ísland væri svo lítið. Hvers vegna var þá verið að hafa fyrir því að styðja þetta? Heimskulegustu rök sem ég hef heyrt.
Högni Haraldsson (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.