1.4.2007 | 00:58
Tímamót
Íbúakosningin í Hafnarfirði mun fara í sögubækurnar. Um 77% kosningaþátttaka segir allt sem segja þarf. Fólk vill kjósa um hitamál í sínu samfélagi.
Ég er afskaplega ánægður með að tilheyra stjórnmálaafli sem setur lýðræðið í öndvegi og spyr íbúana álits. Lýðræðishugsjónin eru ekki sjálfsagður hlutur. Það þarf að stunda hana.
Úrtölumenn voru orðnir ansi háværir á lokasprettinum. "Skrumskæling lýðræðisins" var dæmi um fyrirsagnir greinahöfunda. Gagnvart slíkum bölsýnisbænum er niðurstaðan einkar ánægjuleg: Lýðræðið vann. Fólk mætti og kaus. Og fólk kaus eftir sannfæringu sinni.
Til voru nefnilega þeir sem héldu að stórfyrirtækið væri búið að kaupa Hafnarfjörð. Að sjálfsögðu kaupir engin Hafnarfjörð. Alcan kynnti bara sitt mál, og gerði það eftir þeim leiðum sem fyrirtækið mat bestar. Mér fannst kosningabaráttan málefnaleg. Mér fannst líka málstaður Sólar í Straumi vel kynntur, þótt samtökin auglýstu ekki mikið.
Fólk verður að læra að treysta fólki. Hafnfirðingar kusu. Málið var rætt í þaula og niðurstaða liggur fyrir. Hingað til hefur aðferðin í íslensku samfélagi verið sú að fyrst eru ákvarðanir teknar og svo er deilt. Núna var þessu snúið við: Fyrst var deilt, svo var ákvörðun tekin.
Mjótt var á mununum. Stækkunarsinnar mega ekki líta svo á að þessi niðurstaða sé dauði og djöfull, þótt hugsanlega hafi þeir margir tilhneigingu til þess. Þessi niðurstaða er tímamót, krossgötur. Markar straumhvörf. Hún er skilti á leið okkar sem vísar okkur í nýja átt. Hún er nýtt upphaf.
Ég fagna þessum tímamótum frá mínum dýpstu hjartarótum.
Álverið í Straumsvík hefur notið talsverðrar velvildar. Mjög margir vilja að það starfi áfram. Meirihlutinn vill hins vegar ekki að það stækki. Fyrir því liggja málefnalegar ástæður. Um það var kosið.
Niðurstaðan í Hafnarfirði felur í sér skýrar vísbendingar um að þjóðin er að vakna til vitundar um það að til eru aðrar leiðir til atvinnuuppbyggingar en þær sem fela í sér virkjun fallvatna og mengun. Nú eigum við að horfa í aðrar áttir. Orkan fer ekki neitt. Ný og betri tækni til að afla hennar er handan við hornið. Fleiri munu þurfa hana. Hún mun bara vaxa í verði. Ekkert liggur á. Við eigum að nota tímann til að ákveða hvar við viljum vernda -- hvaða svæðum við ætlum ekki að fórna -- og hvar við viljum virkja. Og hvernig.
Fagra Ísland, stefna Samfylkingarinnar, er hinn skynsamlegi kostur sem þjóðinni býðst í framhaldi af þessari niðurstöðu.
Möguleikar þessarar þjóðar eru óþrjótandi. Framtíðin er full af möguleikum. Við ÞURFUM ekki að gera það sem við viljum ekki.
Ég segi eins og frænka mín Silvía: Til hamingju Ísland.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 395306
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi
Athugasemdir
Býrð þú í Hafnarfirði ?
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 1.4.2007 kl. 01:06
Frekar mundi ég vilja tilheyra stjórnmálaafli sem þorir að taka sjálfstæðar ákvarðanir, enn ekki eins og meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar með Lúðvík Geirsson í broddi fylkingar.
Eyþór (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 01:25
Ég er ekki sammála þér Guðmundur, að fyrst hafi verið deilt og síðan ákvörðun tekin, því í þessu tilfelli var fyrst.... það að Alcan keypti lóð af Hafnarfjarðarbæ undir stækkað álver, síðan, á 11. stundu var deilt, kannski er margt Samfylkingarfólk happy akkúrat núna, en ekki ég, ég er verulega ósáttur við framgöngu margra úr mínum flokki varðandi þetta Alcan-mál, fyrir örfáum vikum hefði þetta ekki hvarflað að mér, en ég mun ekki kjósa Samfylkinguna í vor.
Sigurður Ólafsson (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 01:27
Til Hamingju Húsavík / Helguvík
Vilji íbúa Hafrnarfjarðar er kýrskýr og ekkert verður af stækkun. Þar sem vitað er að á bæði Húsavík og í Reykjanesbær er gífurlega mikill stuðningur við álver er ljóst að þar munu rísa myndarleg álver innan tíðar. Vilji íbúa ræður og þá ber að virða þeirra vilja eins og Hafnfirðinga. Gott mál.
kær kveðja
Sveinn
Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 01:32
Auðvitað er það áhyggjuefni skoðaleysi Lúðvíks bæjarstjóra í þessu máli, treysti sér ekki einu sinni til að gefa upp skoðun sína eftir að búið var að loka kjörstöðum, er þetta fólk ekki kosið til að að hafa skoðanir.
Menn skyldu ekki afskrifa Árna Sigfússon þar fer sterkur leiðtogi sem hefur ákveðnar skoðanir og vinnur fyrir sitt fólk.
Húsvíkingar geta fagnað og vonandi verður þeirra framtíð jafn björt og austfirðinga.
Óðinn (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 09:43
Lúðvík er ekki stætt eftir þessa útreið í gær og þetta er ekki eina málið. Húsnæðismálin fyrir erlenda vinnuaflið hefði verið nóg til að knésetja flesta stjórnmálamenn ef fjölmiðlarnir hefðu fylgt málinu eftir af kjölfestu.
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 10:27
Það var að heyra á Lúðvík að í þessu fælust miklir möguleikar fyrir Alcan. Hvað þýðir það? Það verður spennandi að sjá hvernig stjórnvöld í Hafnarfirði fara fram hjá þessum úrslitum.
Ég spái því að það verði gert nýtt skipulag og álverið stækkað í hina áttina þ.e. á uppfyllingu útí sjó. Leikurinn er ekki búinn.
Þóra Guðmundsdóttir, 1.4.2007 kl. 12:46
Ég skil ekki þessa gagnrýni á Lúðvík. Ef einhver einstaklingur er sigurvegari í þessu máli, þá er það hann! Hvað hafa menn upp á Samfylkinguna að klaga í þessu máli. Hún ákvað að leggja málin upp með þessum hætti og voru fulltrúar allra flokka í bæjarstjórn Hafnafjarðar sammála um að fara með þetta mál í atkvæðagreiðslu.
Met kosningarþátttaka varð staðreynd, sem staðfestir vilja Hafnfirðinga til að leysa málið með þessum hætti. Kosningin er stórt skref í átt til aukins lýðræðis, sem hefur verið og er stefna Samfylkingarinnar. Skil því ekki hvað menn hafa upp á Samfylkinguna eða Lúðvík að klaga!
Það eina sem er "leyfilegt" að gagnrýna Lúðvík fyrir, eða geta haft mismunandi skoðanir á, er að hann skyldi ekki gefa upp sína afstöðu til stækkunar. En Deiliskipulagið sem kosið var um var ekki lagt fram af Hafnafjarðarbæ, heldur af Alcan og hann sem umboðsmaður bæjarbúa (bæjarstjóri allra bæjarbúa) taldi það ekki vera sitt hlutverk að segja bæjarbúum hvað þeir ættu að kjósa, eða að leiða annan hópinn og þar er ég honum sammála.
Held að þetta mál í heild sinni hljóti að verða til þess að fylgi Samfylkingarinnar aukist! Tapa kannski mögulega atkvæðum tapsárra álverssina, en vinna þá tö á móti annarsstaðar.
Egill Rúnar Sigurðsson, 1.4.2007 kl. 23:48
Þetta er einfalt, hafi Lúðvík verið á móti þá er hann sigurvegari en hafi hann verið fylgjandi því að stækka en ekki þorað að tjá þá skoðun sína til að styggja ekki forystu flokksins og því farið þessa leið, þá er hann í dag, looser....... en ég vona bara hans vegna að hann lendi ekki í þessu aftur rétt fyrir kosningar, að bíta svona hrottalega í tunguna og geta svo ekki talað !
Sigurður Ólafsson (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 00:19
Þú ert eitthvað að misskilja þetta Sigurður Ólafsson.
Það voru tveir möguleikar upp í stöðunni þeir voru annarsvegar að fáir Hafnfirðingar hefðu sýnt þessum kosningum áhuga og þá hefði mátt segja að þessi aðferð hafi ekki virkað. Hinsvegar að meirihluti kjósenda, sem og varð raunin, myndi mæta á kjörstað til að taka ákvörðum um þetta hitamál og þannig nýta sér þann lýðræðislega rétt sinn til að hafa áhrif í þessu þverpólitíska máli.
Það getur í raun ekki skapast meiri sátt um þetta mál þar sem að stór meirihluti tók þátt í ákvörðunni.
Helgi Bárðarson (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 08:39
Heyr, heyr Helgi! Lýðræðisást Sigurðar og fleiri virðist ekki vera mikil. Lúðvík tók einfaldlega þá astöðu að vera bæjarstjóri allra Hafnfirðinga, fyrir og eftir kosningar, þ.e. ekki leiða aðra fylkinguna. Finnst mönnum það virkilega svona óeðlilegt! Er ekki líklegra að hann geti sætt andstæðar fylkingar núna?!
Egill Rúnar Sigurðsson, 2.4.2007 kl. 11:43
Undur og stórmerki!! Stjórnmálamaður fær hól fyrir að hafa ekki skoðun.
Snorri Hansson, 2.4.2007 kl. 17:26
Guðmundur minn ég er nú alveg hissa á þér að að reyna að bera í bætifláka fyrir stóriðjuliðið í Samfylkingunni í Hafnarfirði. Það hefur verið ljóst alveg frá byrjun hvar hjarta bæjarstjórans og oddvita ykkar í kjördæminu sló varðandi stækkunina. Þegar ég talaði um skrumskælingu lýðræðis þá átti ég við að það væri slæmt fordæmi fyrir íbúakosningu að setja ekki neinar reglur varðandi aðkomu hagsmunaaðila að kosningunni. Aðstöðumunur ALCAN og Sólar í Straumi var sláandi og skipulagður hræðsluáróður þeirra hafði gríðarleg áhrif þótt að við hefðum marið sigur að lokum.
Ég hef alltaf verið fylgjandi íbúalýðræði og tel að íbúar eigi að fá að kjósa um mál sem snerta þá beint, en það á ekki að láta Samfylkinguna sjá um kosninguna
Lárus Vilhjálmsson, 3.4.2007 kl. 12:28
var það nú ekki einmitt Samfylkingunni að þakka að það varð íbúalýðræði í hafnarfirði. Það voru þeir sem tóku þá ákvörðun. Og Lúðvík Geirsson hefur aldrei gefið upp sína skoðun á stækkun sama hvað hver kann að lesa út hvar hjarta hans slær. mér finnst þessi niðurstaða í hafnarfirði á laugardaginn vera stórsigur fyrir samfylkinguna og verður vonandi til þess að fólk hætti þessari paronoju umræðu um flokkinn og kjósi hann 12 maí.
Hrefna Pétursdóttir (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.