Leita í fréttum mbl.is

Ræða Björgólfs

Ræða Björgólfs Thors í gær, þar sem hann gerði því skóna að Straumur-Burðarás kynni að fara úr landi með starfsemi sína, ætti auðvitað að hringja viðvörunarbjöllum. Árni Páll Árnason, meðframbjóðandi minn í Suðvesturkjördæmi, hefur einmitt varað við því fyrir þónokkru síðan að breytingar á heimildum fyrirtækja um að gera upp í erlendum gjaldmiðli myndu hafa þessi áhrif. 

Hér sjáum við enn og aftur dæmi um það að tilteknu fyrirtæki er gert erfitt fyrir í rekstri sínum með sérstökum aðgerðum af hálfu yfirvalda. Og yfirvaldið heitir Davíð og Geir, að sjálfsögðu. Fyrirvaralaus ákvörðun Sjálfstæðisflokksins um að breyta þessum heimildum var beinlínis sniðið sem skeyti á Straum-Burðarás, og ekkert annað. 

Sama hvað mönnum kann að finnast um einstök fyrirtæki, þá liggur það auðvitað í augum uppi að stjórnmálamenn eiga ekki og mega ekki nota reglugerðar- og löggjafarvaldið, svo ekki sé talað um dómsvaldið, til sértækra aðgerða gegn einstökum fyrirtækjum í fljótfærni og eftir skapsveiflum nánast.

Fjölmiðlafrumvarpið var ætlað 365.

Dómskerfinu var sigað á Baug.

Og nú Straumur-Burðarás.

Allir frjálslyndir menn eiga að sjá að svona vinnubrögð ganga ekki. Það er merkilegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli síendurtekið ástunda þau.

Þeir verða kannski góðir saman í stjórn, VG og Sjallarnir. Gjaldeyrishöft, netlögregla, stjórnarskrárbundnir kynjakvótar, takmarkanir á fjölmiðla og þar fram eftir götunum.

Nei, ég segi svona.  

Góða helgi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Þú gleymdir að nefna einn flokk sem virðist vera fylgjandi höftum og skattpíningu á fyrirtæki en það er Samfylkingin.

Get verið sammála mörgu í þessu bloggi en finnst það þó koma úr hörðustu átt.

Ágúst Dalkvist, 9.3.2007 kl. 17:40

2 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Svo er þessum íhaldsmönnum alveg sama hvort fyritæki fara, hlustið á Árna matt hér það held ég að Ögmundur sé ánægður með þá. Þegar vel er að gáð eru þessir tveir flokkar ótrúlega líkir.

Tómas Þóroddsson, 9.3.2007 kl. 18:06

3 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf haft svona hægri einræðis tendensa. Honum hefur bara oftast tekist að fela þá. Hinsvegar hefur á síðari árum fjölgað þessum grímulausu árásum á aðila sem þeim líkar ekki við.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 9.3.2007 kl. 18:08

4 identicon

Hvernig fá menn það út að Samfylkingin sé fylgjandi höftum og skattpíningu á fyrirtæki. Þvert á móti þá er Samfykingin eini flokkurinn sem tryggir jafnræði á milli fyrirtækja og vill í raun afnema höft í landbúnaði og sjávarútvegi. Meginlínan er þessi, samkeppni, frelsi og lágir skattar á fyrirtæki því það tryggir okkur mesta fjármuni til að halda uppi öflugu velferðarkerfi. Jöfnuður á líka við um fyrirtækin í landinu. Áfram svona Guðmundur ! Komum í veg fyrir íhaldsama Löggustjórn

Sigþór Ari (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 21:27

5 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Ætlaði ekki að særa samfylkingarhjartað en síðast þegar ég vissi þá vildi Samfylkingin t.d. hækka fjármagnstekjuskatt sem er stór hluti tekna stærri fyrirtækjanna. En þau myndu sennilega ekki flýja land fyrir því er það?

Og hvað fylgir því þegar fjármagnið svo flytur úr landi, geta samfylkingarfólk svarað því. Hvar á þá að ná í tekjurnar?

Er hræddur um að samfylkingin eigi að teljast upp í blogginu ásamt hinum flokkunum eins og ég nefndi fyrr.

Ágúst Dalkvist, 9.3.2007 kl. 22:29

6 Smámynd: Kristján Pétursson

Er íhaldshjartað Ágúst komið strax á fulla ferð.Áttu erfitt með að rökræða málefnalega sífelld mistök íhaldsins.Þú kemur þér undan síkum umræðum,enda óþægilegar og tekur til fótanna.Svo koma svona smálummur úr allt annari átt um alls óskyld málefni.Þetta er kallað að missa marks.Þú getur mikið betur og hefur góða hæfileika,láttu á þá reyna í meira mæli.

Kristján Pétursson, 9.3.2007 kl. 22:48

7 identicon

Það er alveg ótrúlegt hvað það virðist liggja þungt á þér, Guðmundur, að Vg skuli hafa vaxið á sama tíma og Samfylkingin nær ekki að skapa nógu sannfærandi valkost fyrir kjósendur. Þú hamast eins og Skalla-Grímur forðum og eins og hann, sést ekki alltaf fyrir. Í stað þess að fagna því að möguleikarnir á að fella ríkisstjórnina aukast, þrátt fyrir að Samfylkingin haldi ekki fylgi, þá ferð þú í útúrsnúninga og kjánagang, t.d. í sambandi við netlögregluna, sem bæði þú og allir aðrir vita að er allt annað í  huga Vg en það sem þú hefur hugræpt um. Og það var sorglegt að sjá þig fara halloka fyrir Illuga í sjónvarpinu þegar hann vitnaði í afstöðu þína til Vg og eins þegar þú deildir við Sóleyju í Silfri Egils um netið og sjá Sigurð litla Kára og Jónínu hlægja eins og púka á bita  yfir því að helstu flokkar stjórnarandstöðunnar væru komir í hár saman. Þú varst búinn að gefa höggstað á þér og möguleikum á öflugu samstarfi Samfylkingar og Vg eftir kosningar. Því miður stækkar hópurinn gegn ríkisstjórninni ekkert þó takist að svæla einhver atkvæði af Vg yfir til Samfylkingar og markmið allra hugsandi manna, að fella þessa óstjórn verður engu nær, þó það gerist. Beindu því orku þinni inn á miðjuna og reyndu að sækja ykkur fylgi þangað. Um nóg er að fjalla þar.  Nema ef það er þá kannski draumur þinn að fá að fara í fangið á íhaldinu eftir kosningar. Geðvonska og útúrsnúningar  skila litlu í vor, þó slíkt dugi kannski til að fella einhverjar pólitískar keilur og til að skemmta skrattanum.

Friðrik Dagur Arnarson (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 23:29

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér finnst bara athyglisvert að tvö af þremur fyrirtækjum á listanum  yfir þau fyrirtæki sem Davíð og Geir hafa níðst á, eru fósturforeldrar Samfylkingarinnar. Móðurástin getur verið sterk.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.3.2007 kl. 06:05

9 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Fyrirgefðu Krisján ef ég hef verið ómálefnalegur.

Ef þú lest fyrstu athugasemd mína við þetta blogg þá sérðu þar að ég er sammála flestu í þessu bloggi. Finnst það orðið mjög öfugsnúið ef sjálfstæðisflokkurinn ætlar að fara að hrekja fyrirtæki úr landi. Á betur með að rökræða þegar ég er ósammála síðasta ræðumanni

Var í seinna blogginu aðeins að svara spurningu afhverju samfylkingin hefði átt að teljast upp með D og V í blogginu þar sem hún er því miður ekki alsaklaus heldur miðað við hennar stefnu.

Hins vegar er ég ekki ánægður með ástæðurnar sem Guðmundur nefnir fyrir hinum ýmsu málum stjórnarinnar.

Fjölmiðlafrumvarpið var ekki beint gegn 365. Hins vegar hafði það fyrirtæki, með framferði sínu, leitt í ljós galla í löggjöfinni og hana þurfti að laga.

Eins og ég hef áður bent á, þá hafa vinstri menn mikið meira ályt á Davíð en sjálfstæðismenn. Þeir síðar nefndu eiga bátt með að trúa að hann geti stjórnað dómskerfinu.

Veit ekki um neina ástæðu fyrir því heldur að stjórnin ætti að ráðast að Straumi-Burðarás, en það gefur auga leið ef öll okkar stærstu fyrirtæki fara að gera upp í erlendum gjaldmiðlum verður ekki mikið eftir af krónunni og stjórnin hefur hingað til reynt að verja hana. Er hræddur um að í því máli hafi ekki verið valin rétt leið.

Guðmundur hefur valið þá leið að reyna að slá ryki í augu kjósenda með fáránlegum fullyrðingum sem enginn fótur er fyrir og veldur mér vonbrigðum með því. Ungir og klárir stjórnmálamenn eins og hann ættu að geta breytt pólitíkinni á Íslandi með því að vera heiðarlegri í málflutningi. Það eru allir að verða þreyttir á þessu skítkasti á milli flokka.

Fyrst að hann bætir síðan VG í þessa umræðu líka sem eru jafn saklausir/sekir og samfó í þessum málum fannst mér að hann mætti ekki undanskilja sinn eiginn flokk.

Ágúst Dalkvist, 10.3.2007 kl. 11:43

10 identicon

Guðmundur; skv. síðustu könnun ber aðeins 29% þjóðarinnar traust til alþingismanna.   Það væri óskandi að ungt fólk sem stefnir á þing, hefði metnað í sér til að laga þessa slæmu stöðu.   Það krefst aga og vandaðra vinnubragða, sem stuðla að framförum.  

Málatilbúnaður eins og þú berð á borð hér kemur ekki til með að bæta trausts almennings á Alþingi Íslands.

Sigurður J. (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 14:56

11 identicon

Ég held að Friðrik hafi rétt fyrir sér hér að ofan.

Samfylkingin þarf að fara að leggja áherslur á það sem einkennir hana, þ.e.a.s. sem eina almennilega jafnaðarmannaflokkinn á íslandi. Samfylkingarmenn þurfa ekki að leggja áherslu á umhverfismál, þau mál eru nú þegar komin á yfirborðið og ég held satt best að segja að þau verði í góðum málum á næsta kjörtímabili, sama hver er í stjórn.

Samfylkingin þarf að fara að kvarta undan háu verðlagi, lélegum kjörum aldraðra, öryrkja og láglaunafólks. Samfylkingin þarf leggja áherslu á lækkun tekjuskatta (já það er svigrúm fyrir lækkun skatta). Samfylkingin þarf að fara að leggja áherslu á aukin tækifæri fyrirtækja til að komast á markaðinn.

Samfylkingin þarf að sækja til hægri, vegna þess að flokkurinn sem hingað til hefur kennt sig við einstaklingsfrelsi, frjálslyndi og sjálfstæði, hefur gefist upp, hefur fært fáum, "rétt"ættuðum einstaklingum tækifærin, og skilið eftir þjóðfélag með allt of háar skuldir, gagnslausan gjaldmiðil og efnahag í rúst.

Hættið nú að tala um hvað Vg séu miklir foræðishyggjusinnar, leggið frekar áherslu á það tómarúm sem hefur myndast í öðrum málefnum en umhverfismálefnum.

Það gengur ekki að eini almennilegi jafnaðarmannaflokkurinn á Íslandi skuli hanga í 20%.

Maður af götunni (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 15:28

12 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Forstjóri nýlega einkavædds banka er að hóta að flytja bankann úr landi. Flestir fara þá út í að benda á flokkadrætti og horfa framhjá stærri myndinni, sem er valdabrask peningamanna.
Hér í USA eru Bankar einmitt akkeri framfara og braskara-spilaborg sem mun fyrr en síðar hrynja. Ástandið í skuldafeni kreditkorta og húsnæðismarkaðurinn eru fyrir löngu farinn að dingla háværum bjöllum. Þetta hangir allt saman.

Ólafur Þórðarson, 10.3.2007 kl. 15:40

13 identicon

Ég hefði viljað sjá þig Guðmundur að taka málefnalega á þessu máli, frekar heldur en með ódýru skítkasti og ásökunum sem enginn fótur er fyrir.   Fólk er búið að fá nóg af stjórnmálamönnum sem hegða sér svona.  

T.d. eiga yfirleitt að vera e-a skorður settar í þessum efnum; hvaða máli skiptir það að fyrirtæki noti annan gjaldmiðil en okkar eiginn við uppgjör eða skráningu á markaði; var reglugerðin frá fjármálaráðuneytinu ónauðsynleg eða voru lögin nægjanleg skýr...; o.s.frv.

Vönduð vinnubrögð eiga líka við um stjórnmálamenn og er ég viss um að þeir sem tileinka sér þau fái það umbunað.

Bara vinsamleg ábending til þín.

Bjarni Magnús (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 16:30

14 identicon

Veffari:

Bankinn er ekki nýlega einkavæddur. Hefur engar ríkisrætur.

Björgólfur er stjórnarformaðurinn ekki forstjóri.

Stjórnmálamenn geta ekki rétt út skýrslur um Ísland sem alþjóðamiðstöð í fjármálastarfsemi með hægri en sett síðan gjaldeyrishöft með vinstri. Þetta er fráleitt.

Ásgeir H. Reykfjörð (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 14:39

15 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Af hverju nefnir þú ekki, Guðmundur, af hverju þessi reglugerð var gerð? Til að skýra og skerpa á lögum um uppgjör fyrirtækja í erlendri mynt.

Forsenda uppgjörs í erlendri mynt er sú að sú mynt sem gera á upp í sé yfir 50% af veltu félagsins. Það er ekki nóg að veltan sé 50% total í erlendum gjaldmiðlum. 
Það var farið framhjá þessu hjá Straumi Burðarás og reglugerðinni 
var ætlað að skerpa á því hvað lögin kváðu úr um, því lögin höfðu 
verið misskilin eða rangtúlkuð, að því er virtist.

Annars þykir mér þú allur vera að koma til þessa síðustu daga, gaman að þér ;)

Sigurjón Sveinsson, 12.3.2007 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband