8.3.2007 | 19:04
Afnám launaleyndar
Ég fagna því að þverpólitísk nefnd á vegum félagsmálaráðherra undir forystu Guðrúnar Erlendsdóttur hafi lagt til afnám launaleyndar og að ráðherra hafi boðað frumvarp þess efnis. Að vísu boðar hann að frumvarpið verði lagt fram næsta haust, sem mér finnst undarlegt. Það eru jú kosningar í millitíðinni og alls óvíst hver fer með málaflokkinn í nýrri ríkisstjórn.
Hér vakna spurningar um hvort hugur fylgi máli. Bjarni Ben var skeptískur um ákvæði frumvarpsins í fréttum áðan. Kannski er ágreiningur um málið, en leiðin til þess að forðast hann er að boða ekki frumvarpið fyrr en á næsta þingi.
En hvað um það. Afnám launaleyndar er líklega einhver árangursríkasta leiðin sem kostur er á til þess að leggja til atlögu við hina djúpstæðu meinsemd: Kynbundinn launamun.
Misskilnings hefur hins vegar gætt í umræðunni um launaleynd. Sá skilningur er útbreiddur, hef ég orðið var við, að fólk haldi að með afnámi launaleyndar verði öllum gert skylt á einhvern hátt að láta uppi laun sín.
Þetta er alrangt. Afnám launaleyndar þýðir að atvinnurekanda verður ekki leyfilegt að krefjast þess af starfskrafti að hann haldi launum sínum leyndum.
Hann má semsagt segja frá þeim, ef hann kýs svo.
Á þessu er mikill og mikilvægur munur.
Annað í þessu boðaða frumvarpi finnst mér skynsamlegt. Til að mynda tel ég skynsamlegt að þegar ráðherra er falið að skipa í nefndir og ráð, sé gerð sú krafa að umsagnarnefndir tilnefni alltaf eina konu og einn karl, svo ráðherra geti valið þar á milli. Kynjahlutfallið í opinberum nefndum er hið fáránlegasta. Það er full ástæða til þess að grípa til einhverra aðgerða til þess að breyta því.
Svo er auðvitað athyglisvert að í lokin á kjörtímabilinu skuli mál Samfylkingarinnar dúkka upp hver á eftir öðru í formi frumvarpa og yfirlýsinga. Aukið fé til háskólans, afnám launaleyndar, breytingar á fæðingaorlofslögum, auðlindaákvæði í stjórnarskrá (að vísu umdeilanleg útfærsla) og fl
Ríkisstjórnin hefur greinilega ákveðið að geyma það besta þar til síðast.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:32 | Facebook
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 395499
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi
Athugasemdir
Gott að fá þetta áréttað. Þessi tillaga er mjög skynsamleg fyrst ljóst er að það eina sem felst í henni er að fólki verði frjálst að gefa upp laun sín ef það svo kýs. Ekkert nema besta mál, og ég vona að þetta nái í gegn.
Þarfagreinir, 8.3.2007 kl. 19:35
Það vill nú svo til að öllum er skylt að gefa upp laun sín og allir geta kynnt sér þá "uppgjöf", slíkri skoðun er að vísu settar nokkrar skorður og gögnin eru ekki að fullu gegnsæ. Þetta er hægt hvað sem öllum samningu á vinnumarkaði líður.
Viggó H. Viggósson, 8.3.2007 kl. 20:26
Hugsanlega er þetta frumvarp sett fram í fullum heilindum, en einhvern veginn held ég að tímasetningin á því hafi eitthvað að gera með kosningarnar í maí.
En varðandi launaleyndina, hvenær urðu allir svona vissir um að launaleynd hefði grundvallaráhrif á meintan kynbundinn launamun? Þeir sem segjast sannfærðir um að við búum við "óútskýraðan" launamun tala um að slíkur munur sé bæði hjá einka fyrirtækjum og hjá opinberum fyrirtækjum. Hefur launaleynd tíðkast í opinberum fyrirtækjum?
Ég tel að leggja ætti meiri áherslu á að finna ástæður fyrir þessum meinta launamuni áður en farið er að finna lækningu við "sjúkdómnum".
Mbk, Auður
Auður Hermannsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 20:34
Mér finnst fáránlegt að vinnuveitendur geti krafist launaleyndar hjá starfsfólki sínu. Að sama skapi finnst mér eðlilegt að launþegum sé veitt lagaleg vernd frá svoleiðis viðbjóði.
Þetta hefur *ekkert* með kynjajafnrétti að gera, þetta hefur með JAFNRÉTTI að gera.
P.S. Ég hef komist að því eftir langan tíma í starfi, að aðrir í svipuðum stöðum innan fyrirtækisins voru á talsvert hærri launum en ég. Takk kærlega Launaleynd, þjónn hinna ríku, þrælari hinna fátæku.
Steinn E. Sigurðarson, 8.3.2007 kl. 20:53
Steinn, einmitt það sem ég var að hugsa!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.3.2007 kl. 21:32
Það er fínt að endurskoða þetta en þarna er hugsanlega verið að taka í burt eina hindrun fyrir því að launin verði birt á netinu eins og gert er í Svíþjóð. Ég býst við að ekki verði margir svo glaðir með það, því vil ég fara varlega í þessum málum.
Ebenezer Þórarinn Böðvarsson, 8.3.2007 kl. 21:39
Góð athuasemd frá Auði.
Það er ekkert til sem hægt er að kalla "kynbundinn launamunur". Þeir sem ætla að detta íða eru tilbúnir að borga hærra verð fyrir lítra af vodka en lítra af bjór, þarf engan eldflaugasérfræðing til að sjá það.
Er ekki nær að spyrja sig hvers vegna atvinnurekendur eru tilbúnir til að borga hærra verð fyrir starfsmann af kk en kvk? Eða eru þetta bara hálfvitar sem vegna meðfædds hæfileikaskorts til að reka fyrirtæki borga hærra verð fyrir eitthvað sem þeir gætu fengið á miklu lægra verði?
Auðvitað er öllum vitrænum skýringum á meintum "kynbundnum launamun" sópað undir teppið með upphrópunum um kvenfyrirlitningu o.s.frv., og svo kallað á lagasetningu til að koma á þvinguðu "jafnrétti".
Þessi pistill þinn Gvendur er ein ástæða þess að ég er búinn að gefast upp á þessum kvennalist sem SF er orðinn.
Þrándur (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 21:45
Kristinn, finnst þér hæpið að lagasetning sem bannar vinnuveitendum að krefjast þess af starfsfólki sínu að það haldi launum sínum leyndum, eigi eftir að standast ákvæði um friðhlegi einkalífs, lög um persónuvernd og fleira?
Annars hvor okkar hefur misskilið málið held ég.
Einnig vil ég benda þér á athugasemdir Viggós, en þær upplýsingar sem hann talar um að séuj fólki aðgengilegar, eru það vitaskuld, og t.d. notaðar við gerð lista yfir hæst launaða fólk Íslands, sem birtist árlega í Viðskiptablaðinu var það ekki?
Steinn E. Sigurðarson, 9.3.2007 kl. 08:35
Mér finnst það skrítið að hægri menn skuli gagnrýna það að aflétta launaleynd.
Ég í fáfræði minni hélt að það væri einmitt skilvirkt og óhindrað upplýsingaflæði sem væri ein af mikilvægustu skilyrðunum fyrir samkeppnishæfan og frjálsan markað.
Ég veit ekki kannski á það ekki við um laun, mér þætti áhugavert að fá að heyra athugusemdir við þetta frá markaðsinnuðum hægri mönnum.
Leiðréttið mig endilega ef ég er að fara með vitleysu hérna
Maður af götunni (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 15:01
Launaleynd er eitt sterkasta vopn atvinnurekanda til að halda launum niðri.
Sá sem sækir um vinnu á þess varla kost að hafna þessu ákvæði í starfsamningi, hann yrði ekki ráðinn ef hann lætur þetta ekki yfir sig ganga.
Í launaleyndinni felst að viðkomandi MÁ EKKI ræða sín laun við vinnufélaga fyrst og fremst. Held að enginn sé að amast við því hvort hann segi fjölskyldu og nánustu vinum frá því hvað hann er með í laun. Þetta er fyrst og fremst til að starfsmenn geti ekki haft virka kjarabaráttu sín á milli.
Afnám launaleyndar er sjálfsagt eitt sterkasta vopnið sem kjarabarátta launamanna (ef frumvarpið verður samþykkt) hefur fengið í hendurnar. Ég fagna þessu innilega (ef af verður).
Atvinnurekendur eiga sjálfsagt eftir að berjast fram í rauðan dauðan fyrir því að launaleyndin verði ekki afnumin, og reyna sjálfsagt að sannfæra okkur launaþrælana um að það sé okkur fyrir verstu að missa hana.
Ívar Jón Arnarson (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.