28.2.2007 | 23:50
Ef Flensborg fengi að ráða
Samfylkingin er með 42 prósenta fylgi í Flensborg, samkvæmt skoðanakönnun sem var gerð þar á meðal nemenda í vikunni. Úrtakið var 363 nemendur, 183 stúlkur og 180 strákar. Einn nemandi var óákveðinn.
Þessar tölur voru gerðar opinberar í skólanum á framboðsfundi flokkanna sem fór fram þar í dag, á þemadögum í skólanum. Ég, Bjarni Ben, Magnús Þór Hafsteinsson, Guðfríður Lilja og Samúel Örn stóðum fyrir máli okkar.
Hinn hressilegasti fundur. Ég vona að umræðurnar hafi hjálpað þessum eina að ákveða sig...
Samfylkingin er samkvæmt könnunni stærsti flokkurinn í Flensborg, sem þarf kannski ekki að koma á óvart. Hafnarfjörður er stærsta vígi flokksins í kjördæminu. Sjálfstæðismenn mældust með 31% fylgi, Vinstri grænir 14%, Framsókn með 6% og Frjálslyndir 4%.
Eitt vakti athygli mína í málflutningi Magnúsar Þórs, sem spilaði út innflytjendaspilinu, eins og við var að búast. Hann sagðist vilja takmarka aðgang að landinu. Ég benti honum á að við værum aðilar að EES og innan þeirra aðildarlanda ríkti frjálst flæði vinnuafls.
Þá sagði Magnús að hann útilokaði ekki að beita bókunum sem fyrir hendi eru í EES samningnum, að hans sögn. Á grundvelli þeirra gætu Íslendingar takmarkað aðgang fólks frá EES löndunum að Íslandi.
Þetta fannst mér ótrúlegt að heyra. Við græðum ógrynni fjár á EES samningnum, milljarða út af frelsi í viðskiptum. Erum að leggja undir okkur hálfa Kaupmannahöfn. Við flytjum óhikað til EES landanna, sækjum þangað menntun og nýtum okkur alls konar réttindi sem okkur bjóðast þar.
Það ætti því að vera eðlilegt að við einbeittum okkur að því, að sama skapi, að taka vel á móti þeim sem vilja nýta sér þennan sama rétt og flytja hingað.
En nei, ó nei. Magnús virðist bara alls ekki taka alvarlega þessa hugmynd um gagnkvæm réttindi þjóðanna. Við megum fara þangað sem við viljum innan EES. En hins vegar mega ekki allir koma hingað frá EES.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 395424
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi
Athugasemdir
Var ekki Samfylkingin með 53% fylgi í Hafnarfirði í sveitó í fyrra? Fylgistap uppá 11% - o.k. þá fær Samfylkingin 19% í kosningunum vor m.v. síðast!! Er það ekki eins og skoðanakannairnar eru að segja okkur?
kv Sveinn
Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 00:00
trúi varla að magnús þór hafi sagt þetta, að fólk innan EES væru eitthvað heft í að flytja hingað??. eins gott að hinar þjóðirnar frétti ekki af þessu, sérstaklega ef þeir kæmust nú í stjórn í næstu kosningum, skrítið að nokkur skuli gefa það upp að kjósa þetta rugllið
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 01:43
.........á nú að skreyta sig með annara skrautfjöðrum............það er EKKI samfylkingu að þakka að efnaðir menn skuli hafa verið í landvinninngum í Danmörku. það er fyrst og síðast ríkisstjórninni að þakka sem hannaði efnahagsumhverfið sem lagði af ýmis höft til þess að búa til frelsi til athafna.........! Ekki reyna að vera svona international að segja að Ísland sé fyrir alla...........það er allt í lagi að skoða það hverjir taka sér hér búsetu.
Hafnfirðingurinn (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 09:22
Eins og Guðmundir bendir á, þá er efnahagslega frelsið að miklu leyti EES að þakka, þó margir kjósi að líta framhjá því.
Einnig ætla ég að hamra á því þar til það skilst, að Davíð Oddsson var ekki málsvari frelsis í viðskiptalífinu. Þetta ætti hver heilvita maður að sjá út frá því hvernig hann fór offari í að ákveða að hitt og þetta fyrirtæki væri honum ekki þóknanlegt og beita ómálefnalegum og lúalegum brögðum til að reyna að koma höggi á þau. Hvers konar forsætisráðherra fer til að mynda og tekur út peninga sína úr ákveðnum banka, og gerir að auki mikið fjölmiðlafár úr þeirri athöfn? Er svona óábyrgur og vitleysislegur plebbaskapur virkilega það sem fólk vill að stjórmálamenn stundi? Davíð var konungur sandkassans, og lítið annað. Brotthvarf hans úr stjórnmálum var mikið gæfuspor fyrir Ísland.
Þarfagreinir, 1.3.2007 kl. 11:44
Nei, rétt er það að ég þarf ekki að taka afstöðu til Davíðs í þetta skiptið, og kannski kjánalegt hjá mér að einblína á hann. Menn mega auðvitað líka hafa sína skoðun á honum.
Svo ég haldi samt áfram, þá er ráðherrum að sjálfsögðu í sjálfsvald sett að hafa sínar skoðanir, en ég lít ekki á það sem þeirra hlutverk að trompa þeim öllum opinberlega án gagngers og faglegs rökstuðnings - þeir bera afar mikla ábyrgð, og almenningur tekur eftir orðum þeirra mun betur en orðum meðaljónsins ... ekki hefur hann greiðan aðgang að fjölmiðlum hvenær sem hann vill, eða traust stórs hluta almennings. Mér fannst Davíð misnota þetta traust. Ekki hefði ég til að mynda viljað hafa verið í vinnu hjá einhverjum af 'Baugsmiðlunum' og þar með hafa legið undir þeim algjörlega órökstuddu ámælum frá forsætisráðherra landsins að ég væri 'misnotaður' daglega.
En aðrir hafa auðvitað sínar skoðanir á hvað prýðir góða leiðtoga, og þetta er allt að baki núna. Núverandi forsætisráðherra þykir mér til að mynda mun betri, svona persónulega.
Þarfagreinir, 1.3.2007 kl. 12:31
Sæll Guðmundur.
Þú ert greinilega ekki enn búinn að lesa EES samninginn og bókanirnar sem við gerðum við ákvæði númer 112 og 113. Ég benti þér á að gera það á fundinum í gær. Það er nefnlega lágmarkskrafa að frambjóðendur mæti lesnir á fundi. Sjá annars þessa grein: http://old.xf.vefurinn.is/index.php?meira=1574
Annars var mjög áhugavert að heyra þig lýsa því á fundinum í gær að þú vildir hafa landið galopið. Væntanlega varstu að boða stefnu Samfylkingar þar í takt við kennslubók hugmyndafræðings ykkar Ágústs Einarssonar prófessors sem út kom í fyrra og heitir Rekstrarhagfræði. Þú hlýtur að hafa lesið hana þó þú hafir ekki lesið EES samninginn.
Þar segir prófessorinn orðrétt í lokaorðum að "...Íslendingar ættu að bjóða fólk af erlendum uppruna velkomið hingað til búsetu í ríkum mæli. Við ættum að verða þriggja milljóna þjóð fljótlega, sem sé tífalda íbúafjöldann. Með því legðum við fram mikilvægan skerf til bættra lífskjara jarðarbúa. Þetta ætti að vera markmið okkar næstu áratugi".
Samfylkingin vill sem sagt gera fólk af íslenskum uppruna að minnihlutahóp í eigin landi. Svona eins og indjána í Ameríku.
Er það ekki?
Bestu kveðjur,
Magnús Þór
Magnús Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 12:59
Eitthvað virðist nú skorta á lestur EES samningsins hjá fleirum en þér, Gummi ! 112. gr. EES samningsins veitir nefnilega heimild til þess að grípa til varúðarráðstafanna (safeguard measures) ef upp eru að koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum. 113. gr. mælir fyrir um málsmeðferð við þessar aðstæður og 114. gr. kveður á um að aðrir samningsaðilar geti þá gripið til jöfnunarráðstafanna. Bókun sú sem Magnús Þór vísar til er einhliða yfirlýsing Íslands um þá túlkun sína á samningnum að grípa megi til þessara öryggisráðstafanna við tilteknar aðstæður. Aldrei hefur reynt á túlkun einhliða yfirlýsinga samningsaðila að EES samningnum og því með öllu óljóst hvaða vægi þær hafa en þó hlýtur að vera augljóst að þær ganga ekki framar meginmáli samningsins.
kk
Dóra Sif
Dóra Sif Tynes (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 16:24
Segðu mér Magnús Þór.
Frjálslyndi flokkurinn hefur aldrei talist stór flokkur, ekki einu sinni á íslenska vísu. Ekki þurfið þið að búast við miklu í vor ef þið haldið áfram þessari innflytjendastefnu ykkar.
Þú tilheyrir sem sagt minnihluta hópi. ER ÞAÐ SLÆMT?????
Ef það er svona slæmt, afhverju leitar þú þá ekki hælis í einhverjum stærri flokkana?
Það er alveg sjálfgefið að ef þessi þjóð á að vera samkeppnifær á hinum ýmsu sviðum í sífellt frjálsari heimi, þá verður okkur að fjölga stórlega. Hvaðan síðan gott fólk kemur skiptir ekki máli.
Ágúst Dalkvist, 1.3.2007 kl. 17:14
Ég bið hér með fulltrúa Frjálslynda flokksins að pikka í mig þegar upp eru að koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum. Ég sé nefnilega ekki alveg að það sé tilfellið eins og er.
Þarfagreinir, 1.3.2007 kl. 18:14
Gott að Flensborg ræður ekki.
Birgir Þór Bragason, 1.3.2007 kl. 22:40
Magnús Þór er furðulegt fyrirbæri í stjórnmálum þessa lands. Talar eins og fordómafullur Vinstri-Grænn þ.e. skammast yfir einhverju sem er í góðum gír. Finndu þér eitthva annað að ger en amast við heiðviðrum innflytjendum.
kv Sveinn
Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 00:53
Merkilegt þetta ofstæki gagnvart Frjálslyndum í þessu innflytjendamáli. Ég geri ráð fyrir að þeir sem hæst gala um rasisma og útlendingahatur yrðu fljótir að kalla á aðgerðir ef þeirra starfsstétt fylltist af ódýru vinnuafli sem snarlækkaði laun þeirra og jafnvel hrekti þá úr starfi.
Staðreyndin er hins vegar sú að gjammararnir eru allir sæmilega staddir og þurfa ekki í augnablikinu að óttast stórfellda kjaraskerðingu vegna ódýrs innflutts vinnuafls. Það er láglaunaskríllinn sem ber þá byrgði og á að gera það með brosi á vör að mati pólitísks rétthugsandi gjammara.
Annars er ég ekki stuðningsmaður Frjálslyndra í þessu máli, ég hlakka til þessa dags þegar hingað koma hræbillegir lögfræðingar og tannlæknar og hrekja þetta okurpakk úr starfi sem nú einokar þessar starfsstéttir.
Þrándur (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 12:15
Hver var eini neminn sem tók ekki afstöðu? Það er fjandi áhugavert.
Kv Valur
valur (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 16:34
Fyrir ekki svo löngu síðan var mér bent á spakmæli sem hefur síðan breytt lífi mínu til hins betra.. ég hafði lengi valdið sjálfum mér miklum pirringi við það að koma viti fyrir fólk sem engu viti verður við komið - En ég hef hætt því núna...
Spakmælið góða hljómar svona
"Never argue with an idiot, because he will bring you down to his level and beat you with experience"
Held að það sé bara best að fara eftir þessu og vona að þessir vanvitar í frjálslynda flokksins komist ekki á þing..
Vil svo benda öllum sem hafa tök á að horfa á 7 þátt í 8. seríu af Soutpark - hann heitir Goobacks og wikipedia gerir hann að umfjöllunarefni sínu hér http://en.wikipedia.org/wiki/Goobacks
Jón B (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 16:24
Ég segi nú Heyr Heyr fyrir Dóru Sif sem tekur rök Magnúsar algjörlega í nefið enda fer þar greinilega á ferð lögfræði menntuð manneskja. Það er aftur á móti Magnús Þór engan veginn.
Jóhann (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 21:38
ætla hreint að vona að samfylking komist aldrei til valda
hilmar kolbeins (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.