Leita í fréttum mbl.is

Framsæknasti flokkurinn

Það eru góð tíðindi að Reynir Harðarson stofnandi CCP og stjórnarmaður í Framtíðarlandinu sé genginn til liðs við Samfylkinguna og muni taka sæti ofarlega á lista í Reykjavík. "Ég tel Samfylkinguna vera framsæknasta flokkinn á Íslandi í dag,"  er haft eftir Reyni í Mogganum í morgun af þessu tilefni.  

"Það er margt, nýtt, ungt og flott fólk í flokknum, með ferskar hugmyndir sem ég sé ekki hjá hinum flokkunum ,” segir Reynir og nefnir sérstaklega áherslur Samfylkingarinnar í grænu málunum, eins og þær birtast í stefnunni Fagra Ísland.

Þetta er allt saman eins og talað úr mínum munni. Nokkurn veginn nákvæmlega af þessum sömu ástæðum ákvað ég að ganga til liðs við Samfylkinguna í október og vinda mér í prófkjör. Ég á samleið með þessu fólki, ferskum hugmyndum og lýðræðislegum vinnubrögðum. 

Í mínum augum er Samfylkingin umbótaflokkur með hjarta sígildrar jafnaðar- og mannúðarstefnu. Og þannig vil ég hafa það.

Sá eini sinnar tegundar hér á landi á, eins og kantrískáldið söng.

Ííííha.  

Farinn að sækja dóttur á leikskólann. Hún er klædd sem ballerína með vængi.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Nú held ég að Framsóknarmenn verði ekki kátir.

Þarfagreinir, 21.2.2007 kl. 16:35

2 Smámynd: Bragi Einarsson

eru einhverjir eftir í þeim flokki?

Bragi Einarsson, 21.2.2007 kl. 19:55

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Já það er þetta með hugmyndirnar. Þær vantar sjaldnast,  þær eru margar, ferskar og fjarska fallegar. Hins vegar vandast málið þegar kemur að framkvæmdum. 

Þóra Guðmundsdóttir, 21.2.2007 kl. 20:20

4 identicon

Það virðist sem atgerfisflótti sé brostinn á  frá Sjálfstæðisflokknum og yfir til Samfylkingarinnar

Hvað segir Dhama eða Haukur núna ?

Það er ekki laust við að við séu að verða nokkuð háðir álitsgjöfum hans.

Sævar Helgason, Hafnarfirði (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 20:24

5 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Þóra sagði:
"Já það er þetta með hugmyndirnar. Þær vantar sjaldnast,  þær eru margar, ferskar og fjarska fallegar. Hins vegar vandast málið þegar kemur að framkvæmdum."

Já, þá er nú munur að hafa svona framkvæmdastjórnmálamenn eins og Gunnar Birgisson sem munar ekkert um að grafa upp hálfa Heiðmörkina án þess að hafa fyrir því leyfi.  Það er sko ekkert verið að ræða of mikið um hlutina í Kópavoginum.  Þar er sko framkvæmt fyrst og hugsað svo......... 

Sigfús Þ. Sigmundsson, 21.2.2007 kl. 23:55

6 identicon

Vegna ummæla hennar Þóru :

Pistillinn hans Guðm. Steingr. fjallar einmitt um frumkvöðul  sem gerði hugmynd sýna að milljaraða fyrirtæki í forystu á sínu sviði í heiminum.

Reyni Harðason og hans fyrirtæki CCP.

Ertu alveg með á nótunum Þóra ? 

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 00:04

7 identicon

Svo er annað, hvort sótt sé fram í rétta átt. Er það rétt átt þegar menn ætla að slátra bankakerfinu eins og Össuri langar greinilega til. Og er það rétt átt þegar menn ætla að leggja niður sjálfstæði þjóðarinnar og ganga risavöxnu skrifræðisbákni að hönd.

Hann Jósef Stalín var þess fullviss á sínum tíma að hann væri að gera mikil góðverk. Þetta voru víst allt glæpahundar sem hann sendi fyrir aftökusveitina eða í sumarbúðir í Síberíu.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 00:12

8 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Jú þakka þér fyrir Sævar ég er ágætlega með á nótunum.

Vssulega er það fengur fyrir hvaða flokk sem er að fá mann eins og Reyni í sínar raðir. Það er líka fengur fyrir okkur öll ef svona maður kemst til áhrifa og valda í þjóðfélaginu.

Hins vegar leyfi ég mér að efast um pólitískt nef hans fyrst hann talar svona um Samfylkinguna sérstaklega áður en hann sjálfur var genginn í flokkinn

Varðandi Gunnar Birgisson þá talar enginn um hann ógrátandi. 

Þóra Guðmundsdóttir, 22.2.2007 kl. 00:27

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Allt sem heldur umræðunni um stóriðju- og virkjanamálin í gangi alveg fram á kjördag er af hinu góða. Það verður ekki aftur kosið um hagsmuni ófæddra Íslendinga, - 2011 verður það of seint.

Nú er að breikka grænu breiðfylkinguna svo að hún höggvi skörð í stóriðjuflokkana á hægri vængnum. Öðruvísi vinnst þessi orrusta ekki.

Það gleður mig ef þessi ósk mín sem ég setti fram í áttblöðungnum "Íslands þúsund ár" verður að veruleika.

Ómar Ragnarsson, 22.2.2007 kl. 00:28

10 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Algjörlega sammála þér Guðmundur. Mikill fengur að fá mann eins og Reyni í Samfylkinguna og það sem hann segir um hana er auðvitað hárrétt.

Egill Rúnar Sigurðsson, 22.2.2007 kl. 01:51

11 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Einsetning skóla var ákvörðun ríkissins og átti sér stað úti um allt land ekki bara í Rvk og það er ekki að sjá að Rvk.hafi staðið sig eitthvað betur en önnur sveitafélög. Starfsfólk í leikskólum var jafnilla haldið í launum og alltaf, engar breytingar urðu þar. Orkuveitan var áður vel rekin Rafmagnsveita, Hitaveita og Vatnsveita, fyrirtæki sem voru skuldlaus og sköffuðu okkur það sem til var ætlast af þeim á skikkanlegu verði auk þess að vera hálfgildings óopinberir verndaðir vinnustaðir þar sem þeir sem áttu ekki greiðan aðgang að hinum frjálsa vinnumarkaði  gátu fengið vinnu við sitt hæfi. Núna erum við að borga mjög svipað rafmagnsverð og Danir og starfsemi orkuveitunnar komin útum víðan völl svo ekki sé nú minnst á bruðlið við byggingu hússins. SVR var lagt í rúst þar var ákveðið að skilgreina starfsemina uppá nýtt þannig að hún ætti ekki lengur að þjóna þeim sem mest þurfa á henni að halda. Félagsþjónusta aldraðra lögð niður á mörgum stöðum. Svona mætti lengi telja. Þetta eru jú heilmiklar aðgerðir en þurftum við á þeim að halda ? 

Það að bygging ráðhússins hafi farið langt fram úr áætlun réttlætir  ekki annað klúður.  

Þóra Guðmundsdóttir, 23.2.2007 kl. 00:09

12 identicon

Gott að fá duglega menn í framboð. Hinsvegar skil ég ekki að tölvuleikjaframleiðsla sé eitthvað göfugri en álframleiðsla. Það að drepa hvorn annan í geimnum er svo sem ágæt afþreying. Svo er þetta að búa sprotafyrirtækjum betra umhverfi!! LÍU Kristján var nú aldrei að orða þetta svona heldur bara heimtaði gengisfellingu. Það á að kalla hlutina réttum nöfnum. Slæmt ef gengisfellingargrátkórinn skuli nú tilheyra Samfylkingunni.  Hef verulegar áhyggjur af skilningi frambjóðenda Samfylkingarinnar á efnahagsmálum. Gengsfelling og hæfilegt atvinnuleysi er ekki lausn heldur alvarlegur efnahagsvandi. Það kallast víst á fínu máli að kæla hagkerfið og búa betri skilyrði fyrir útflutningiðnaðinn

Sigþór Ari (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband