Leita í fréttum mbl.is

380 milljarðar og sami hnúturinn

Ég get ekki séð af hinni ofurmetnaðarfullu samgönguáætlun að það sé ætlunin að eyða miklu fé til þess að koma til móts við ömurlegar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu.

Hjálpa á fólki að komast út úr borginni, sem er auðvitað á ákveðinn hátt ánægjulegt, og inn í hana aftur með Sundabraut (fjármögnun reyndar í óvissu) og tvöföldun Suðurlandsvegar. En innan borgarinnar og höfuðborgarsvæðisins verður jafnerfitt og þreytandi að keyra, ef þessi 12 ára áætlun gengur eftir (sem fáir gera reyndar ráð fyrir að hún geri, miðað við fyrri reynslu).

Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru orðnir langþreyttir á hnútum við Smáralind, Ikea, á Hringbraut, í Öskjuhlíð, á Hafnarfjarðarveginum og víðar.

Vandamálið er æpandi:  Það vantar fleiri umferðaræðar um höfuðborgarsvæðið. Dreifa þarf umferðinni.

Það þarf Öskjuhlíðargöng, og ef við ætlum virkilega að tækla þetta mál, þarf Skerjafjarðarbraut. Þá getum við loksins farið að ferðast innan höfuðborgarsvæðisins án þess að verða gráhærð á meðan (sem aftur leiðir til þess að Umferðarstofa þarf að fara í auglýsingaherferðir beinlínis til þess að segja okkur að hætta að blóta...). Þetta er beinlínis velferðarmál. Eitt það stærsta á svæðinu.

En það er lítið um þetta í samgönguáætlun. Öskjuhlíðargöng eru ekki á dagskrá fyrr en eftir 2018. Þá verð ég liklega hættur að nenna þessu og farinn alfarinn á hjólið. Verst að samgönguáætlun gerir ekki ráð fyrir neinum styrkjum til hjólreiðastíga og hvað þá almannasamgangna. Það væri þá alla vega einhver stefna. Til marks um einhverja áherslu.

Þetta er metnaðarlaust plagg fyrir höfuðborgarsvæðið. Það fer lítið fyrir athafnastjórnmálunum margboðuðu. Og spyrja má: Reyna tæplega tuttugu þingmenn höfuðborgarsvæðisins, sem sitja í þingmeirihluta, ekkert að gera til þess að koma þessum brýnu hagsmunamálum höfuðborgarsvæðisins, þar sem flestir búa, inn í samgönguáætlun?

Eða eru þeir bara svona lélegir?

Þetta er alfarið þeirra mál. Stjórnarandstaðan var ekki spurð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Það á auðvitað að leggja höfuðáhersluna á almenningssamgöngur og bætta aðstöðu fyrir hjólreiðar. Annars getum við byggt nýjar stofnbrautir, grafið göng og gert brýr þangað til við erum gráhærð en aldrei verða göturnar nógu breiðar fyrir alla bílana sem verða bara fleiri og fleiri og valda meiri og meiri mengun.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 16.2.2007 kl. 15:39

2 identicon

Nöldur og vitleysa. Lsetu bls. 91-93 í áætluninni.   Nefni nokkur atriði sem munu örugglega gera umferð greiðari.

Mislæg mót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar.  Gatnamót Lönguhlíðar og Miklubrautar lagfærð (væntanlega umferðarstokkur).  Tvöföldun Reykjanesbrautar að Krýsuvíkurvegi (við Smáralind og Garðabæ).  Breikkun Kringlumýrarbrautar í Fossvogi og Kópavog, m.a. breikkun brúa yfir Nýbýlaveg.

Borgin getur og mun örugglega hraða framkvæmdum frá því sem er í áætluninni.  

Tvö ráð að lokum.  Hættu að líta á Dag B. sem ljós þíns pólitíska lífs og kynntu þér hugmyndir mínar á simnet.is/trosturt

Þröstur Þórsson (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 16:06

3 identicon

Ég tek undir þetta með henni Ingibjörgu S. Það er nákvæmlega alveg sama hvað við aukum við stofnbrautir,undirgöng og hvað sem þetta nú allt heitir---á meðan einkabíllinn  er  í fyrsta sæti á  forgangslista--þá  er þetta svona svipað og þegar göngumenn hér áður pissuðu í skóinn sinn til að ylja sér á tánum---það var skammgóður vermir. Við er ekki lengi að fylla nýjar brautir og biðraðir halda áfram.

Ef alvöru stjórnmálamenn eru meðal okkar og hafa bæði kjark og vilja til að leggjast í skoðun og hafa merg í beinunum til að brjóta þessi mál upp og mynda alveg nýja og farsæla framtíð okkur borgarbúum til heilla..þá eru þar alvörumenn á ferð.

Ekkert getur snúið þessari óheillaþróun til mjög svo betri vegar en bylting í almenningssamgöngum  og þar er ég með lestakerfi í huga fyrst og fremst... Þeir sem hafa staldrað við í t.d London eða París...þeim dettur ekki í hug einkabíll..fáránlegt

Það eru aðeins stjórnmálamenn með skýra framtýðarsýn , kjark og einurð sem geta sannfært einkabílaþjóðina um breytta lífshætti henni sjálfri til farsældar.

Erum við ekki á krossgötum núna ? 

Sævar Helgason. Hafnarfirði (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 16:09

4 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Ókeypis eða allavega ódýran strætó, niðurfellda skatta af fólksflutningum, hljólreiðastíga um alla borgina.

Fjárinn!!!! Endar með því að ég kjósi VG?????

Ágúst Dalkvist, 16.2.2007 kl. 16:40

5 identicon

Þessi skelfilega mikla bílaeign borgarbúa er hrein og bein vitleysa.

Óskaplega líst mér vel á allar hugmyndir hvað varðar lestir. Og fyrst japanir geta lagt neðanjarðarlestir þá sé ég lítið til fyrirstöðu að við gerum það. 

Fantur (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 16:41

6 identicon

HVAÐ segiru Guðmundur! Ertu virkilega að segja að borgarstjórnarflokkur xS sé klofinn frá stefnu þingflokksins LÍKA í Rvk?  Eins og er margtuggið á þessari síðu þinni þá skýr klofningur í stóriðjustefnu Samfylkingarinnar milli bæjarstjórnar í Haf. og stefnu yfirstjórn flokksins.  En það er gaman að sjá að allir Samfylkingarmenn (og konur) séu ekki jafn vitlaus þegar kemur að umferðamálum í Rvk.  Veit ekki betur en að í tíð Þvaðurs B. Ekkertssonar hafi umferðamál í Rvk. endanlega fokkast upp í Rvk. ...og voru þau slæm fyrir!  Þvaður B. hunsaði, ala xS, trekk í trekk lausnir varðandi umferðavandann við Kringlumýrabraut/Miklubraut og á endanum ráðist í tugmilljón króna breytingu á umferðaljósum og akbrautum sem allir sáu að væri svo mikil tímabundin lausn að það hálfa væri nóg.  Talandi skammgóðan vermi, í dag er ljóst að þessi lausn Þvaðurs B. var ekki einungis migildi í skóINN heldur í báða skónna.  Og ekki nenni ég að rifja upp hver árangurinn af umræðustjótnmálunum var við skipulag Sundabrautar!  Hvað voru það 10, 11 ár sem hugmyndir voru ræddar fram og til baka...og hver var niðurstaðan eftir áratuginn rúma sem núverandi meirihluti fékk í hendurnar?  NADA, NICHTS, NIENTE, TÍTTOTA....Það leit út að fyrrverandi meirihluti hafi allar sem ein komist að þeirri niðurstöðu sem Katrín Jakobs hélt svo galvasklega fram í Silfri Egils á sínum tíma: Það eru engar umferðatafir í Rvk.!

En það er gaman að sjá að þú Guðmundur virðist hafa ákveðnar skoðanir á því hvernig á að leysa umferðaskipulagsvandann í Rvk.  Það er reyndar lítið talað um lausnir hjá þér í þessari færslu.  Ég trúi þvi og treysti að þú hafir einhverjar concret lausnir en sért bara ekki að blaðra eins blöðrunar í borgarstjórnarflokki xS í Rvk.  Ég bíð í ofvæni eftir að þú komir með lausnir í næstu færslu. 

Þinn vinur í umferðinni...SkúliS 

SkúliS (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 18:37

7 Smámynd: Baldur Már Bragason

Sæll Guðmundur.  Ég er sammála því sem þú segir um Öskjuhlíðargöng og Skerjafjarðarbraut.  Og ef þér finnst ástandið slæmt núna þá geturðu reynt að hugsa þér bílaflota 3000 nemenda og starfsmanna Háskólans í Reykjavík bætast við á beygjuakreinar á gatnamótum Flugvallarvegar og Bústaðavegar á morgnana og síðdegis.

Baldur Már Bragason, 16.2.2007 kl. 23:47

8 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Ágúst ef þér svo mikið sem dettur í hug að kjósa Vinstri græn þá kem ég í sveitina til þín og tjóðra þig í hlöðunni á kosninga dag hehehehe

Guðmundur H. Bragason, 17.2.2007 kl. 01:01

9 identicon

Langar aðeins að taka þátt í þessari umræðu. Ég var aðeins að leika mér með tölur, annarsvegar bifreiðafjölda í Reykjavík (sem ég fékk af www.umferdarstofa.is) og hinsvegar íbúafjölda í Reykjavík (sem ég fékk af www.hagstofa.is) þar kemur eftirfarandi í ljós:

Ár        Íbúafjöldi        Bifreiðarfjöldi      íbúar/bifreiðar

1997    106.753        63.417                1,68

2006    114.074        108.671              1,05

Hér skal tekið fram að fjöldi bifreiða eru öll ökutæki samkvæmt umferðarstofu. Þessi talnaleikur er einungis ætlaður til að sýna fram á þá þróun sem á sér stað í samfélaginu.

 Við sjáum að árið 2005 þá er rétt rúmlega ein manneskja á hvert ökutæki. Þetta er líka eitthvað sem maður tekur eftir þegar keyrt er eftir helstu umferðaræðum borgarinnar, iðulega er einungis einn í hverjum bíl þ.e. bílstjórinn.

Punkturinn er því sá að ég er ekkert alltof viss um að mislæg gatnamót, göng, stokkur og hvað allt þetta heitir nú sé lausn á umferðarvandamálum í borginni. Hér þarf algera hugarfarsbreytingu hjá fólki. Ég hugsa að svona tölur sjáist hvergi nema þá í bandarískum borgum á borð við Houston, mæli með að fólk skoði þá borg í google earth við tækifæri.

Að lokum vil ég hvetja fólk að hætta að reyna finna einhverja sökudólga hverjum þetta og hitt er að kenna. Því ef að fólk kynnir sér skipulagssögu höfuðborgarsvæðisins kemur í ljós hvert skipulagsslysið á eftir öðru og þar eiga sök fólk sem telst til hægri, miðju, vinstri og já jafnvel Danir.

Við viðurkennum öll að það er skipulagsvandamál í borginni, reynum frekar að finna lausn á vandamálinu frekar en að finna einhvern meintan sökudólg

með fyrirfram þökkum um heilbrigða, málefnalega umræðu

Helgi Bárðarson 

Helgi Bárðarson (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 02:02

10 identicon

Já, skora á alla þá sem halda að margbreiðar vegir og mislæg gatnamót leysi allan vanda að fara til stórborga þar sem umferðarmannvirki eru yfirþyrmandi.  8-10 breiðar götur og jafnvel á mörgum hæðum, samt allt fast á annatímum á morgnana og síðdegis....hmmmm!!  Það væri ólíkt viturlegra í Reykjavík að borga t.d. 2 milljarða með Strætó á hverju ári eða setja upp lest heldur en að ætla að byggja endalausa vegi.  Síðan má ekki gleyma því að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þurfa að taka þátt í kostnaði við mislæg gatnamót og þess háttar.  Varðandi Sundabraut þá var það nú R-listinn sem ekki vildi setja pening í slíka framkvæmd, ríkið var löngu búið að samþykkja framkvæmdina en borgarstjórn hefur ekki getað ákveðið hvort byggja ætti brú eða bora göng eða hvernig ætti yfirleitt að fara að þessu.

Hilmar Vilberg Gylfason (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 09:50

11 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Þakka þér fyrir Guðmundur, treysti á þig ef ég missi vitið endanlega

Ágúst Dalkvist, 18.2.2007 kl. 13:35

12 identicon

Sæll, Guðmundur og þið öll !

Víst er það, að Sturla frændi minn Böðvarsson hefði þurft að gera ráð fyrir, a.m.k. 580 - 600 milljörðum; miðað við tímalengd áætl-unarinnar.

Sjáið nú til;;............................. Suðurstrandarvegur (Grindavík - Þorlákshöfn) var fyrir löngu kominn inn á áætlun, helvítis nag fjármögnunar hefir verið, að undanförnu, þ.e. full hægur gangur.

Vil minna ykkur á volæðishátt R- listans, hvað varðaði lagningu Sundabrautarinnar, frá Reykjavík í Kjalarnesþing, enn eitt dæmið um vingulshátt valdabröltarana,  á listanum þeim.

Nú, nú er þá kominn að megin efni málsins, Ingibjörg Stefánsdóttir m.a.; talar um hjólreiðabrautir, gott  og vel, Hyggist Reykvíkingar og nærsveitamenn þeirra gerast eins duglegir á því sviði, líkt og Kínverjar - Danir og Víetnamar hafa verið, ja þá er vel um framtíðarhorfur Reykvíkinga, hefi alltaf haft áhyggjur af ferðalöngum úr höfuðborginni, að þeir fari sér hreinlega að voða, þá þeir eiga leið hingað út á landsbyggðina; sérílagi að vetrarlagi, svo mikil er fordæming þeirra á okkur, sem ökum á negldum dekkjum, og þurfum að fara yfir fjallvegi, eins og Fróðárheiði -Holtavörðuheiði, já og Hellisheiði syðri, svo fáeinar séu nefndar.

Guðmundur ! Skora á þig, að leiða nágrönnum þínum, við Faxaflóann; fyrir sjónir hversu gott þeir hefðu nú af því, að fara að koma meira út á land, til varanlegrar búsetu, yfirdrifið pláss í Vestur- Skaftafells og Strandasýslum, t.d. Mikið helvíti myndi nú létta á umferðarþunga ykkar, syðra. Væruð þið velkomin, hingað á landsbyggðina, þyrftuð ekki að búa mjög þétt, feykinóg pláss, víðast hvar, og margra mannhæða blokkir óþarfar, til búsetu.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband