Leita í fréttum mbl.is

Baugsmálið er eins og Twin Peaks

Baugsmálið er farið að minna mig á Twin Peaks, sjónvarpsþáttaröðina alræmdu eftir David Lynch, sem gekk í sjónvarpinu við þónokkrar vinsældir til að byrja með einhvern tímann í kringum 1990.

Morðið á Lauru Palmer og það allt. Fyrstu sex þættirnir voru ofsaspennandi, en svo fór maður að missa þráðinn. Þáttaröðin leystist upp í samhengislausar myndir af einhverjum risa, rauðu draumaherbergi ogtwin-peaks síðhærðum dverg (ekki ósvipuðum Jóni Ásgeir, ef maður spáir í það) sem birtist í herbergishornum, undir rúminu eða undir sófanum og hélt yfirleitt á lurki. 

Örfáir nenntu að horfa á þetta til enda.

Það er heilsíða, ef ekki opna, um Baugsmálið í Mogganum í dag. Málið er orðið svo flókið og mikið rugl að þegar blaðið reynir að taka út aðalatriði málsins í kassa til hliðar, undir fyrirsögninni "Í hnotskurn", þá telur það tuttugu liði.

Málið er tuttugu liðir "Í hnotskurn".

Bráðum fer að birtast í þessu síðhærður dvergur með lurk og allir hætta endanlega að fylgjast með þessu. 

Þetta orkar auðvitað verulega tvímælis, svo vægt sé til orða tekið. Bara það að svo viðamikið dómsmál, rekið af ríkinu, skuli vera orðið svo langdregið og þvælt vekur alvarlegar spurningar um skilvirkni réttarkerfisins og fagleg vinnubrögð. Sakborningarnir sjálfir virðast vera í vafa um það fyrir hvað þeim er stefnt. 

Það er einmitt mjög í anda David Lynch. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gamall nöldurseggur

Góður punktur.

Það er líklegt að eitthvað hafi átt sér stað sem ekki er alveg í lagi en spurningin er hvort að það sé refsivert?     

 Löggjafinn þarf að fara alvarlega ofaní saumana á öllum þeim gríðarlega vexti sem orðið hefur á fjármálaumhverfi landsins á undanförnum árum.   Dómstólar vita ekkert hvernig þeir eiga að taktera svona mál og þaðan af síður lögreglan.    

Þeir hafa heljartök á litlu málunum.   Umferðalagabrot og vanskilaskuldir rúlla automatiskt í inneimtu og ekkert múður.   Þegar kemur að flóknari málum fer allt í hnút og endar oftar en ekki með því að sá sem ætlaði að flengja meinta þrjóta situr eftir sjálfur með beran rassinn.    Vandræðalegt.

Hvað skyldi tímakaup manns eins og Jóns Ásgeirs verða metið á ef hann færi fram á skaðabætur, þó ekki væri nema rétt fyrir tímasóun?

Þeim urðu á "tæknileg mistök".   En er það refsivert?   Sennilega, já en ekki á Íslandi.    Þar gilda önnur lög...

Þeim mun mikilvægara að kjósa rétt.

Ekkert nýtt undir sólinni.

Gamall nöldurseggur, 15.2.2007 kl. 00:09

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Ég fjalla stuttlega um Baugsmálið á blogginu mínu í dag.Um leið og þessari löngu vitleysu lýkur,verður að rannsaka upphaf þessa máls,frumrannsóknina og síðan málsmeðferðina,svo hægt verði að meta faglega stöðu Ríkislögreglustj.

Kristján Pétursson, 15.2.2007 kl. 00:23

3 Smámynd: Guðmundur Steingrímsson

Ég get fullvissað þig um það, Gísli, að Baugsmálið verður ekki þungamiðja kosningabaráttu Samfylkingarinnar, en samt vekur áskorun þín í loka athugasemdar þinnar, spurningu í mínum huga: Ef maður er Samfylkingarmaður, má maður þá ekki gagnrýna Baugsmálið? Hafa um það efasemdir, sem almennur borgari? 

Er maður þá að reyna að "nota svona mál"??  

Guðmundur Steingrímsson, 15.2.2007 kl. 00:36

4 identicon

Er þetta bara ekki í hnotskurn skilvirkni ríkisrekstrar?   Og kannski einnig skýr skilaboð um hversu lögin okkar eru gölluð fyrst það skilur enginn neitt í þeim; s.s. hversu óvönduð "vara" kemur frá alþingismönnum?   Verðum við ekki bara að útvista þessu til einkaaðila?  

Sigurður J. (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 02:50

5 identicon

man edtir þessum þáttum, sjitt hvað þeir urðu steiktir .. væri til í að reyna að meika sens í þeim aftur ... ar þetta ekki bara eitthvað sýrtripp''

hvernig endaði þetta? nei bara pæling, löngu dottin útúr þessu baugsmáli þarna

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 05:36

6 Smámynd: Hannibal

Sé alveg Denis Leary fyrir mér í hlutverki ríkissaksóknara í þáttunum Rescue Me, Iceland... ef þeir þættir verða einhver tíman búnir til?

Hannibal, 15.2.2007 kl. 09:29

7 identicon

Það er ekkert að því að ákværuvaldið sæki mál sem fastast ... í prinsippinu. En ég man hins vegar ekki eftir því að endurkært hafi verið í málum, og það *oft*. Maður getur ekki annað en fyllst miklum grunsemdum yfir því hvaða hvatir liggja hér eiginlega að baki. Skilaboðin sem maður fær eru þær að Baugsmenn skulu dæmdir fyrir eitthvað, bara eitthvað. Þó það væri bara stöðumælasekt - þeir skulu sko dæmdir.

Hver það er sem leitar svo fast eftir því skal ég ekki dæma um, en hitt er ljóst að mér þykir til að mynda Davíð Oddsson á sínum tíma algjörlega hafa rúið sjálfan sig trúverðugleika með einstaklega óábyrgum gífuryrðum í garð Baugs og stjórnenda þess. Mér er sérstaklega minnisstætt að hann hélt því fram í sífellu og af mikilli sannfæringu að 'Baugsmiðlarnir' væru 'misnotaðir á hverjum degi'. Þetta er nokkuð sem forsætisráðherra á einfaldlega ekki að segja á meðan ekkert liggur fyrir nema einhver óljós tilfinning. Það sem ætti að gera, fyrst svona gríðarlegur grunur leikur á því að einhverjir miðlar séu 'misnotaðir' stíft, er að gera faglega rannsókn á hlutdrægni fjölmiðla almennt - en neeei, hér á Íslandi er óþarfi að gera hlutina faglega. Það er nóg að einhverjir kallar í ráðherrastólum segi hlutina til að þeir séu sannir - í augum þeirra sem þá styðja. Þeir sem styðja þá ekki eru síðan algjörlega öndverðrar skoðunar. Hinn afstæði sannleikur er hins vegar fullkomið aukaatriði. Eða það er er alla vega þau skilaboð sem maður fær einum of oft. 'Baugsmálið' er enn eitt birtingarform þessa hugarfars - fólk skiptist algjörlega í tvær fylkingar: Með eða á móti Baugi.

Það sem ég vona innilega er að þessum skrípaleik fari að linna sem fyrst og að hugarfarsleg bylting af einhverju tagi verði gerð í þjóðfélaginu sem allra fyrst.  Ég bind smávægilegar vonir við kosningarnar núna í vor. Það væri í það minnsta mjög hressandi að fá nýtt fólk í ríkisstjórnina - ég er viss um að það gæti í það minnsta alls ekki sakað.

Þarfagreinir (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 10:53

8 identicon

Cactusi þykir þú og Dagur frændi þinn vera eins og Skapti og Skafti.

Ykkur vantar áþreifanlega Kolbein. Drasl.

Cactus Buffsack (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 11:18

9 Smámynd: halkatla

fyrstu 16 þættirnir af twin peaks eru allir ein guðdómleg sjónvarpsheild og það var enginn tilgangur í að horfa bara uppað þætti 6!  Spennan er lang mest í þáttum 10-16. Þig er örugglega bara að misminna . Þetta eru bestu þættir allra tíma, David Lynch er snillingur og reyndar voru þættir 17-29 frekar súrir og ekki eins áhugaverðir einsog meðan það var leitað að morðingja lauru palmer, en hann finnst í þáttum 15-16. Þættirnir leystust uppí rugl í kringum 19 þátt og snerust þá um dularheimana Black Lodge og White Lodge. Að horfa á Twin Peaks til enda er að horfa frá þætti nr 1 - 16, annars færðu engan botn í málin en ef þú horfir lengur en það verðuru fyrir vonbrigðum og það er satt að sára fáir horfðu alveg til enda. Hinsvegar má segja að meirihluti heimsbyggðarinnar sem vettlingi gat valdið horfði uppað þætti ca 20, og gafst þá upp á súrleikanum. Ég var 10 ára þegar þeir voru sýndir og horfði á allt. Þættir 1-16 eru einsog trúarbrögð hjá mér.

en takk kærlega fyrir myndina af honum B.o.b og fyrir að tengja mína dáðu tvídranga við hversdaginn okkar hér á Baugslandi

halkatla, 15.2.2007 kl. 11:24

10 Smámynd: halkatla

bara að þetta þreytandi og asnalega baugsmál myndi leysast uppí söngleik í anda Twin Peaks.........

halkatla, 15.2.2007 kl. 11:26

11 identicon

Það eina sem Baugsmálið á skilt við snilldarverk David Lynch er að sannleikurinn er afstæður. Áhorfandinn fær vald til að búa til sína eigin niðurstöðu, leikstjórinn tekur ekki afstöðu, vill ekki ræna áhorfandann réttinum til túlkunnar, hann fær mann jafnvel til að efast um að þetta snúist yfirhöfuð um Lauru Palmer eða Baug.

Sagði ekki einhver að munurinn á skáldverki og raunveruleikanum væri að skáldverkið þyrfti að vera raunverulegt... það þolir enginn David Lynch a.m.k. 

Drengur (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 21:45

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Svolítið sérkennilegt að einn stjórnmálaflokkur sem kennir sig við jafnaðarstefnu skuli nota hvert tækifæri til að verja með kjafti og klóm ríkustu menn landsins sem ákærðir eru fyrir skatta og bókhaldsbrot. Burt séð frá sekt eða sakleysi þessara manna þá hlýtur þetta mál að vera í eðlilegum farvegi. Þeir ríku hafa slyngustu (og dýrustu væntanlega líka) lögfræðingana á sínum snærum sem sprikla sem ólmir væru í neti sem e.t.v. hefur full stóra möskva. Í Bandaríkjunum er sagt að þú komist upp með næstum hvað sem er ef þú átt peninga...The American Style.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.2.2007 kl. 22:13

13 identicon

HVERNIG SAMFÉLAÐ VILT ÞÚ ?

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 23:40

14 identicon

Já, það ætti að banna góða lögfræðinga.  Aumingjans ríkið að þurfa að díla við þá í t.d Baugs og eða öryrkjamálinu.  Allt bara plebbar með peninga.  Bara helvítis vesen að þurfa að ganga þannig frá málum að þau þoli góða lögfræðinga.  Ég mótmæli þessu harðlega.

Þröstur Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 23:42

15 Smámynd: Guðmundur Steingrímsson

Ég get ómögulega séð samasem-merkið milli þess að ég líki ferli Baugsmálsins við Twin Peaks, og að ég sé að "verja Baugsmenn með kjafti og klóm".

Hold your horses...

Málið er fyrir dómi. Ég hef litla skoðun á efnisatriðum þess. Ef þeir eru sekir, fyndist mér hins vegar viðeigandi að saksóknari færi að sýna fram á það bráðlega.  

Ég er ekkert sérstaklega impóneraður af frammistöðu hans, skulum við segja.  

Svo mætti gjarnan eyða efasemdum, ef mögulegt, um afskipti ráðamanna af þessum réttarhöldum og tilurð þeirra.

Guðmundur Steingrímsson, 16.2.2007 kl. 00:29

16 identicon

Var þetta ekki dansandi dvergur í silki-jakkafötum? 

-Mig rekur ekki í minni að dvergurinn hafi skartað "mullet"?

teitur (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 02:32

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já þetta sem þú klikkir út með í lokin Gummi er eiginlega það sam ég á við. Ég ætti kannski að kalla það frekar að þið verjið þá með vinstri krók á vafasömum stað. Í þessu dvergsamfélagi okkar er erfitt að tala við nokkurn mann án þess að finna tengsl við einhvern og að Jónína og Jón Gerald skyldu hafa ráðfært sig við Styrmi og Jón Steinar í ógöngum sínum finnst mér ekki nóg til að "sakfella" Davíð, þó sagan sé góð engu að síður. En það leiðir líka hugan að því hvort ráðamenn þjóðarinnar verði að hugsa sig tvisvar um hvort þorandi sé að gagnrýna þessa ríku menn og/eða benda á augljós tengsl þeirra við Ingibjörgu, Ólaf Ragnar/Samylkinguna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.2.2007 kl. 11:40

18 Smámynd: Guðmundur Steingrímsson

Ekki er það sjálfur óskráður (haukur) sem stofnað hefur blogg undir þessu dularfulla nafni Dharma??

Ég skal segja ykkur það. Ef svo er óska ég þér hjartanlega til hamingju. Margir hafa hér á síðunni séð í þér dálítinn bloggara. Þetta skref er ánægjulegt, lítið fyrir mannkynið -- eins og þeir segja -- en stórt fyrir þig og löngu tímabært.

Ég þykist kannast við nokkur þemu í þínum málflutningi á síðunni þinni, sem bræddi hjarta mitt.

Prentvilla hjá þér þar: ..... Því lífið er of stutt vil að kjósa vinstrimenn   segirðu.  Á væntanlega að vera "lífið er of stutt til að kjósa vinstrimenn."

Án þess að ég sé á nokkurn hátt sammála því.  Ég óska þér velfarnaðar, gæfu og gengis á þessum vettvangi.

Guðmundur Steingrímsson, 16.2.2007 kl. 14:49

19 Smámynd: Njörður Lárusson

Hvaða fyrirtæki, á Íslandi, þyldi þessa gegndarlausu rannsókn ?  Án þess að fljótlega fyndust refsiverð sakarefni.  Og ef að þau límdust ekki, þá yrði bar kært aftur, og aftur, og aftur............Núna verður ákæruvaldið að réttlæta fjárausturinn í þessa rannsókn, og þá verður ekki gefist upp fyrr en í fulla hnefana.  Ég held, að sama hvar menn standa í stjórnmálunum, þá hlýtur hver eðlilegur maður að fá óbragð í munninn að fylgjast með þessu.  Er ekki ákæruvaldið að verða eins og Gestapo, og Baugsfeðgar, gyðingarnir.  Ofsóttir vegna velgengni sinnar og ríkidæmis.   Var ekki bara glæpurinn sá að troða gamla heildsalaveldinu um tær, með innflutningi á neysluvörum sem voru eyrnamerktar gömlu heildsölunum, sem greiddu mest í kosningasjóði ákveðins stjórnmálaflokks.  Ég bara spyr ?

Njörður Lárusson, 18.2.2007 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband