12.2.2007 | 18:10
Álkarlinn
Geir H. Haarde lýsti því yfir í Silfri Egils í gær að hann gæti vel hugsað sér að hér risu þrjú álver á komandi árum. Hann talaði um að álverin myndu rísa á löngum tíma, og nefndi árabilið 2015 til 2020. Ég sé það ekki sem langan tíma. Það er á næstu átta til þrettán árum.
Maðurinn er í raun að að tala um að öll þessi álver séu nánast handan við hornið.
Það er engu líkara en Geir hafi raunverulega verið týndur. Hvar hefur hann verið?
Verðbólgan er komin upp í 7,4%. Þenslukostnaður meðalheimilis, í vöxtum og verðbótum, er farinn að mælast í tugum þúsunda á mánuði. Við erum aðilar að samningi um útblástur gróðurhúsaloftegunda. Hvernig Geir ætlar að koma þremur álverum fyrir innan þeirra skuldbindinga er í meira lagi athyglisverð spurning.
Fátt í efnahagslífinu kallar á öll þessi álver, heldur þvert á móti. Aðrar atvinnugreinar, nýsköpunar- og sprotafyrirtæki kvarta yfir bágum starfsskilyrðum vegna ruðningsáhrifa stóriðju. Margt bendir til að hér sé offramboð af vinnu.
Rammaáætlun um náttúruvernd liggur ekki fyrir. Samfylkingin vill klára hana, enda ekkert vit í öðru. Stór deilumál varðandi virkjunarkosti eru óútkljáð. Stór deilumál varðandi eignarnám og landréttindi eru óútkljáð. Stór álitamál varðandi ríkisábyrgð á lántöku orkufyrirtækja vegna stóriðjuframkvæmda eru óútkljáð.
Geir vill ana áfram. Við viljum stöðva hann. Við viljum innleiða skynsemi í þennan málaflokk. Virða skuldbindingar. Ná sátt um náttúruvernd. Ná jafnvægi í efnahagsmálum. Efla aðrar atvinnugreinar. Fjölga kostunum. Gæta að fjármálum heimilanna. Minnka byrðarnar.
Skýrari getur átakalínan ekki orðið.
En stóru tíðindin eru auðvitað þau að Sjálfstæðisflokkurinn skuli loksins leggja fram eitthvað sem hægt er að kalla stefnu: "Þenjum hagkerfið - þrjú álver fyrir 2015."
Allt á uppleið: Hærri vextir. Hærra verðlag. Hærri verðbætur. Meiri útblástur.
Minni náttúra.
Margaret Thatcher var járnfrúin. Kollegi hennar í öfgafrjálshyggjunni (með smá sovésku stóriðjutvisti), Geir H. Haarde, er gerður úr öðrum málmi. Hann er álkarlinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:28 | Facebook
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 395306
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi
Athugasemdir
Jæja, Gummi.... þú heldur áfram að bulla. Kyoto sáttmálinn gildir til 2012, sem þýðir að hann gildir til 2012, ekki lengur, eins og algengt er um sáttmála sem hafa tímamörk. Hvernig færð þú út að sáttmáli sem gildir til 2012 takmarki hvað menn geta gert 2015? Ég bara spyr, þetta hlýtur að vera einhvers konar Samfylkingarröksemdafærsla.
Reyndar eruð þið í Samfylkingunni búin að eigna ykkur 2 þessara álvera, það í Straumsvík sem þið eruð að vinna í að koma í gegnum kosninguna þar (bak við tjöldin, enda of rög til að leggjast gegn þessu beint út) og á Húsavík, þar sem Ingibjörg Sólrún lýsti yfir stuðningi við sveitarstjórnarflokk Samfylkingarinnar um að reisa álver á Bakka. Það er STEFNA Samfylkingarinnar að reisa álver á Bakka. Það er nú bara þannig.
Hvernig viltu lækka vaxtabyrði heimilanna, Guðmundur? Veistu hvað stýrivextir eru? Þeir eru til að stjórna verðbólgunni og atvinnuleysinu. Gengdarlaus eyðsla Íslendinga undanfarin ár í góðarærinu hefur kallað á verðbólguþrýsting (þó svo að þú viljir gjarnan trúa því að virkjun fyrir austan hafi valdið verðbólgunni). Ólíkt því sem var þegar pabbi þinn var að veita fólki ráðgjöf um grjónagraut, þá er ríkið svo að segja skuldlaust og saklaust af þeirri þenslu sem í gangi hefur verið. Fólk hefur sjálft eytt umfram tekjur, og nú vilt þú gera hvað? Lækka vexti svo það geti haldið áfram að eyða umfram tekjur? Haft aðgang að ódýru fjármagni? Veistu, Guðmundur, hvað gerist þegar þú lækkar vexti í þensluástandi? Lækkar vexti umfram það sem eðlilegt getur talist í stöðunni í hagkerfinu hverju sinni? Jú, pabbi þinn veit það..... óðaverðbólga, enda bar hann ábyrgð á því verðbólgubáli sem ríkti á öndverðri síðustu öld (hann og Jón Baldvin og Ólafur Ragnar Grímsson). Þannig að þú ert að boða lægri vexti en þriggja stafa verðbólgu? Er það málið? Háir vextir í dag eru himnasending fyrir sparifjáreigendur. Hvað er þér uppsigað við sparifjáreigendur? Af hverju viltu ekki að fólk fái góða ávöxtun á sparifé sitt? Ca. 13% ávöxtun, áhættulausa, sem gerier 130.000 á ári fyrir hverja milljón sem fólk á inni á bankabók. Því það er það sem háir vextir gera líka. Þeir ýta fólki í að fara að spara og hætta að slá lán. Hver bað þig um að kaupa þér plasma sjónvarp fyrir jólin? Eða skipta út eldhúsinnréttingunni sem var ekki nema 2ja ára gömul? Út á krít? Þú tókst þá ákvörðun sjálfur, og átt að axla ábyrgðina (sem er nú ekki nokkuð sem þið Samfylkingarfólk gerið vel). En hvað? Þú ferð í fýlu þegar hagkerfið bregst við eyðslunni í þér. Þú vilt halda partýinu áfram. Drekka og drekka en ekki fá timburmenn.
Vextir eru háir því fólk eyddi umfram tekjur og það varð að gera lánsfé dýrara, til að letja fólk til að slá lán. Það er ekki flóknara en svo. En hvað ætli þú, heimspekingurinn og vefstjórinn, fattir það, því þú virðist ekki ná þessu grundvallaratriði. Eða kannski nærðu því, en þykist bara ekki gera það, í von um að þú getir fíflað kjósendur í lið með þér. Ekki er nú málefnastaðan ykkar góð þegar þið stólið á rangfærslur og vitleysu.
Þú segir sprotafyrirtæki, efla nýsköpun og allt slíkt. Nýsköpunarsjóður gerir ekkert annað en að tapa peningum. Byggðastofnun sömuleiðis. Þú vilt tapa enn meiri peningum? Öll stóru fyrirtækin í dag, sem keyra hagkerfið áfram, hafa vaxið upp í því hagkerfi sem núverandi ríkisstjórn hefur komið á. Hvar var FL Group þegar pabbi þinn var forsætisráðherra og núverandi forseti var fjármálaráðherra? Hvar var Kaupþing fyrir 15 árum síðan? Nei, þú vilt rústa því kerfi sem hefur virkað mjög svo vel, lægri skattar á fyrirtæki o.s.fr. og handstýra öllu að eldri manna sið. Stjórna því hver fær hvað og hvenær, og auðvitað hversu mikið.
Það hljómar óskaplega vel að tala um nýsköpun og sprotafyrirtæki og virkjun hugvits og allt slíkt..... en hvers vegna hatastu þá út í þau fyrirtæki sem hafa sýnt nákvæmlega þessa eiginleika undanfarin ár? Þú hatast út í FL Group og finnst "bruðl" þeirra ótækt. Bankana, og heldur að þeir okri út í eitt (nokkuð sem er auðvelt að afsanna með lestri árshlutaskýrslu þeirra). Ef fyrirtæki gengur vel, þá er það á þínum svarta lista. Þú heldur því fram að Actavis og slík fyrirtæki séu að flýja land..... segðu mér, hvaða vöru frá Bakkavör keyptir þú síðast úti í búð hér á landi? Hvort heldur þú að skili meiri hagnaði til Actavis, 50.000 parkódín töflur seldar í flensutíðinni á einu ári á Íslandi, eða hundrað skrilljón aspirín seldar á Indlandi? Íslensku útrásarfyrirtækin eru ekki að flýja land, þau eru orðin of stór fyrir Ísland, og við eigum að vera stolt af þeim. Og koma í veg fyrir að Samfylkingin og Vinstri Grænir skattleggi þau út úr landi, því 18% af miklu er talsvert mikið meira en 30% af engu.
Samfylkingin vill álver á Bakka og stækkun í Straumsvík. Þetta vita allir, og Samfylkingunni væri hreinlega sómi af því að viðurkenna það bara og hætta þessum fíflagangi. Feluleik.
Stjórnmálamenn eiga ekki að fjölga kostunum, Guðmundur, þeir eiga að búa svo í haginn að fólk geti sjálft fjölgað kostunum, ef því svo sýnist. Þú ert fulltrúi handstýringar og pólitískra hrossakaupa. Þú vilt eyðileggja það kerfi sem hvetur fólk til dáða og tryggir forsendur til árangurs, og koma í staðinn á fót kerfi þar sem öllu er miðstýrt, handstýrt, misstýrt. Þú fjölgar ekki störfum, Guðmundur, og það gerir heldur ekki Samfylkingin. Þú getur hins vegar sleppt því að vera fyrir þegar fólk skapar sér sín eigin störf.
Þinn einlægur aðdáandi í flensufjandanum
haukur (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 18:40
er bara verið að blogga á síðunni þinni gummi? ....innlitskvitt
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 19:00
Nú ertu farinn að gera mér upp skoðanir, Haukur, sem ég kann illa við. En ég fyrirgef þér út af því að þú ert með flensu. Ég er ekki talsmaður miðstýringar. Skil ekki hvernig þú færð það út. Ég tel það einmitt hlutverk ríkisins að SKAPA SKILYRÐI fyrir fjölbreytni, með uppbyggilegu efnahagsumhverfi. Innganga í EES var til dæmis þannig skref. Þjóðarsáttin líka.
Stóriðja undanfarinna ára er einmitt dæmi um handstýringu. Meira af slíku + 300 milljarðar í vegaframkvæmdir (nýjustu tíðindi) er ávísun á þenslu og óhagstæð skilyrði. Háa vexti etc.
Hvernig í ósköpunum færðu það út að ég hatist við FL group og önnur fyrirtæki?
Og hvar hef ég talað um að hækka skatta á fyrirtæki?
Með öðrum orðum: Um hvað ertu að tala?
Já, Kleópatra, hann Haukur fær að blogga hérna.
Guðmundur Steingrímsson, 12.2.2007 kl. 19:14
Nú nenni ég ekki einu sinni að lesa haukinn, laukinn fær á baukinn með hraukinn upp á bak.
Þetta eru einhvers konar álög þessi állög og álögur á álögur ofan í ofanálag til að standa undir öllum uppganginum.
Plís, ekki meir, Geir. Mætti ég þá frekar biðja um aukalag, þó mér leiðist söngurinn voðalega.
Ég held að ég sé að kvefast.
Gamall nöldurseggur, 12.2.2007 kl. 19:18
Sæll Guðmundur, ég sá að þetta var nú ansi langt hjá mér :), lofa að hafa þetta styttra í framtíðinni. Jú, þú varst nú ekkert sérlega hrifinn af því að bankarnir skyldu skila góðum árangri, alla vega fannst þér tilefni til að krefja þá um eitthvað meira og umfram þann tekjuskatt sem þeir skila til samfélagsins, af því þeim gekk jú svo vel. Það er nú auðsýnt að þeir okra hreint ekki á Íslendingum, hagnaðurinn er að mestu kominn erlendis frá, og af því þeim gengur svona vel, þá skuli þeir vesgú borga umfram hið lögboðna til molbúans. Kannski er "hatast" soldið sterkt til orða tekið, en "vera ferlega illa við og öfundast jafnvel" fer nú kannski nær því.
Hvað vilt þú þá gera annað en núverandi stjórn hefur gert til að efla íslenskt viðskiptalíf? Fyrst Baugur, FL Group, bankarnir, Actavis, Bakkavör, Össur, CCP og fleiri eru dæmi um hversu illa íslenska ríkið hefur haldið á spöðunum. Lækka tekjuskatt á fyrirtæki? Fella niður fjármagnstekjuskatt af hagnaði af sölu hlutabréfa á milli fyrirtækja? Góð hugmynd. Mér finnst ekki góð hugmynd að veita skattaafslátt af R&D, því slíkt ýtir ekki undir nýsköpun, heldur þvert á móti, þá hvetur það fyrirtæki sem eru í frumvexti að setja OF mikið í R&D og jafnvel fara í gráar bókhaldsæfingar til þess að lágmarka skattakostnað sinn, sem þýðir að kostnaður er of hár í R&D sem skilar sér í aukinni óhagkvæmni, sem skilar sér í verri afkomu fyrirtækja, sem á endanum skilar sér í gjaldþrotum og atvinnuleysi. Nær væri að leyfa, í skattaskilum, að fyrirtæki eignfæri og afskrifi tilteknar tegundir R&D, og eigi þannig skattainneign eða skattaskuld eftir atvikum (líkt og tíðkast um afskriftir fastafjármuna þar sem má vera með tvenns konar aðferðir við afskriftir).
Það er enginn að tala um stóriðju, Guðmundur! Aðrir en Samfylkingin. Hver ræður í Hafnarfirði? Samfylkingin. Hver hefur valdið til að stöðva þær framkvæmdir? Samfylkingin. Gerir hún það? Nei. Hver stendur að baki álveri á Bakka við Húsavík? Þar sem bókun var færð í fundargerð sveitarfélagsins og þess krafist að allt yrði neglt niður innan 3ja ára? Samfylkingin. Hver verður þess valdandi að virkjað verður í Þjórsá ef Samfylkingin stöðvar ekki stækkun álversins í Straumsvík? Samfylkingin. Samfylkingin er í aðstöðu til að stöðva stóriðjuna. Núna. Með því að taka stækkun út af deiliskipulagi. Flokkurinn má það. Ekkert sem bannar það. Þvert á móti er það skylda Samfylkingarinnar að taka afstöðu. Af hverju gerir hún það ekki?
Jú, ég gef mér að þið ætlið að hækka skatta á fyrirtæki, því miðað við þær yfirlýsingar ykkar um stóraukin útgjöld komist þið til valda, þá hljóta peningarnir að þurfa að koma einhvers staðar frá. Farin verður R-listaleiðin fyrst, örugglega, og lántökur stundaðar grimmt, þangað til búið verður að loka á okkur í öllum bankastofnunum heimsins. Þá verður að hækka skatta einhvers staðar. Og ég held að þið byrjið á fyrirtækjunum því þau hafa ekki atkvæðisrétt. Og þegar fyrirtækin eru ýmist farin á hausinn eða flúin úr landi, þá er röðin komin að sótsvörtum almúganum.
En endilega segðu mér nákvæmlega til hvaða aðgerða þið í Samfylkingunni ætlið að grípa til að efla atvinnulífið. Hvar eiga þessar þúsundir starfa að myndast? Hvernig verður aðkoma ykkar í því máli? Hvers konar störf verður um að ræða? Hvers konar greinar er um að ræða? Þetta er nefnilega svo óljóst allt, minnir mig á kosningaloforð Framsóknar um árið "10.000 ný störf" eða hvernig það nú var. Vonandi endið þið ekki eins og Framsókn :).
Einlægur aðdáandi
haukur (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 19:43
Sjálfum fannst mér nú athyglisverðast þegar Geir fór að tala um að það væri nú ekki hægt að vita hversu margar af þessum stúlkum sem voru í Byrginu hefðu orðið óléttar hvort sem er og að margar stúlkur sem voru þar hafi nú ekki orðið óléttar.
Daníel Freyr (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 20:53
Haukur, eitthvað hugsað þér að fara að blogga sjálfur?
Nei, bara svona spyr
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 12.2.2007 kl. 21:18
Guðmundur; Það er ljótt að uppnefna fólk! Þú átt alveg skilið að vera kallaður kálhaus fyrir þín innantómu slagorðakenndu skrif, en Kálkarl ætti kannski betur við - það rímar alla vega við Álkarl....
María J. (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 21:28
Það er orðið áliðið og álliðið verður illa liðið við gullnahliðið.
Það liggur ekkert á að skapa fólki störf... Atvinnuleysi hefur sjaldan eða aldrei mælst lægra. Það er rangur misskilningur að stjórnmálmenn verði að skaffa fólki atvinnu. Það er alveg sama hvað menn leggja niður, alltaf kemur eitthvað í staðinn. Fólk finnur sér eitthvað að gera.
Það verða til fleiri störf með nýjum skattaálögum en stóriðju. Bókhald veðrur flóknara og endurskoðendum fjölgar. Með flóknara skattafyrirkomulagi, þarf fleiri skattaeftirlitsmenn til að rýna í hvaða bókhaldsbrellum endurskoðendur eru að beita. Lögmenn koma einnig að málum fyrir utan allar skjalablókirnar, rauðuneytisráðunauta, ritara og urmul annarra sem þrífast á þvíliku.
Það er gott að eiga sér hauk í horni. En ekki þennan sjálfstæðistyrðil. Hvaða illfygli er það nú annars sem norpar við húninn með sultardropa á nefinu?
Ég er forvitinn að sjá hver það er sem settur hefur verið til höfuðs framsækna mannsbarninu af Arnarnesinu. Og spyr því eins og fávís kona:
Nú er kaldur karlinn Þorri
kvef og annar magur morri
Bláminn skín af hendi hvorri
Heitirðu kannski Haukur?
Gamall nöldurseggur, 12.2.2007 kl. 22:07
Þú ert greinilega orðinn strekktur á tauginni. (haukur)
Fylgi Samfylkingarinnar á hraðri uppleið.
Senditíkinni frá Sjálfstæðisflokknum gengur illa hér á síðunni.
Mjög slæmt fyrir þig og Flokkinn (haukur) Þar sem þessi sívinsæla bloggsiða er ein mest lesna bloggsíðan á mbl,is og fer hratt vaxandi.
Þannig að Guðm. Steingríms gengur bara allt í haginn
Sævar Helgason,Hafnarfirði (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 22:41
"Við viljum innleiða skynsemi í þennan málaflokk. Virða skuldbindingar. Ná sátt um náttúruvernd. Ná jafnvægi í efnahagsmálum. Efla aðrar atvinnugreinar. Fjölga kostunum. Gæta að fjármálum heimilanna. Minnka byrðarnar."
Ná sátt um náttúruvernd? Sé það ekki alveg gerast. Fólk hefur misjafnar skoðanir og svo verður vonandi áfram.
Ná jafnvægi í efnahagsmálum? Efla aðrar atvinnugreinar? Vissulega þarf að ná jafnvægi í efnahagsmálum og skylst mér að flestar spár bendi til þess að það sé að nást.
Gæta að fjármálum heimilanna? Minnka birðarnar? Hvað gerir það annað en að auka á ójafnvægi í hagkerfinu? Mikið er talað um hvað heimilin eru illa stödd fjárhagslega. Hrópað hefur verið út af stjórnar andstöðunni að skuldir heimilanna hafi aldrei verið meiri. Ekki er þó talað um hvað tekjurnar hafi aukist á móti eða hvort vanskilin hafi aukist eða minnkað á sama tíma.
Ég er bara sjálfstæðismannsgrey sem hefur ekkert vit á hagstjórn svo ef þú getur skýrt út fyrir mér Guðmundur hvernig þetta á að fúnkera hjá ykkur þá yrði ég mjög ánægður með það. Ég trúi því bara ekki að þið séuð bara að hrópa þessi slagorð eingöngu til að plata kjósendur. Þú kannski skýrir þetta út lið fyrir lið í næsta bloggi
Ágúst Dalkvist (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 00:09
Hvernig atvinnusköpun villtu þú hafa á Íslandi? Hvað með landsbyggðina sem mörgum ykkar á vinstrivængnum er alveg sama um? Hvernig á að koma í veg fyrir fólksflutninga þaðan? Samfélagslegur kostnaður við hvern brottfluttan íbúa af landsbyggðinni er 6-7 milljónir króna.
Hefur álversuppbyggingin á Austurlandi verið slæm fyrir þennan fjórðung? Fyrir árið 2003 hafði varla verið reist íbúðarhús á Austurlandi í síðan 1980. Hefur þú komið til Austurlands, Guðmundur, fyrir og eftir upphaf álversframkvæmda þar? Veistu að fjöldamörg afleidd störf hafa orið til á Austurlandi síðan 2003 og mörg ný fyrirtæki hafa sprottið þar upp?
Veistu að álversuppbyggingin á Austurlandi er ekki orsök þenslunar hér á landi heldur byltingin sem varð þegar bankarnir fóru að bjóða ódýrari húsnæðislán haustið 2004? Þetta leiddi af sé mikið neysluæði hér á landi og húsbyggingum á Höfuðborgarsvæðinu sem enn sér ekki fyrir endan á og þar sem náttúrperlur við Höfuðborgarsvæðið eru teknar undir ný íbúðahverfi - (umhverfisvernd er ekki bara Kárahnjúkar).
Þekki þú aðstæður og lífsskilyrði fólks úti á landi? Hefur komið þangað og dvalist þar í einhvern tíma? Varla, þú ólst upp í ríkidæmi úti á Arnarnesi og hefur fæðst með silfurskeið í munni. Ertu að breiða yfir slæma samvisku vegna þessa og ganga í Samfylkinguna og þykjast vera umhverfissinni?
Einn frá Austurlandi (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 09:44
Okkur er alvara með náttúruspjallinu, Ingólfsfjall. Mikil alvara. En það er auðvitað rétt hjá þér að orðið "sátt" er farið að missa merkingu sína eins og margt annað. Sérstaklega eftir að Frammararnir boða slíka, án samráðs við náttúruverndarsamtök...
Ætla ekki að nota þetta orð aftur... Ég lofa!
"Álpúðinn" er mjög dúllulegt. Ég tek undir það.
Guðmundur Steingrímsson, 13.2.2007 kl. 12:59
Mér finnst álpúðinn alveg út í hött. Álsálin eða álþingismaðurinn væri nær lagi fyrir minn smekk.
Guðmundur ert þú eitthvað að heykjast í baráttunni?
Stattu þig strákur, ekkert ál, þú ert stál. Skál.
Gamall nöldurseggur, 13.2.2007 kl. 15:17
Skál, gamli. Finnst ég kannast við þig. Ekkert að heykjast, nei. Bjartsýnni en nokkru sinni. Allt að gerast.
Vann karlinn hann Birgi Ármanns í ræðukeppni í morgun niðri í MR. Að vísu ekki alvöruþrungnasta viðureign sem ég hef átt í, hvorugir með hjartað í buxunum svosem. En það er geman að þessu.
Guðmundur Steingrímsson, 13.2.2007 kl. 16:55
"Margt bendir til að hér sé offramboð af vinnu."
Ég hef alltaf litið á það sem jákvætt að það sé næg atvinna en kanski ef það kemur hér vinstristjórn vg og sf þá verður maður kanski að fara venjast miklu atvinnuleysti.
Óðinn Þórisson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.