Leita í fréttum mbl.is

Anna Nicole Smith

Fregnir af ótímabæru andláti Önnu Nicole Smith fengu mig í morgun, ásamt öðrum tíðindum vikunnar, til þess að leiða hugann að Bandaríkjunum. Eins og ég er mikill aðdáandi þessa lands og á þar hálfbræður og systur, vini og kunningja, að þá eru á stundum engin takmörk fyrir því hvað ég get ranghvolft augunum yfir ruglinu. 

Anna Nicole Smith deyr og sjónvarpsstöðvarnar rjúka til með útsendibílana sína og fyrr en varir er málið komið á stig íþróttakappleiks. Hvernig dó hún? Hvenær verður krufningin? Verður hún í beinni?

Hver fær kvikmyndaréttinn? Hver er faðir barnsins hennar og fær 400 milljónir bandaríkjadala? Málaferlin við ættingja skrilljónersins, fyrrum mannsins hennar, stóðu nefnilega yfir þegar hún dó. Þau hætta að sjálfsögðu ekki við þetta, heldur færast yfir á barnið. Kapphlaup er hafið milli nokkurra karlmanna um hver er faðirinn. Vitnaleiðslur verða sjálfsagt í beinni. 

Þessi raunveruleikaþáttur mun ekki heita The Bachelor. Þetta er nýtt concept: Barnsfaðirinn. 

Tja, eða Ekkjumaðurinn.  

Þetta er í öllu falli sápa. Færð í hendurnar á fréttastofunum og þær taka við fegins hendi. Raunveruleikasjónvarp beint úr sjálfum raunveruleikanum.

Undir öllu þessu liggur svo einhvern veginn falið, grafið í ruslahaug afþreyingarþjóðfélagsins, þessi alþekkta og einfalda atburðarás sem er alltaf sorgleg og er hægt að lýsa í tveimur orðum:

Manneskja dó.  

Hin tíðindi vikunnar sem fengu mig til að dæsa út af Bandaríkjamönnum voru fregnir þess efnis að Rudy Giuliani ætti erfitt uppdráttar í suðurríkjum Bandaríkjanna í sinni forvalsbaráttu fyrir Repúblikanaflokkinn vegna þess að hann hefði einu sinni komið fram á góðgerðarsamkomu í kvenmannsfötum. 

Ótrúlegt hvað stjórnmál í Bandaríkjunum geta snúist um stundum. Þetta var góðgerðarsamkoma, for crying out loud. Grín. Brandari.

Þótt hitt sé auðvitað ljóst - og ástæða til að leggja á það nokkra áherslu -- að Anna Nicole var töluvert sætari.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Tíðindi næturinnar eru klárlega úrslit kosninganna í HÍ, ekki satt? :)

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 9.2.2007 kl. 16:47

2 identicon

get í sannleika ekki sagt með vissu hvor er (var) sætari anna eða robbi ... ;)

en jújú konan var svo sem myndarleg .. en uppblásin skrautdúkka í bandaríkjunum sem varð bara voða sorgleg.. eins og dauði hennar ætti að vera. Ekki raunveruleikaþáttur, en það er kannski viðeigandi þar sem hún valdi að hafa líf sitt þannig. Kannski væri þetta akkurat eins og hún hefði óskað sér ...

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 22:42

3 Smámynd: Gamall nöldurseggur

Kæri Guðmundur St. Grímsson

Það er sumt sem maður ber virðingu fyrir og manni ber að virða.  Þú ert vel upp alinn og veist þetta mæta vel.

1    Bandaríkin eru heimsálfa og verða ekki afgreidd í einu eða neinu. 

2    Það er margt sem hefur gengið á í lífi þessarar konu sem nú er látin.  Hún lætur eftir sig ungabarn, móðurlaust sem til allrar hamingju margir virðast vilja feðra.       

Það hlýtur að vera eitthvað annað sem fréttirnar hafa uppá að bjóða og er umfjöllunar virði.   Líttu t.d. við á leiðindapistlana hans Bitlinga, (K)BInga.    Ég tók eftir því að hann er ekki á listanum yfir skarpa penna hjá þér.       Þar fer maður sem kann vel á hið pólitíska landslag eins og það er í dag.     Landslag sem allir vilja helst breyta nema þeir sem kunna að færa sér það í nyt.  Geðþekkur ungur maður þar á ferð.   

Svona í alvöru talað, þá get ég ekki séð að þú hafir nokkurn minnsta áhuga á pólitík.     Er eitthvað til í því?

Gamall nöldurseggur, 9.2.2007 kl. 23:20

4 Smámynd: Guðmundur Steingrímsson

Ég hef brennandi áhuga á pólitík, gamli, en líka á öllu hinu.

Ég skil ekki hvernig þú færð það út að ég hafi verið að gera lítið úr Bandaríkjunum, sem einmitt heimsálfu. Ég sagði bara að ég dæsti stundum út af þeim.

Ég vona að barnið finni föður.

Ég giska á að þú sért sjálfur bingi inn við beinið.  

Guðmundur Steingrímsson, 9.2.2007 kl. 23:27

5 Smámynd: Guðmundur Steingrímsson

Já, nei Bandaríkin eru ekki heimsálfa, gamli. Þarna náðirðu næstum því að gabba mig. 

Guðmundur Steingrímsson, 9.2.2007 kl. 23:36

6 identicon

 Verður maður að tala stanslaust um pólitík til að hafa áhuga á henni, Gamall nöldurseggur ???  Finnst það einmitt svo brilliant við Guðmund að hann talar mannamál eins og við venjulega fólkið og talar um það sem er að gerast og hefur húmor fyrir því.  Það er nú eitthvað sem aðrir póltíkusar mættu gera... já eins og kannski Bingi... sé ekki húmorinn í þeim manni né að hann sé skarpur penni.    Haltu áfram Guðmundur !!!  

Sandra L. (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 23:41

7 identicon

tek undir með söndru .... bingi er einstaklega þurr og leiðinlegur oft á tíðum ... af þínum pistlum er alla vega hægt að hafa gaman af þess á milli sem þú ræðir alvarlegri málefni

gamli nöldurseggur ... það er alla vega réttnefni

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 00:25

8 identicon

Segi bara eitt. USA hafa meiri áhyggjur af Önnu en öllum þessum svejtandi börnum í heiminum. Og Anna hefur ekkert gert nema að vera fræg fyrir að vera fræg.

Hilmar (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband