6.2.2007 | 14:32
Listi Óákveðinna á blússandi siglingu
Einhvern tímann lagði ég til í hálfkæringi í góðra vina hópi að árangursríkast í pólitík væri líklega að bjóða fram lista óákveðinna. Óákveðnir myndu rúlla upp hvaða kosningum sem er. Nógu mikið fá þeir alla vega í skoðanakönnunum. Þeir eru með um og yfir 40% fylgi....
Þetta yrði dálítið spaugilegt framboð. Menn fóru til dæmis að velta fyrir sér hvernig stefnuskrá Óákveðinna myndi líta út. Allar framboðsræður myndu enda á efasemdum. Óvissu. Aðrir sögðu að stefnuskráin myndi líklega vera svipuð og Sjálfstæðisflokksins. Semsagt lítil sem engin. Almennt afstöðuleysi.
Skoðanakannanir undanfarið sýna eftirfarandi veruleika: Tökum Blaðið. Af þeim sem hringt er í, 750 einstaklinga, svöruðu 88,8% spurningunni. Þar af tóku 53% afstöðu. Óákveðnir voru 39% og 8% sögðust ekki ætla að kjósa.
Semsagt: 666 manns (athyglisverð tala í trúarlegu samhengi. Number of the Beast.) svöruðu spurningunni. Þar af reiknast mér til að 259 séu óákveðnir (39%), 160 kjósa Sjálfstæðisflokkinn (24%) , 81 Vinstri græna (12%) , 67 Samfylkinguna (10%), 53 ætla ekki að kjósa (8%), 11 kjósa Frjálslynda (1,6%) og 33 Framsóknarmenn (4,9%).
Þegar maður horfir á þetta svona, sést það auðvitað svart á hvítu að listi Óákveðinna er á blússandi siglingu... Hlutlausir líka.
Stóra spurningin er auðvitað: Hvert fer allt þetta fólk á endanum? Getur það ákveðið sig?
Það er auðvitað engin ástæða til að fagna því gengi Samfylkingarinnar sem þarna birtist. En það er hins vegar langt í frá að hægt að segja eins og Steingrímur J segir í Blaðinu af þessu tilefni, að línur séu að skýrast.
Þær eru hreint ekki að skýrast. Sjaldan hef ég séð jafn galopið landslag í pólitík. Það stefnir í að kosningabaráttan muni skipta gríðarlegu miklu máli, því úrslitin geta farið á hvaða veg sem er. Þá staðreynd verðum við Samfylkingarfólk að hafa fasta í huga. Þeim mun meiri ástæða er til að bretta upp ermarnar. Spýta í lófana.
Ég held að Samfylkingin eigi mikið inni hjá óákveðnum. Þeir sem ætla sér að kjósa VG eða Sjálfstæðisflokkinn á annað borð eru þegar búnir að gefa sig upp. Það er mín tilfinning. Ef það er rétt er staða þeirra alls ekki beysin í raun.
Munum eftir Hafnarfirði 2002. Í janúar mældumst við með 25%. Í kosningunum í maí fengum við yfir 50%.
Koma svo.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 395306
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi
Athugasemdir
Jedúdda mía, Guðmundur, mér hreinlega svelgdist á. Varstu að tala um að Sjálfstæðisflokkurinn væri stefnulaus flokkur? Stefna Samfylkingarinnar er eins og rassálfarnir, bara til í ævintýrum og hugarburður einn. Margur heldur mig sig, segi ég nú bara, og af öllum þeim flokkum sem hafa stefnu (eða halda sig hafa stefnu), þá virðast kjósendur hreint ekki velkjast í vafa um stefnu Sjálfstæðisflokksins, ólíkt því sem við á um Samfylkinguna, komna í undir 5. hvert atkvæði ákveðinna.
En það er vissulega nýlunda að eigna sér óákveðin atkvæði með húð og hári, og reyndar vel viðeigandi í tilfelli ykkar Samfylkingarfólks, óákveðnir eru jú margir í könnuninni, og þið eruð upp til hópa einstaklega óákveðnir stjórnmálamenn (sitjandi sem vonabís), og talið út og suður. Það sem er líka svo skondið að sjá er að eftir því sem þú og félagar þínir hamrið meira á því að þið séuð svo svakalega beittir í ykkar stefnu, og hún sé sú besta í alheiminum, þeim mun þokukenndari verður hún og þeim mun minna treysta kjósendur ykkur.
Ég legg til að nafni Samfylkingarinnar verði breytt, svo þið náið einstaka sinnum góðum nætursvefni..... gerið breytingu sem endurspeglar bæði hvernig þið sjáið ykkur sjálf og hvernig aðrir sjá ykkur. Ég legg til að fyrsti hluti nafnsins endurspegli þann brandara, þá kómísku mótsögn leyfi ég mér að segja, sem upprunalegt nafn flokksins er, þar eru engir saman og þaðan af síður fylkja þeir liði, þannig má segja að nafnið endurspegli hvað flokkurinn er ekki.
Annar hluti nafnsins endurspegli það hvernig hinir og þessir frambjóðendur hafa séð sig í gegnum tíðina, og verið einir um þá sýn (s.s. allir séð í gegnum þá blekkingu; sannast þar með hið fornkveðna að ef það labbar eins og önd, kvakar eins og önd, og lítur út eins og önd, þá er skiptir engu máli hversu heitt þú óskar þess að það sé vélsleði, önd er það kallinn). Aftur er þá komið skáldlegur húmor, ljóðræn mótsögn.
Þriðji hlutinn endurspeglar svo hvernig allir, nema þið sjálfir, sjá ykkur. Hver í raun kjarninn er í tilveru flokksins. Og þetta er kröftugasti hluti nafnsins, því þið ERUÐ þetta en staðfastlega neitið að viðurkenna það, og á meðan þið standið, berrössuð uppi á stól, og þykist vera kappklædd, þá hlæja menn dátt að tilburðunum í ykkur (svona kosningafræðilega séð).
Nýtt nafn flokksins er: Samfylking óháðra og óákveðinna
Bónusinn er að þið getið þannig eignað ykkur formlega allt óákveðna fylgið, svona eins og formaðurinn ykkar gerði um daginn, þegar hún taldi nokkuð öruggt að allir óákveðnir myndu kjósa Samfylkinguna. Vissulega er landslagið galopið, það op kallast hyldýpi, og það er beint undir fótum ykkar Samfylkingu óháðra og óákveðinna.
Þinn einlægur aðdáandi í lífsins þrautagöngu (svona kosningalega séð)
haukur (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 15:05
That's the spirit!
alla (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 15:24
Ægir..... segðu mér hvernig það samrýmist "Fögru Íslandi" að með hægri höndinni afneita öllum virkjunum og álverum, og með vinstri hendinni ganga fram fyrir skjöldu um virkjun ánna í Skagafirðinum og krefjast álvers á Bakka (sem Samfylkingarfólk í þeim sveitarfélögum hefur skriflega farið fram á, það er óumdeilt), og gefa stækkun álversins í Straumsvík alvarlega undir fótinn með því að hlaupast á brott frá ákvörðun sem flokkurinn gefur sig út fyrir að vera með stefnu til að taka? Ég bara spyr, því Samfylkingin er komin rétt í 19% fylgi og þið haldið að það sé vegna þess að þið séuð OG pólitísk, vegna þess að þingflokkurinn sé svo lélegur, vegna þess að Davíð sé svo vondur, vegna þess að dularfull öfl hafa komið á fót þagnarbandalagi um evruna/ágæti Ingibjargar Sólrúnar.
Mín einfalda skýring, allra auðmjúklegast, er sú að á meðan sumir í Samfylkingunni segja eitt, segja aðrir annað, og um leið og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir talar um "Fagra Ísland" styður hún álver á Bakka. Samfylkingin hefur enga stefnu í neinu máli, aðra en að haga seglum eftir vindi, og stærstu mistök hennar hafa verið að þykjast hafa stefnu þegar engri slíkri er til að tjalda. Og það er örugglega Davíð að kenna.
haukur (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 17:44
Samfylkingarbloggarar, standið þétt saman um að tala niður fylgið. Árangur ykkar er frábær.
Ég er að vísu algjörlega ósammála þeim sem gagnrýna ykkur um að þið séðu stefnulaus. Samfylkingin er ekki stefnulaus, þótt hún hafi í gegnum tíðina skipt ansi oft um skoðun. Þá er Fagra Ísland sem og hvernig þið talið niður krónuna einfaldlega óvinsælt.
Mundu svo að halda áfram að tala niður 40% þjóðarinnar, eða þá sem eru óákveðnir.
Baráttukveðjur.Sjensinn Bensinn, 6.2.2007 kl. 17:49
já, Haukurinn þarf að finna sér annað líf!
Bragi Einarsson, 6.2.2007 kl. 19:35
Ekki hélt ég að ég myndi segja þetta. haukur, haltu endilega áfram. Ég vildi ekki hafa þig í vinnu hjá mér en þú ert nú maðurinn... Guðmundur ætti eiginlega að skammast sín fyrir að vera að púkka upp á eitthvað sem er kallað s-amfylking.
Það er nefnilega rétt sem hér kemur fram að óákveðnir kjósendur vilja kjósa ákveðna stefnu en ekki endilega flokk.
Guðmundur er efnilegur stjórnmálamaður og húmoristi. Hann á eftir að gera eitthvað voða fyndið ef hann kemst á þing. En ég get ekki séð að fýlupúkarnir sem hanga utaní honum séu nógu spennandi kostur til að ég tími að sitja uppi með þá á þingi bara fyrir brandara-Gumma í baráttusæti sem ég geri ráð fyrir að fá að fylgjast með áfram á netinu hvort eð er.
Er nokkuð nýtt undir sólinni?
Gamall nöldurseggur, 6.2.2007 kl. 22:40
Jahá .. ég er óákveðin, það eina sem ég veit er að núverandi stjórnarflokkar fá ekki atkv mitt, ekki heldur rasistar í felubúningum undir nafni frjálslynda.
Skila kannski bara auðu...
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 23:36
Samfylkingin á heilmikið inni, enda eru gríðarlega margir óákveðnir. Reynslan sýnir okkur að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og VG fá meira fylgi í könnunum en kosningum.
Fylgið lengst til hægri og lengst til vinstri er fastast fyrir. Þess vegna er lítið að marka niðurstöður kannana á fylgi flokkanna, þar sem stór hluti fólks er óákveðinn eða svarar ekki.
En Samfylkingin nær ekki þessu fylgi óákveðinna nema með því að halda vel á spöðunum. Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar varðandi álver í Hafnarfirði var skref í rétta átt.
Svala Jónsdóttir, 6.2.2007 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.