Leita í fréttum mbl.is

Stöngin inn og út

Maður er búinn að róa sig niður. Fór á brettið. Fékk útrás. Datt í hug, í ljósi þessa hádramatíska leiks, nýtt hugtak fyrir það þegar hlutir ganga ekki upp, eitthvað mistekst, klúðrast eða heppnast ekki. 

Stöngin út.

Þetta rýmar ágætlega við hið alþekkta orðasamband "stöngin inn", sem hefur verið mikið tekið á undanförnum árum, um eitthvað sem heppnast, steinliggur. 

Þessi ríkisstjórn til dæmis, og sú staðreynd að meðalheimili í landinu þarf að greiða 21 þúsund krónur á mánuði í auknar greiðslubyrðar bara út af þenslu og hagstjórnarmistökum, er stöngin út.

Að kæla hagkerfið og draga úr þenslu væri aftur á móti stöngin inn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Haha.. þetta hugtak líkar mér! Stöngin út gæti líka verið ágætisheiti á bók sem rituð væri um sitjandi ríkisstjórn

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 31.1.2007 kl. 00:28

2 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Snilld!

Sigfús Þ. Sigmundsson, 31.1.2007 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband