25.1.2007 | 16:51
Hver bjargar Gullfossi?
Mér sýnist á köflum að það sé brostinn á einhvers konar furðulegur metingur eða bara hreinlega keppni í umhverfismálum á Íslandi. Hver er mesti umhverfisverndarsinninn? Hver er hetjan? Einn, tveir og byrja. Þetta er svona Amazing Race. Sá vinnur sem bjargar Gullfossi.
Þetta andrúmsloft er orðið verulega ankannalegt. Vakningin í umhverfismálum er miklu víðtækari og yfirgripsmeiri heldur en margir af háværustu umhverfiserndarsinnunum vilja viðurkenna. Umræðan um einhvers konar einkarétt á umhverfismálum -- og hver sé mesta hetjan -- hefur meira að segja tekið á sig þá mynd, að á flokksráðsfundi VG síðasta haust var því haldið fram að umhverfisverndarsinnar þyrftu nauðsynlega að vera Vinstri Grænir. Annars væru þeir ekki umhverfisverndarsinnar. (Tilvitnun: "Það er ekki hægt að vera grænn án þess að vera vinstri." Svandís Svavarsdóttir).
Þetta stakk mig og fleiri. Ég hef talað gegn Kárahnjúkavirkjun síðan ég kom heim úr námi 2001, sótrauður af angist, og talið mig gegnheilan umhverfisverndarsinna, en er þó ekki Vinstri Grænn af mörgum ástæðum. Ég þekki líka mann í Sjálfstæðisflokknum sem er umhverfisverndarsinni (alveg satt). Í könnun Gallup í október 1994 mældist andstaðan við stóra virkjun á Austurlandi -- þótt ótrúlegt megi virðast -- mest á meðal Framsóknarmanna (fylgi sem væntanlega hefur yfirgefið flokkinn síðan).
Punkturinn er þessi: Umhverfisverndarsinnar hafa alltaf verið út um allt og þeim fjölgar ár frá ári. Í flestum flokkum. Vakningin hefur verið gríðarleg innan Samfylkingarinnar, sem hefur skynjað takt tímans -- eins og víðsýnum og nútímalegum flokki sæmir -- og tekið fast á þessum málum í sínum röðum. Það er fagnaðarefni.
Við látum kjósa um álver, sem er meira en allir aðrir flokkar geta sagt. Þingflokkurinn hefur tekið afdráttarlausa afstöðu gegn því að jökulár Skagafjarðar verði virkjaðar. Æskilegt væri að aðrir svöruðu sömu spurningu jafnskýrt. Við viljum virða Kyoto sáttmálann. Við viljum ekki ráðast í neinar stóriðjuframkvæmdir eða virkjanaframkvæmdir fyrr en búið verður að ákveða hvar eigi að vernda og hvar virkja. Náttúran á að njóta forgangs.
Þetta eru skref. Stór skref. Þetta er ein birtingarmynd hinnar víðtæku umhverfisvakningar. En reglulega gerist svo hið undarlega, þegar Samfylkingunni er í raun álasað fyrir það að vakningin var skemur á veg komin fyrir fjórum árum, þegar síðast var kosið til Alþingis. Vissulega greiddi þingflokkurinn mest allur atkvæði með Kárahnjúkavirkjun, en hann myndi ekki greiða atkvæði með sambærilegri virkjun núna. Þannig er það bara.
Önnur vísbending um það hversu skammt vakningin var á veg komin fyrir fjórum árum birtist líka á landsfundi Vinstri grænna í nóvember 2003. Kárahnjúkamálið hafði ekki flogið hátt í kosningabaráttu flokksins þá um vorið og á landsfundinum vísuðu fundarmenn frá, með lófataki, tillögu Kristjáns Hreinssonar um að VG lýsti því yfir í ályktun að flokkurinn harmaði upphaf framkvæmda við Kárahnjúka og að ekki væri of seint að hætta við. Engin stemmning var fyrir því. Kristján sagði sig úr flokknum.
Án efa fóru þeir sem klöppuðu þessa tillögu burt árið 2003 í fræga göngu Ómars þremur árum síðar.
Allir eiga sína sorgarsögu. Líka VG, þótt stundum sá sá flokkur í þessum málum dálítið eins og unglingur sem telur sig fyrst hafa byrjað að halda upp á Guns and Roses. Og verður svo fúll þegar aðrir byrja að halda upp á hljómsveitina líka.
Svoleiðis andrúmsloft er ekki gott fyrir umhverfismál. Stuðningur við þau á að vera sem víðastur, en ekki þröngur og afmarkaður og bundinn einum flokki.
En ég óttast nú samt að The Amazing Race umhverfishetjanna muni halda áfram af fullum krafti á næstu mánuðum. Þetta er orðið æsispennandi.
Stay tuned for next week´s episode: Framtíðarlandið (The Future Land).
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:07 | Facebook
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi
Athugasemdir
Nei, þið látið kjósa um álver heldur um deiliskipulag eins og fréttin sem þú linkar á segir, sem er nægilega ruglingslegt til að bæjarstjórinn í Hfj. geti slegið því fram að þverpólitísk samstaða ríki um stækkun sbr. yfirlýsingu VG. Þar með hefur það verið staðfest sem marga hefur grunað, það skal rugla mannskapinn í ríminu svo hann viti ekki alveg hvað er verið að kjósa um.
Frekar aumkunarvert hjá bæjarstjóranum. Það skín í gegn að hann sé undir álhæl sbr. eldra blogg þitt. A.m.k. er hann langt frá því að vera næsta umhverfishetjan.
sjá yfirlýsingu hér
Dísa (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 17:49
þið látið EKKI kjósa um álver átti það að vera.
Dísa (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 17:52
Vinstri græn hafa komið óorði á umhverfisvernd.
Björgvin Valur (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 18:34
Ágæti Gummi. Ég hef spekúlerað mikið í þessu Hnjúkamáli eins og þú. Auðvitað er fínt að skipta um skoðun og svoleiðis. En á svona risamáli eins og Káranhjúkum finnst mér asnalegt að skipta um skoðun á. Þetta er bara of stórt dæmi.
Stærsti hluti þingflokks Samfylkingarinnar kaus með þessum framkvæmdum en um leið og Andri Snær gaf út Draumalandið þá breyttist hljóðið í Samfylkingunni. Það er bara asnalegt! -Þú afsakar.
Ég er Samfylkingarmaður og ég er hundfúll út í flokkinn minn.
Teitur Atlason
teitur (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 21:37
Málefnið hefur sigrað!
Dönsum saman í takt þannig að allir horfi! Syngjum saman og semjum rímur - ég bið vinsamlegast um að við hættum að karpast og hártogast og sýnum náttúru Íslands þá virðingu að stilla saman strengi flokkanna og dansa til sigurs í vor
Andrea fagnar breiðri samstöðu um náttúruvernd
Andrea J. Ólafsdóttir, 25.1.2007 kl. 22:55
Ég heyrði svo mikla speki um daginn sem er svo einföld og hlaðin visku:
"Hættu að vonast eftir betri fortíð"
Það verður aldrei hægt að breyta fortíðinni, en það sem við getum gert sem mannverur í átt að frekari þroska í þessu lífi er að læra af þeim mistökum sem gerð hafa verið. Sami maður og sagði þetta hér að ofan sagði líka á sama tíma að okkur ber að líta á öll þau "mistök" sem við höfum gert og spyrja okkur sjálf hvort við höfum dregið einhvern lærdóm af þeim og breytt hegðun okkar í samræmi - ef það hefur gerst eru mistökin orðin að lærdóm og ekki hægt að kalla mistök lengur.
Vissulega má segja að Kárahnjúkavirkjun séu ein mestu og stærstu mistök sem gerð hafa verið í sögu lýðveldisins, en lítum þó allavega með móðurlegri væntumþykju til þeirra sem eru viljugir til að læra af mistökunum og snúa við blaðinu í átt að betri hegðun og betri framtíð. Slíkan lærdóm hafa hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokkurinn sýnt, en Samfylkingin er á góðri leið í átt til aukins þroska. Gleymum því heldur ekki að Framsókn var ekki ein um að bera ábyrgð á stóriðjustefnunni, heldur hefur Sjálfstæðisflokkurinn stutt einatt við þessa gamaldags atvinnustefnu í anda gamaldags Rúss-kommúnisma. Slík atvinnustefna er engan veginn í anda okkar í VG. Því má spyrja sig í þessu samhengi, hverjir eru vinstri og hverjir eru hægri? Hverjir vilja styðja einstaklingsframtakið en draga úr gífurlegum áhrifum stórfyrirtækja sem eru farin að hafa alltof mikil áhrif á stjórn landins og setja þeim ramma sem þeir þurfa að fara eftir? Hverjir vilja tryggja velferð almennings í landinu fyrir alvöru og tryggja með lögum að hann fái almennilega og sanngjarnt greitt fyrir vinnu sína til að enginn þurfi að búa við fátækt? Það er VG. XD hins vegar hefur stutt þvílíka skammsýna og eyðileggjandi atvinnustefnu sem er hægt að leita fyrirmynda hjá gamla Rússaveldi og kommúnistum í Kína - nema hvað einhver amerísk fyrirtæki fá gróðann en ekki ríkið.
Leyfum VG og XS að mynda saman meirihluta í vor til að rétta kútinn og byggja almennilegt samfélag sem í raun allir vilja en sumir átta sig ekki á. Bestu samfélög heims eru Norðurlöndin og við lítum til þeirra sem fyrirmyndar.
Andrea J. Ólafsdóttir, 26.1.2007 kl. 09:05
Ég hef reyndar heyrt að með því að breyta því hvernig maður er í dag geti maður breytt fortíðinni. þeas viðhorfum sínum til hennar:)
En semsagt tek heilshugar undir að láta málefnin sigra og látum nú þá finna fyrir því sem helsta ábyrgð bera á þeim óefnum sem við erum komin í. Skil ekki af hverju XD kemst alltaf upp með það að losna við gagnrýni á sín störf og þann valdahroka sem mér finnst oft einkenna þá.
Birgitta Jónsdóttir, 26.1.2007 kl. 11:11
æ, ekki þú byrja líka á þessu! Vandræði Samfylkingarinnar eru ekki VG að kenna. Förum frekar eftir ráðum Andreu.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 26.1.2007 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.