Leita í fréttum mbl.is

Utanríkisráðherra var karl

Ég fagna því að utanríkissráðherra skuli nú geysast fram á sjónarsviðið, svo gustar af pilsfaldi, með þann boðskap að nú skuli leynd aflétt af meðhöndlun varnarmála á Íslandi.

Reyndar er ég ekki viss um að ég hafi séð nokkurs staðar leynd aflétt af núverandi varnarsamningi milli Íslands og Bandaríkjanna, en mér kann að skjátlast um það efni. Hér hefur a.m.k. leynd verið aflétt af viðaukum varnarsamningsins frá 1951 og margt áhugavert komið í ljós.

Ég hef lengi haldið því fram að leynimakk einkenndi þetta samfélag fram úr hófi, ekki síst í varnarmálum. Leynimakk er andstætt hinum fögru gildum lýðræðisins, þeirri grunnhugsun að stjórnmálamenn séu þjónar fólksins en ekki öfugt. Fólkið á því að búa við opna stjórnsýslu.

Í sjálfu sér er það skrýtið að það þurfi sérstaka aðgerð og að það heyri til tíðinda, að leynd sé aflétt af gögnum frá 1951. Slíkt ætti að vera regla, fremur en undantekning. Mörg þessara skjala eru orðin æði gömul.

Valgerður kennir karlapukri um.  Þær kynjapólitísku forsendur hennar eru athyglisverðar. Hún segir karla hafa verið ábyrga fyrir leynimakkinu í varnarmálunum hingað til. Hún sé hins vegar kona.

Gott og vel. Þótt hafi beri í huga að konur fara nú aldeilis á trúnó og eiga sín leyndarmál oft fram úr hófi, að þá skulum við gefa okkur að þessi kynjamunur hvað varðar leynimakk sé réttur. Þá verður auðvitað að segjast, að þótt Valgerður eigi vissulega prik skilið nú, er mikilvægt að halda því til haga að út frá þessum forsendum hennar hefur hún sjálf ekki alltaf verið kona. Jafnvel langt í frá.

Í iðnaðarráðuneytinu í stjórnartíð hennar var leynimakkið mikið. Orkuverð til álvera er ennþá eitt dýpst grafna leyndarmál Íslands, og varðar þó mikilvæga almannahagsmuni. Ef við notum tungutak Valgerðar sjálfar er niðurstaðan því óhjákvæmileg: Þegar hún var iðnaðarráðherra var hún karl.

Ferill ráðherrans bendir því óneitanlega nokkuð sterklega til þess að hvað varðar leynimakk sé utanríkisráðherra tvíkynja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Skemmtilegar pælingar

Það fyrsta sem mér datt í hug eftir að heyra þessi orð Valgerðar að hún væri að meina að bara karlar gætu þagað yfir leyndarmálum en konur gætu það bara alls ekki , held að konur séu nú ekki tilbúnar til að kjósa hana út á það

Ágúst Dalkvist, 19.1.2007 kl. 15:41

2 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Vonandi gerist Jón Sigurðsson kona, a.m.k. tímabundið.

Hlynur Þór Magnússon, 19.1.2007 kl. 22:47

3 Smámynd: Hrafn Jökulsson

Einsog Andrés Magnússon hefur bent á, var ákvörðunin um að aflétta "leyndinni" í raun tekin í utanríkisráðherratíð Geirs H. Haarde.

Hrafn Jökulsson, 20.1.2007 kl. 12:14

4 identicon

Yndislegt!
Þvílík snilld.

Helgi Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 00:21

5 Smámynd: Hannibal

Ég hef nú alltaf vitað að Valgerður er ekki öll það sem hún er séð en að hún hafi verið karl, ekki grunaði mig það! Ótrúlegt...

Hannibal, 23.1.2007 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband