15.1.2007 | 23:19
Myndum ríkisstjórn, núna!
Ég er einn af þeim sem hef nokkuð gaman af því að spá í ríkisstjórnarmynstur að loknum kosningum og hverjir verði ráðherrar og svo framvegis, ég skal alveg viðurkenna það. Ég reyni þó að segja sjálfum mér reglulega að slíkar vangaveltur séu bull og vitleysa, því hvernig sem á það er litið stendur alltaf eftir sú óhjákvæmilega staðreynd, að við verðum að kjósa fyrst.
Og svo myndum við ríkisstjórn.
Getur Samfylkingin hugsað sér að fara með Sjálfstæðisflokknum? Mun kaffibandalagið mynda ríkisstjórn? Fara Vinstri grænir með Sjálfstæðisflokknum? Eða verður kannski R-lista stjórn?
Ég veit það ekki. Enginn veit það, skinnin mín. Við verðum víst bara að bíða og sjá. Það er bara svo afskaplega margt í mörgu, eins og konan sagði. Margt getur gerst.
En eitt veit ég: Ég persónulega, baráttusætismaður fram á vor (urrrr!) hyggst berjast eins og hungraður rakki. Það þýðir að ég mun leggja mig fram við það, í komandi kosningabaráttu, að gera veg Samfylkingarinnar sem mestan. Og hið sama ætla félagar mínir að gera.
Við segjum eins og Cohen: First we take Manhattan. Svo myndum við ríkisstjórn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:20 | Facebook
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi
Athugasemdir
HAHAHAHAHA... sáttur við að samfylkingin taki Manhattan ef hún lætur Ísland í friði
Ágúst Dalkvist, 16.1.2007 kl. 00:24
"Það þýðir að ég mun leggja mig fram við það, í komandi kosningabaráttu, að gera veg Samfylkingarinnar sem mestan."
Good luck, you're gonna need it - eins og þeir myndu segja á Manhattan ;)
Hjörtur J. Guðmundsson, 16.1.2007 kl. 01:31
það er greinilegt stress í gangi hjá hinum hreintrúuðu bláu trúðum, þeir eru farnir hlæja og tala tungum!
Bragi Einarsson, 16.1.2007 kl. 08:32
Skíthræddir stjórnarliðar... enda hafa þeir ástæðu til. Hörðustu stuðningsmenn komnir með nóg, hvað þá við hin.
Gangi þér og þínum sem allra best Guðmundur
Heiða B. Heiðars, 16.1.2007 kl. 09:04
Af hverju ertu ekki Framsóknarmaður? Hvað klikkaði í ferlinu?
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 09:09
Miðað við þær jarðhræringar sem eru í Samfylkingunni, og hversu víða út um völl sú sundurleita hjörð er þessar vikurnar, þá máttu hafa þig allan við, Guðmundur. Sumir í Samfylkingunni, undir forystu Björgvins Sig vilja taka upp skólagjöld við HÍ og skjóta þannig hörðustu SUS liðum ref fyrir rass. Aðrir í Samfylkingunni vilja virkja hverja einustu sprænu á Norðurlandi til að koma álveri fyrir á Húsavík (hvernig var aftur með plaseringu virkjana á deiliskipulag í Skagafirði, undir dyggri stjórn Samfylkingarinnar?) en á sama tíma flagga umhverfisverndarfánum í sínum heimagarði fyrir sunnan. Og svo eru enn aðrir í Samfylkingunni sem vilja leggja landbúnað á Íslandi í rúst, fórna yfirráðum yfir fiskimiðunum, framselja hagstjórnina til Þýskalands, og koma á viðvarandi 8% atvinnuleysi..... en kalla það reyndar kollektívu faguryrði; "að taka upp evruna"
Samfylkingin má ekki vera svona viðkvæm í baráttunni, það verður að tuska ykkur aðeins til, Guð veit að þið bjóðið svo sannarlega upp á það með eigin flumbrugangi. En svona prívat og persónulega þá er mín óskastjórn öflug helmingaskiptastjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar (undir forystu Sjálfstæðisflokksins, eins og formaður Samfylkingarinnar sagði í Kryddsíldinni; það er jú leiðtogi stærsta flokksins í ríkisstjórn sem á að vera forsætisráðherra). Slík stjórn hefði bestu element hófsams frjálslyndis og raunsærrar jafnaðarmennsku, og væri laus við afturhaldsöfgarnar sem einkenna Framsókn, geðveikina sem einkennir Vinstri Græna, og rasismann sem einkennir Frjálslynda. Ég er viss um að flestir kjósendur vilja sjá áherslubreytingar í stjórn landsins, ferska vinda, en fæstir þeirra eru tilbúnir að hleypa Ögmundur og Steingrími í framsætið til að ná slíku. Fólk vill tvo stærstu flokkana við stjórn, og slík stjórn gæti vel verið langlíf og farsæl, og byggt af myndugleik ofan á þann trausta grunn sem núverandi stjórn hefur lagt. Kaffiglundursbandalag myndi hins vegar gera það sitt fyrsta verk að leggja dínamít að undirstöðum íslensks samfélags og sprengja það aftur á 19. öld.
haukur (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 09:33
Íhaldið og auðhyggjan þarf frí frá Ísl.pólutík.Þeir eru búnir að vera yfir 70% í öllum ríkisstjórnum frá stríðslokum.Hins vegar verð ég að viðurkenna að V/grænir eru varla samstarfshæfir í utanríkis- og varnarmálum.Þjóðin á rétt á því að vita hvaða flokkar hyggjast vinna saman að kosningum loknum.Litlir flokkar eiga ekki að hafa margfalt vægi i ríkisstjórnum eins og Framsóknarfl.hefur nú,
Kristján Pétursson, 16.1.2007 kl. 14:09
Eins og hún langamma mín fyrir vestan var vön að segja: "Það eru margar skúffur í henni Jóhönnu minni!"
Júlíus Valsson, 16.1.2007 kl. 17:48
Það er ástæða til að svara honum (hauki)..., svo hann haldi ekki að hann hafi rétt fyrir sér.
1. Björgvin og skólagjöldin. Ég heyrði ekki betur en að Björgvin hafi sagt að skólagjöld kæmu einungis til greina á síðari stigum háskólanáms, en ekki í bachelornámi, og þá að því gefnu að jafnrétti til náms væri tryggt (t.d. gegnum LÍN).
2. Til eru þeir í Samfylkingunni sem eru mjög áhugasamir um álver og virkjanir fyrir norðan, það er rétt. En samstaðan um stefnuna, Fagra Ísland, er engu síður djúp og breið, sama hvað hver segir. Öll viljum við fresta framkvæmdum þar til rammaáætlun hefur verið gerð um nýtingu auðlinda og jafnvægi hefur verið komið á í efnahagslífinu. Auk þess viljum við virða Kyoto-sáttmálann.
3. Við viljum ekki leggja landbúnað í rúst. Aðrir hafa séð um það. Við viljum þvert á móti að bændur njóti sem mest góðs af þeirri góðu vöru sem þeir hafa upp á að bjóða og fái greitt samkvæmt því, frá neytendum. Það er kominn tími til að draga bændur upp úr þeim kerfisbundna masókisma sem þeir hafa yljað sér við um aldir.
4. Fórna yfirráðum yfir fiskimiðum, segir þú. Yfirráð yfir fiskimiðum yrðu klárlega ein mikilvægustu samningsmarkmið Íslendinga í viðræðum við ESB, um það eru allir sammála. Margt bendir til þess að Íslendingar myndu halda þeim, innan ESB.
5. Og já, auðvitað viljum við framselja hagstjórnina til Þýskalands gera sem flesta atvinnulausa og allt það – það er alveg kristaltært -- en þú gleymdir mörgu öðru svipuðu: Við viljum líka afnema alla heilbrigðisstarfsemi, loka skólunum og elliheimilum, rífa öll hús, loka öllum vegum, sökkva fiskiskipaflotanum og leggja af flugsamgöngur.
Varstu ekki búinn að heyra af því?
Og við erum hreint ekki viðkvæm. Til í debatt hvenær sem er.
Guðmundur Steingrímsson, 16.1.2007 kl. 23:20
Skemmtilegt að sjá þessi tilboð í nýja ríkisstjórn sem fram koma
undir " Spurt er " Það er greinilega markaður fyrir eitt fremur en
öll önnur... Framsókn er nánast að falla út af ríkisstjórnarmarkaðnum.
Sævar Helgason, Hafnarfirði
Sævar Helgason (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 20:13
Ef ég hefði vitað um allt þetta sem þú nefndir í 5. lið Guðmundur, þá hefði ég aldrei skráð mig í sjálfstæðisflokkinn heldur farið frekar í samfylkinguna .
Merkilegt hvað margt fólk heldur að ef þeirra flokkur er ekki við stjórnvölinn þá fari allt til ...(bannað að segja opinberlega) og það séu bara vitleysingar og óþjóðalíður í hinum flokkunum . Allavega geta þeir sem eru ekki í sjálfstæðisflokknum verið vissir um núna, eftir reynslu síðustu ára, að það er gott fólk í sjálfstæðisflokknum sem stjórnar af hyggjuviti
Ágúst Dalkvist, 18.1.2007 kl. 01:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.