Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Spurningakeppni

Jæja gott fólk. Í gær var ég beðinn um að vera spyrill á  Pub Quiz á Grand Rokk, sem var verkefni sem ég tók að sjálfsögðu að mér með mikilli ánægju, enda er þar um að ræða spurningakeppni sem hefur fest nokkrar rætur í samfélaginu. Eigum við að ekki að segja að þetta sé svona Rotary Pub Quizanna.... Hér eru spurningarnar sem ég samdi. Reynið nú á þekkingu ykkar, kæru vinir, og birtið skorið í athugasemdum. Þetta eru 30 spurningar. Svörin eru neðst. Verðlaun engin nema aukið sjálfstraust, eftir atvikum. 

SPURNINGAR: 

1. Þann 30.nóvember árið 1872 fór fram fyrsti landsleikurinn í fótbolta. Hvaða þjóðir kepptu?

2. Hver skrifaði bókina Rimlar hugans?

3. Íslendingar mældist þjóða best hvað lífsskilyrði varðar samkvæmt mælingu á vegum Sameinuðu þjóðanna. En við spyrjum: Hvar er, samkvæmt þessu, næstbest að búa og hvar er verst að búa?

4. Hver er aðstoðarmaður samgönguráðherra?

5. Gáta: Hvað er það sem sést með berum augum, er þyngdarlaust, en þegar þú setur það á tunnu, léttist tunnan?

6. Hver er höfuðborg Indlands?

7. Hvað heitir Ungfrú Ísland sem er núna stödd í Kína að taka þátt í Ungfrú Heim?

8. Hver orti og um hvern?

Heimspekingur hér kom einn í húsgangs klæðum.
Með gleraugu hann gekk á skíðum,
gæfuleysið féll að síðum.

9. Hvað heitir forseti Kazakstan?

10. Hver var fyrsti umhverfisráðherra Íslands og í hvaða flokki var hann?

11. Úr hvaða lögum og með hvaða flytjendendum eru eftirtaldar textalínur, sem hér hefur verið snarað á íslensku úr upprunalega tungumálinu. Tvö rétt svör af þremur gefa eitt stig:

a) Jæja, þú getur séð það af göngulagi mínu, að ég er kvennamaður, hef engan tíma til að spjalla.
b) Við erum sigurvegarar, vinir mínir
c) Ég er bara fátækur drengur og saga mín er sjaldan sögð. 

12. Það nýjasta í tískuheimi FM-hnakka er brúnkuklefi í Hafnarfirði sem er framar öðrum slíkum klefum. Á hvaða hátt?

13. Við hvaða bæ er morðmálið kennt sem bókin Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson fjallar um?

14. Hvaða uglutegund dvelur reglubundið á Íslandi?

15. Til hvaða kaupstaðar kemur maður fyrst þegar maður keyrir héðan, úr Reykjavík, og yfir Bröttubrekku?

16. Hvaða söngkona syngur með Nick Cave í laginu Where the Wild Roses Grow?
   
17. Hvað heitir leikarinn sem fékk Edduverðlaun á dögunum fyrir bestan leik í aukahlutverki?

18. Hvar er íslenski bjórinn Kaldi framleiddur?

19. Þann 30. nóvember árið 1874 fæddist maður sem bar millinafnið Leonard. Hann fæddist í Woodstock og móðir hans hét Jennie. Strákurinn stamaði en lét það ekki hindra sig við að tala síðar á ævinni. Sem ungur maður vann hann fyrir sér sem stríðsfréttaritari. Það er stytta af honum á Bond Street í London þar sem hann situr á bekk ásamt einum af ástsælari forsetum Bandaríkjanna. Hver er maðurinn?

20. Hver er leikstjóri sýningarinnar Gosi sem sýnd er í Borgarleikhúsinu?

21. Hvert var algengasta nafn stráka á Íslandi á aldrinum 0-4 ára í árslok 2006?

22. Hvað stendur til að byggja við Laugaveginn þar sem staðurinn Vegas er núna?

23. Edda Heiðrún Backman leikkona var að opna búð í vikunni, hvað heitir hún?

24.  Hver skrifaði bókina Tractatus Logico Filosoficus?

25. Úr hvaða íslensku ljóðum og eftir hvaða höfunda eru þessar línur sem ég hef leyft mér að snara hér frjálslega yfir á ensku. Hér þarf þrjú rétt til að fá stig:
a)  Over a cold desert sand, alone in the night I wander.
b)  One teeny weeny flower with a tear in its eye, that prays to its god then it dies.
c)  Those are difficult times, its hard to find a job.

26. Hver leikur doktor Gregory House, í sjónvarpsþáttunum House?

27. Hvað heitir framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og frá hvaða landi er hann?

28. Hver var borgarstjóri í Reykjavík á eftir Davíð Oddssyni og hvað gerir sá einstaklingur núna?

29. Hver lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Escape from New York?

30. Hvað heitir sjónvarpskarakterinn sem notar gjarnan frasann: “Sæll, eigum við að ræða þetta eitthvað frekar?”

 ----------------------------

Svör:
1. England og Skotland. Leikurinn fór 0-0 og fór fram í Glasgow frammi fyrir 4000 áhorfendum. Englendingar spiluðu með tvo í vörn og átta í framlínunni…
2. Einar Már Guðmundsson.
3. Noregi og Sierra Leone.
4. Róbert Marshall.
5. Gat.
6. Nýja Delí.
7. Jóhanna Vala Jónsdóttir.
8. Hjálmar Jónsson frá Bólu um Sölva Helgason (Sólon Íslandus).
9. Nursultan Nasarbayev.
10. Júlíus Sólnes, Borgaraflokknum.
11. a) Stayin Alive, Bee Gees. “Well, you can tell by the way I use my walk, I´m a women´s man, no time to talk.”
b) We are the Champions, Queen.
c) The Boxer, Simon and Garfunkel. “I am just a poor boy and my story is seldom told.”
12. Hann talar við viðskiptavininn.
13. Bæinn Sjöundá við Rauðasand á Vestfjörðum.
14. Brandugla.
15. Búðardals.
16. Kylie Minogue
17. Jörundur Ragnarsson
18. Á Árskógssandi á Ársskógsströnd. Má segja hvort tveggja, sand eða strönd.

19. Sir Winston Leonard Spencer-Churchill. Fæddur í Blenheim Palace í Woodstock í Oxfordskíri. Móðir hans, Jennie Jerome, var dóttir amerísks milljarðamærings, en var betur þekkt undir nafninu Lady Randolph Churchill. Hinn ástsæli bandaríkjaforseti sem situr með Churchill á bekknum á Bond Street er Franklin D. Roosevelt.

20. Selma Björnsdóttir.
21. Jón. Í öðru sæti var Aron, Daníel í þriðja og Alexander í fjórða.
22. Listaháskóla.
23. Súkkulaði og rósir.
24. Ludwig Wittgenstein, heimspekingur.

25. a) Kveðið á Sandi (Yfir kaldan eyðisand), Kristján Jónsson Fjallaskáld.
b) Lofsöngur (Ó, Guð vors lands), Matthías Jochumson.
c) Maistjarnan, Halldór Laxness.
26. Hugh Laurie
27. Ban Ki-Moon, frá Suður-Kóreu.
28. Markús Örn Antonsson. Sendiherra í Ottawa. Nægir að segja sendiherra.
29. Kurt Russel.
30. Ólafur Ragnar. Hér þarf ekki eftirnafn. Að sjálfsögðu eru þættirnir Næturvaktin.


Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband