Leita í fréttum mbl.is

Krónan í evruleikum

Núna þegar bankar og stórfyrirtæki eru farin að gera upp í evrum leikur mér hugur á að vita hvenær sá veruleiki gæti knúið dyra, að launþegar hér á landi færu að krefjast þess að fá borgað í evrum.  Þetta er þegar að gerast. Fregnir af Marel bárust fyrir nokkru. Þeir borga sínu fólki að hluta til í evrum. 

Þetta er auðvitað gert vegna þess að launþegunum bjóðast líka húsnæðislán í erlendum gjaldmiðli og með því að fá launin -- a.m.k. sem nemur afborgunum af lánum -- greidd í evrum er allri gengisáhættu útrýmt. Bara þetta felur í sér mikla kjarabót fyrir launþegann og aukið öryggi. 

Það kæmi mér ekki á óvart ef fleiri fyrirtæki með mikla starfsemi erlendis tækju upp þessa launastefnu. Í kjölfarið gæti krafa íslenskra launþega almennt eflst til muna, um að slíkar greiðslur ættu yfir þá alla að ganga.

Og þá held ég að krónan myndi eiga í verulegum evruleikum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algerlega sammála Guðmundur. Vísa á grein sem ég skrifaði á bloggið mitt 30. desember og ég kalla "Ísland til sölu".

http://stefan-sturla.blogspot.com

Stefán Sturla (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 09:34

2 identicon

Góður Guðmundur. Brýnt mál sem þú tekur skemmtilegum tökum. Er farinn að blogga á www.blog.central.is/ire. Þú hefðir gagn og gaman af pistli mínum um flokkakerfi úr liði.

 Ingi Rúnar

Ingi Rúnar (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 15:41

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér virðist greinarhöfundur stokkinn í evrukórinn sem bulið hefur á okkur undanfarna daga. Ertu þá, Guðmundur, gegnheill Evrópusambandssinni? Æ, það var leitt -- og föður þínum til engrar gleði, en þið hin getið þá lesið smá-viðnám gegn þessari evrusýki á blogginu mínu, jonvalurjensson.blog.is --

Jón Valur Jensson, 8.1.2007 kl. 22:01

4 identicon

Krónan er fyrir mér eins og matatorpeningarnir hans Castro, aðeins færri leikmenn sem spila með hana. Hugsið ykkur ef nokkrir vel efnaðir einstaklingar færu í gjaldeyrisleik og myndu kaupa upp krónuna og selja hana svo aftur viku seinna?

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 23:05

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Þegar ég vann í öskunni borguðu sum fyrirtæki okkur, einkum sendiráð,  með brennivíni ef við tókum aukarusl, sem ekki komst í tunnurnar. Öskukarlarnir voru mjög ánægðir með þetta fyrirkomulag. Ég held að flestir hefðu fremur kosið brennivín og bjór fremur en gjaldeyir t.d. dollara.

Júlíus Valsson, 9.1.2007 kl. 10:43

6 Smámynd: Guðmundur Steingrímsson

Nei, Jón Valur ég mun líklega seint teljast gegnheill Evrópusambandssinni.  Raunar finnst mér þessar upphrópanir, eins og "Evrópusambandssinni" etc, almennt vera til tómra leiðinda. Ég er fylgjandi því að við skoðum aðild með opnum huga, án fordóma, og tökum síðan afstöðu til hennar þegar við höfum staðreyndirnar uppi í borðinu. 

Hátt verðlag og háir vextir hér á landi, auk ásóknar fyrirtækja og einstaklinga í það að nota evru sem gjaldmiðil, bendir til þess að það sé orðið verulega aðkallandi að Íslendingar taki ESB-aðild til alvarlegrar umfjöllunar, hver sem niðurstaðan verður. 

Annað er bara ekki skynsamlegt. 

Og hafðu það.  

Guðmundur Steingrímsson, 9.1.2007 kl. 17:54

7 identicon

Síðan þegar nógu margir fá borgað í evrum er spurning hvort að búðir og fyrirtæki fari ekki að taka við borgunum í evrum..

Gunnar Sturla (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 20:56

8 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Launagreiðslur í evrum óraunhæfar
Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, telur óraunhæft að fyrirtæki taki upp á því að greiða launþegum sínum í evrum eins og rætt var um á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs Íslands í gærmorgun.

Arnór segir í sjálfu sér ekkert nýtt að fyrirtæki borgi laun að einhverju leyti í erlendum gjaldmiðli. Það sé hins vegar óraunhæft að flest fyrirtæki taki upp launagreiðslur í evrum. Ef sú yrði raunin hefði það slæm áhrif á peningastjórnina og launþegar sem fengju greitt í erlendum gjaldmiðli væru sérstaklega viðkvæmir fyrir sveiflum í gengi krónunnar.

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item89843/

Hjörtur J. Guðmundsson, 9.1.2007 kl. 22:28

9 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

M.ö.o. þýddi þetta að launþegar, sem fengu laun sín greidd í evrum á föstum tíma um hver mánaðarmót, myndu verða að treysta á það að gengi evrunnar væri hagstætt gagnvart krónunni einmitt þá. Ef hins vegar farið yrði að nota evrur hér á landi einhliða í stað krónunnar myndi það vera mjög hættulegt fyrir íslenzkt efnahagslíf eins og ófáir hafa bent á eins og t.d. Robert A. Mundell, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og hagfræðiprófessor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, en hann hefur gjarnan verið kallaður guðfaðir evrunnar. Engu að síður mælir hann ekki með því að Ísland gangi í Evrópusambandið og taki upp evruna.

Hjörtur J. Guðmundsson, 9.1.2007 kl. 22:38

10 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Og að lokum Guðmundur, má ekki allt eins skoða það með opnum huga að standa utan Evrópusambandsins? Eða eru það kannski fordómar?

Hjörtur J. Guðmundsson, 9.1.2007 kl. 22:41

11 Smámynd: Guðmundur Steingrímsson

Jú, auðvitað verður að skoða það með opnum huga líka, og ég skil ekki alveg hvernig þig getur grunað að afstaða mína feli í sér eitthvað annað en það.

Þetta er ósköp einfalt: Við búum við vanda sem þarf að leysa. Of hátt verðlag. Of háir vextir. Of miklar sveiflur. Reikningurinn lendir á almenningi.

Þeir sem vilja halda áfram við óbreyttan gjaldmiðil -- svo ekki sé talað um óbreytta efnahagsstefnu -- verða að sýna fram á hvernig þeir sjá fyrir sér lausn á þessum vandamálum þar með.

Ég er ein eyru.   Og ég meina það. Fyrir mér er það ekkert sérstakt tilfinningamál að taka upp evru. Þetta snýst bara um að reyna finna sem skynsamlegasta lendingu til langs tíma fyrir íslenskt efnahagslíf og þar með lífskjör í landinu. Til þess verðum við að skoða alla kosti.

Guðmundur Steingrímsson, 10.1.2007 kl. 00:12

12 Smámynd: Guðmundur Steingrímsson

Þetta viðtal við Robert Mundell í Mogganum, Hjörtur J., sem þú vísar í er frekar stutt og lítið og vantar meiri rökstuðning þar að mínu mati. Álit hagfræðinga hagfræðistofnunar sem þú vísar í líka, og byggir meðal annars á samræðum við Mundell, er  gott og gilt, en eitt vekur athygli mína: Þar segja skýrsluhöfundar að mikilvægi þess að halda krónunni felist aðallega í því að viðhalda sjálfstæðri peningastefnu. Þessi skýrsla er samin fyrir ári. Margir hafa bent á það um þessar mundir, eins og til dæmis Tryggvi Þór Herbertsson, að ef stórfyrirtæki fara að gera upp í evrum etc, að þá þýði það í raun og veru að við höfum enga sjálfstæða peningastefnu. Þannig að hún hverfur þá hvort sem er...

Og þá -- ef það gengur eftir -- virðumst við standa uppi með krónuna og litla sem enga sjálfstæða peningastefnu. A.m.k bitlausa.

Það er alveg örugglega ekki það sem að var stefnt.  

Guðmundur Steingrímsson, 10.1.2007 kl. 00:27

13 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Við eigum eftir að sjá hvort þessi verði raunin með peningastefnuna. En ef svo fer má segja að valið standi á milli peningastefnu sem snúist aðeins að hluta um aðstæður í íslenzku efnahagslífi eða sem snúist ekkert um þær, enda ljóst að peningastefna Seðlabanka Evrópusambandsins mun seint snúast um aðstæður hér á landi. Seinni kosturinn myndi auk þess þýða aðild að sambandinu og þá yrði að finna lausn á sjávarútvegsmálunum m.a., eitthvað sem þeir sem vilja ganga í Evrópusambandið verða að benda á. Eftir það mun eina leiðin til að stjórna efnahagsmálum hér á landi verða atvinnuleysi og ríkisútgjöld og þá verður fróðlegt að vita hvort almenningur á Íslandi muni sætta sig við viðvarandi fjöldaatvinnuleysi eins og er landlægt viðast hvar innan evrusvæðisins og lægri laun þegar þannig ber undir til að hægt verði að slá á þenslu.

Hjörtur J. Guðmundsson, 10.1.2007 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband