Leita í fréttum mbl.is

30 dagar

Ég horfði á Morgan Spurlock og spúsu hans áðan á Skjá einum í raunveruleikaþættinum -- já, já enn einn slíkur -- Þrjátíu dagar. Morgan, sem margir þekkja sem manninn sem drap sig næstum því á MacDonalds hamborgara-áti, prófar alls konar hluti og lætur tilraunina vara í þrjátíu daga. 

Fínn þáttur. Núna prófaði hann að lifa á lágmarkslaunum ásamt konu sinni í einhverju krummaskuði í Bandaríkjunum í þrjátíu daga. Niðurstaðan var auðvitað sú að það var ekki hægt. 

Það ætti að gera íslenska útgáfu af þessum þáttum, segi ég. Þáttur um það hvernig einhverjum gengi að lifa á lágmarkslaunum á Íslandi í þrjátíu daga ætti augljóslega erindi og myndi örugglega enda á sömu niðurstöðu og ytra.

Svo þyrfti auðvitað að prófa margt, margt fleira, eins og til dæmis hvernig gengi á þrjátíu dögum að hefja fiskveiðar við Íslands strendur með tvær hendur tómar og engan kvóta, eða hvernig væri að vera á Engey við strendur Afríku í þrjátíu daga, eða hvernig gengi að græða peninga í kauphöllinni á þrjátíu dögum, etc. Vinna við Kárahnjúka. Eða á barnum á Ölstofunni.     

Ég held að margir bloggarar (Egill Helgason þar með undanskilinn) gætu orðið fyrirtaks íslenskir Morgan Spurluck og gætu stjórnað svona þætti af mikilli list. Auglýsi eftir tillögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

þú?

Styð íslenska 30 daga! 

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 8.1.2007 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband