29.12.2006 | 13:27
Svona var 2006 (nokkurn veginn)
Árið 2006 hafði yfir sér nokkuð sérkennilegan blæ og einkenndist ekki síst af nokkuð spaugilegum svona eftir á litið móðgunum á millilandastigi, skæting og ólund. Þetta var árið sem danskir skopteiknarar gerðu bókstafstrúaða Múslimi snælduvitlausa, DV var breytt í helgarblað út af dónaskap, Silvía Nótt móðgaði Grikki, Danir voru með derring út í íslenska viðskiptamógúla (hvað var málið með Dani á árinu?) og Zidane stangaði Matarazzi á sjálfum úrslitaleiknum á HM og var rekinn af velli með rautt.
Þetta var ár hins reiða bókstafstrúarmúslima. Rétt þegar þeir voru farnir að anda rólega aftur eftir Danina tók páfinn sig til og móðgaði þá alla á einu bretti í ræðu í Þýskalandi. Kirkjur voru brenndar.
Þetta var ár málaferla. Baugsmáli var vísað frá, tekið upp aftur, vísað frá og tekið upp aftur, vísað frá, og tekið upp aftur
vísað frá
. Jóhannes í Bónus boðaði gerð bíómyndar um málið í viðtali við Sirrý. Menn rifnuðu ekki af spenningi. Á sama tíma á annarri stöð lýsti Davíð Oddsson smjörklípuaðferðinni í fyrsta skipti. Hann boðaði ekki bíómynd um hana. Frá því var greint í fréttum að maðurinn sem var settur í að rannsaka olíusamráðið fór í sumarfrí.
Jón Ólafs og Hannes Hólmsteinn stóðu í áframhaldandi skærum fyrir rétti í Bretlandi. DeCode fór í mál við Jesús.
Mogginn fór í fýlu út í Bandaríkjamenn fyrir að fara með Varnarliðið og Geir Haarde sagði af því tilefni eitthvað var það brandari? Fullyrðing? Athugasemd? -- sem verður að teljast setning ársins: Maður getur ekki alltaf farið með sætustu stelpuna heim af ballinu en stundum kannski eitthvað sem gerir sama gagn. Vakin var athygli á orðalaginu "eitthvað". Nokkrum mánuðum síðar saup landinn hveljur þegar myndir birtust af því að Varnarliðið hellti niður öllu gosi og bjór í ræsið áður en það fór. Og Fréttablaðið birti lengsta orð í fyrirsögn á Íslandi fyrr og síðar: Kakkalakkafaraldurshætta.
Verðbólgudraugurinn vaknaði og heimsmet var sett í viðskiptahalla. Krónan féll. Húsvíkingar fögnuðu í beinni útsendingu út af hugsanlegu álveri Alcoa og landsmenn klóruðu sér í kollinum nokkrum mánuðum síðar þegar nýkrýndur iðnaðarráðherra lýsti því yfir að hér ríkti samt engin stóriðjustefna. Ómar myndaði mannhaf gegn Kárahnjúkavirkjun og Andri Snær gaf út bók um vor, sem viti menn -- seldist. Vitundarvakning í umhverfismálum, sögðu menn. Hver hefði séð það fyrir að ein vinsælasta myndin á kvikmyndahátíð yrði mynd eftir Al Gore um gróðurhúsaáhrif?
Fuglaflensan kom ekki. Tvær álftir fundust dauðar á Suðurlandi og hrollur fór um fólk. Rétt þótti að slátra hænunum í Húsdýragarðinum.
Þetta er árið sem borgin var myrkvuð og fólk átti að horfa á stjörnurnar. Þær mættu hins vegar ekki. Fregnir bárust af konu sem keyrði hjóli sínu hastarlega út í vegarkant í myrkrinu og hlaut litla aðstoð.
Mest pirrandi fyrirbrigði ársins var verðtryggingin.
Formaður Framsóknarflokksins ársins var Finnur Ingólfsson.
Bíll ársins var Hummer og tískufyrirbrigði ársins var einkaflugvél.
Árni Johnsen fékk uppreist æru meðan forsetinn var í útlöndum. Á sima tíma var greint frá því að Plútó væri ekki reikistjarna. Tæknileg mistök. Unglingur pissaði á hraðbanka í Skeifunni og úr urðu mikil slagsmál. Árni fór í prófkjör og nafni hans í klippingu á Selfossi.
Þetta er árið sem Íslendingar sátu límdir fyrir framan sjónvarpið á þriðjudags- og miðvikudagskvöldum yfir hásumarið og horfðu á Rockstar Supernova og hina sígildu Magnavöku, sérþátt um Magna Ásgeirsson. Margir spurðu sig AF HVERJU þeir sætu um miðja nótt og horfðu á poppspekinga rökræða um það hvort hlómsveitin Á móti Sól væri góð eða ekki. Deilumálið er enn óútkljáð. Orð ársins var MAGNIficent af vörum Tommy Lee. Orðasamband ársins á ensku var awsome, dude.
Leyndardómur árins var þessi: Er til eða var einhvern tímann til leyniþjónusta á Íslandi? Græjur ársins voru að sama skapi hlerunarbúnaður fyrir síma.
Ísraelsmenn hampa óhikað titlinum hrottar ársins út af fólskulegri innrás sinni í Líbanon. Klasasprengjum var beitt gegn borgurum. Alþjóðasamfélagið fordæmdi, en ný tegund af stríði leit dagsins ljós: Nú fá ríki leyfi til að ráðast aðeins, í nokkra daga inn í önnur ríki og sprengja þar allt í spað, að því tilskyldu að þau komi sér burt aftur innnan settra tímamarka.
Jón Magnússon og Magnús Þór Hafsteinsson íhuguðu að gerast múhameðstrúarmenn og hefja nýtt líf í hellum í Afghanistan. Skýrsla ársins var eftir Grím Björnsson og fjallaði um Kárahnjúkavirkjun og sprungusvæði. Næstbesta skýrslan var gerð af varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins um Byrgið. Hvorugar voru skrifaðar á árinu, en lágu báðar faldar og teljast því jafnframt til handritafunda ársins.
Árið hafði á sér þónokkurn fortíðarblæ. Gorbaschov kom, Sykurmolarnir stigu á svið, hvalveiðar hófust, Paul Watson boðaði komu sína, Jón Baldvin var mikið í fréttum, Jón Páll Sigmarsson í bíó og Hemmi Gunn í sjónvarpinu. Svona var 1986.
Allt var sveipað dulúð. NFS kom og fór. Líkt og draumur sem aldrei varð. Svona viljum við hafa það söng Orkuveita Reykjavíkur og hlaut að launum kæru frá femínistum. Sigurrós róaði fólkið niður á Miklatúni svo það hefur aldrei sofið jafn vel síðan.
Ungfrú heimi var bannað að blogga. Blaðið greindi frá því maður hefði byrjað aftur að reykja í svefni og að strætóbílstjórar væru orðnir leiðir á því að borða alltaf 1944 Rétt fyrir sjálfstæða Íslendinga. Mogginn breytti útlitinu með pompi og prakt án þess að margir tækju eftir því, skrifaði um það leiðara og færði Staksteina inn í blaðið, lagði niður sunnudagstímaritið og prentaði heilt sérrit um Björgólf Thor.
Natascha Kampusch fannst í Austurríki. Castró veiktist en lifir enn. Bin Laden var sagður látinn, en lifir enn. Donald Rumsfeld sagði af sér.
Þrjóturinn sá.
Sjálfum leið mér alveg ágætlega.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi
Athugasemdir
Góð greining hjá þér. Hló mig máttlausan.
Sveinn Ingi Lýðsson, 29.12.2006 kl. 13:39
Mjög skemmtilegt uppgjör við árið sem er að líða, hló mikið af þessu.
Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 29.12.2006 kl. 13:48
Ágætis uppgjör, findið og flott. Þú gleymir samt alveg að fjalla um Samfylkingar-eymingjana og þvæluna sem Ingibjörg Sólrún hefur látið út úr sér á árinu.
Friðrik Vilhelmsson (IP-tala skráð) 29.12.2006 kl. 14:05
Já eg er sammála all flestu i þessu uppgjöri ársins sem er að liða ,en ekki mikill háltur i hug minum, þetta er reyndar dauðans alvara,og af manni sem er af Framóknarmönnum komin enþá betra/en svona er þetta við sem erum kratar orginal og erum i öllum flokkum eigum kanski eftir að þjappa okkur saman er það ekki,vonum það besta!!!!!!
Þakka fyrir þetta mjög góða yfirlir Arsins!!!!!!!!
Haraldur Haraldsson, 30.12.2006 kl. 14:07
Já eg er sammála all flestu i þessu uppgjöri ársins sem er að liða ,en ekki mikill háltur i hug minum, þetta er reyndar dauðans alvara,og af manni sem er af Framóknarmönnum komin enþá betra/en svona er þetta við sem erum kratar orginal og erum i öllum flokkum eigum kanski eftir að þjappa okkur saman er það ekki,vonum það besta!!!!!!
Þakka fyrir þetta mjög góða yfirlir Arsins!!!!!!!!
Haraldur Haraldsson, 30.12.2006 kl. 14:08
Frábært skaup! .
Lifi Sirkús!
(Auk þess legg ég til að Mannanafnanefnd verði lögð niður.)
Júlíus Valsson, 30.12.2006 kl. 21:01
Alltaf jafn hressandi að lesa pistlana þína... Þetta skaup þitt var frábært :) Takk fyrir mig og gleðilegt ár!
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 31.12.2006 kl. 18:09
Frábær annáll. Enda skrifaður af frábærum penna. Gleðilegt nýtt ár!
Hefðir mátt bæta við mannaráðningu ársins. Ráðningu Óskars Bergssonar af Birni Inga Hrafnssyni beggja megin borðsins.
Mætti líka heita; spilling ársins.
Alla (IP-tala skráð) 1.1.2007 kl. 15:52
Gleymdir einu, látúnspenni ársins, Guðmundur Steingrímsson - svona í anda 1986
Guðlaug Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 17:33
takk fyrir gott skaup, var bara sambærilegt við það sem ég sá á RÚV á gamlárskvöld
Bragi Einarsson, 3.1.2007 kl. 12:34
Gleymdir þú ekki AA manni ársins? (Eyþóri Arnalds)
ÓH
ÓH (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.