14.12.2006 | 00:54
Ingibjörg vs. Geir
Kappræður Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde í Kastljósi á þriðjudagskvöld mörkuðu, að því er ég best veit, ákveðin tímamót.
Ef ég man rétt hafa formaður Samfylkingarinnar og formaður Sjálfstæðisflokksins aldrei mæst áður í tveggja manna rökræðum í fjölmiðlum. Nú mega menn leiðrétta mig ef ég fer rangt með, en ég er samt nokkuð viss.
Ég man ekki betur en Davíð hafi haft það fyrir reglu að koma aldrei í debatt við formann Samfylkingarinnar. Hann kom bara einn eða þegar allir komu, daginn fyrir kjördag og í Kryddsíldina.
Á þeim stutta tíma sem Geir hefur verið formaður hefur hann ekki mætt Ingibjörgu svo að ég viti til.
Þannig að þetta var vissulega merkilegur áfangi í sögu Sjálfstæðisflokksins, ef rétt er. Í fyrsta skipti á síðari árum hætti formaður flokksins sér í rökræður við formann stærsta stjórnarandstöðuflokksins, einn og óstuddur í sjónvarpssal.
Það verður hins vegar að segjast að frammistaða Geirs var sem slík ákveðin röksemd fyrir því að sú strategía Sjálfstæðisflokksins að formaður hans eigi ekki að mæta formanni Samfylkingarinnar kann að hafa verið skynsamleg.
Geir fór halloka.
Hann náði ekki að sýna fram á að skattalækkanir ríkisstjórnarinnar nú væru annað og meira en einfaldlega leiðrétting og meira að segja ófullnægjandi leiðrétting á því að skattleysismörk hafa ekki fylgt verðlagi um árabil. Af þeim sökum hefur skattbyrðin á millitekju- og lágtekjufólk aukist óhóflega.
Hann náði ekki að sýna fram á að hækkun barnabóta nú væri annað en ófullnægjandi leiðrétting á gríðarlegri skerðingu þeirra áður.
Hann náði ekki að útskýra hvers vegna ríkið hefur blásið út á undanförnum árum og hlutdeild þess í þjóðartekjum aukist úr 32% í 42%. Slíkt ætti einmitt að vera andstætt hugsjónum hans sem hægri manns og því einstaklega vandræðalegt.
Hann náði ekki að útskýra vegna hvers vegna hann vill ekki byrja strax á því að afnema tollavernd á landbúnaðarvörum í áföngum í samráði við bændur.
Hann freistaði þess að gera lítið úr skýrslu um fátækt barna á Íslandi með því að segja að hún byggði á gömlum og úreltum upplýsingum. Það er sérlega bagalegt í ljósi þess að skýrslan er unnin í hans eigin ráðuneyti.
Þegar talið barst að hvalveiðum varpaði Geir fram þeirri ótrúlegu yfirlýsingu að hinar umdeildu veiðar á níu langreyðum sem samráðherra hans og samflokksmaður veður nú eld og brennistein til þess að verja væru bara "í tilraunaskyni" og að örlög þessa máls færu "mikið eftir því hvort að það tekst að selja þetta kjöt eða ekki".
Þar með fauk hvalveiðimálið sem prinsippmál - sem hefur verið lykilatriði í málflutningi sjávarútvegsráðherra - út um gluggann á einu andartaki.
Í lokin fannst mér Geir vera orðinn fúll. Það finnst mér alltaf veikleikamerki.
Ég er nokkuð viss um að Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki leggja aftur í svona rökræðu við Ingibjörgu Sólrúnu, heldur hverfa aftur til fyrri strategíu og þegja sem mest.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:04 | Facebook
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.11.): 1
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 395332
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi
Athugasemdir
Við þennan lestur fékk ég það mjög sterkt á tilfinninguna að Geir hefði verið einn í þessu viðtali, þú minnist ekki einu orði á pirraðasta stjórnmálamann Íslands, passar þig að segja ekki orð um framistöðu hennar, á von á að þér hafi þarmeð þótt hún standa sig frábærlega eða hvað. Ég er alveg sammála henni Kolbrúnu í Blaðinu í dag, þau urðu sér bæði til skammar, ótrúlegt að þetta séu formenn stærstu stjórnmálaflokka landsins...
halldór (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 14:00
Í færslunni er ég að sjálfsögðu að fjalla um málflutning Ingibjargar, sem Geir tókst einfaldlega ekki að svara. Ingibjörg stóð sig þar af leiðandi frábærlega, já. Hún kom sínum sjónarmiðum mjög skýrt á framfæri. Ég er ósammála Kollu.
Guðmundur Steingrímsson, 14.12.2006 kl. 14:51
Ég er líka ósammála Kollu, en Geir fór ekki halloka, það var aftur á móti frú pirruð sem beið lægri hlut fyrir Geir, samt var hann með aðra hendina fyrir aftan bak.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.12.2006 kl. 16:25
Geir hélt aftur af sjáflum sér. Hann hefði vel getað rústað Ingibjörgu í rökræðu. Hann hefur verið eitthvað slappur kallinn. Bullið sem vellur upp úr Ingibjörgu er oft þannig að það er erfitt að svara því og það getur verið fullt starf að leiðrétta það. Hún vann engann sigur í þessu viðtali, en það er þó rétt að Geir stóð sig ekki sem best heldur.
Stefán Þór (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.