Það hvarflar óneitanlega að manni að ef ljósmæður hefðu haft einhver tök á því að keppa í grein sinni, helst á stóru ljósmæðramóti í útlöndum þar sem þær hefðu unnið til verðlauna eftir æsispennandi keppni við t.d. franskar stallsystur sínar eða spænskar að þá myndu kannski málefni ljósmæðra í yfirstandandi kjarabaráttu njóta meiri vinsælda hjá hinu opinbera.
ÉG sé þetta fyrir mér. Samúel Örn á háa c-inu. Það glittir í koll. Sú franska er vonglöð, en svo gerist hið ótrúlega: Íslenska ljósmóðirin tekur á móti sínu barni á nýju heimsmeti í óaðfinnanlegri samvinnu ljósmóður og móður svo allt tryllist á áhorfendapöllunum. Íslendingar eru heimsmeistrarar og hampa gullfylgjunni!
LJÓSMÆÐURNAR okkar eru svo keyrðar niður að Arnarhóli þar sem ráðamenn bíða þeirra á stórum útipalli. Fjármálaráðherra fer í hljóðnemann og tilkynnir hátt og snjallt svo bergmálar í Arnarhvoli, að í ljósi glæsilegrar frammistöðu hafi ríkisstjórnin ákveðið að verða við kröfum ljósmæðra um leiðréttingu á launum sínum! Húrra!
SVONA er komið fyrir þjóðfélaginu. Í stundarbrjálæði og vissulega eðlilegri sigurvímu eftir frækilega frammistöðu íslenska landsliðsins í handbolta snarar ríkisvaldið fram peningum eins og ekkert sé. Ég þykist vita að ríkisvaldinu finnist ferlega ómálefnalegt að gagnrýna þetta og setja þetta útspil í eitthvert samhengi, en ég verð samt að láta vaða: Ég get ekki komist hjá því að draga þá ályktun að þegar leikur og skemmtun sé annars vegar, þá séu til peningar, en þegar velferð og réttlæti hangi á spýtunni, sé féð af skornum skammti.
ANNAR hópur finnur þetta viðhorf nú á eigin skinni. Breiðuvíkurdrengirnir okkar, sem svo ættu auðvitað að kalla sig í þágu betri almannatengsla, naga sig sjálfsagt í handabökin eins og ljósmæður yfir því að hafa ekki sett saman keppnislið, sem hefði getað haft sigur í einhverju erlendis.
ÞESSI þjóð skuldar 10 þúsund milljarða í útlöndum eftir mesta kaupæðis- og neyslutímabil sögunnar. Þar kepptu víkingarnir okkar, svokölluðu, á erlendri grundu og höfðu sigur í kapphlaupum við sjálfa sig um að kaupa leikfangaverslanir og fleira. Nú er þjóðfélagið komið á annan endann út af eftirköstunum. Ríkisstjórnin þarf að redda og leiðrétta. Allir sveittir á enninu yfir því.
ÉG þykist vita að innan ríkisstjórnarinnar séu aðilar sem vilja ekki skrifa undir þessar áherslur, að réttlæti og velferð sitji á hakanum. Nú þurfa nýjar áherslur að fæðast. Til þess þarf kannski að rembast smá.
Birtist sem bakþankar í Fréttablaðinu 6.september 2008.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 10.11.2008 | 02:14 | Facebook
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi