- Af 100 daga stjórninni í Reykjavík, verkum hennar og áherslum.
Frá 11.október 2007 til 21.janúar 2008 hélt um stjórnartaumana í Reykjavík nokkuð merkilegur meirihluti. Meirihlutinn, sem snemma hlaut nafngiftina Tjarnarkvartettinn vegna þess hvernig hann var kynntur af oddvitum sínum á Tjarnarbakkanum , var byggður á félagshyggjuhugsjónum, umhverfisvernd, miklum lýðræðissjónarmiðum og einörðum ásetningi þeirra sem að honum stóðu að stunda fagleg vinnubrögð þar sem samráð og framsýni væru lögð til grundvallar. Þessi meirihluti á eftir að fara í sögubækurnar síðar meir einkum fyrir þrennt: Dramatíska byrjun og endi, stutta valdatíð og síðast en ekki síst: óvenjumikla atorkusemi.
Ég geri ráð fyrir að síðasti liðurinn í upptalningunni veki hjá lesendum mesta spennu og er þessi greinarstúfur skrifaður í því augnamiði að mæta henni. Spurt er: Hvað gerði þessi meirihluti? Hvað hafði hann á prjónunum? Þessu öllu, þó ekki væri nema bara í þágu sagnfræðilegra sjónarmiða, er auðvitað nauðsynlegt að halda til haga, ekki síst í umhverfi þar sem einhverjir kunna jú að telja það sér og sínum í hag að halda því fram að ekkert hafa komið frá vinstri meirihlutanum í borginni á þeim 100 dögum sem hann var við völd eins og háttvirtur menntamálaráðherra orðaði það, af vanþekkingu að sjálfsögðu því ekki geri ég ráð fyrir að hún hafi mælt af illkvittni , á fundi í Valhöll í lok janúar.
Fyrst á dagskrá: Starfsmannaaðgerðir
Tjarnarkvartettinn beið ekki boðanna. Strax á fyrsta starfsdegi var ákveðið að efna til víðtækra aðgerða í starfsmannamálum. Þetta var gert til að mæta sívaxandi og aðkallandi mannekluvanda í skólum og þjónustustofnunum borgarinnar. Alls var ákveðið að verja um 800 milljónum af fjárhagsáætlun 2007 og 2008 í aðgerðir til þess að hækka laun og bæta starfsskilyrði. Þessar aðgerðir fólu meðal annars í sér 15 til 30 þúsund króna mánaðarlega launahækkun til leikskólastarfsmanna, stjórnendur, m.a. í grunnskólum, fengu fjármagn til þess að umbuna starfsmönnum vegna álags og ákveðið var að starfsreynsla úr öðrum sveitarfélögum og hjá hinu opinbera skyldi metin til launahækkana hjá borginni. Auk þessa var öllum starfsmönnum borgarinnar boðinn sérstakur fríðindapakki og því jafnframt lýst yfir að einungis væri um fyrsta skrefið að ræða í þeirri viðleitni meirihlutans að bæta starfskjör enn frekar, á kjarasamningaári.
Tjarnarkvartettinn einhenti sér þannig strax í það verkefni að efla þjónustuna við borgarbúa, með fjárframlögum í þessháttar aðgerðir. Sú spurning kom auðvitað upp hvort heldur hefði átt að verja peningunum í að rjúka til og kaupa hús á tvöföldu markaðsverði í panik, eins og sumir, en það var fellt.
Djók.
Áður en lengra var haldið
Tvö minniháttar mál, skulum við segja, settu einnig mark sitt á fyrstu vikurnar sem Tjarnarkvartettinn starfaði. Þetta voru málefni Reykjavik Energy Invest, sem höfðu jú verið þónokkuð í umræðunni, og hins vegar gerð fjárhagsáætlunar borgarinnar fyrir árið 2008, sem meirihlutinn ákvað að fresta ekki þrátt fyrir umtalsverðar tafir við vinnu hennar af hálfu fráfarandi meirihluta heldur spýta í lófana og leggja fram á tilsettum tíma þann 20.nóvember.
Það hversu vel gekk, í snarpri og yfirgripsmikilli vinnu, að klára gerð fjárhagsáætlunar á svo skömmum tíma, er besti vitnisburðurinn um það hversu breið og traust málefnaleg samstaða ríkti í Tjarnarkvartettnum strax frá fyrsta degi. Áherslur kvartettsins á uppbyggingu hverfastarfsemi, íbúalýðræði, öfluga félagslega þjónustu og mannréttindamál svo fátt eitt sé nefnt runnu allar lipurlega inn í þessa áætlanagerð.
Í stað málefnaskrár á þessu stigi var ákveðið að fjárhagsáætlunin skyldi tala sínu máli og einnig að málefni meirihlutans skyldu kirfilega kynnt í stefnuræðu borgarstjórans, sem hann flutti í borgarstjórn þann 20.nóvember, og tók um einn og hálfan tíma í flutningi. Jafnframt voru áherslurnar kynntar á sérstökum blaðamannafundi þá um daginn.
Að klára fjárhagsáætlun svo fljótt og vel við vægast sagt bág skilyrði, í kjölfar upplausnarástands og undir mikilli pressu hljómar kannski ekki sem stórbrotið sigurverk í eyrum þorra almennings. En það er það nú samt. Þann 5.desember var hún samþykkt í borgarstjórn, athugasemdalítið og án breytingartillagna frá minnihluta Sjálfstæðismanna. Það er óvenjulegt, því hefð gerir beinlínis ráð fyrir því í borgarstjórn að a.m.k. ein tillaga frá minnihluta sé samþykkt í fjárhagsáætlanagerð.
Þennan skort á tillögu mátti auðveldlega túlka sem anga af öðru: Auðséð var í þessari vinnu að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks voru heillum horfnir. Hápunkti náði andleysið þegar oddviti þeirra flutti í andsvari við stefnuræðu borgarstjóra orðrétt sína eigin ræðu frá því ári áður.
Lesna af blaði.
Af REI
Áður en ég vind mér hreint og beint í upptalningu á þeim verkum og áherslum sem einkenndu Tjarnarkvartettinn er rétt að hafa fleiri orð um hina eldskírnina sem Tjarnarkvartettinn gekk í gegnum á sínum fyrstu dögum. Málefni REI höfðu sprengt fráfarandi meirihluta með látum, fullkomin óvissa ríkti um framtíð fyrirtækisins og stemmningin var vægast sagt léleg í húsi Orkuveitunnar. Um þetta hefur líklega verið ritað meira og skrafað meira en nokkur hefur áhuga á.
Hins nýja meirihluta beið ærið verkefni: Að vinda ofan af samrunasamningum milli REI og Geysis Green, sem höfðu að geyma efnisliði sem borgarfulltrúar allra flokka gátu illa sætt sig við, og að komast til botns í því hvað raunverulega leiddi til þess að slíkir samningar voru gerðir, án samráðs og umboðs. Jafnframt þurfti á sama tíma og þetta var gert, að komast að niðurstöðu um það hver framtíðartilhögun orkuútrásarinnar yrði að hálfu Orkuveitu Reykjavíkur.
Sumir myndu segja að þetta hefði verið ærinn starfi fyrir meirihluta í 100 daga. Þetta leysti hins vegar Tjarnarkvartettinn fljótt og vel á nokkrum kóræfingum. Strax var ákveðið hvert verklagið skyldi verða. Stýrihópur var stofnaður með fulltrúum allra flokka í borgarstjórn og tímabundin starfsstjórn skipuð af hálfu meirihlutans í stjórn OR. Strax í nóvember komst stýrihópurinn að þeirri þverpólitísku niðurstöðu að samruni REI og GGE skyldi ekki ganga í gegn, en að REI skyldi þó halda áfram í orkuútrás 100% í eigu OR. Þetta var merkileg niðurstaða og hreinsaði borðið mun meira en flestir áttuðu sig á.
Í marga mánuði á eftir héldu fjölmiðlar áfram að spyrja um það hvenær niðurstaðna væri að vænta í málefnum REI. Fáir þeirra virtust átta sig á, að niðurstaðan var komin þarna. Eftir var tvennt: Að gera upp atburðarásina, sem nú hefur verið gert með lokaskýrslu stýrihópsins einkar krassandi lesningu um umboðsleysi þáverandi borgarstjóra og hins vegar að finna skynsamlegustu og öflugustu leiðina til þess að stuðla að útrás REI, sem samstaða var um að skyldi fara fram enda um gríðarlega spennandi verkefni að ræða, ekki síst af sjónarhóli þróunar- og mannúðarmála. Þessi vinna snerist mest megnis um viðskiptatæknileg atriði, þar sem markmiðið var þó alltaf hið sama: Að REI næði árangri á erlendri grundu og hefði til þess bolmagn. Á lokadögum Tjarnarkvartettsins hafði módelið að slíkri tilhögun verið smíðað, þar sem REI skyldi tryggt á annan tug milljarða í hlutafé til útrásar.
Hvernig núverandi meirihluta tekst til við þessi verkefni verður spennandi að sjá. Ýmislegt hefur klikkað hjá forsprökkum hans í fyrri viðureignum við málaflokkinn.
Félagslegar áherslur
En vindum okkur þá í önnur mál af verkefnalista Tjarnarkvartettsins. Starfsmannamál og orkumál hafa þegar verið nefnd. Lítum á önnur dæmi:
- Í menntamálum voru framlög til sérkennslu bæði í leikskólum og grunnskólum stóraukin, þannig að óhætt er að tala um vatnaskil í því hvernig tekið er á vanda barna með félagslegar og tilfinningalegar raskanir. Auk þess náði þessi aðgerð yfir til Velferðarsviðs með auknu starfi af þessu tagi inni á Þjónustumiðstöðvum borgarinnar.
- Hundrað milljóna króna forvarnarsjóður var stofnaður, sem mun veita styrki á grunni umsókna tvisvar á ári til forvarnarverkefna frjálsra félagasamtaka og annarra í borgarsamfélaginu. Þetta er nánast tíföldun á fyrri árlegri upphæð til slíkra verkefna.
- Félagslegar áherslur Tjarnarkvartettsins komu líka fram í því hvernig ákveðið var að taka á sívaxandi húsnæðisvanda efnalítilla borgarbúa. Um 270 milljónir voru settar í ýmsar nauðsynlegar aðgerðir sem þarf að grípa til svo að fólk hafi einfaldlega þak yfir höfuðið, þ.e.a.s. til bráðra úrræða.
- Hvað húsnæðismál að öðru leyti varðar, efndi Tjarnarkvartettinn undir eins til reglulegra vinnufunda með félagsmálaráðuneyti til þess að koma í kring stórauknu framboði af húsnæði fyrir eldri borgara og stúdenta og af almennu leiguhúsnæði. Síðasta verk Tjarnarkvartettsins var að leggja fram í borgarstjórn frágengna samninga um lóðir fyrir allt að 600 nýjar stúdentaíbúðir og 220 íbúðir fyrir eldri borgara.
- Mannréttindaskrifstofa var stofnuð, og til þess voru lagðar 85 milljónir á þessu ári. Metnaðarfullur samningur við Alþjóðahús var á lokastigi og bíður nú undirritunar. Í honum er m.a. kveðið á um nýja þjónustumiðstöð fyrir innflytjendur í Breiðholti og stóraukna kynningu á málefnum innflytjenda og á þjónustu við þá almennt.
Miðborgin og minjavernd
Í skipulagsmálum lét Tjarnarkvartettinn hendur standa fram úr ermum. Eitt af fyrstu verkum hans var að kaupa brunarústirnar að Austurstræti 22 og skipa hóp fagaðila til þess að móta tillögur að heildarútliti Lækjartorgs. Með þessari aðgerð, þar sem rústirnar voru keyptar á markaðsvirði (nota bene), fékk borgin í hendur gríðarlega mikilvægt framkvæmda- og skipulagsvald í hjarta borgarinnar.
Vinna við endurskipulagningu annarra lykilstaða í miðbænum var einnig hafin. Þannig var tillaga um róttæka endurgerð Ingólfstorgs komin í góðan farveg, en í henni er m.a. gert ráð fyrir að torgið verði rammað inn með gömlum húsum, sem þar eru fyrir en þurfa gagngera andlitslyftingu. Auk þess var ákveðið að Ziemsenhúsið, sem nú er verið að gera upp, yrði flutt í Grófina. Við Ingólfstorg myndi þannig skapast einstakt andrúmsloft, þar sem stemmning Grjótaþorpsins í raun flæddi niður að torginu.
Hvað önnur mikilvæg skref varðar í hinum umdeilda málaflokki húsa- og minjaverndar er vert að nefna a.m.k. þessi dæmi:
- Hið sögufræga Gröndalshús, sem nú er aðþrengt og í niðurníðslu, ákvað meirihlutinn að skyldi gera upp og flytja inn í Grjótaþorp. Þessi tillaga var sett í grenndarkynningu.
- Húsið Norðurpóll, sem áður stóð á Laugavegi 125 og var um aldamótin 1900 nyrsti áfangastaður Reykvíkinga á gönguferðum yfir Hlemm, og fyrsta kaffihús bæjarins, skyldi búinn varanlegur staður að nýju sem nyrsti áfangastaður Reykvíkinga á gönguferðum, upp við Esjurætur í nýrri þjónustumiðstöð. Þetta mál var komið vel á veg.
- Hinn forni Vaktarabær í Grjótaþorpinu var keyptur (á markaðsvirði). Hann verður nú gerður upp og færður í upprunalegt horf á sínum stað.
- Samkomulag var í höfn við eigendur byggingaréttar víðsvegar á Laugarveginum um að vernda gömul hús sem þar eru. Þetta breytta hugarfar má t.d. glöggt sjá í tillögum Samson um verslunarkjarna á Barónsreit, sem Tjarnarkvartettinn samþykkti í valdatíð sinni, en þar verður gömlum húsum gert hátt undir höfði.
Laugavegur framtíðarinnar
Sá flækjufótur sem einkennir upphafsdaga núverandi meirihluta í skipulagsmálum, einkum og sér í lagi á Laugavegi, er fullkomlega heimatilbúinn og ástæðulaus. Mjög mikil vinna hefur verið lögð í að þróa heildarskipulag miðborgarinnar á undanförnum árum og er þar friðun húsa ekki undanskilin. Tjarnarkvartettinn steig stór skref í þessum málum á sínum hundrað dögum, á grunni þróunaráætlunar Miðborgarinnar sem unnin var og kláruð fyrir nokkrum árum.
Auk samþykktar á byggingu verslunarkjarna á Barónsreit gerðust þau sögulegu tíðindi í tíð kvartettsins að samþykkt var að Listaháskólinn skyldi byggja höfuðstöðvar sínar á svokölluðum Vegasreit við Laugaveg. Jafnframt var í sömu andrá tryggt, með makaskiptasamningum, að stúdentaíbúðir skyldu rísa við Lindargötu. Bara þessar aðgerðir munu skapa meira líf í miðbænum en flestir gátu séð fyrir.
Vafalítið munu margir hafa skoðun á útliti þessara bygginga þegar hugmyndir verða kynntar. En hér sýndi Tjarnarkvartettinn tvennt í verki: Annars vegar virðingu fyrir gömlum húsum og götumyndum því skipulagstillögur gera ráð fyrir varðveislu þeirra og hins vegar áræðni. Og ef ekki verður hægt að treysta sjálfum Listaháskólanum til þess að byggja fallega á þessu mikilvæga svæði, eru líklega flestar bjargir bannaðar.
102 Reykjavík
Við skipulag borgarinnar almennt að öðru leyti beindi Tjarnarkvartettinn einkum sjónum sínum að tvennu: Umferðaræðum og skipulagi Vatnsmýrarinnar. Þrýstingur á það að ríkið hæfi gerð Sundabrautar í göngum, sem er líklega mikilvægasta umferðarframkvæmd á höfuðborgarsvæðinu var aukinn verulega, svo málið þokaðist þónokkuð. Fátt er nú til fyrirstöðu að hefja framkvæmdir, vilji borgarinnar er skýr en einróma var samþykkt í borgarráði í tíð Tjarnarkvartettsins að Sundabraut skyldi leggja í göngum.
Auk þess lagði Tjarnarkvartettinn áherslu á að hefja vinnu við að leggja Miklubraut í stokk undir Miklatún. Teikningar voru lagðar fram og málið komið á endanlegt ákvörðunarstig. Þá var einnig sett af stað athugun á því hvort Geirsgatan ætti að liggja í stokk við svæði Tónlistar- og ráðstefnuhússins.
Brýnasta skipulagsmál höfuðborgarinnar var einnig fóstrað af mikilli natni af kvartettnum, en það er skipulag framtíðarbyggðar í Vatnsmýrinni. Dómnefnd lauk störfum í alþjóðlegri hugmyndasamkeppni um skipulag byggðarinnar en þar er gert ráð fyrir metnaðarfullri og aðlaðandi byggð á þessu svæði, sem yrði Reykjavík til mikils framdráttar. En til að 102 Reykjavík geti orðið að veruleika, þarf líklega að skipta um meirihluta í Reykjavík enn og aftur. Hvað þetta varðar hafa Sjálfstæðismenn selt stefnumið sín á brunaútsölu.
Eitt og annað til viðbótar
Ég hef þegar getið þess að í megináherslum Tjarnarkvartettsins skipuðu lýðræðishugsjónir og umhverfisvernd veglega sessa. Liður í hinu fyrrnefnda var að stórefla hverfaráð borgarinnar með það að markmiði að gera þau að lifandi vettvangi íbúanna til þess að hafa áhrif á umhverfi sitt. Heilmikið átaksverkefni, byggt á hugmyndum um aukna þátttöku íbúanna í ákvarðanartöku, var hafið og bar yfirskriftina 1, 2 og Reykjavík. Kveikjan að því verkefni var ekki síst sú, að Tjarnarkvartettinn ákvað að stórauknu framkvæmdafé, til fegrunar umhverfis, uppbyggingu útivistarsvæða, og þess háttar, skyldi varið í samráði við íbúana sjálfa. Nærri lætur að um milljarð sé að spila til þess háttar verkefna bara á þessu ári, auk 250 milljóna sem fara eiga aukalega í uppbyggingu skólalóða.
Þetta átaksverkefni sem vonandi verður af, enda var það langt á veg komið gerir ráð fyrir uppsetningu ábendingarsíða á netinu, íbúaþingum, skólaverkefnum og öllu mögulegu öðru samráði við íbúa á öllum aldri út um alla borg.
Varðandi umhverfisvernd hafði meirihlutinn sett sér það markmið að kynna metnaðarfulla áætlun um hvernig draga mætti úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda á höfuðborgarsvæðinu. Liður í þessu var að hefja greiningu á kostum léttlestarkerfis og annarra vistvænna leiða í almenningssamgöngum.
Og svo hvarf bara Stinni stuð
Það sem hér hefur verið nefnt af verkum og áherslum Tjarnarkvartettsins í þá hundrað daga sem hann starfaði er vitaskuld ekki tæmandi listi. Nefna má einnig ákvörðun um að gera Reykjavík að kvikmyndaborg, afgreiðslu þriggja ára samninga við 25 íþróttafélög í Reykjavík, fækkun í yfirstjórn ráðhússins, niðurfellingu aðgangseyris í öll söfn borgarinnar, undirbúning byggingu sundlaugar í Fossvogi, vinnu við rafvæðingu þjónustunnar, undirbúning á flutningi málaflokka aldraðra og fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga, uppbyggingu þráðlauss nets á höfuðborgarsvæðinu, stækkun Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, niðurstöðu um framtíð Kolaportsins þar sem Kolaportinu er tryggð aðstaða í núverandi húsnæði og fjöldamargt fleira. Á grunni vinnunnar við gerð fjárhagsáætlunar og á grunni hinnar breiðu málefnalegu samstöðu sem einkenndi Tjarnarkvartettinn og hér hefur verið rakið var á dagskrá að kynna fyrir borgarbúum ýtarlega málefnahandbók, þar sem fari átti í saumana á öllum þessum verkefnum. Þetta átti að kynna samfara lögbundinni þriggja ára áætlun borgarinnar í febrúar.
En af þessu varð ekki, sem kunnugt er, í bili. Atburðarásin varð nokkuð á annan veg en áætlað var. En nú er hins vegar ekki laust við að þetta tal sé farið að minna nokkuð á lokasenuna í Með allt á hreinu, og því mál að linni áður en nánar er farið út í slíka sálma í viðtengingarhætti þátíðar.
Framvindan er keimlík: Harpa Sjöfn vaknar á Þjóðhátíðinni í Eyjum og það er búið að stela Stinna stuð og fara með hann sofandi til Köben. Viðbrögð Hörpu lýsa vonbrigðum í bland við undrun:
Við sem ætluðum að fara saman í Öldungadeildina í haust.
Grein þessi birtist í 1.tbl 2.árg af Herðubreið, í mars 2008.
Frá 11.október 2007 til 21.janúar 2008 hélt um stjórnartaumana í Reykjavík nokkuð merkilegur meirihluti. Meirihlutinn, sem snemma hlaut nafngiftina Tjarnarkvartettinn vegna þess hvernig hann var kynntur af oddvitum sínum á Tjarnarbakkanum , var byggður á félagshyggjuhugsjónum, umhverfisvernd, miklum lýðræðissjónarmiðum og einörðum ásetningi þeirra sem að honum stóðu að stunda fagleg vinnubrögð þar sem samráð og framsýni væru lögð til grundvallar. Þessi meirihluti á eftir að fara í sögubækurnar síðar meir einkum fyrir þrennt: Dramatíska byrjun og endi, stutta valdatíð og síðast en ekki síst: óvenjumikla atorkusemi.
Ég geri ráð fyrir að síðasti liðurinn í upptalningunni veki hjá lesendum mesta spennu og er þessi greinarstúfur skrifaður í því augnamiði að mæta henni. Spurt er: Hvað gerði þessi meirihluti? Hvað hafði hann á prjónunum? Þessu öllu, þó ekki væri nema bara í þágu sagnfræðilegra sjónarmiða, er auðvitað nauðsynlegt að halda til haga, ekki síst í umhverfi þar sem einhverjir kunna jú að telja það sér og sínum í hag að halda því fram að ekkert hafa komið frá vinstri meirihlutanum í borginni á þeim 100 dögum sem hann var við völd eins og háttvirtur menntamálaráðherra orðaði það, af vanþekkingu að sjálfsögðu því ekki geri ég ráð fyrir að hún hafi mælt af illkvittni , á fundi í Valhöll í lok janúar.
Fyrst á dagskrá: Starfsmannaaðgerðir
Tjarnarkvartettinn beið ekki boðanna. Strax á fyrsta starfsdegi var ákveðið að efna til víðtækra aðgerða í starfsmannamálum. Þetta var gert til að mæta sívaxandi og aðkallandi mannekluvanda í skólum og þjónustustofnunum borgarinnar. Alls var ákveðið að verja um 800 milljónum af fjárhagsáætlun 2007 og 2008 í aðgerðir til þess að hækka laun og bæta starfsskilyrði. Þessar aðgerðir fólu meðal annars í sér 15 til 30 þúsund króna mánaðarlega launahækkun til leikskólastarfsmanna, stjórnendur, m.a. í grunnskólum, fengu fjármagn til þess að umbuna starfsmönnum vegna álags og ákveðið var að starfsreynsla úr öðrum sveitarfélögum og hjá hinu opinbera skyldi metin til launahækkana hjá borginni. Auk þessa var öllum starfsmönnum borgarinnar boðinn sérstakur fríðindapakki og því jafnframt lýst yfir að einungis væri um fyrsta skrefið að ræða í þeirri viðleitni meirihlutans að bæta starfskjör enn frekar, á kjarasamningaári.
Tjarnarkvartettinn einhenti sér þannig strax í það verkefni að efla þjónustuna við borgarbúa, með fjárframlögum í þessháttar aðgerðir. Sú spurning kom auðvitað upp hvort heldur hefði átt að verja peningunum í að rjúka til og kaupa hús á tvöföldu markaðsverði í panik, eins og sumir, en það var fellt.
Djók.
Áður en lengra var haldið
Tvö minniháttar mál, skulum við segja, settu einnig mark sitt á fyrstu vikurnar sem Tjarnarkvartettinn starfaði. Þetta voru málefni Reykjavik Energy Invest, sem höfðu jú verið þónokkuð í umræðunni, og hins vegar gerð fjárhagsáætlunar borgarinnar fyrir árið 2008, sem meirihlutinn ákvað að fresta ekki þrátt fyrir umtalsverðar tafir við vinnu hennar af hálfu fráfarandi meirihluta heldur spýta í lófana og leggja fram á tilsettum tíma þann 20.nóvember.
Það hversu vel gekk, í snarpri og yfirgripsmikilli vinnu, að klára gerð fjárhagsáætlunar á svo skömmum tíma, er besti vitnisburðurinn um það hversu breið og traust málefnaleg samstaða ríkti í Tjarnarkvartettnum strax frá fyrsta degi. Áherslur kvartettsins á uppbyggingu hverfastarfsemi, íbúalýðræði, öfluga félagslega þjónustu og mannréttindamál svo fátt eitt sé nefnt runnu allar lipurlega inn í þessa áætlanagerð.
Í stað málefnaskrár á þessu stigi var ákveðið að fjárhagsáætlunin skyldi tala sínu máli og einnig að málefni meirihlutans skyldu kirfilega kynnt í stefnuræðu borgarstjórans, sem hann flutti í borgarstjórn þann 20.nóvember, og tók um einn og hálfan tíma í flutningi. Jafnframt voru áherslurnar kynntar á sérstökum blaðamannafundi þá um daginn.
Að klára fjárhagsáætlun svo fljótt og vel við vægast sagt bág skilyrði, í kjölfar upplausnarástands og undir mikilli pressu hljómar kannski ekki sem stórbrotið sigurverk í eyrum þorra almennings. En það er það nú samt. Þann 5.desember var hún samþykkt í borgarstjórn, athugasemdalítið og án breytingartillagna frá minnihluta Sjálfstæðismanna. Það er óvenjulegt, því hefð gerir beinlínis ráð fyrir því í borgarstjórn að a.m.k. ein tillaga frá minnihluta sé samþykkt í fjárhagsáætlanagerð.
Þennan skort á tillögu mátti auðveldlega túlka sem anga af öðru: Auðséð var í þessari vinnu að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks voru heillum horfnir. Hápunkti náði andleysið þegar oddviti þeirra flutti í andsvari við stefnuræðu borgarstjóra orðrétt sína eigin ræðu frá því ári áður.
Lesna af blaði.
Af REI
Áður en ég vind mér hreint og beint í upptalningu á þeim verkum og áherslum sem einkenndu Tjarnarkvartettinn er rétt að hafa fleiri orð um hina eldskírnina sem Tjarnarkvartettinn gekk í gegnum á sínum fyrstu dögum. Málefni REI höfðu sprengt fráfarandi meirihluta með látum, fullkomin óvissa ríkti um framtíð fyrirtækisins og stemmningin var vægast sagt léleg í húsi Orkuveitunnar. Um þetta hefur líklega verið ritað meira og skrafað meira en nokkur hefur áhuga á.
Hins nýja meirihluta beið ærið verkefni: Að vinda ofan af samrunasamningum milli REI og Geysis Green, sem höfðu að geyma efnisliði sem borgarfulltrúar allra flokka gátu illa sætt sig við, og að komast til botns í því hvað raunverulega leiddi til þess að slíkir samningar voru gerðir, án samráðs og umboðs. Jafnframt þurfti á sama tíma og þetta var gert, að komast að niðurstöðu um það hver framtíðartilhögun orkuútrásarinnar yrði að hálfu Orkuveitu Reykjavíkur.
Sumir myndu segja að þetta hefði verið ærinn starfi fyrir meirihluta í 100 daga. Þetta leysti hins vegar Tjarnarkvartettinn fljótt og vel á nokkrum kóræfingum. Strax var ákveðið hvert verklagið skyldi verða. Stýrihópur var stofnaður með fulltrúum allra flokka í borgarstjórn og tímabundin starfsstjórn skipuð af hálfu meirihlutans í stjórn OR. Strax í nóvember komst stýrihópurinn að þeirri þverpólitísku niðurstöðu að samruni REI og GGE skyldi ekki ganga í gegn, en að REI skyldi þó halda áfram í orkuútrás 100% í eigu OR. Þetta var merkileg niðurstaða og hreinsaði borðið mun meira en flestir áttuðu sig á.
Í marga mánuði á eftir héldu fjölmiðlar áfram að spyrja um það hvenær niðurstaðna væri að vænta í málefnum REI. Fáir þeirra virtust átta sig á, að niðurstaðan var komin þarna. Eftir var tvennt: Að gera upp atburðarásina, sem nú hefur verið gert með lokaskýrslu stýrihópsins einkar krassandi lesningu um umboðsleysi þáverandi borgarstjóra og hins vegar að finna skynsamlegustu og öflugustu leiðina til þess að stuðla að útrás REI, sem samstaða var um að skyldi fara fram enda um gríðarlega spennandi verkefni að ræða, ekki síst af sjónarhóli þróunar- og mannúðarmála. Þessi vinna snerist mest megnis um viðskiptatæknileg atriði, þar sem markmiðið var þó alltaf hið sama: Að REI næði árangri á erlendri grundu og hefði til þess bolmagn. Á lokadögum Tjarnarkvartettsins hafði módelið að slíkri tilhögun verið smíðað, þar sem REI skyldi tryggt á annan tug milljarða í hlutafé til útrásar.
Hvernig núverandi meirihluta tekst til við þessi verkefni verður spennandi að sjá. Ýmislegt hefur klikkað hjá forsprökkum hans í fyrri viðureignum við málaflokkinn.
Félagslegar áherslur
En vindum okkur þá í önnur mál af verkefnalista Tjarnarkvartettsins. Starfsmannamál og orkumál hafa þegar verið nefnd. Lítum á önnur dæmi:
- Í menntamálum voru framlög til sérkennslu bæði í leikskólum og grunnskólum stóraukin, þannig að óhætt er að tala um vatnaskil í því hvernig tekið er á vanda barna með félagslegar og tilfinningalegar raskanir. Auk þess náði þessi aðgerð yfir til Velferðarsviðs með auknu starfi af þessu tagi inni á Þjónustumiðstöðvum borgarinnar.
- Hundrað milljóna króna forvarnarsjóður var stofnaður, sem mun veita styrki á grunni umsókna tvisvar á ári til forvarnarverkefna frjálsra félagasamtaka og annarra í borgarsamfélaginu. Þetta er nánast tíföldun á fyrri árlegri upphæð til slíkra verkefna.
- Félagslegar áherslur Tjarnarkvartettsins komu líka fram í því hvernig ákveðið var að taka á sívaxandi húsnæðisvanda efnalítilla borgarbúa. Um 270 milljónir voru settar í ýmsar nauðsynlegar aðgerðir sem þarf að grípa til svo að fólk hafi einfaldlega þak yfir höfuðið, þ.e.a.s. til bráðra úrræða.
- Hvað húsnæðismál að öðru leyti varðar, efndi Tjarnarkvartettinn undir eins til reglulegra vinnufunda með félagsmálaráðuneyti til þess að koma í kring stórauknu framboði af húsnæði fyrir eldri borgara og stúdenta og af almennu leiguhúsnæði. Síðasta verk Tjarnarkvartettsins var að leggja fram í borgarstjórn frágengna samninga um lóðir fyrir allt að 600 nýjar stúdentaíbúðir og 220 íbúðir fyrir eldri borgara.
- Mannréttindaskrifstofa var stofnuð, og til þess voru lagðar 85 milljónir á þessu ári. Metnaðarfullur samningur við Alþjóðahús var á lokastigi og bíður nú undirritunar. Í honum er m.a. kveðið á um nýja þjónustumiðstöð fyrir innflytjendur í Breiðholti og stóraukna kynningu á málefnum innflytjenda og á þjónustu við þá almennt.
Miðborgin og minjavernd
Í skipulagsmálum lét Tjarnarkvartettinn hendur standa fram úr ermum. Eitt af fyrstu verkum hans var að kaupa brunarústirnar að Austurstræti 22 og skipa hóp fagaðila til þess að móta tillögur að heildarútliti Lækjartorgs. Með þessari aðgerð, þar sem rústirnar voru keyptar á markaðsvirði (nota bene), fékk borgin í hendur gríðarlega mikilvægt framkvæmda- og skipulagsvald í hjarta borgarinnar.
Vinna við endurskipulagningu annarra lykilstaða í miðbænum var einnig hafin. Þannig var tillaga um róttæka endurgerð Ingólfstorgs komin í góðan farveg, en í henni er m.a. gert ráð fyrir að torgið verði rammað inn með gömlum húsum, sem þar eru fyrir en þurfa gagngera andlitslyftingu. Auk þess var ákveðið að Ziemsenhúsið, sem nú er verið að gera upp, yrði flutt í Grófina. Við Ingólfstorg myndi þannig skapast einstakt andrúmsloft, þar sem stemmning Grjótaþorpsins í raun flæddi niður að torginu.
Hvað önnur mikilvæg skref varðar í hinum umdeilda málaflokki húsa- og minjaverndar er vert að nefna a.m.k. þessi dæmi:
- Hið sögufræga Gröndalshús, sem nú er aðþrengt og í niðurníðslu, ákvað meirihlutinn að skyldi gera upp og flytja inn í Grjótaþorp. Þessi tillaga var sett í grenndarkynningu.
- Húsið Norðurpóll, sem áður stóð á Laugavegi 125 og var um aldamótin 1900 nyrsti áfangastaður Reykvíkinga á gönguferðum yfir Hlemm, og fyrsta kaffihús bæjarins, skyldi búinn varanlegur staður að nýju sem nyrsti áfangastaður Reykvíkinga á gönguferðum, upp við Esjurætur í nýrri þjónustumiðstöð. Þetta mál var komið vel á veg.
- Hinn forni Vaktarabær í Grjótaþorpinu var keyptur (á markaðsvirði). Hann verður nú gerður upp og færður í upprunalegt horf á sínum stað.
- Samkomulag var í höfn við eigendur byggingaréttar víðsvegar á Laugarveginum um að vernda gömul hús sem þar eru. Þetta breytta hugarfar má t.d. glöggt sjá í tillögum Samson um verslunarkjarna á Barónsreit, sem Tjarnarkvartettinn samþykkti í valdatíð sinni, en þar verður gömlum húsum gert hátt undir höfði.
Laugavegur framtíðarinnar
Sá flækjufótur sem einkennir upphafsdaga núverandi meirihluta í skipulagsmálum, einkum og sér í lagi á Laugavegi, er fullkomlega heimatilbúinn og ástæðulaus. Mjög mikil vinna hefur verið lögð í að þróa heildarskipulag miðborgarinnar á undanförnum árum og er þar friðun húsa ekki undanskilin. Tjarnarkvartettinn steig stór skref í þessum málum á sínum hundrað dögum, á grunni þróunaráætlunar Miðborgarinnar sem unnin var og kláruð fyrir nokkrum árum.
Auk samþykktar á byggingu verslunarkjarna á Barónsreit gerðust þau sögulegu tíðindi í tíð kvartettsins að samþykkt var að Listaháskólinn skyldi byggja höfuðstöðvar sínar á svokölluðum Vegasreit við Laugaveg. Jafnframt var í sömu andrá tryggt, með makaskiptasamningum, að stúdentaíbúðir skyldu rísa við Lindargötu. Bara þessar aðgerðir munu skapa meira líf í miðbænum en flestir gátu séð fyrir.
Vafalítið munu margir hafa skoðun á útliti þessara bygginga þegar hugmyndir verða kynntar. En hér sýndi Tjarnarkvartettinn tvennt í verki: Annars vegar virðingu fyrir gömlum húsum og götumyndum því skipulagstillögur gera ráð fyrir varðveislu þeirra og hins vegar áræðni. Og ef ekki verður hægt að treysta sjálfum Listaháskólanum til þess að byggja fallega á þessu mikilvæga svæði, eru líklega flestar bjargir bannaðar.
102 Reykjavík
Við skipulag borgarinnar almennt að öðru leyti beindi Tjarnarkvartettinn einkum sjónum sínum að tvennu: Umferðaræðum og skipulagi Vatnsmýrarinnar. Þrýstingur á það að ríkið hæfi gerð Sundabrautar í göngum, sem er líklega mikilvægasta umferðarframkvæmd á höfuðborgarsvæðinu var aukinn verulega, svo málið þokaðist þónokkuð. Fátt er nú til fyrirstöðu að hefja framkvæmdir, vilji borgarinnar er skýr en einróma var samþykkt í borgarráði í tíð Tjarnarkvartettsins að Sundabraut skyldi leggja í göngum.
Auk þess lagði Tjarnarkvartettinn áherslu á að hefja vinnu við að leggja Miklubraut í stokk undir Miklatún. Teikningar voru lagðar fram og málið komið á endanlegt ákvörðunarstig. Þá var einnig sett af stað athugun á því hvort Geirsgatan ætti að liggja í stokk við svæði Tónlistar- og ráðstefnuhússins.
Brýnasta skipulagsmál höfuðborgarinnar var einnig fóstrað af mikilli natni af kvartettnum, en það er skipulag framtíðarbyggðar í Vatnsmýrinni. Dómnefnd lauk störfum í alþjóðlegri hugmyndasamkeppni um skipulag byggðarinnar en þar er gert ráð fyrir metnaðarfullri og aðlaðandi byggð á þessu svæði, sem yrði Reykjavík til mikils framdráttar. En til að 102 Reykjavík geti orðið að veruleika, þarf líklega að skipta um meirihluta í Reykjavík enn og aftur. Hvað þetta varðar hafa Sjálfstæðismenn selt stefnumið sín á brunaútsölu.
Eitt og annað til viðbótar
Ég hef þegar getið þess að í megináherslum Tjarnarkvartettsins skipuðu lýðræðishugsjónir og umhverfisvernd veglega sessa. Liður í hinu fyrrnefnda var að stórefla hverfaráð borgarinnar með það að markmiði að gera þau að lifandi vettvangi íbúanna til þess að hafa áhrif á umhverfi sitt. Heilmikið átaksverkefni, byggt á hugmyndum um aukna þátttöku íbúanna í ákvarðanartöku, var hafið og bar yfirskriftina 1, 2 og Reykjavík. Kveikjan að því verkefni var ekki síst sú, að Tjarnarkvartettinn ákvað að stórauknu framkvæmdafé, til fegrunar umhverfis, uppbyggingu útivistarsvæða, og þess háttar, skyldi varið í samráði við íbúana sjálfa. Nærri lætur að um milljarð sé að spila til þess háttar verkefna bara á þessu ári, auk 250 milljóna sem fara eiga aukalega í uppbyggingu skólalóða.
Þetta átaksverkefni sem vonandi verður af, enda var það langt á veg komið gerir ráð fyrir uppsetningu ábendingarsíða á netinu, íbúaþingum, skólaverkefnum og öllu mögulegu öðru samráði við íbúa á öllum aldri út um alla borg.
Varðandi umhverfisvernd hafði meirihlutinn sett sér það markmið að kynna metnaðarfulla áætlun um hvernig draga mætti úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda á höfuðborgarsvæðinu. Liður í þessu var að hefja greiningu á kostum léttlestarkerfis og annarra vistvænna leiða í almenningssamgöngum.
Og svo hvarf bara Stinni stuð
Það sem hér hefur verið nefnt af verkum og áherslum Tjarnarkvartettsins í þá hundrað daga sem hann starfaði er vitaskuld ekki tæmandi listi. Nefna má einnig ákvörðun um að gera Reykjavík að kvikmyndaborg, afgreiðslu þriggja ára samninga við 25 íþróttafélög í Reykjavík, fækkun í yfirstjórn ráðhússins, niðurfellingu aðgangseyris í öll söfn borgarinnar, undirbúning byggingu sundlaugar í Fossvogi, vinnu við rafvæðingu þjónustunnar, undirbúning á flutningi málaflokka aldraðra og fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga, uppbyggingu þráðlauss nets á höfuðborgarsvæðinu, stækkun Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, niðurstöðu um framtíð Kolaportsins þar sem Kolaportinu er tryggð aðstaða í núverandi húsnæði og fjöldamargt fleira. Á grunni vinnunnar við gerð fjárhagsáætlunar og á grunni hinnar breiðu málefnalegu samstöðu sem einkenndi Tjarnarkvartettinn og hér hefur verið rakið var á dagskrá að kynna fyrir borgarbúum ýtarlega málefnahandbók, þar sem fari átti í saumana á öllum þessum verkefnum. Þetta átti að kynna samfara lögbundinni þriggja ára áætlun borgarinnar í febrúar.
En af þessu varð ekki, sem kunnugt er, í bili. Atburðarásin varð nokkuð á annan veg en áætlað var. En nú er hins vegar ekki laust við að þetta tal sé farið að minna nokkuð á lokasenuna í Með allt á hreinu, og því mál að linni áður en nánar er farið út í slíka sálma í viðtengingarhætti þátíðar.
Framvindan er keimlík: Harpa Sjöfn vaknar á Þjóðhátíðinni í Eyjum og það er búið að stela Stinna stuð og fara með hann sofandi til Köben. Viðbrögð Hörpu lýsa vonbrigðum í bland við undrun:
Við sem ætluðum að fara saman í Öldungadeildina í haust.
Grein þessi birtist í 1.tbl 2.árg af Herðubreið, í mars 2008.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 10.11.2008 | 00:26 (breytt kl. 00:34) | Facebook
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 395345
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi