Leita í fréttum mbl.is

Villavilla

Athyglisverð innsláttar/hugsunarvilla birtist í fréttaflutningi NFS frá því áðan. Í fréttinni segir: "Það hefur vakið athygli að í Fréttablaðinu, í dag, er heilsíðu auglýsing þar sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, hvetur sjálfstæðismenn til þess að kjósa Vilhjálm Þór Þórðarson, í prófkjörinu um helgina." Vilhjálm Þór Þórðarson? Þetta er skemmtilegt. Hér hefur Villi valdið vissri villu, því að sjálfsögðu er átt við Guðlaug Þór Þórðarson. Fréttin heldur áfram: "Vilhjálmur Þór sækist eftir öðru sæti á lista flokksins, í Reykjavík, eins og Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra." Þeir eru kumpánlegir Guðlaugur og Vilhjálmur í heilsíðuauglýsingunni í Fréttablaðinu í dag. Kannski hefur blaðamaður ekki séð neinn mun. Þeir hafa runnið saman í eitt. Annars er þetta glappaskot hjá Birni að lýsa yfir stuðningi Villa Vill í eigin blaði, og villa þar með um fyrir kjósendum -- þótt líklega hafi hann gert þetta í góðri trú --, mjög athyglisvert og lýsir gömlum sannindum um prófkjörsslagi: Það má aldrei gera mistök. Sá sem gerir mistök tapar. Besta dæmið um þetta var Eyþór Arnalds. Að keyra á staur er þegar orðið hugtak í fræðunum. Hugsanlega keyrði hér Björn á ákveðinn staur. En aðferðin er samt dáldið góð: Að lýsa yfir stuðningi annarra við sig, án þess að spyrja þá. Ólafur Ragnar og Dorrit styðja mig, ég sver það. Vigdís Finnbogadóttir líka.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband