Árið sem er að líða er sveipað dálítið undarlegum blæ í huganum. Það vantaði ekki hefðbundin stórtíðindi. Fornir fjendur í pólitíkinni mynduðu saman ríkisstjórn. Nýr meirihluti tók við stjórninni í Reykjavík eftir að sá gamli sprakk með látum. En þegar fram hjá þessu er litið, enda svo sem ekkert nýtt að stórviðburðir verði í pólitík með einhverju millibili, stendur eftir að árið 2007 var eiginlega réttnefnt ár hinna furðulegu tíðinda. Ár fáránleikans.
HUNDURINN Lúkas hinn íslenski Lassie var talinn af og ungur piltur sakaður um að hafa murkað úr honum líftóruna á svívirðilegan hátt. Allt logaði á netinu. Ein eftirminnilegasta fréttamynd ársins er af hópi fólks með tár í auga og samanherptar varir dreift um frosna jörð í blysför til minningar um hund, sem ekki var dáinn, heldur sprangaði um í Hlíðarfjalli og hnusaði af mosa og spörðum.
YOKO Ono stóð í rokinu út í Viðey og sagði I love you í sífellu, frammi fyrir veðurbörðum fulltrúum þjóðar sem í mesta lagi fæst, að öllum jafnaði, til að segja um annað fólk að það sé ágætt, þannig séð. Sjaldan hefur orðið jafnátakanlegur árekstur menningarheima hér á landi eins og við þessa athöfn út í Viðey. Setningu ársins átti Ringo Starr og kunnum við honum miklar þakkir fyrir: We got the message, baby. Ringo las stöðuna rétt. Þessi ég elska þig-gjörningur var ekki að virka. Það var of mikið rok.
UMRÆÐA ársins var um kartöfluna. Eða var það mús? Sölvi fréttamaður stóð í Bónus og las pistil um matvælaverð. Á bak við hann fór eitthvað brúnt yfir gólfið. Var virkilega mús í Bónus? Bloggheimur logaði. Nei, líklega var þetta kartafla. Ég sjálfur var dálítið móðgaður yfir því, og er enn, að uppástunga mín í þessari umræðu, og málefnalegt innlegg, var léttvægt fundið á sínum tíma og vakti litla athygli. Ég taldi flest benda til þess að þetta hefði verið kiwi.
SVONA var árið 2007. Stórfurðulegt einhvern veginn. Enn einn vitnisburðurinn um sérviskulega þjóð á norðurhjara og ófyrirsjáanleg uppátæki hennar er runninn dag fyrir dag inn á síður sögubókanna. Íslenska þjóðin gengur keik í átt til nýrra tíma, nýrra fjárfestinga, nýrra handboltaleikja, nýrra deilna um ekki neitt, nýrra ekkifrétta, nýrra stórtíðinda. Gleðilegt ár, þjóð! I love you.
Birtist sem bakþankar í Fréttablaðinu, 29.desember 2007
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 14.3.2008 | 00:29 | Facebook
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 395306
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi