Þessi grein -- dagbók á þingi -- birtist í 2.tbl tímaritsins Herðubreið, nóvember 2007.
Jæja, þú ert að fara á þing.
Þannig komst Lúðvík Bergvinsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar að orði þegar hann vatt sér að mér reffilegur í Íþróttaskóla KR um miðjan septembermánuð, þar sem við báðir stóðum á laugardagsmorgni og horfðum á afkvæmi okkar fara í kollhnís.
Nú, er það? sagði ég.
Já, já. Árni Páll er að fara á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Þú ferð inn í staðinn fyrir hann, í tvær vikur.
Íþróttakennari blés í flautu. Krakkarnir áttu að fara í lest. Ég kvaddi þingflokksformanninn og einbeitti mér af fullum krafti að því að reyna að fá dóttur mína til þess að fara í lestina með hinum krökkunum. Það mistókst. Þingmennska hlýtur að vera auðveldara en að tjónka við þrjóskan krakka, hugsaði ég. Það var ekki laust við að ég væri dálítið annars hugar það sem eftir lifði af Íþróttaskólanum þann daginn. Hvernig reynsla yrði þetta? Hvað átti ég að gera næst? Átti ég að skrifa frumvarp í snatri? Hvernig átti ég að bera mig að? Hvernig gæti ég nýtt þennan tíma best?
Tvær vikur á þingi. Það hljómar ekki mikið. Og þó.
Háttvirtur þingmaður
Ég veit ekki hvers lags einkahúmor himnaföðurins réð því að leið mín til þingmennsku og sú upplýsingaöflun sem ég taldi nauðsynlega í aðdraganda hennar fór nær einungis fram með þeim hætti að ég hitti lykilmenn fyrir tilviljun í tengslum við útiveru og hreyfingu dóttur minnar. Næst hitti ég nefnilega umræddan samherja, Árna Pál Árnason, í sundlaug Seltjarnarness, hvar dóttir mín undi sér sæl í barnalauginni. Ég tók vitaskuld til við að rekja úr þingmanninum garnirnar um praktíska hluti við hlið bleikrar rennibrautar með fílsrana.
Ég er með handbók handa þér, sagði Árni. Hún heitir Háttvirtur þingmaður. Ég skal senda þér hana.
Háttvirtur þingmaður, já. Þetta fannst mér einkar áhugavert. Þá bók yrði ég að lesa.
Jó, forseti
Í aðdraganda þingsetu og í upphafi hennar komst ég fljótlega að því að hin tilviljanakennda upplýsingaöflun í íþróttahúsi og sundlaug var ekki tilfallandi einkenni á þingsetu minni heldur var hún hluti af ákveðnum heildareinkennum á þingmennsku yfir höfuð. Þingmenn eru eylönd. Þeir eru reikistjörnur. Sér póstnúmer. Einyrkjar. Upplýsinga afla þingmenn sér eins og bændur. Raka þeim saman héðan og þaðan. Þingbóndinn er alltaf einn. Hvernig hann uppsker er að mestu undir honum sjálfum komið.
Handbókin Háttvirtur þingmaður reyndist vera hinn áhugaverðasti lestur. Þar komst ég til dæmis að því, að forseti þings er ekki háttvirtur heldur hæstvirtur. Einnig er þó leyfilegt að segja herra forseti, eða frú forseti, eftir atvikum þegar maður hefur ræðu sína í pontu eða ávarpar forsetann að öðru leyti í ræðu sinni. Einnig verður maður að segja nafn þingmanns að fullu, þegar maður ávarpar hann, eftir að hafa ávarpað hann með háttvirtur. Þannig yrði ég ávarpaður sem háttvirtur þingmaður Guðmundur Steingrímsson, en ekki bara háttvirtur Guðmundur, sem hljómar verð ég að viðurkenna ræfilslega í samanburði við hitt.
Mér fannst þetta alls ekki flókið þegar ég las þetta og taldi mig raunar hafa vitað þetta áður en að sama skapi fannst mér dálítið fyndið þegar mér var greint frá því í umræðu á förnum vegi um þessa hlið þingmennskunnar, að háttvirtur fyrrverandi þingmaður Mörður Árnason hefði um skeið haft þann háttinn á í pontu Alþingis að segja forseti sæll, í stað herra forseti.
Forseti sæll hljómar dálítið eins og forseti blessaður.
Og þá er stutt í jó, forseti.
Þegar á hólminn var komið gleymdi ég svo auðvitað alveg öllu þessu. Í mínum fyrstu andsvörum láðist mér fullkomlega að ávarpa forsetann yfir höfuð.
Háttvirtur þingmaður Kjartan Ólafsson vatt sér að mér í þingsal og benti mér á þessa bagalegu yfirsjón.
Skriflegt/munnlegt
Fljótlega eftir að ljóst var að þingseta væri að bresta á, ákvað ég að ég skyldi leggja fram a.m.k. eina fyrirspurn til ráðherra um málefni sem mér er annt um.
Fyrirspurnina byrjaði ég að undirbúa eins og það er kallað nokkru áður en þingsetan hófst. Í öllu falli fannst mér mikilúðlegt að segja við fólk að ég væri að undirbúa fyrirspurn. Það hljómaði vel. Í raun og veru var undirbúningurinn þó ekki mjög flókinn. Ég opnaði skjal í Word, byrjaði að skrifa og var í raun ekki mjög lengi að því, því fyrirspurnir eiga að vera stuttar. Á síðari stigum naut ég svo snaggaralegrar aðstoðar embættismanna þingsins við að orða fyrirspurnina í hinum hárrétta anda löggjafasamkundunnar.
Fyrirspurnin fjallaði um stöðu forsjárforeldra sem ekki hafa sama lögheimili og börnin sín, en ég hef rökstuddar heimildir fyrir að sú staða sé ekki sem best út frá ýmsum réttlætissjónarmiðum. Fyrirspurnartímar eru alltaf á miðvikudögum í þinginu. Vegna fjarveru ráðherra en Jóhanna Sigurðardóttir var í útlöndum var fyrirspurnin sett fram skriflega og hefur verið svarað skriflega. Ráðherrann ætlar að skoða málið og virðist sammála því að hér sé pottur brotinn.
Þetta fékk mig til að hugsa, svona praktískt: Nú standa menn í pontu út í hið óendanlega niðri á þingi og romsa upp úr sér heilu bókaflokkunum um allt og ekki neitt, sem er auðvitað algerlega ómissandi þáttur í starfseminni. En má samt ekki afgreiða miklu meira skriflega?
A.m.k. var ég mjög sáttur við þennan verkferil í þessu afmarkaða tilfelli.
Draumur á þingfararnótt
Þriðjudagurinn 9.október fyrsti þingdagurinn rann upp ósköp venjulegur veðurfarslega séð, svona að hausti til. Um nóttina dreymdi mig undarlegan en þó táknrænan draum. Mig dreymdi að ég stæði frammi fyrir ógnarháum hringstiga sem náði lengst upp í himinhvolfin, þar sem miklir vindar blésu. Hringstiginn var úr bláu plasti og sveiflaðist til eftir veðri og vindum. Það var því enginn hægðarleikur að klífa þennan stiga, en ég gerði það samt. Þegar upp var komið og óravíddir veraldarinnar blöstu við mér í gnauðandi vindinum tók móðir mín á móti mér með útréttri hönd og togaði mig upp á lítinn pall. Þar sat jafnframt faðir minn í hægindastól og las blað. Jæja, sagði hann, með sinni ljúfu rödd. Ert þú búinn að finna þér eitthvað að gera?
Við það vaknaði ég. Ég læt sálfræðingum og öðrum áhugasömum það eftir að rýna þessar stórfurðulegu draumfarir.
Eftir sturtu ákvað ég að fyrstu skref mín upp hinn óstöðuga bláa plaststiga skyldu vera stigin með bindi sem æskuvinur minn Pétur Jóhann Sigfússon grínisti gaf mér þegar ég opnaði prófkjörskosningaskrifstofu mína í Hafnarfirði á afmælisdaginn minn ári áður. Þetta er forláta bindi frá Calvin Klein. Ég sagði Pétri að ég skyldi bera þetta bindi minn fyrsta dag á þingi. Nú var komið að því.
Svona getur veröldin verið skáldleg og framvindan fögur.
Að öðru leyti var ég í harðbotna skóm, svörtum, sem síðar átti eftir að koma í ljós að smullu nokkuð hávært á viðargólfi þingsins, bláteinóttum jakkafötum og bláleitri skyrtu. Bindið var rauðleitt.
Svakalega ert þú þingmannslegur, sagði háttvirtur þingmaður Katrín Jakobsdóttir þegar ég steig inn í matsal Alþingis.
Já, sagði ég og reyndi að bera mig einhvern veginn þannig. Þetta bindi er samt ekki alveg ég. En flott samt.
Litla hjólagrindarmálið
Þegar ég hjólaði af stað til þings var ákveðin óvissutilfinning í hámarki. Mér leið dálítið eins og fyrsti dagurinn í skólanum væri um það bil að bresta á. Átti ég að kaupa mér nýtt pennaveski?
Ég fann hjólagrind lengst á bak við hús. Þegar ég læsti hjólinu velti ég því fyrir mér í fúlustu alvöru hvort ekki væri ástæða til að kveða sér hljóðs strax á fyrsta degi undir liðnum störf þingsins og spyrja forseta út í það hvort ekki stæði til að setja fleiri hjólagrindur við húsið. Með þessa hugmynd í kollinum gékk ég vígreifur í átt að inngangnum.
Það eru hjólagrindur hér í bílageymslunni, sagði vinalegur starfsmaður þingsins eftir að ég hafði boðið góðan daginn og kynnt mig til leiks. Þar með lét ég af frekari ræðuundirbúningi í heilanum um hjólreiðamál, sem var þó á ákveðinn hátt synd, því ég var kominn býsna langt með verkið.
Þetta hefði verið mikil og innblásin barátturæða.
Það er skemmst frá því að segja, að þegar inn á þingið var komið í bókstaflegri merkingu eftir að ég steig inn í þetta sögulega húsrými fauk öll þessi óvissuflækja sem ég hafði hnýtt sjálfum mér í aðdraganda þingsetu mest megnis út í veður og vind.
Einkennisklæddir starfsmenn þingsins tóku brosandi á móti hinum prúðbúna varaþingmanni. Skrifstofu fékk ég við Austurstræti, dulkóda til að komast inn, Alþingisnetfang og möppu með upplýsingum, þar á meðal ilmandi, ónotað eintak af handbókinni Háttvirtur þingmaður.
Það yljaði mér um hjartarætur. Árni Páll hafði nefnilega bara sent mér hana í tölvutæku.
Alþingisklúbburinn
Ég fékk fljótt staðfestingu á því, sem mig grunaði, að starfsfólk þingsins er mikið sómafólk. Þó svo þingbóndinn sé alltaf einn, er óhætt að segja að hann myndi villast algerlega og týnast ef ekki nyti dyggrar aðstoðar hins glaðlynda starfsfólks, sem m.a. hjálpar við gerð frumvarpa, fyrirspurna og ályktana og veitir einyrkjanum þá nauðsynlegu jarðtengingu sem felst í því að hann finni nálægð við einhverja stofnanalega heild, en ráfi ekki bara um einn í hágróðri sinna eigin orða og yfirlýsinga.
Þingmenn og ráðherrar veittu mér ljúfar móttökur. Í matsalnum hitti ég marga kunningja úr öllum flokkum, sem buðu mig velkominn á staðinn. Jóhanna Vigdís fréttakona tjáði mér að mötuneytið væri það besta á Íslandi.
Mér leið dálítið eins og ég væri nýr meðlimur í einhvers konar klúbbi. Það er skiljanlegt. Þingmennska felur í sér ákveðinn lífsstíl og fljótlega verður til reynsluheimur sem þingmenn eiga sameiginlegan. Galdurinn er að gleyma sér ekki í þessum klúbbi, safna ekki þingbumbu og byrja að tala öðruvísi en maður gerði áður. Maður má ekki missa sjónar af sjálfum sér og hvers vegna maður er þarna. En á sama tíma verður maður líka að bera virðingu fyrir stofnuninni og reglum hennar.
Mér fannst ég finna það fljótt, að í raun og veru þekkti ég þetta starf mun betur en ég hafði talið mér trú um. Mynd af karli föður hangir þarna á vegg. Málverk af afa hangir inn í þingflokksherbergi Framsóknarflokksins. Upp í hugann skutust myndir frá fyrri tíð, þegar ég heimsótti þennan stað sem krakki. Guðmundur Jaki að tefla við Albert Guðmundsson. Vindlareykur í loftinu.
Guðni á hægri, Sigurður á vinstri
Allt er betra en íhaldið, hvíslaði Guðni Ágústsson að mér eftir að þingfundur hafði verið settur og ég hafði skrifað undir drengskapareið við stjórnarskrána. Þar vitnaði hann í lífsseiga hugmyndafræði afa míns frá því á árum áður. Geir var í pontu.
Allt er hey í harðindum, hvíslaði ég á móti.
Guðni hló. Hann var sessunautur minn á þingi á hægri hönd. Á vinstri hönd sat Sigurður Kári Kristjánsson. Við Sigurður stunduðum einu sinni nám saman í Belgíu, og keyptum þá stundum áfenga drykki í matvöruverslunum. Ég er nokkuð viss um að Sigurður hefur öðlast sannfæringu fyrir frumvarpi sínu um vín í búðir þarna á meðal Belga.
Það kemur mörgum á óvart sem fyrst stíga inn í þingsal hversu lítill salurinn er. Hver þingmaður hefur agnarsmátt vinnurými, en í raun er öllu þó svo haganlega fyrirkomið að sextíuogþrjár egósentrískar sálir, sumar íturvaxnar, komast vel fyrir í salnum án teljandi árekstra. Það má heita sigur deiliskipulags.
Kristinn H. Gunnarsson sat og las Bændablaðið. Nokkrir dunduðu sér við að senda SMS. Liðurinn óundirbúnar fyrirspurnir var hafinn. Þá svara ráðherrar óundirbúið fyrirspurnum þingmanna. Sumir vilja meina að þessi liður séu eitt aðalfúttið á þingi, því þar takast leiðtogarnir á svo undir tekur í rjáfrunum. Næstum því.
Eftir að liðurinn hafði runnið sitt skeið á enda stóð þorri þingheims upp og fór eitthvað annað. Ég sat áfram. Mér fannst ég varla geta staðið upp og farið, svona rétt nýkominn inn.
Líf óbreyttra
Þingið er dálítið skrítinn vinnustaður. Hver þingmaður stjórnar sér í raun sjálfur, eins og áður segir. Hann er stofnun í sjálfu sér. Mismikið er lagt á herðar þingmanna af beinum skyldum, fyrir utan það auðvitað að sinna hinu ábyrgðarfulla hlutverki að fara vel og á upplýstan hátt með atkvæðavald og tillögurétt við setningu laga, sem er ekki svo lítið. Þingflokksformenn hafa erilsamari daglegum verkskyldum að gegna sem og formenn þingnefnda, svo ekki sé talað um þá sem hreppa ráðherrastól og sjálfa flokksleiðtogana.
Óbreyttir þingmenn eru hins vegar dálítið merkilegur hópur. Tilfinning mín var sú að í raun og veru gætu óbreyttir þingmenn algerlega látið hjá líða að gera nokkurn skapaðan hlut á þingi, ef þeim sýndist svo. Nú vil ég ekki meina að það séu mörg dæmi um slíkt, en möguleikinn er óhikað fyrir hendi. Óbreyttir þingmenn og þetta gildir ekki síst um óbreytta stjórnarþingmenn, sem sitja í skugga ríkisstjórnarinnar, þar sem allt er í farvegi hvort sem er og því lítil ástæða til að æsa sig geta hæglega varið dögunum í að ráfa um í þinghúsinu, setjast aðeins inn í sal, fara svo á skrifstofuna sína, tékka á netinu, skrifa kannski eina bloggfærslu, hringja smá, fara svo aftur inn í þingsal, greiða atkvæði, fá sér kaffi og fara svo heim.
Fátt er þessu til fyrirstöðu, sýnist mér. Eftir nokkra daga á þingi leið mér dálítið eins og þingmennska gæti hæglega þróast upp í þá einkennilegu tilvistarlegu stöðu, ef maður héldi ekki vel á spöðunum og setti sér ekki háleit markmið eins og flestir jú gera , að maður myndi verja dögum sínum í þá iðju að fylgjast með því af rælni hvor væri í pontu þá stundina, Jón Bjarnason eða Álfheiður Ingadóttir.
Og fá sér kaffibolla á milli.
Jómfrúarræðan
Ein spurningin sem ég fékk nokkuð oft í aðdraganda þings var um það hvað ég hygðist tala um í jómfrúarræðunni. Þar var kominn enn einn óvissuþátturinn. Hvernig færi jómfrúarræðan fram?
Nokkrum dögum áður en þingsetan hófst gúgglaði ég orðið jómfrúarræða í öllum föllum. Mér sýndist af öllu að það væri nokkuð tilfallandi hvenær og um hvað nýir þingmenn flyttu jómfrúarræður. Ég gæti augljóslega ekki svarað því með neinni vissu um hvað jómfrúarræðan mín yrði. Það myndi fara eftir því hvað væri á dagskrá þingsins þá daga sem ég sæti þar.
Þegar ég leit yfir dagskrá fyrsta þingdagsins sá ég ekkert dagskrármál sem mér fannst augljóst að ég vildi taka til máls í. Hvort leyfa ætti sölu áfengis í matvöruverslunum var jú eitt málið. Ég hugleiddi það vissulega hvort möguleiki væri á því að fyrsta ræða mín á þingi myndi snúast um áfengi. Ég var ekki alveg viss um hvort ég vildi það, þótt auðvitað hefði mátt hafa ákveðinn húmor fyrir því.
Jómfrúarræðan átt sér stað alveg fyrirvaralaust. Ég sat þarna í þingsal fyrsta daginn og Sr. Karl Matthíasson hafði rétt hnippt í mig til þess að bjóða mér í kaffibolla úti á Hótel Borg til skrafs og ráðagerða. Til umræðu var þingsályktunartillaga nokkurra þingmanna Vinstri grænna um að könnuð yrðu áhrif markaðsvæðingar samfélagsþjónustunnar.
Háttvirtur þingmaður Birkir Jón Jónsson var í pontu og rétt í þann mund sem ég stóð upp til þess að bregða mér frá með séra Karli gaf Birkir mér nokkuð hvasst auga á sama tíma og hann gaf í skyn að Samfylkingin vildi á einhvern hátt, eins og ég skildi hann, einkavæða allt mögulegt, nánast án umhugsunar.
Ég sá mig tilknúinn til þess að svara fyrir hönd míns flokks og setti mig á mælendaskrá með til þess gerðum dálítið undarlegum bendingum, samkvæmt hefðum. Ögmundur Jónasson veitti mér andsvar. Þessi orðaskipti má lesa, eins og önnur, frá orði til orðs á vef Alþingis. Ég viðurkenni að ég las þau nokkrum sinnum, auk þess sem ég niðurhalaði hljóðupptökunni og á hana í tölvunni minni. Þetta var nú einu sinni jómfrúarræðan.
Vinir og ættingar urðu dálítið fúlir. Vegna fyrirvaraleysis hafði ég gjörsamlega látið hjá líða að láta þau vita að ræðan væri að bresta á. En svona er þetta.
Takkarnir á pontunni
Pontan er fín. Á henni eru takkar sem gera ræðumanni kleift að hækka og lækka blaðapúltið. Dáldið smart. Mér sýnist þessi fítus vera mikið notaður.
Ég var með skrekk þegar ég gekk til pontunnar í fyrsta skipti. Harðbotna skórnir smullu á viðnum. Ég hafði hripað einhverja punkta niður á blað. Tíu til fimmtán þingmenn voru í salnum. Dálítið alvörugefnir hausar það. Mér leið þokkalega eftir að ég var byrjaður að tala. Orðin komu. Ég fraus ekki.
Þetta fannst mér góð ræða, sagði félagi Ögmundur þegar hann kom upp í andsvörum. Líklega hefði hann ekki sagt þetta nema við nýgræðing. En ég var nokkuð rogginn með mig. Nú fannst mér stærsti hjallinn yfirstiginn að sinni.
Kjör fiskverkafólks
Á öðrum degi sat ég fyrsta þingflokksfundinn. Fyrsta málið á dagskrá á þeim fundi var að ákveða hvaða þingmenn skyldu taka þátt í utandagskrárumræðu sem hafði verið boðuð daginn eftir um kjör fiskverkafólks og sjómanna.
Ég legg til að Karl Matthíasson taki þátt í þeirri umræðu, sagði þingflokksformaður Lúðvík. Það hljómaði skynsamlega. Karl er fyrrum sjómaður. Og svo legg ég til að Guðmundur Steingrímsson verði hinn fulltrúi okkar, bætti Lúðvík við.
Mig rak í rogastans í huganum.
Ég?
Kjör fiskaverkafólks og sjómanna?
Ég held að ég sé örugglega sá eini hér inni sem hef aldrei migið í saltann sjó, sagði ég við þingflokkinn en uppskar lítinn skilning.
Var verið að busa mig?
Ég veit það ekki. Í öllu falli varði ég kvöldinu heima í að gúggla málefni sjómanna og fiksverkafólks. Fyrir svefninn var ég kominn með punkta í ræðu. Það mátti auðvitað segja slatta um þetta málefni á fimm mínútum.
Svo ólst ég auðvitað upp við hafið. Ég lék mér í fjöruborðinu. Það mátti ekki gera lítið úr því. Að vísu á Arnarnesi, en hvað með það? Haf er haf.
Um helmingur þingmanna var í salnum þegar utandagskrárumræðan fór fram og landkrabbinn ég small í pontu. Ég bað Alexíu sambýliskonu að taka mig upp af Alþingisrásinni heima. Sökum hinna hégómlegri drifkrafta sálarlífsins langaði mig til að sjá hvernig ég sjálfur tæki mig út í þessu háklassíska og þjóðlega umhverfi, með bindi og allt.
Ég lét mömmu líka vita í þetta skiptið. Henni fannst ég þingmannslegur. Hvað átti hún við með því, hugsaði ég. Var það gott eða vont?
Það er gott, sagði hún.
Ég var samt ekki alveg viss. Þingmannslegur? Hvað er það?
Svo horfði ég á upptökuna. Jú, ég var líklega bara nokkuð þingmannslegur, hvað sem það þýðir. Að minnsta kosti mundi ég eftir því að segja herra forseti í upphafi ræðu minnar í þetta skiptið. Það eitt og sér er mjög þingmannslegt. Ég var hins vegar ekki viss um að Guðjón A. hefði fyllilega keypt það sem ég hafði að segja í þessari atrennu um kjör fiskverkafólks og sjómanna.
Ákveðinnar tortryggni gætti.
Og svo framvegis
Ég held að það sé hægt að gera heilan helling á þingi. Til þess þurfa óbreyttir þingmenn að vera drífandi og duglegir. Þingmenn vinna með orð; -- ályktanir, fyrirspurnir, frumvörp. Smám saman ná þeir að afla málum sínum fylgis. Ein yfirlýsing fæst frá ráðherra þar. Önnur hér. Bloggfærsla fær kannski góðar undirtektir. Blaðagrein líka. Félagasamtök styðja. Dagblöð taka undir. Svo er að sannfæra þingflokkinn. Taka debatt í Ísland í bítið.
Þetta er það sem þingmenn gera. Þeir eru orðabændur. Þeir sá orðum og uppskera lög.
Sessunautur minn Sigurður Kári áðurnefndur var að reyna að uppskera lög ásamt fleirum á þessum tveimur vikum sem ég sat á þingi í þessari atrennu. Átti að setja áfengi í matvöruverslanir? Ég fór upp í pontu í andsvörum við Árna Þór Sigurðsson og lýsti yfir stuðning við málið. Fyrst maður mátti þetta í Belgíu, af hverju þá ekki hér?
Hitt er svo aftur annað, að mér var farið að finnast alveg nóg komið þegar þrír dagar, meira eða minna í umræðu einungis um þetta mál, voru liðnir. Á mínum síðasta degi voru enn nokkrir á mælendaskrá. Hversu lengi var hægt að þrátta um svona mál áður en því var vísað í nefnd til, nota bene, frekari umræðu? Og svo þaðan til enn frekari umræðu.
Það var ekki laust við að ég leiddi að því hugann þegar ég gekk út á Austurvöll síðasta daginn hvort að virkilega væri ekki hægt að gera þingið á einhvern hátt skilvirkara.
Auðvitað þarf að ræða hluti.
En fyrr má nú rota en dauðrota.
Jæja, þú ert að fara á þing.
Þannig komst Lúðvík Bergvinsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar að orði þegar hann vatt sér að mér reffilegur í Íþróttaskóla KR um miðjan septembermánuð, þar sem við báðir stóðum á laugardagsmorgni og horfðum á afkvæmi okkar fara í kollhnís.
Nú, er það? sagði ég.
Já, já. Árni Páll er að fara á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Þú ferð inn í staðinn fyrir hann, í tvær vikur.
Íþróttakennari blés í flautu. Krakkarnir áttu að fara í lest. Ég kvaddi þingflokksformanninn og einbeitti mér af fullum krafti að því að reyna að fá dóttur mína til þess að fara í lestina með hinum krökkunum. Það mistókst. Þingmennska hlýtur að vera auðveldara en að tjónka við þrjóskan krakka, hugsaði ég. Það var ekki laust við að ég væri dálítið annars hugar það sem eftir lifði af Íþróttaskólanum þann daginn. Hvernig reynsla yrði þetta? Hvað átti ég að gera næst? Átti ég að skrifa frumvarp í snatri? Hvernig átti ég að bera mig að? Hvernig gæti ég nýtt þennan tíma best?
Tvær vikur á þingi. Það hljómar ekki mikið. Og þó.
Háttvirtur þingmaður
Ég veit ekki hvers lags einkahúmor himnaföðurins réð því að leið mín til þingmennsku og sú upplýsingaöflun sem ég taldi nauðsynlega í aðdraganda hennar fór nær einungis fram með þeim hætti að ég hitti lykilmenn fyrir tilviljun í tengslum við útiveru og hreyfingu dóttur minnar. Næst hitti ég nefnilega umræddan samherja, Árna Pál Árnason, í sundlaug Seltjarnarness, hvar dóttir mín undi sér sæl í barnalauginni. Ég tók vitaskuld til við að rekja úr þingmanninum garnirnar um praktíska hluti við hlið bleikrar rennibrautar með fílsrana.
Ég er með handbók handa þér, sagði Árni. Hún heitir Háttvirtur þingmaður. Ég skal senda þér hana.
Háttvirtur þingmaður, já. Þetta fannst mér einkar áhugavert. Þá bók yrði ég að lesa.
Jó, forseti
Í aðdraganda þingsetu og í upphafi hennar komst ég fljótlega að því að hin tilviljanakennda upplýsingaöflun í íþróttahúsi og sundlaug var ekki tilfallandi einkenni á þingsetu minni heldur var hún hluti af ákveðnum heildareinkennum á þingmennsku yfir höfuð. Þingmenn eru eylönd. Þeir eru reikistjörnur. Sér póstnúmer. Einyrkjar. Upplýsinga afla þingmenn sér eins og bændur. Raka þeim saman héðan og þaðan. Þingbóndinn er alltaf einn. Hvernig hann uppsker er að mestu undir honum sjálfum komið.
Handbókin Háttvirtur þingmaður reyndist vera hinn áhugaverðasti lestur. Þar komst ég til dæmis að því, að forseti þings er ekki háttvirtur heldur hæstvirtur. Einnig er þó leyfilegt að segja herra forseti, eða frú forseti, eftir atvikum þegar maður hefur ræðu sína í pontu eða ávarpar forsetann að öðru leyti í ræðu sinni. Einnig verður maður að segja nafn þingmanns að fullu, þegar maður ávarpar hann, eftir að hafa ávarpað hann með háttvirtur. Þannig yrði ég ávarpaður sem háttvirtur þingmaður Guðmundur Steingrímsson, en ekki bara háttvirtur Guðmundur, sem hljómar verð ég að viðurkenna ræfilslega í samanburði við hitt.
Mér fannst þetta alls ekki flókið þegar ég las þetta og taldi mig raunar hafa vitað þetta áður en að sama skapi fannst mér dálítið fyndið þegar mér var greint frá því í umræðu á förnum vegi um þessa hlið þingmennskunnar, að háttvirtur fyrrverandi þingmaður Mörður Árnason hefði um skeið haft þann háttinn á í pontu Alþingis að segja forseti sæll, í stað herra forseti.
Forseti sæll hljómar dálítið eins og forseti blessaður.
Og þá er stutt í jó, forseti.
Þegar á hólminn var komið gleymdi ég svo auðvitað alveg öllu þessu. Í mínum fyrstu andsvörum láðist mér fullkomlega að ávarpa forsetann yfir höfuð.
Háttvirtur þingmaður Kjartan Ólafsson vatt sér að mér í þingsal og benti mér á þessa bagalegu yfirsjón.
Skriflegt/munnlegt
Fljótlega eftir að ljóst var að þingseta væri að bresta á, ákvað ég að ég skyldi leggja fram a.m.k. eina fyrirspurn til ráðherra um málefni sem mér er annt um.
Fyrirspurnina byrjaði ég að undirbúa eins og það er kallað nokkru áður en þingsetan hófst. Í öllu falli fannst mér mikilúðlegt að segja við fólk að ég væri að undirbúa fyrirspurn. Það hljómaði vel. Í raun og veru var undirbúningurinn þó ekki mjög flókinn. Ég opnaði skjal í Word, byrjaði að skrifa og var í raun ekki mjög lengi að því, því fyrirspurnir eiga að vera stuttar. Á síðari stigum naut ég svo snaggaralegrar aðstoðar embættismanna þingsins við að orða fyrirspurnina í hinum hárrétta anda löggjafasamkundunnar.
Fyrirspurnin fjallaði um stöðu forsjárforeldra sem ekki hafa sama lögheimili og börnin sín, en ég hef rökstuddar heimildir fyrir að sú staða sé ekki sem best út frá ýmsum réttlætissjónarmiðum. Fyrirspurnartímar eru alltaf á miðvikudögum í þinginu. Vegna fjarveru ráðherra en Jóhanna Sigurðardóttir var í útlöndum var fyrirspurnin sett fram skriflega og hefur verið svarað skriflega. Ráðherrann ætlar að skoða málið og virðist sammála því að hér sé pottur brotinn.
Þetta fékk mig til að hugsa, svona praktískt: Nú standa menn í pontu út í hið óendanlega niðri á þingi og romsa upp úr sér heilu bókaflokkunum um allt og ekki neitt, sem er auðvitað algerlega ómissandi þáttur í starfseminni. En má samt ekki afgreiða miklu meira skriflega?
A.m.k. var ég mjög sáttur við þennan verkferil í þessu afmarkaða tilfelli.
Draumur á þingfararnótt
Þriðjudagurinn 9.október fyrsti þingdagurinn rann upp ósköp venjulegur veðurfarslega séð, svona að hausti til. Um nóttina dreymdi mig undarlegan en þó táknrænan draum. Mig dreymdi að ég stæði frammi fyrir ógnarháum hringstiga sem náði lengst upp í himinhvolfin, þar sem miklir vindar blésu. Hringstiginn var úr bláu plasti og sveiflaðist til eftir veðri og vindum. Það var því enginn hægðarleikur að klífa þennan stiga, en ég gerði það samt. Þegar upp var komið og óravíddir veraldarinnar blöstu við mér í gnauðandi vindinum tók móðir mín á móti mér með útréttri hönd og togaði mig upp á lítinn pall. Þar sat jafnframt faðir minn í hægindastól og las blað. Jæja, sagði hann, með sinni ljúfu rödd. Ert þú búinn að finna þér eitthvað að gera?
Við það vaknaði ég. Ég læt sálfræðingum og öðrum áhugasömum það eftir að rýna þessar stórfurðulegu draumfarir.
Eftir sturtu ákvað ég að fyrstu skref mín upp hinn óstöðuga bláa plaststiga skyldu vera stigin með bindi sem æskuvinur minn Pétur Jóhann Sigfússon grínisti gaf mér þegar ég opnaði prófkjörskosningaskrifstofu mína í Hafnarfirði á afmælisdaginn minn ári áður. Þetta er forláta bindi frá Calvin Klein. Ég sagði Pétri að ég skyldi bera þetta bindi minn fyrsta dag á þingi. Nú var komið að því.
Svona getur veröldin verið skáldleg og framvindan fögur.
Að öðru leyti var ég í harðbotna skóm, svörtum, sem síðar átti eftir að koma í ljós að smullu nokkuð hávært á viðargólfi þingsins, bláteinóttum jakkafötum og bláleitri skyrtu. Bindið var rauðleitt.
Svakalega ert þú þingmannslegur, sagði háttvirtur þingmaður Katrín Jakobsdóttir þegar ég steig inn í matsal Alþingis.
Já, sagði ég og reyndi að bera mig einhvern veginn þannig. Þetta bindi er samt ekki alveg ég. En flott samt.
Litla hjólagrindarmálið
Þegar ég hjólaði af stað til þings var ákveðin óvissutilfinning í hámarki. Mér leið dálítið eins og fyrsti dagurinn í skólanum væri um það bil að bresta á. Átti ég að kaupa mér nýtt pennaveski?
Ég fann hjólagrind lengst á bak við hús. Þegar ég læsti hjólinu velti ég því fyrir mér í fúlustu alvöru hvort ekki væri ástæða til að kveða sér hljóðs strax á fyrsta degi undir liðnum störf þingsins og spyrja forseta út í það hvort ekki stæði til að setja fleiri hjólagrindur við húsið. Með þessa hugmynd í kollinum gékk ég vígreifur í átt að inngangnum.
Það eru hjólagrindur hér í bílageymslunni, sagði vinalegur starfsmaður þingsins eftir að ég hafði boðið góðan daginn og kynnt mig til leiks. Þar með lét ég af frekari ræðuundirbúningi í heilanum um hjólreiðamál, sem var þó á ákveðinn hátt synd, því ég var kominn býsna langt með verkið.
Þetta hefði verið mikil og innblásin barátturæða.
Það er skemmst frá því að segja, að þegar inn á þingið var komið í bókstaflegri merkingu eftir að ég steig inn í þetta sögulega húsrými fauk öll þessi óvissuflækja sem ég hafði hnýtt sjálfum mér í aðdraganda þingsetu mest megnis út í veður og vind.
Einkennisklæddir starfsmenn þingsins tóku brosandi á móti hinum prúðbúna varaþingmanni. Skrifstofu fékk ég við Austurstræti, dulkóda til að komast inn, Alþingisnetfang og möppu með upplýsingum, þar á meðal ilmandi, ónotað eintak af handbókinni Háttvirtur þingmaður.
Það yljaði mér um hjartarætur. Árni Páll hafði nefnilega bara sent mér hana í tölvutæku.
Alþingisklúbburinn
Ég fékk fljótt staðfestingu á því, sem mig grunaði, að starfsfólk þingsins er mikið sómafólk. Þó svo þingbóndinn sé alltaf einn, er óhætt að segja að hann myndi villast algerlega og týnast ef ekki nyti dyggrar aðstoðar hins glaðlynda starfsfólks, sem m.a. hjálpar við gerð frumvarpa, fyrirspurna og ályktana og veitir einyrkjanum þá nauðsynlegu jarðtengingu sem felst í því að hann finni nálægð við einhverja stofnanalega heild, en ráfi ekki bara um einn í hágróðri sinna eigin orða og yfirlýsinga.
Þingmenn og ráðherrar veittu mér ljúfar móttökur. Í matsalnum hitti ég marga kunningja úr öllum flokkum, sem buðu mig velkominn á staðinn. Jóhanna Vigdís fréttakona tjáði mér að mötuneytið væri það besta á Íslandi.
Mér leið dálítið eins og ég væri nýr meðlimur í einhvers konar klúbbi. Það er skiljanlegt. Þingmennska felur í sér ákveðinn lífsstíl og fljótlega verður til reynsluheimur sem þingmenn eiga sameiginlegan. Galdurinn er að gleyma sér ekki í þessum klúbbi, safna ekki þingbumbu og byrja að tala öðruvísi en maður gerði áður. Maður má ekki missa sjónar af sjálfum sér og hvers vegna maður er þarna. En á sama tíma verður maður líka að bera virðingu fyrir stofnuninni og reglum hennar.
Mér fannst ég finna það fljótt, að í raun og veru þekkti ég þetta starf mun betur en ég hafði talið mér trú um. Mynd af karli föður hangir þarna á vegg. Málverk af afa hangir inn í þingflokksherbergi Framsóknarflokksins. Upp í hugann skutust myndir frá fyrri tíð, þegar ég heimsótti þennan stað sem krakki. Guðmundur Jaki að tefla við Albert Guðmundsson. Vindlareykur í loftinu.
Guðni á hægri, Sigurður á vinstri
Allt er betra en íhaldið, hvíslaði Guðni Ágústsson að mér eftir að þingfundur hafði verið settur og ég hafði skrifað undir drengskapareið við stjórnarskrána. Þar vitnaði hann í lífsseiga hugmyndafræði afa míns frá því á árum áður. Geir var í pontu.
Allt er hey í harðindum, hvíslaði ég á móti.
Guðni hló. Hann var sessunautur minn á þingi á hægri hönd. Á vinstri hönd sat Sigurður Kári Kristjánsson. Við Sigurður stunduðum einu sinni nám saman í Belgíu, og keyptum þá stundum áfenga drykki í matvöruverslunum. Ég er nokkuð viss um að Sigurður hefur öðlast sannfæringu fyrir frumvarpi sínu um vín í búðir þarna á meðal Belga.
Það kemur mörgum á óvart sem fyrst stíga inn í þingsal hversu lítill salurinn er. Hver þingmaður hefur agnarsmátt vinnurými, en í raun er öllu þó svo haganlega fyrirkomið að sextíuogþrjár egósentrískar sálir, sumar íturvaxnar, komast vel fyrir í salnum án teljandi árekstra. Það má heita sigur deiliskipulags.
Kristinn H. Gunnarsson sat og las Bændablaðið. Nokkrir dunduðu sér við að senda SMS. Liðurinn óundirbúnar fyrirspurnir var hafinn. Þá svara ráðherrar óundirbúið fyrirspurnum þingmanna. Sumir vilja meina að þessi liður séu eitt aðalfúttið á þingi, því þar takast leiðtogarnir á svo undir tekur í rjáfrunum. Næstum því.
Eftir að liðurinn hafði runnið sitt skeið á enda stóð þorri þingheims upp og fór eitthvað annað. Ég sat áfram. Mér fannst ég varla geta staðið upp og farið, svona rétt nýkominn inn.
Líf óbreyttra
Þingið er dálítið skrítinn vinnustaður. Hver þingmaður stjórnar sér í raun sjálfur, eins og áður segir. Hann er stofnun í sjálfu sér. Mismikið er lagt á herðar þingmanna af beinum skyldum, fyrir utan það auðvitað að sinna hinu ábyrgðarfulla hlutverki að fara vel og á upplýstan hátt með atkvæðavald og tillögurétt við setningu laga, sem er ekki svo lítið. Þingflokksformenn hafa erilsamari daglegum verkskyldum að gegna sem og formenn þingnefnda, svo ekki sé talað um þá sem hreppa ráðherrastól og sjálfa flokksleiðtogana.
Óbreyttir þingmenn eru hins vegar dálítið merkilegur hópur. Tilfinning mín var sú að í raun og veru gætu óbreyttir þingmenn algerlega látið hjá líða að gera nokkurn skapaðan hlut á þingi, ef þeim sýndist svo. Nú vil ég ekki meina að það séu mörg dæmi um slíkt, en möguleikinn er óhikað fyrir hendi. Óbreyttir þingmenn og þetta gildir ekki síst um óbreytta stjórnarþingmenn, sem sitja í skugga ríkisstjórnarinnar, þar sem allt er í farvegi hvort sem er og því lítil ástæða til að æsa sig geta hæglega varið dögunum í að ráfa um í þinghúsinu, setjast aðeins inn í sal, fara svo á skrifstofuna sína, tékka á netinu, skrifa kannski eina bloggfærslu, hringja smá, fara svo aftur inn í þingsal, greiða atkvæði, fá sér kaffi og fara svo heim.
Fátt er þessu til fyrirstöðu, sýnist mér. Eftir nokkra daga á þingi leið mér dálítið eins og þingmennska gæti hæglega þróast upp í þá einkennilegu tilvistarlegu stöðu, ef maður héldi ekki vel á spöðunum og setti sér ekki háleit markmið eins og flestir jú gera , að maður myndi verja dögum sínum í þá iðju að fylgjast með því af rælni hvor væri í pontu þá stundina, Jón Bjarnason eða Álfheiður Ingadóttir.
Og fá sér kaffibolla á milli.
Jómfrúarræðan
Ein spurningin sem ég fékk nokkuð oft í aðdraganda þings var um það hvað ég hygðist tala um í jómfrúarræðunni. Þar var kominn enn einn óvissuþátturinn. Hvernig færi jómfrúarræðan fram?
Nokkrum dögum áður en þingsetan hófst gúgglaði ég orðið jómfrúarræða í öllum föllum. Mér sýndist af öllu að það væri nokkuð tilfallandi hvenær og um hvað nýir þingmenn flyttu jómfrúarræður. Ég gæti augljóslega ekki svarað því með neinni vissu um hvað jómfrúarræðan mín yrði. Það myndi fara eftir því hvað væri á dagskrá þingsins þá daga sem ég sæti þar.
Þegar ég leit yfir dagskrá fyrsta þingdagsins sá ég ekkert dagskrármál sem mér fannst augljóst að ég vildi taka til máls í. Hvort leyfa ætti sölu áfengis í matvöruverslunum var jú eitt málið. Ég hugleiddi það vissulega hvort möguleiki væri á því að fyrsta ræða mín á þingi myndi snúast um áfengi. Ég var ekki alveg viss um hvort ég vildi það, þótt auðvitað hefði mátt hafa ákveðinn húmor fyrir því.
Jómfrúarræðan átt sér stað alveg fyrirvaralaust. Ég sat þarna í þingsal fyrsta daginn og Sr. Karl Matthíasson hafði rétt hnippt í mig til þess að bjóða mér í kaffibolla úti á Hótel Borg til skrafs og ráðagerða. Til umræðu var þingsályktunartillaga nokkurra þingmanna Vinstri grænna um að könnuð yrðu áhrif markaðsvæðingar samfélagsþjónustunnar.
Háttvirtur þingmaður Birkir Jón Jónsson var í pontu og rétt í þann mund sem ég stóð upp til þess að bregða mér frá með séra Karli gaf Birkir mér nokkuð hvasst auga á sama tíma og hann gaf í skyn að Samfylkingin vildi á einhvern hátt, eins og ég skildi hann, einkavæða allt mögulegt, nánast án umhugsunar.
Ég sá mig tilknúinn til þess að svara fyrir hönd míns flokks og setti mig á mælendaskrá með til þess gerðum dálítið undarlegum bendingum, samkvæmt hefðum. Ögmundur Jónasson veitti mér andsvar. Þessi orðaskipti má lesa, eins og önnur, frá orði til orðs á vef Alþingis. Ég viðurkenni að ég las þau nokkrum sinnum, auk þess sem ég niðurhalaði hljóðupptökunni og á hana í tölvunni minni. Þetta var nú einu sinni jómfrúarræðan.
Vinir og ættingar urðu dálítið fúlir. Vegna fyrirvaraleysis hafði ég gjörsamlega látið hjá líða að láta þau vita að ræðan væri að bresta á. En svona er þetta.
Takkarnir á pontunni
Pontan er fín. Á henni eru takkar sem gera ræðumanni kleift að hækka og lækka blaðapúltið. Dáldið smart. Mér sýnist þessi fítus vera mikið notaður.
Ég var með skrekk þegar ég gekk til pontunnar í fyrsta skipti. Harðbotna skórnir smullu á viðnum. Ég hafði hripað einhverja punkta niður á blað. Tíu til fimmtán þingmenn voru í salnum. Dálítið alvörugefnir hausar það. Mér leið þokkalega eftir að ég var byrjaður að tala. Orðin komu. Ég fraus ekki.
Þetta fannst mér góð ræða, sagði félagi Ögmundur þegar hann kom upp í andsvörum. Líklega hefði hann ekki sagt þetta nema við nýgræðing. En ég var nokkuð rogginn með mig. Nú fannst mér stærsti hjallinn yfirstiginn að sinni.
Kjör fiskverkafólks
Á öðrum degi sat ég fyrsta þingflokksfundinn. Fyrsta málið á dagskrá á þeim fundi var að ákveða hvaða þingmenn skyldu taka þátt í utandagskrárumræðu sem hafði verið boðuð daginn eftir um kjör fiskverkafólks og sjómanna.
Ég legg til að Karl Matthíasson taki þátt í þeirri umræðu, sagði þingflokksformaður Lúðvík. Það hljómaði skynsamlega. Karl er fyrrum sjómaður. Og svo legg ég til að Guðmundur Steingrímsson verði hinn fulltrúi okkar, bætti Lúðvík við.
Mig rak í rogastans í huganum.
Ég?
Kjör fiskaverkafólks og sjómanna?
Ég held að ég sé örugglega sá eini hér inni sem hef aldrei migið í saltann sjó, sagði ég við þingflokkinn en uppskar lítinn skilning.
Var verið að busa mig?
Ég veit það ekki. Í öllu falli varði ég kvöldinu heima í að gúggla málefni sjómanna og fiksverkafólks. Fyrir svefninn var ég kominn með punkta í ræðu. Það mátti auðvitað segja slatta um þetta málefni á fimm mínútum.
Svo ólst ég auðvitað upp við hafið. Ég lék mér í fjöruborðinu. Það mátti ekki gera lítið úr því. Að vísu á Arnarnesi, en hvað með það? Haf er haf.
Um helmingur þingmanna var í salnum þegar utandagskrárumræðan fór fram og landkrabbinn ég small í pontu. Ég bað Alexíu sambýliskonu að taka mig upp af Alþingisrásinni heima. Sökum hinna hégómlegri drifkrafta sálarlífsins langaði mig til að sjá hvernig ég sjálfur tæki mig út í þessu háklassíska og þjóðlega umhverfi, með bindi og allt.
Ég lét mömmu líka vita í þetta skiptið. Henni fannst ég þingmannslegur. Hvað átti hún við með því, hugsaði ég. Var það gott eða vont?
Það er gott, sagði hún.
Ég var samt ekki alveg viss. Þingmannslegur? Hvað er það?
Svo horfði ég á upptökuna. Jú, ég var líklega bara nokkuð þingmannslegur, hvað sem það þýðir. Að minnsta kosti mundi ég eftir því að segja herra forseti í upphafi ræðu minnar í þetta skiptið. Það eitt og sér er mjög þingmannslegt. Ég var hins vegar ekki viss um að Guðjón A. hefði fyllilega keypt það sem ég hafði að segja í þessari atrennu um kjör fiskverkafólks og sjómanna.
Ákveðinnar tortryggni gætti.
Og svo framvegis
Ég held að það sé hægt að gera heilan helling á þingi. Til þess þurfa óbreyttir þingmenn að vera drífandi og duglegir. Þingmenn vinna með orð; -- ályktanir, fyrirspurnir, frumvörp. Smám saman ná þeir að afla málum sínum fylgis. Ein yfirlýsing fæst frá ráðherra þar. Önnur hér. Bloggfærsla fær kannski góðar undirtektir. Blaðagrein líka. Félagasamtök styðja. Dagblöð taka undir. Svo er að sannfæra þingflokkinn. Taka debatt í Ísland í bítið.
Þetta er það sem þingmenn gera. Þeir eru orðabændur. Þeir sá orðum og uppskera lög.
Sessunautur minn Sigurður Kári áðurnefndur var að reyna að uppskera lög ásamt fleirum á þessum tveimur vikum sem ég sat á þingi í þessari atrennu. Átti að setja áfengi í matvöruverslanir? Ég fór upp í pontu í andsvörum við Árna Þór Sigurðsson og lýsti yfir stuðning við málið. Fyrst maður mátti þetta í Belgíu, af hverju þá ekki hér?
Hitt er svo aftur annað, að mér var farið að finnast alveg nóg komið þegar þrír dagar, meira eða minna í umræðu einungis um þetta mál, voru liðnir. Á mínum síðasta degi voru enn nokkrir á mælendaskrá. Hversu lengi var hægt að þrátta um svona mál áður en því var vísað í nefnd til, nota bene, frekari umræðu? Og svo þaðan til enn frekari umræðu.
Það var ekki laust við að ég leiddi að því hugann þegar ég gekk út á Austurvöll síðasta daginn hvort að virkilega væri ekki hægt að gera þingið á einhvern hátt skilvirkara.
Auðvitað þarf að ræða hluti.
En fyrr má nú rota en dauðrota.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 17.1.2008 | 01:44 | Facebook
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 395306
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi