28.11.2007 | 01:36
Best og verst
Sierra Leone er versta ríki í heimi, Ísland best, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Í Sierra Leone deyja 160 börn af hverjum þúsund við fæðingu, á Íslandi 3.
Sierra Leone búar geta búist við að verða um fertugir. Við áttræð.
Svona mætti lengi telja. Var að skoða staðreyndasíðu CIA.
35% þjóðarinnar í Sierra Leone er læs. 99% hér. Um 10 þúsund hafa internet í Sierra Leone, af sex milljón íbúum. Á Íslandi hafa 194 þúsund af 300 þúsund íbúum netið. Konur eignast að meðaltali sex börn þar suður frá. Íslenskar konur tæplega tvö.
Þjóðarframleiðsla á hvern Íslending var áætluð 2.394.000 kr. í fyrra samkvæmt CIA, en 56.700 kr. á hvern íbúa Sierra Leone. Hins vegar, ef íbúar Sierra Leone væru jafnmargir og Íslendingar (jafnfáir, það er að segja), og allt annað óbreytt, yrði þjóðarframleiðslan um 1.1 milljón krónur á haus þar í landi.
En það er bara höfðatölureikningur út í loftið.
Mér sýnist að við höfum það talsvert betra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi
Athugasemdir
Heill og sæll nafni. Þetta var í raun sorg í sorginni. Menn sperra brynguna og gorta sig af því að vera lang lang lang bestir... Þetta er bara í raun aumingjaháttur. Ef við erum svona rosalega rosalega rík og hamingjusöm, hversvegna er þá náungakærleikurinn eki meiri í þjóðinni. Kaski við ættum líka að mæla hann ? Við erum að tapa okkur í einhverskonar goti um sjálfan okkur. "Við erum bestir í fótbolta- getum að vísu ekkert. - Við erum bestir í Eurovision - getum að vísi ekert. - Við erum besti í útrásinni - töpum að vísu miljörðum ogsfr.
Haltu áfram þú ert minn maður.
GRL
Guðmundur R Lúðvíksson, 28.11.2007 kl. 02:50
Sæll GUÐMUNDUR, nú treysti ég og vona Á ÞIG. Fyrst á annað borð er verið að handfjattla tölur fyrir okkur sem EKKERT vitum, ekki einu sinni þegar við erum að röfla um allt og ekkert sem okkur kemur alls ekkert við.
Viltu þá vera svo vænn og góður DRENGUR að birta mér og þjóðinni SMÁ UPPLÝSINGAR. VEGNA ÞESS að Þið vitið allt. það er að segja hafið aðgang að öllum upplýsingum, nema sem varða ÞJÓÐARÖRYGGI (GOTT og VEL). Nú ætla ég að vera svo djarfur og segja. Gakk þú að hjarta þínu og svaraðu mér. HVE MARGIR ÍSLENDIGAR ERU VIÐ OG FYRIR NEÐAN FÁTÆKRAMÖRK,OG HVER ERU ÞAU. HVE MARGAR KRÓNUR og SKILGREINING Á LIÐUM ÞEIM SEM AÐ VIÐ EIGUM AÐ HAFA TIL ÞESS AÐ HEITA MANNSÆMANDI LAUN. ÉG VONA Á ÞIG í þessum fyrirspurnum. OG MUNDU þÚ ERT MAÐUR SEM AÐ MARGIR TREYSTA OG ÞAR Á MEÐAL ÉG. (MINN RITHÁTTUR OG FRAMSETNING ER AF MÍNUM GERÐUM).
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 06:11
Það var engin að segja að við værum fullkomin en þetta eru vísbendingar um að við séum að gera eitthvað rétt.
Að mestu leitt fyrir einhverja að það sé að þakka síðustu ríkisstjórn en vonandi tekst henni þessari að feta fótsporin í rétta átt......nóg er til af peningum núna til skiptanna, segja Samfylkingarmenn.
Gísli Guðmundsson, 28.11.2007 kl. 09:14
Það var kennd bók í viðskiptafræði sem hét : - Hvernig á að ljúga með tölfræði?- Illugi Gunnarsson kemst að því að við værum á toppnum vegna þess að við værum ekki innan ESB! Kannski langlífi okkar minnki og jöklarnir hverfi ef við sækjum um inngöngu? Af hverju er maðurinn ekki "takklaður"?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 10:54
Framsóknarmenn við völd í 12 ár hafa gert eitthvað rétt
Er hræddur um að samf og íhaldið sé ekki góð blanda..
leeds (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 11:25
Gummi! Tékkaðu fyrir mig á töflu 15 aftast í skýrslunni (UN HDR). Enn einu sinni er ekki birt GINI index fyrir Ísland, þó svo að það sé loksins búið að reikna það út. Hafi GINI verið tekið með inn í vísitölureikningana er ég ansi hrædd um að Ísland væri bara ekkert best í heimi! kannski næst- eða þriðja best samt. Þetta er sérstakt áhugamál mitt og vantar svo að koma þessu á framfæri við góða stjórnmálamenn... Blessaður taktu þetta upp á þingi næst þegar þú skellir þér.
Ragna (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 12:13
Tek undir með Þórarni varðandi fátæktarmörkin.
Það verður fylgst með svarinu Guðmundur.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.11.2007 kl. 14:59
Verð að fá að tjá mig aðeins um fátrækrarmörkin. Þau eru skilgreind mjög mismunandi eftir löndum. T.d. voru fátærkarmörk í Malaví, fyrir um áratug þegar ég var að skoða þessi mál, jafnvirði eins maíspoka fyrir eina manneskju. Það var sem sagt talið af ef manneskja hefði aðgang að einum maíspoka, þá ætti hún að geta tórað árið án þess að svelta í hel, og því var viðkomandi flokkaður sem yfir fátækrarmörkunum. Ég man ekki hversu stór hluti malavísku þjóðarinnar var undir fátækramörkum á þessum tíma miðað við þessa skilgreiningu, en minnir að það hafi verið á bilinu 20-30%. Ég hygg að ef við notuðum sömu skilgreiningu á Íslandi um fátærkrarmörk þá sé hlutfall Íslendinga undir fátærkramörkum nálægt 0%.
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 19:47
Gísli: Það er ansi gaman að þú skulir minnast á bókina 'Hvernig á að ljúga með tölfræði' í sömu málsgrein og þú gerir Illuga upp á skoðun að Ísland sé á toppnum af því að við erum ekki í ESB.
Hann var bara að benda á 'skemmtilega' staðreynd.
Egill Óskarsson, 28.11.2007 kl. 22:36
Auður mín ég þakka innleggið þitt en ég er ekki að lifa mínu lífi í MALAWI ég er hérna á Íslandi og það er það sem skiftir mig MIKLU MÁLI(stendur kannski að flytja mig til MALAWI ?).Þegar ég þarf að huga í einu beði í garðinum mínum sem virkilega þarf umönnunar við ÞÁ Á ég EKKERT erindi í garð Náungans. Á sama tíma versnar ástandið í garðinum mínum GERI ÉG EKKERT. LIFÐU HEIL OG GUÐS BLESSUN YFIR ÞÉR OG ÞÍNUM.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 23:00
Á yfirborðinu virðist allt í nokkuð góðu lagi, en þegar farið er að athuga hvernig laun þeirra eru, sem verst eru settir í þessu þjóðfélagi, þá fara menn í reiknikúnstir, að fá út jafnaðar laun, sem gerir ágætis útkomu fyrir þá sem verða að láta sér nægja, rúmlega eitt hundrað þúsund krónur á mánuði. Ég spyr: er það ásættanlegt?
Þorkell Sigurjónsson, 28.11.2007 kl. 23:31
Þorkell, nei það er ekki ásættanlegt. Ég er með rúmlega 100.þús.Leigan er 65þús (innifalið), 'eg þarf bíl,vegna öndunarfærasjúkdóms og einnig illa farið bak. Hryggur marg áfallaður,samfallsbrot á 7 liðum ,skekkja ofl,ofl.Þetta er ekkert VÆL,bara staðreynd.Svo þarf ég að reka bílinn,mat,föt.sjónvarp og tölvu. Getur þú reiknað út afganginn.Og TAKTU nú vel eftir ég er baggi á þjóðfélaginu, ég er 60 ára í dag varð öryrki fyrir 7 árum. Ég gat þá borgað í þessa ÁFFALLASJÓÐI til þess tíma. Ég skila ekki tekjum,sagði einhver sem er rétt. Heldur þú ekki megnið af okkur vildum vinna eitthvað .Þó ekki nema að vera innan um fólk. Finnast við vera einhvers virði.Heldur þú að við mörg myndum ekki nýtast í þjófélaginu við alls konar störf.Í staðinn fyrir að flytja inn fólk þá gætum við leyst mörg þeirra starfa. EN nú kemur VÍNBERIÐ í heila stjórnmálamanna. Þeir hafa hvorki getu eða vilja til að leysa þetta.það eru svo mörg Boð sem þarf að mæta í,flokksráðsfundir,Ríkisstjórnarfundir.,opna þetta ,loka hinu,sinna fjölskyldu,redda þessu og hinu og svo SKILJA OKKUR EFTIR Í FÁTÆKRAGILDRU AUMINGJA GETTOINS.ÉG GÆTI SKRIFAÐ 30 SÍÐNA A3, AÐEINS UM ÞAÐ SEM ER SÝNILEGT Í VITLEYSUNNI. OG ANNAÐ EINS SEM ALMENNINGI ER EKKI KUNNUGT UM! GÓÐAR STUNDIR.
Ég held að Guðmundur hafi orðið fyrir NETTSJOKKI hann er ekki farinn að svar enn, eða þá að loka síðunni eða dreyfa lykiilnúmeri. Ég er ánægður, Guðmundur gefur sér tíma í að hugsa. Gott hjá honum. Guð,blessi ykkur.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 02:49
Auður, þetta fór fram hjá mér því miður með prósentuna sem að þú gafst þarna upp. 0 %. Athygglivert.Ég ætla mér ekki að vera dónalegur við þig .En veistu hvað það eru mörg % af fitu í Kjörís?
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 02:54
Nú verður mér hent út af síðunni.En tilgangur minn með þessum skrifum var og er . Hér bágborið ástand hjá mörgum.Og vilja ekki sjá það eða gera eittvað í því flokkast ekki undir náungakærleik.Ég vil gefa OG geri ÞAÐ oft,ég vil ekki ÞYGGJA en GERI það oft.STOP.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 03:00
Mönnum datt eitt sinn í hug að eina leiðin til að jafna kjör allra væri að koma á miðstýringu þar sem tekjum og völdum væri deilt jafnt til allra. Alræði öreiganna. Þessi hugmyndafræði hefur verið nefnd kommúnismi og við vitum öll hvernig fór fyrir henni.
Annars finnst mér það vitsmunalegasta sem lagt hefur verið til þessarar umræðu lengi(að jafna kjör) er tillaga Starfsgreinasambandsins (held að það hafi verið S.sambandið) um þrepaskiptingu skattkerfisins. Ekki þá hefðbundnu að setja yfir- og ofurskatt á þá hálaunuðu (sem skilar engu nema landflótta) heldur 15% tekjuskatti upp að 200þús. (þá væntanlega með óbr. persón.afsl.).
Svona aðgerðir tel ég að séu sannarlega til að jafna kjör umfram flestar aðrar aðgerðir.
Það mætti svo útfæra þessa hugmynd betur og hafa nokkur skattþrep þar sem milliþrepum væri bætt við en hæsta skattprósentan yrði ekki hækkuð frá því sem nú er.
Laganeminn (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 17:13
Get ekki að því gert hvað margir á blogginu þurfa að flækja málin. ALHVÍT MÁLNING VERÐUR ALDREI HVÍT AFTUR EF ÞÚ BYRJAR Á ÞVI AÐ BLANDA HANA ÖÐRUM LITUM. ÞETT VEIT ÉG.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 17:23
FÆRSLUTREGÐA?
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 08:46
Sæll Guðmundur
Já það er með þessa blessaða talnaspeki sem unnin er meira og minna af meðaltalsútreikningum og upp úr þeim dregnar ályktanir.
Vís maður benti á það hérna um árið að ef maður stæði öðrum fæti í sjóðandi vatni með ríflega -20°C ísklump um hina löppina, liði manni bara nokkuð vel, svona meðaltalslega séð! Það veit hver heilvita maður að hvorutveggja er lífshættulegt, sjóðandi vatnið og ísinn.
Á undanförnum árum hefur auðmönnum fjölgað allverulega og þeir sem hafa komið ár sinni einna best fyrir borð, þeim fellur í skaut margföld ævilaun á tiltölulega skemmri tíma en nokkurn hefði órað áður. Í tölfræði meðaltalsútreikningsins draga þessir einstaklingar meðaltalið upp úr öllu valdi meðan hagur þeirra sem minnst bera úr bítum stendur í stað eða jafnvel versnar.
Því er ástæða til að vera blendinn í trúnni á hagsældina, rétt eins og markaðsgengi hlutabréfanna þessar vikurnar. Þar er engu unnt að treysta.
Gangi þér sem best í þínum praxís!
Mosi - alias
Guðjón Sigþór Jensson, 30.11.2007 kl. 09:21
Mér finnst allveg með ólíkindum hvað sumt fólk getur verið neikvætt stundum, ég spyr bara hafið þið búið í Sierra Leone, ég held nú að svona kannanir kanni ekki hversu margir í hverju landi hafi efni á að kaupa sér ipod, heldur hverjir möguleikarnir eru.
Guðrún Häsler, 30.11.2007 kl. 20:02
GURÚN H. FYRIR MIG AÐ SEGJA ,ER ÞAÐ ÞETTA . ÉG FINN TIL MEÐ ÖLLUM SEM ERU UNDIR Í LÍFSBARÁTTUNNI,SAMA HVAR Í HEIMINUM ER.
MÉR FINNST BARA AÐ VIÐ EIGUM AÐ LÍTA OKKUR NÆR.
EF ÉG RÉÐI MYNDI ÉG ENGANN LÁTA LÍÐA SKORT HVORKI EFNISLEGA NÉ FÉLAGSLEGA.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.