Leita í fréttum mbl.is

Gott gott

Þetta var fínn dagur. Þingsetningardagur.

Forsetinn hafði lög að mæla. Það verður að passa að þjóðin sundrist ekki út af auðmönnum og vaxandi misskiptingu. Þurfum að leggja rækt við ræturnar, passa sérkenni okkar og menningu. Margur verður af aurum api. Það gildir líka um þjóðir.

Mér fannst líka gott að heyra það frá Sturlu að það standi til að gera breytingar á störfum þingsins. Auðvitað er það löngu tímabært. Þingið þarf að starfa lengur yfir árið, umræður þurfa að vera markvissari með styttri og snarpari ræðum, þingnefndir þurfa aukið vægi. Ég myndi líka vilja sjá í þessu breytingu þess efnis, að þingið geti stofnað tímabundnar nefndir til þess að fjalla um ýmis sérstök mál sem þurfa rannsóknar við.

Nú svo var það fjárlagafrumvarpið. Það eru auðvitað ánægjuleg tíðindi að heyra að gert sé ráð fyrir 31 milljarða afgangi í stað 5 milljarða halla, eins og talað var um fyrir ári. Það er vel hægt að sætta sig við það. 

Ég yrði alla vega mjög ánægður ef viðsnúningurinn í heimilisbókhaldinu væri hlutfallsleg sá sami um þessi mánaðarmót. Lítið sjóðstreymi hér. Viðvarandi hallarekstur... 

Margt hljómar vel í þessu frumvarpi.  Þarna er átak í samgöngumálum og átak í málefnum barna og ungmenna. Og aukin fjárframlög til Landspítalans, svo eitthvað sé nefnt, sem og til byggingu hjúkrunarrýma.

Þá er líklegt að það verði svigrúm til þess á komandi árum að efla velferðarkerfið og gera betur við umönnunarstéttir, kennara og aðrar mikilvægar starfstéttir samfélagsþjónustunnar.  Þetta er eitt mikilvægasta verkefni komandi ára: Að gera þessi störf aftur eftirsóknarverð. Það markmið næst varla  nema með því að færa meira fé eða tekjustofna til sveitarfélaga, sem sjá um þessa þjónustu að miklu leyti.

Hér er ég að hugsa upphátt.  

Og þetta leiðir einmitt hugann að öðrum óvissuþáttum, því kjarasamningar eru vissulega einn þeirra. Í þessu fjárlagafrumvarpi er til dæmis ekki gert ráð fyrir stóriðju á komandi árum. Mín vegna má það gjarnan vera þannig. Ég sé ekki að það sé nokkur þörf á stóriðjuframkvæmdum hér á landi miðað við þetta frumvarp. 

En það er ekki víst að það standist. Það getur orðið erfitt að koma í veg fyrir 80 milljarða kr. álver í Helguvík. Auk þess virðast aðrar framkvæmdir vera talsverðar á teikniborðinu, a.m.k. hér á Reykjavíkursvæðinu, þó svo Sundabraut hafi verið frestað.  Þetta ásamt kjarasamningum getur haft áhrif á hið boðaða jafnvægi. Það verður mikilvægt að halda vel á spöðunum. 

En alla vega: Afgangur er betri en halli. Það er lykilatriðið. Þá er hægt að gera hluti. Og sumt er þegar hafið. Mér sýnist þetta vera nokkuð gott frumvarp, með þeim fyrirvara þó að ég á eftir að lesa það...

Þannig að þetta var bara fínn dagur. Og hann byrjaði líka vel. Í morgun fór ég nefnilega í fyrsta tíma í combat conditioning í Mjölni, hvorki meira né minna.  Vaknaði kl. 06.00 til þess að fara að lyfta lóðum, boxa, sparka og taka armbeygjur. Var eins og hræ eftir þennan fyrsta tíma, auðvitað. Gat varla beðið um Aquarius, ég skalf svo mikið. En eftir síðasta tímann mun ég verða ég eins og grískur guð. Helköttaður og helmassaður.

Það sem hélt mér gangandi í morgun var einkum það að þjálfarnir settu Guns and Roses á fóninn. Welcome to the Jungle fær mann nú alltaf til þess að djöflast aðeins extra.

Spurning hvort fjármálaráðherra og ríkisstjórnin hafi notað það trix til þess að komast úr halla yfir í afgang?  

Farinn að sjá Veðramót.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Satt segir þú,það er margt gott í þessu.Mig langar til að benda á að nú er RÉTTI  TÍMINN til að rétta hlut þeirra sem minna mega sín.Lágtekjufólkið,Öryrkjar,Ellífeyrisfólkið.'EG MAN VEL EFTIR ÞJÓÐARSÁTTINNI hvað það væri mikilvægt fyrir afkomu Ríkisins að lágtekjufólkið héldu að sér höndunum í kröfugerð.NÚ ER KOMINN tími á þá sem hafa 300 þúsund á mánuði og  meira AÐ GEFA SÍNAR VÆNTALEGAR LAUNAKRÖFUR EFTIR, svo að það sé raunhæfur möguleiki að hækka hina sem alls ekki ná endum saman.Ég á eftir að skrifa um þetta á öðrum vetfangi fljótlega. Gangi þér vel Guðmundur og vertu sjálfum þér samkvæmur.Þá fer allt vel.(HVER BROSIR ÚT AD EYRUM MEÐ 100-140.000.kr  á mánuði?).

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 05:35

2 identicon

Búinn að ákveða innihald jómfrúræðunnar? kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 11:49

3 Smámynd: arnar valgeirsson

hvað meinarðu... að setja welcome to the jungle á fóninn?  fjármálaráðherra? sennilega frekar "þrjú hjól undir bílnum" eða eitthvað gamalt og hressandi, finnst mér líklegt.

fylgdist ekki vel með ræðuhöldunum en steingrímur joð er nú alltaf skemmtilegastur.

en ég er hjartanlega sammála þér með að kennarar og stéttir sem sjá um heilsu manns og uppeldi barna okkar fái sómasamlega borgað. og að öryrkjar og aldraðir hafi séns á að komast af.

þýðir ekki að senda þeim kort sem á stendur: welcome to the jungle. farsælt komandi ár. Geir..................

en bestu óskir um velfarnað í pólítik.

arnar valgeirsson, 2.10.2007 kl. 21:30

4 Smámynd: K Zeta

Það vinna fleiri hjá ríki og bæ hérna en í nokkru öðru landi?  Hvað er eiginlega allt þetta fólk að gera?  Við erum yngsta þjóðin í OECD en samt með flesta lækna, flesta kennara en samt tossar í Pisa, flestar löggur en lægstu glæpina, flesta bændur sem framleiða minnst, og svona gengur listinn áfram og áfram.  Er ekki einhver í Samfylkingunni sem hefur setið Hagfræði 101?

K Zeta, 4.10.2007 kl. 22:08

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Gummi

Ég hef oft pælt í því ef ég mundi hugsa upphátt. Það yrði allt vitlaust í kringum mig :-)

 Kv

Halli

Haraldur Haraldsson, 4.10.2007 kl. 23:25

6 identicon

Stór dagur á morgun gangi þér vel!

Gerður Mosó (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband