Ég er ekki einn af þeim sem hafa gert ráðstafanir til þess að gera eitthvað rosalega spes í dag, en í dag er 7.júlí 2007, sem er einstaklega fallegur dagur út frá talnalegu sjónarmiði. Ég hyggst til dæmis ekki kvongast í dag, en fréttir hafa borist um það að einstaklega margir hugðust um tíma ganga í heilagt hjónaband á þessum degi, en svo bárust reyndar tíðindi af því nú í vikunni að margir höfðu hætt við af einhverjum orsökum.
VONANDI hafa pör hætt við vegna þess að þau hafa fundið það út í samræðum sín á milli að ekki er endilega farsælt að rjúka í hjónaband með tilheyrandi daglegum deilum um hversdagslega hluti bara vegna þess að einhver sérstök dagsetning sé aðlaðandi. Falleg dagsetning ein og sér getur aldrei orðið grunnur að góðu hjónabandi, en þó verð ég að játa að ég skil vel þau sjónarmið sem liggja að baki því að fólk velji þennan dag, að því gefnu að allt annað sé í þokkalegu lagi.
EINKUM og sér í lagi held ég að það geti komið mörgum karlmönnum til bjargar í framtíðinni að dagsetning brúðkaupsins sé þess eðlis að það sé auðvelt að muna hana. Öfugt við þá kynbræður sína sem þurfa að þola hinn nýstandi refsivönd þagnarinnar innan heimilis í hvert einasta skipti sem þeir gleyma brúðkaupsafmælinu, geta þeir sem kvænast í dag prísað sig sæla. Karlmenn sem muna ekki þessa dagsetningu eiga ekkert erindi í hjónaband.
ÞESSI dagsetning er líka þess eðlis að hún myndi ef pör eru á annað borð þannig innstillt sóma sér ágætlega sem húðflúr. Þar með yrði auðvitað gulltryggt nema í tilviki fordæmalausrar heimsku að karlmaðurinn gleymdi ekki brúðkaupsafmælinu. Í tilviki tveggja karlmanna ef mál hafa æxlast þannig þarf auðvitað ekki að hafa mörg orð um það, í ljósi þess sem hér hefur þegar verið reifað, hversu heppilegt það er fyrir þá að ganga í hjónaband í dag. Þó myndi ég alltaf í slíkum tilvikum mæla sterklega með húðflúri líka.
EF til skilnaðar kemur og húðflúrið 070707 er til staðar er alltaf hægt að bæta við einu núlli fyir framan og halda því fram að húðflúrið sé til minningar um það að þann 7.júlí 2007 hafi viðkomandi séð einstaklega skemmtilega mynd með James Bond. Einnig er hægt að bæta við einhverri tölu af handahófi, eins og til dæmis tveimur, og halda því fram að á ákveðnu tímabili í lífinu hafi viðkomandi verið fangi númer tuttugu, sjötíu, sjöhundruðogsjö.
ÞANNIG að það eru margar leiðir í þessu. En auðvitað þarf fólk ekki endilega að nota þennan dag sem svo fagurlega er tölulega samansettur af almættinu til þess að gifta sig. Það má gera margt annað. Í dag hugsa kannski einhverjir að gott sé að selja kvótann sinn úr byggðalaginu. Öðrum finnst þetta góður dagur til þess að kaupa sér þyrlu. En líklega finnst flestum þetta bara ágætis dagur til þess að fara í bíltúr, lesa bók eða vinna í garðinum. Það má líka alltaf slá.
Birtist sem bakþankar í Fréttablaðinu 7.júlí 2007.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 4.9.2007 | 01:04 | Facebook
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 395306
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi