Í dag er komið að því að almenningur taki umsóknir nokkurra einstaklinga um störf í hans þágu til umfjöllunar. Margur umsækjandinn hefur verið á þönum um borg og bý undanfarið í sínu fínasta pússi og freistað þess að segja vinnuveitandanum í stuttu máli fyrir hvað hann standi og hvers vegna honum sé best treystandi fyrir starfinu. Í þessari kosningabaráttu steig undarritaður sín fyrstu skref í þessum víðsjárverða heimi og lét reyna á sannfæringarkraft sinn í þágu málstaðarins. Í kvöld kemur í ljós hvort árangur hafi náðst. Þumall upp eða þumall niður.
ÉG get vitaskuld ekki neitað því og kannski óhætt að segja það svona í lokin á baráttunni að í hita leiksins, þegar dýpstu öldudalirnir gengu yfir, hvarflaði að hinum unga frambjóðanda að grípa til óhefðbundinna aðferða í atkvæðaöflun. Einni aðferð velti ég til dæmis talsvert fyrir mér, en hún snýst um að ná ákveðnu návígi við kjósendur. Þannig er nefnilega mál með vexti að afi minn heitinn, sem einnig var stjórnmálamaður, átti það til að fara um kjördæmið sitt norður á Ströndum og glíma þar við bændur, í bókstaflegri merkingu, og hafa þá jafnan undir.
ÞETTA vakti lukku. Á tímabili, þegar fylgið virtist vera samkvæmt könnunum í ákveðnu lágmarki, velti ég því vissulega fyrir mér hvort ég ætti að reyna svipaðar aðferðir. Hefði verið tilhlýðilegt að ganga í hús í Suðvesturkjördæmi og glíma við fólk? Ég hætti hins vegar við þetta þegar mér varð ljóst í kjölfar sjálfsskoðunarað ég myndi líklega óþægilega oft, sökum vankunnáttu á þessu sviði, verða lagður undir. Einn kraftajötunn búsettur í kjördæminu benti mér á það glottandi út í annað að ef ég vildi endilega gera þetta gæti ég jú kannski farið í grunnskólana og glímt við börnin.
MEÐAL annarra aðferða sem ég íhugaði voru aðferðir af því tagi sem henta vel til þess að ná upp svokölluðu samúðarfylgi eins og t.d. að falla í yfirlið á almannafæri eða detta í læk en þær hugrenningar mínar strönduðu á því að ég vissi aldrei almennilega hvar og hvernig ég ætti að koma slíku í framkvæmd. Myndi fólk taka eftir því ef eitthvað svona kæmi fyrir mig? Þyrfti ég ekki að kalla til sérstaklega blaðamenn og ljósmyndara, áður en viðburðurinn ætti sér stað?
ÞETTA hljómaði of flókið. Í lokin komst ég auðvitað að því að vitaskuld er alltaf best að reyna að segja einfaldlega á skýru mannamáli hvað maður sjálfur og flokkurinn manns vill gera ef hann fengi að ráða. Það er alltaf klassískt. Í öllu falli hefur þessi kosningabarátta verið skemmtileg og spennan sjaldan verið meiri. Skoðanakannanir sýna fylgi allra upp og niður eins og í jójói. Enginn veit hvað hver og einn gerir í kjörklefanum. Þar eru allir frjálsir og jafnir til þess að taka þá ákvörðun sem samviska þeirra og hjarta býður þeim. Njótum þess vel, því það eru forréttindi. Gleðilegan kjördag!
Birt sem Bakþankar í Fréttablaðinu 12.maí 2007.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 21.5.2007 | 14:42 | Facebook
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 395306
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi