29.4.2007 | 23:28
Íslenskukennsla fyrir Frjálslynda, biðlistar, Vopnafjörður og fl.
Eftir að kosningabaráttan fór á fullt hefur maður varla tíma til þess að blogga. Því er verr og miður því ef einhvern tímann maður ætti að blogga væri það líklega núna. Tvær vikur í kosningar og heldur betur nauðsynlegt að koma sjónarmiðum á framfæri...
En mér sýnist síðunni minni hafa verið haldið ágætlega við með líflegum umræðum um kaupmátt og kaupmáttaraukningu. Vonandi lærist fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna af þeirri umræðu að betra er að hafa allar tölulegar staðreyndir á hreinu, áður en rokið er af stað með fullyrðingar um að "kaupmáttur hafi aldrei aukist jafnmikið á Íslandi" etc. Auk þess má sjá af umræðunum að klisjan um að vinstri stjórnir séu einhverjar óstöðugleika og glundraðastjórnir hefur fjarað út í sandinn.
Annars hef ég mestmegnis verið í verslunarmiðstöðum, á vinnustöðum, í skólum og að ganga í hús með rósir og bæklinga undanfarið. Edda kom með í dag á Álftanesið að dreifa og fannst það svona líka skemmtilegt. Gekk með mér hús úr húsi með barnastefnuna og XS buff um hausinn.
Svo skrapp ég líka á Vopnafjörð í vikunni, fór í sund við Selá og hélt ræðu. Vopnafjörður var einu sinni höfuðvígi Framsóknarflokksins. Nú var það Samfylkingin sem fyllti samkomuhúsið. Fólk gekk brosandi út og rífandi stemmning á svæðinu. Dúddi staðarhaldari ætlar samt ekki að kjósa okkur. Geri aðra atlögu að honum síðar.
Í gær söng ég svo á söngvakeppni frambjóðenda í Suðvesturkjördæmi á vorhátíð Aftureldingar, með Kötu Júl og Árna Pál í bakröddum. "Það er bara einn flokkur á Íslandi sem talar af einhverri skynsemi um mál" . Lag Mrs Robinson. Við Marshall höfum verið að syngja þetta hér og þar. Fólk tekur undir.
Síðar um kvöldið spilaði svo Ske á rokkhátíð gegn biðlistum, á Nasa. Innlegg Samfylkingarinnar í þá umræðu í dag var ansi hreint ágætt. Það kostar ekki nema um 30 milljónir að eyða biðlistunum á BUGL. Þessi brýnu velferðarmál eru nefnilega ekki peningaspursmál, heldur eru það einfaldlega tregðulögmál, áhuga- og dugleysi sem hafa komið í veg fyrir aðgerðir.
En samt saka Sjallarnir okkur um að vilja auka eyðslu og útgjöld, um leið og við minnumst á velferðarmál. Það er rauði þráðurinn í grein eftir Illuga í dag í Fréttablaðinu. Alveg er það merkilegt að Sjallarnir skuli ekki ennþá skilja að það er hægt að forgangsraða útgjöldum, stunda hagstjórn og taka skynsamlegar ákvarðanir í ríkisbúskapnum, eins og að eyða biðlistum, sem yfirleitt sparar peninga til lengri tíma litið.
Sjálfir hafa þeir lofað núna hátt í 420 milljörðum í alls konar útgjöld á næstu árum. Það ætti því að fara þeim betur að þegja.
Sem þeir og gera reyndar í stórum stíl.
Sigurvegarar vikunnar í pólitískum áróðri eru hins vegar Frjálslyndir: Strætó með auglýsingum frá þeim keyrir núna um borgina með málfarsvillu í stríðsletri:
"Berjumst gegn stéttarskiptingu"
Þetta á að sjálfsögðu að vera stéttaskipting. Ekkert r. Nema frjálslyndir séu að tala um gangstéttina.
Maður veit ekki.
Tvær vikur til stefnu. Fólk er greinilega ennþá að ákveða sig, samkvæmt könnunum. Um 40% óákveðnir ennþá. Allt getur gerst.
Í öllu falli. Ekki kjósa þessa lista þann 12.maí:
Biðlista barna með geðraskanir. 170 börn bíða eftir fyrstu komu á göngudeild BUGL, biðtími allt að eitt og hálft ár. 20-30 mikið veik börn bíða eftir innlögn.
Biðlista aldraðra. 400 bíða í heimahúsum í brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými og 900 í þvingaðri samvist með ókunnugum. 62 aldraðir sem lokið hafa meðferð bíða inná Landspítala eftir því að komast í varanleg hjúkrunarrými.
Biðlista hjartasjúklinga. 243 hjartasjúklingar eru á biðlista eftir hjartaþræðingu á LSH, þar af 54 sem hafa beðið lengur en í 3 mánuði. 53 bíða eftir opnum hjartaaðgerðum. 170 til viðbótar bíða eftir öðrum hjartaaðgerðum og -rannsóknum.
Biðlisti barna með þroskafrávik. 276 börn með margvísleg þroskafrávik bíða eftir greiningu. Biðtími er allt uppí 3 ár. Greining er skilyrði fyrir því að þessi börn fái stuðning í skólum og aðra þjónustu.
Biðlista geðfatlaðra eftir búsetuúrræðum. 50 geðfatlaðir á Landspítala bíða eftir varanlegri búsetu. Sumir hafa beðið í allt að 15 ár. Auk þess vantar búsetuúrræði fyrir 170 geðfatlaða til viðbótar. Að mati Geðhjálpar eru 60-70 geðfatlaðir á götunni!
Biðlista eftir liðskiptaaðgerðum. 256 sjúklingar bíða eftir liðskiptaaðgerðum á LSH og þar af hafa 138 beðið í meira en 3 mánuði.
Biðlista eftir sjúkrahúsmeðferð aldraðra. 242 aldraðir bíða eftir að komast í margs konar meðferð á öldrunarsviði LSH.
Biðlista á LSH, sem telja alls 3.145 manns. Hér að ofan er aðeins sá hluti biðlista eftir aðgerðum á Landspítala sem talinn er verulega slæmur, jafnvel hættulegur, en alls eru á biðlistum þar eftir þjónustu um 3.145 manns. Þar af eru 671 sem bíður eftir augasteinaaðgerð og hafa 453 þeirra beðið lengur en í 3 mánuði.
Biðlista þroskaheftra. 142 þroskaheftir bíða eftir því að komast í skammtímavistun.
Biðlista öryrkja. 200 manns eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði hjá Öryrkjabandalaginu.
Biðlista fatlaðra. 100 bíða á biðlistum Svæðisskrifstofa eftir búsetuúrræðum og margir hafa beðið árum saman. Árlega bætast um 15 manns á þann lista.
Biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði. Á Stór-Reykjavíkursvæðinu eru 1525 manns á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði, þar af um 650 námsmenn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 395306
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi
Athugasemdir
Gott gott Gummi frændi, svo geturu skoðað tilögu mína um hvernig eigi að fella ríkisstjórnina á síðunni minni.
Gaukur Úlfarsson, 29.4.2007 kl. 23:44
Afhverju er ekki biðlisti í 6 ára bekk?
Tómas Þóroddsson, 29.4.2007 kl. 23:50
Biðlistar stjórnmálaflokka sem aldrei komust að
Samfylking
Vinstri Græn
Frjálslyndir
Sveinn Valdimar Ólafsson, 30.4.2007 kl. 00:56
Mér sýnist sem Dharma hafi hér að ofan sett heimsmet, eða a.m.k. Íslandsmet, með því að bera upp lengsta bónorð sögunnar. Með formála, mismunandi röksemdum, niðurlagi og lokaorðum! Sjálfstæðisflokkurinn er komin á skeljarnar gagnvart Samfylkingunni.
En hvers vegna hefur Samfylkingin ekki tekið upp stefnu í gangstéttarmálum? Frjálslyndir eiga heiður skilinn fyrir að vekja máls á þessu.
Bjarni Þór Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 09:20
Fyrst þú ert farinn að taka menn í íslenskutíma, er ekki óviðeigandi að leiðrétta þessa færslu þína.
Þú segist hafa tekið þátt í söngvakeppni, en ættir frekar að tala um söngkeppni. Í söngvakeppni er keppt um lög(eins og í eurovision), en í söngkeppni er það söngurinn sem er aðalatriðið.
Þetta er þó mun skárra en þegar "Frjálsyndi flokkurinn" talar um "innfluttning" á verkafólk.
Sigurður (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 10:59
Þessi listi er góður og afar nauðsynlegt að leysa, en hvar eru langtímamarkmiðin? Eins og Dharma segir ég sakna Jafnaðaramanna stefnunar.
Erlendur Pálsson, 30.4.2007 kl. 12:39
Það er sem sagt ekki peningaspursmál að eyða biðlistum. Hmmm... Svona lagað fælir mann alltaf frá Samfylkingunni.
Eða hvað gerist nú þegar þeir taka við og skyndilega rennur kostnaðurinn upp. Hvernig leysirðu vanda sem þú gafst þér að kostaði ekkert að leysa en svo skyndilega er kominn milljarða kostnaður?
Björn Viðarsson, 30.4.2007 kl. 13:55
Æi elsku Gummi kallinn..
Veistu ekki að þetta kemur allt frá auglýsingastofu fyrir frjálslynda?
Langar bara að benda þér á að ég hef margsinnis prentað bæklinga og fleiri ruslpóst fyrir ykkur og finn ætíð margar stafsetningarvillur og málfarsvillur í ykkar bæklingum, en þannig eru prófarkalestar mikilvægir en alltof sjaldan gert.
Gangi ykkur samt vel í komandi kosningum en ég segi samt
Áfram Frjálslyndir og niður með þessa ríkisstjórn :)
Arnar (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 21:45
Æi elsku Gummi kallinn..
Veistu ekki að þetta kemur allt frá auglýsingastofu fyrir frjálslynda?
Langar bara að benda þér á að ég hef margsinnis prentað bæklinga og fleiri ruslpóst fyrir ykkur og finn ætíð margar stafsetningarvillur og málfarsvillur í ykkar bæklingum, en þannig eru prófarkalestar mikilvægir en alltof sjaldan gert.
Gangi ykkur samt vel í komandi kosningum en ég segi samt
Áfram Frjálslyndir og niður með þessa ríkisstjórn :)
Arnar (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 21:49
Vandamál sf er að allir kratarnir eru farnir úr flokknum.
Ekkert eftir nema vinstrisinnað fólk sem treystir sér ekki til að segja skoðanir sínar - spurning hvort sf í hfn bjóði upp á ljósastraura sem frambjóðendur í næstu bæjarstjórnarkosningum eins og einn fyrrverandi sf -maður í hfn lagði til.
Sf vill helst af öllu vinna með flokki sem hefur það helst á stefnuskrá að stoppa framfarir, uppbyggingu, ganga úr nató og helst að ríkið sé með puttana í öllu.
Guðmundur ef þessi óskaríkisstjórn ykkar vinstrimanna vg&sf yrði að veruleika myndir þú samþykkja tillögu sjs sem hann lagði fram í sjónvarpsviðtali um daginn að hættu öllum framkvæmdum við Kárahnjúka og láta allt þar standa sem vitni um heimsku mannsins - hvað myndi það kosta íslenska ríkið og hvernig mynduð þið fjármagna það ?
Óðinn Þórisson, 30.4.2007 kl. 22:43
Allir þessir biðlistar minna á Sovétríkin sálugu. Helsta einkenni lífsins í gömlu sovét voru einmitt biðraðir eftir nánast öllum nauðsynjum fólksins. Valhafarnir voru vandanum ekki vaxnir og kerfið með öllu ónýtt, en allt var þetta látið draslast einhvern veginn áratug eftir áratug. Einræði Flokksins ríkti í landinu.
Það sama er að gerast hér . Síðustu 12 árin í valdatíð þessarar ríkisstjórnar hefur velferðarkerfið verið látið drabbast niður...sinnuleysi á brýnum þörfum almennings og dugleysi valdhafa í þá veru að taka á vandanum hefur verið algjört.. því er svo komið sem við öllum blasir og á fjöldanum brennur. Það er afar brýnt að ráðast að rótum þessa vanda og stokka málin upp og eyða þessum ömurlegu biðlistum... Ljóst er að til þess þarf breytt stjórnarfar.
Hér koma lausnir jafnaðarmanna að bestu gagni . Norrænu ríkin, þar sem hugsjónir jafnaðamanna hafa djúpar rætur, þau standa sig best allra ríkja í heiminum þegar að velferðarmálum kemur...
Það er því mikilvægt að Samfylkingin komist til áhrifa við stjórn landsins að loknum kosningum nú í vor.
Sævar Helgason (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 23:12
Arnar frjálslyndi... " en þannig eru prófarkalestar mikilvægir en alltof sjaldan gert." lestar ??? já frjálslyndir og stafsetning, greinilega ekki góð blanda. Spurning hvort þessi íslenskukennsla sem þið auglýsið væri bara ágæt fyrir ykkur sjálf.
Katrín (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 00:16
Nú er ég hissa! Enginn maður (kona) hefur talað eins illa um Samfylkinguna á mbl blogginu og Dharma og nú vill hann/hún fara í stjórn með þessum sama flokki, sem hann/hún hefur kallað lýðskrumara, hræsnara, stefnulaust rekald o.s.frv. o.s.frv. En batnandi mönnum er best að lifa! Velkominn í heim raunveruleikans Dharma!
Egill Rúnar Sigurðsson, 1.5.2007 kl. 01:47
Dharma !!!!!! Þetta heitir að fá sér of mikið og detta á trúnó. En ég held að þú sért búin að hrauna of mikið yfir sf til að þessi skrif þín teljist annað en fylleríis-óráðshjal.
Mig langar líka að nefna, og á það við marga hér inni, að það að gera grín að stafsetningarvillum og öðrum málfræðivillum annarra er ansi ódýrt og gerandanum til minnkunnar. Þykir mér að menn séu komnir í rökþrot og vera orðnir uppi-skroppa með ádeilur á pólitíska andstæðinga sína og jafnvel betra að þegja. Menn gera allavega sjálfum sér ekki óleik á meðan þeir þegja. Hvort sem villurnar eru á strætisvagni eða annars staðar.
Magnús Vignir Árnason, 4.5.2007 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.