Ég er farinn að hallast að því að Íslendingar, þó ekki nándar nærri allir, eigi það til að vera fram úr hófi dramatískir. Ákveðinna histerískra tilhneiginga gætir í þjóðarsálinni. Fólk er til dæmis farið að sjá soraklám út úr sakleysislegum forsíðum verslunarbæklinga, heill stjórnmálaflokkur nötrar og skelfur út af útlendingum á Íslandi, internetið er í augum sumra orðið stórvarasamt, ráðstefnugestir utan úr heimi fá ekki gistingu hjá bændum. Yfirlýsingar um rétt líferni og góða siði dynja á þjóðinni í bland við hávær hróp um að allt sé að fara norður og niður í alls konar óskilgreindum væðingum og váum.
NÚ hef ég alltaf verið ginkeyptur fyrir rökum þess efnis að allt sé að fara til andskotans. Ég hef satt að segja í gegnum tíðina haft fyrir slíkum málflutningi allnokkurn húmor. Fátt er hressilegra en vel orðuð bölsýni í anda Bólu-Hjálmars og Kristjáns Fjallaskálds. Oft hef ég sveimað sem Íslendingur í mínum vangaveltum einn yfir kaldan eyðisand, í yfirfærðri merkingu skáldsins, fjarlægst Norðurland og átt hvergi heima. Alltaf hefur það verið hressandi að núllstilla sálartetrið með þessum alíslenska fylleríssöng á góðri stundu. Bölsýnin er þannig órjúfanlegur hluti af Íslendingseðlinu á ákveðinn hátt. Við syngjum beinlínis vísur í þeim anda þegar við lyftum okkur upp.
METIÐ í pólitískri bölsýni að mínu mati átti einn tiltekinn forsetaframbjóðandi í síðustu forsetakosningum. Sá kvaðst þess fullviss að ef ekkert yrði að gert, og hann næði ekki kjöri, myndi verða kjarnorkustríð í heiminum að nokkrum árum liðnum. Hið merkilega er að frambjóðandi þessi náði ekki kjöri þrátt fyrir þessa afarkosti. Segja má, að við málflutningnum mig eða kjarnorkustríð hafi þjóðin valið hið síðarnefnda. Það felur auðvitað í sér átakanleg skilaboð, á vissan hátt, til framjóðandans um að hann hafi ekki átt erindi sem erfiði.
EN þetta var líka öfgafullt dæmi. Það er gamalt minni úr þjóðmálaumræðu að menn veki upp ótta og böl. Því er til dæmis ítrekað haldið fram að tilteknir stjórnmálaflokkar ætli sér að útrýma öllum bændum, aðrir byggðum, sumir sjómönnum. Auðvitað vita samt allir að engum stjórnmálaflokki gengur svo til, en svona hljómar samt áróðurinn. Að vekja upp óskilgreindan ótta er fyrir mörgum ódýr leið til þess að brýna raustina í eigin þágu.
ÞEGAR rætt er um aðsteðjandi vanda, sem vissulega er fyrir hendi á mörgum sviðum, er alltaf fullkomið lykilatriði, að mínu mati, að vera skýr, notast við skýr hugtök og rökstyðja vel hvað átt er við. Pólitískum dramadrottninum hættir til að hrópa hátt um alls kyns yfirvofandi syndaflóð og hörmungar, en mér finnst alltaf betra ef spyrjum frekar eins og góðir foreldrar gera, af yfirvegun og ró, þegar barninu líður illa, en veit ekki sjálft hvernig það á að koma verkjum sínum í orð: Hvar, nákvæmlega, finnurðu til, krúttið mitt?
Greinin birtist sem bakþankar í Fréttablaðinu þann 10.mars 2007.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 24.3.2007 | 18:31 | Facebook
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 395307
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi