22.3.2007 | 15:58
Nýtt framboð til stuðnings stefnumálum Samfylkingarinnar
Það var ekki að heyra á Íslandshreyfingarmönnum (úff langt orð) að framboði hópsins sé beint á nokkurn hátt gegn Samfylkingunni. Margrét Sverris mun t.d. hafa lýst því yfir að Samfylkingin væri með "mjög góða græna stefnuskrá".
Það er alveg rétt. Hana má lesa hér. Það er auðvitað á ákveðinn hátt ánægjulegt að blásið skuli til nýs framboðs til stuðnings stefnumálum Samfylkingarinnar, eins og mér sýnist hér verið að gera:
Íslandshreyfingin leggur áherslu á uppstokkun í landbúnaði, eins og Samfylkingin, og á eflingu hátækniiðnaðar, eins og við. Auk þess að vera sem sagt á okkar línu í náttúruverndar- og loftslagsmálum.
Hættan er hins vegar sú, að þetta framboð verði til þess að dreifa fylgi sem er umhugað um náttúruvernd og loftslagsmál, nýjar lausnir í atvinnulífi og þess háttar, þannig að atkvæði kjósenda sem styðja þessi mál falli dauð í hrönnum.
Það yrði fjárans klúður, ef Ómar, sem vill bjarga landinu, endaði með að bjarga ríkisstjórninni, erkifjandanum, stefnulausri, andlausri og rúinni trausti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:05 | Facebook
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 395306
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi
Athugasemdir
"Íslandshreyfingin lifandi land - dauður flokkur!" Don't worry, be happy!, Gummi minn. Farðu vel með þig.
Steini Briem (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 16:46
Verður þessi nýji flokkur til þess að samfó þurrkist endanlega út?
Kannski er það hugsjón Ómars svona á laun að bjarga ríkisstjórninni. .
En svona í alvöru, þá held ég að þessi nýji flokkur muni gera afskaplega lítinn ursla í röðum annara. Héldu heilan fréttamannafund til að segja að Ómar væri formaður og Margrét varaformaður, annað hafa þau ekki til málanna að leggja eins og er. Þau eru fallin á tíma held ég, allir búnir að missa trú á þeim nú þegar.
Ágúst Dalkvist, 22.3.2007 kl. 17:04
Ég held að Þursaflokkurinn fái ekki mikið fleiri atkvæði heldur en frambjóðendur eru
Það er skritin umræða hér allir tala um umhverfis vernd
heirist aldrei um önnur mál
i skulason (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 17:05
Sæll Guðmundur
Það er virkilega skemmtilegt að sjá hvernig samfylkingarfólk er strax farið að keppast um að tala Íslandshreyfinguna niður. Það er einhver skjálfti í ykkur!
En átæðan fyrir því að fáir eru tilbúnir að styðja annars ágætar tillögur Samfylkingarinnar umhverfismálum er að þið eruð bara ekkert sérlega trúverðug meðan virkjunarsinnar eru í framboði og gegna lykilstöðum í flokknum hringinn í kringum landið.
Þau okkar sem láta umhverfismál ráða úrslitum um hvaða flokk við kjósum í vor hljótum því að taka þetta nýja framboð alvarlega. Á sama tíma er afskaplega erfitt að taka samfylkinguna alvarlega, þó ég sé allur að vilja gerður.
Sigurður Valur Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 17:23
Já þetta er hrikaleg tilhugsun. En vissulega hætta á að þetta gerist.
Tómas Þóroddsson, 22.3.2007 kl. 17:25
Guðmundur minn, það er ekki Íslandshreyfingin lifandi land sem er að klúðra málunum heldur stóriðjumógúlarnir í þínum flokki í Hafnarfirði og víðar. Það eru þeir sem eru að reyta fylgið af ykkur. Ekki eruð þið að ná í fylgi til Sjálfstæðisflokksins, hann virðist bara styrkjast ef eitthvað er. Og þetta ramakvein um að ný framboð dreifi fylgi er nú bara gömul klisja.
Lárus Vilhjálmsson, 22.3.2007 kl. 17:26
Er Íslandshreyfingin líkleg til að höfða til Sjálfstæðismanna og kvenna sem andvíg eru núverandi stóriðjumaníu ??
Mér finnst að framboðið geti millifært svona 20% frá Sjálfstæðisflokki yfir í Íslandshreyfinguna þ.e grænahlutann.
Það eru greinilega spennandi tímar framundan
Sævar Helgason (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 17:29
Ég verð að vera ósammála Sigurði Val hér að ofan.
Það að "virkjunarsinnar eru í framboði og gegna lykilstöðum í flokknum hringinn í kringum landið" finnst mér ekki vera slæmt heldur ávísun á það að skynsamleg niðurstaða verði fundinn í umhverfismálum.
Meðan einn og sami flokkurinn getur haft innanborðs bæði virkjunarsinna og náttúruverndarsinna, sem saman komast að niðustöðu um hið fagra ísland, verður hann að teljast afar trúverðugur
Skoðum þetta aðeins nánar. Ef svo ólíklega vildi til að VG fengi hreinan meirihluta, myndu raddir náttúruverndar einungis hljóma. Ef sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta myndu aðeins raddir virkjunarsinna hljóma. Ef þeir myndu lenda saman í ríkisstjórn þ.e.a.s. VG og SJ þá myndu þeir þurfa að komast að sameiginlegri niðurstöðu, þeir þurfi að mætast á miðri leið varðandi umhverfismál.
Niðurstaðan á alltaf (mjög líklega gefið að enginn fái hreinan meirihluta) eftir að vera einhver skynsamleg málamiðlun.
Ergo niðurstaðan verður fagra ísland, niðurstaða flokksins sem inniheldur báða aðilana.
Maður af götunni (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 18:00
Sammála þér Guðmundur. Er ekki pínu hroki í svona nafni ? Íslands..
Þóra Guðmundsdóttir, 22.3.2007 kl. 19:52
Það er ómögulegt að sjá hvaða áhrif þetta framboð mun hafa á fylgi annarra flokka. Minni þó á að það er sett fram til höfuðs stóriðjuflokkunum tveimur og forvitnilegt verður að sjá fyrstu Gallup/Capacent könnunina þar sem greint verður frá því hvaðan hið nýja framboð tekur helst fylgi (ef það þá fær eitthvert fylgi).....
Sigfús Þ. Sigmundsson, 22.3.2007 kl. 21:16
Held nú samt að þetta framboð taki fylgi fyrst og fremst frá Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum
Gylfi Björgvinsson, 22.3.2007 kl. 22:14
Eftir að heyra í þeim Ómari og Margréti í kvöld er alveg ljóst að Íslandshreyfingin mun ekki taka neitt fylgi nokkurstaðar sem skiptir máli.
Ágúst Dalkvist, 22.3.2007 kl. 22:22
Stundum er frasinn að toppa á réttum tíma notaður. Er tíminn fram að kosningum nægilega stuttur til að fylgið við Ísl.hreyfinguna hrynji ekki þegar fólkið og flokkurinn er skrútineraður af fjölmiðlum og öðrum flokkum? Því seinna sem svona populisma framboð kemur fram því betra fyrir framboðið. Spurningin er því: er tímasetningin rétt hjá Ómari og co?
Þó tíminn sé stuttur þá held ég að hann sé of langur fyrir Draumalandsvagninn. Hann verður elsneytislaus á miðri leið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.3.2007 kl. 22:40
eg mun allavega kjósa ómar-grét - hef beðið eftir hægri grænu framboði. jafnvel þo að byrjað se þunnt þá vantar aðila eins og ómar sem þorir og framkvæmir. til að gera einfalda sögu stutta þa er eg búinn að fa nog af stóriðjustefnu sjalfstæðisflokksins. og ekki treysti eg vg í efnahagsmálum. þannig í raun tel eg betra að kjósa ómar-grét en hana Auði. aðrir flokkar eins og samfylgjan og ósókn komast ekki inn á blað hjá mér. þeir standa ekki fyrir neitt eða þá gamlar stefnur sem eiga heima uppi þegar rjómabúin voru upp á sitt besta.
óskilgreindur, 22.3.2007 kl. 23:02
Gummi, af hverju ættu þau ÓMar-grét og félagar að stofna flokk til stuðnings stefnumálum Samfylkingarinnar? Ef þau eru að því, eins og þú segir, þá getur það bara verið að út af því að ykkur er ekki treystandi fyrir ykkar eigin stefnumálum...
HalliEgils
p.s. ÓMar-grét til hamingju með nýjan flokk, ég spái ykkur 6-7 sætum
Hallgrímur Egilsson, 23.3.2007 kl. 10:28
Mig langar að vita hver stefna Samfylkingarinnar er í þjóðlendumálum.
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 23.3.2007 kl. 12:17
Mig dreymir um ríkisstjórn Samfylkingar, Vinstri Grænna og Íslandshreyfingarinnar.
Árni (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 13:29
Ég hef engan áhuga á að sjá VG í ríkisstjórn. Því miður sé ég bara ekki betur en afturhaldssemin í VG yrði ráðandi og óbærileg.
Hvenær ætla menn að sjá ljósið, gullni meðalvegurin er til, hann heitir sterk jafnaðarstefna með áherslu á menntamál, einstaklingsfrelsi, einfaldað skattakerfi fyrirtækjum og einstaklingum til hagsbóta, dregið úr fáránlegri byggðastefnu sem getur af sér stjórnlausa stóriðju. Þessi stefna er ekki til á Íslandi í augnablikinu held ég, en Samfylkingin og Íslandshreyfingin gætu stigið skref í áttina?
Steinn E. Sigurðarson, 23.3.2007 kl. 16:00
Hvaðan kemur sú lifseiga soðsögn að Álver séu ekki vinnustaði sem krefjast vel menntaðs fólks. Ég þekki þokkalega til og get fullyrt að gott álver er með flækjustig sem meðalmaðurinn grípur vart enda hef ég aðeins sasasjón af þessari flóknu starfsemi. Innan álvera vinu fjöldi fólks sem allt her sérhæft og hefur í dag orðið yfirburðaþekkingu á eiginleikum málmsins áls, framleiðslu- og gæðaferlum og þekkingu og reynslu.
kveðja
sveinn
Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 01:42
Haukur, eda Dharma. Tho thu kunnir ad setja kommentin thin upp skemtilega med slettum sem hljoma og synast flott ad tha tekst ther alltaf ad tulka malefni vinstri manna adeins og svart-og hvitt. Ad leggja heilum stjornmalaflokki i munn stadhaefingar og thad ekki einu sinni undir eigin nafni er barnalegt.
Skil vel ad thad boosti thitt litla ego, thvi sumir misleyddir einstaklingar sem hafa borid fram skodanir sinar her a bloggi Gumma er nakvaemlega a sama plani.
Thad er i lagi ad vera haegri sinnadur liberalisti, hvar er liberasjonin thegar kemur ad mismunandi skodunum og mismunandi malefnum flokkanna. Hvar stendur thad t.d. ritad ad Samfylkingin vilji bara yfir hofud EKKI virkja?
Thad kemur mjog illa ut thegar folk leggur odrum ord i munn. Enn ver thegar menn tulka stefnu heils-stjornmalaflokks alltaf a thann veg sem honum thoknast, sama hversu langt hann tharf ad seilast.
Jonas Asmundsson, 25.3.2007 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.