12.3.2007 | 16:14
Írak
Í morgun heyrði ég vitnað í Hans Blix í fréttum. Nú eru u.þ.b. fjögur ár frá innrásinni í Írak. Blix var að segja það sem hann hefur áður sagt. Það voru aldrei nein gereyðingarvopn í Írak. Núna bætir hann við að hann telji að Bandaríkjamenn og Bretar hafi í raun verið á nornaveiðum þegar ákveðið var að ráðast inn í landið. Staðreyndum var hnikað, óstaðfestum grunsemdum breytt í fullyrðingar. Allt í áróðursskyni.
Við studdum þetta. Davið og Halldór settu þjóðina á stuðningslista. Það verður ekki framhjá því litið.
Í fjögur ár hafa þeir sem bera ábyrgðina á þeirri ákvörðun reynt að flýja gagnrýni með alls konar brögðum. Hér eru nokkur dæmi, í grófum dráttum, til upprifjunar:
- Þeir sem voru á móti innrásinni voru og eru afturhaldskommatittir. (Davíð Oddsson)
- Það er allt í stakasta lagi í Írak. (Davíð Oddsson).
- Við höfum hvort sem er engin áhrif. (Geir Haarde)
- Stuðningurinn var mistök eða rangur. (Jón Sigurðsson á miðstjórnarfundi XB)
- Nei annars, ég meinti það ekki þannig... (Jón Sigurðsson á þingi)
Á máli margra flokksmanna ríkisstjórnarflokkanna má heyra að þeir telji skynsamlegt að beita línunni: "Það er auðvelt að vera vitur eftir á" þegar Íraksstríðið berst í tal.
Þessi lína gengur auðvitað ekki. Um 90% þjóðarinnar voru á móti þessum stuðningi. Hans Blix, SÞ og alþjóða kjarnorkumálastofnunin voru öll að reyna að benda Bush og öðrum herskáum leiðtogum á það að forsendur fyrir innrás væru litlar sem engar.
Í þessu máli var svo auðveldlega hægt að vera vitur fyrirfram. Þetta er líklega eitt stærsta sár sem íslenskir þjóðarleiðtogar hafa veitt þjóð sinni fyrr og síðar. Og það er ennþá opið.
Við Íslendingar höfum nefnilega ekki gert eins og t.d. Spánverjar. Þeir kusu burt þau öfl sem studdu þetta stríð. Jafnaðarmaðurinn Zapatero var þar leiddur til valda og nú er það ekkert vafamál: Spánverjar styðja ekki þennan viðbjóð.
Íslenska þjóðin getur vel tekið svona ákvörðun líka. Það eru kosningar í nánd. Samfylkingin hefur ítrekað lagt til á þingi að Ísland verði tekið af stuðningslistanum. Það hefur aldrei verið samþykkt. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa við þau tækifæri undantekningalaust gripið til þeirra misgáfulegu og sundurlausu varnarviðbragða sem hér að ofan er getið.
Fréttirnar tala sínu máli um nauðsyn þess að Íslendingar geri upp þetta mál: Á hverjum degi deyr fólk í þessu stríði í Írak sem er hvergi nærri lokið. Um 750 þúsund manns hafa dáið í átökum síðan það hófst. Það er ríflega tvöföld íbúatala Íslands.
Sér ríkisstjórnin eftir stuðningi sínum?
Ég get ekki séð það. Þann 20.janúar var t.d. greint frá því í blöðum að Íslendingar hefðu varið 44 milljónum í flutning hergagna til Íraks á síðastliðnu ári. Það er blygðunarlaus stuðningur í formi beinharðra peninga.
Eins og samflokksmaður minn og frambjóðandi í Norðvesturkjördæmi, Sr. Karl Matthíasson, benti á í ræðu sem ég hlýddi á um helgina, að þá er Íraksstríðið og það iðrunarleysi sem stjórnarflokkarnir sýna í því máli næg ástæða, ein og sér -- fyrir utan allar hinar -- til þess að kjósa þessa flokka ekki þann 12.maí.
Það er bara svo einfalt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 395306
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi
Athugasemdir
Já ég er alveg sammála þessu en það má ekki bara einblína á gerendur ( Davíð og Halldór ) mér finnst ábyrgð þeirra þingmanna sem stóðu hjá með heimótasvip og þorðu ekki að andmæla, mjög mikil . Allir þingmenn sjálfstæðis- og framsóknarflokks bera ábyrgð þeir þögðu og horfðu á glæpinn.
Tómas Þóroddsson, 12.3.2007 kl. 16:55
Við félagarnir höfum stundum gripið það ráð að nota þetta sem rök fyrir að gera eitthvað óskynsamlegt - í samræmi við ríkisstjórnina.
Heyrt á ölstofunni.
"Fá okkur annan bjór ?"
"Það er nú ekki skynsamlegt - þá endar þetta í einhverju rugli"
"Auðvelt að vera vitur eftir á!"
"Fá 2 bjóra takk."
Mjuup (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 17:00
Gott að fólk eins og þú Guðmundur var ekki til þegar Hitler var tekinn úr umferð.
Þú veist það vel að þið vinstri menn voruð ekkert á móti því að losa heiminn við Saddam þið voruð á móti bara af því að það voru hægrimenn sem gerðu það. Samfylkingarmenn hefðu náttúrulega rætt málin í nokkur ár og gáð síðan hvað skoðannakannanir segðu að væri öruggast fyrir ykkur.
Munurinn á hægri mönnum og ykkur er að hægri menn eru doers en ekki þið.
Það útskýrir af hverju enginn treystir Ingibjörgu Sólrúnu til að vera forsætisráðherra.
Örn Johnson ´67 (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 17:28
úfff, röksemdir Örns eru bara merkilegt nokk, engar og þar með er Örn verri í athugasemdum heldur en Dharma sem tjáð hefur sig undanfarið.
En það er eitt sem ég vill koma á framfæri varðandi þennan pistil. Guðmundur og Sr Karl vilja meina að það eitt að þessi flokkar studdu innrás í Írak sé nóg til að kjósa þá ekki.
Ég er ekki sammála þessu, því ef ég væri sammála þessu, þá ætti ég einnig að vera sammála því að kjósa ætti VG vegna þess að þeir séu sammála mér í einu máli sem er umhverfismál.
Nei ég myndi ekki kjósa VG bara vegna þess að þeir eru umhverfisvænir, því stefna þeirra í öðrum málum er mér bara hreinlega ekki að skapi.
Hlynur (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 17:36
Gaman að sjá þig Guðmundur í Verzlunarskólanum í dag. Hefði þó viljað heyra í þér. Hvers vegna fóruði?
Stefán Þór (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 17:47
Það var ánægjulegt að koma í Verzlunarskólann, Stefán. Munum örugglega koma aftur. Fundurinn féll niður, þannig að við létum nægja að dreifa bæklingum. Sáðum fræjum jafnaðarmannastefnunnar. Vona að þau festi rætur í marmaranum...
Guðmundur Steingrímsson, 12.3.2007 kl. 18:00
Davíð og Co voru náttúrulega í hörku viðræðum um að halda herstöðinni gangandi þegar innrásin var gerð og héldu að ef þeir skrifuðu undir listann þá væri það ásinn þeirra í erminni. En nei, herinn pakkaði saman og skildi þá eftir með undrunar svip.
Ómar Örn Hauksson, 12.3.2007 kl. 18:47
Ísland tekur vonandi ekki þátt í fleiri stríðum...
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.3.2007 kl. 20:20
Fyllilega sammála færslunni, sérstaklega síðustu setningunni. (og Hlynur, Guðmundur sagði líka -- fyrir utan allar hinar --)
Á Örn er ekki eyðandi orðum.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 12.3.2007 kl. 21:10
Þetta er næg ástæða fyrir mig til að kjósa eitthvað annað en sjálfstæðis- eða framsóknarflokkinn. Þetta er þó langt frá því að vera eina ástæðan.
Finnur Torfi Gunnarsson, 12.3.2007 kl. 21:13
Ósammála Erni og reyndar flestum hér eins og minn er vani .
Ég þykist vera hægri maður en ég var alltaf á móti innrásinni í Írak en finnst líka alveg út í hött að bakka núna, það væri mjög óábyrgt. Landið yrði skilið eftir í rúst og það er meðal annars okkur að kenna. Okkur ber skilda til að laga til eftir okkur og reyna að koma á friði í landinu.
Þetta með að það sé gott að Saddam sé frá. Ekki þori ég að fullyrða eitt eða neitt um það. Áður en Saddam komst til valda var endalaus ófriður í Írak. Með sinni ógnar stjórn náði hann að koma á skólum og heilbrigðiskerfi sem hjálpaði mörgum en kostaði vissulega marga líka lífið. Áður lærðu krakkar ekkert nema að drepa hvort annað og eftir hans daga virðist það ætla að verða líka.
Það er komið í ljós að ástæðan fyrir innrásinni inn í Írak var upp login af stjórnum Bandaríkjanna og Bretlands. Samt kjósum við að trúa öllu því slæma sem sagt var um Saddam. Ekki þori ég að fullyrða að það hafi allt verið lygi en klárlega var það ekki fegrað.
Viljum við frekar kjósa Samfylkinguna og VG sem vilja hlaupast undan ábyrgðinni heldur en kjósa stjórnarflokkana sem vonandi hafa lært af reynslunni?
Ágúst Dalkvist, 12.3.2007 kl. 22:16
"Viljum við frekar kjósa Samfylkinguna og VG sem vilja hlaupast undan ábyrgðinni heldur en kjósa stjórnarflokkana sem vonandi hafa lært af reynslunni?"
Viljum við setja afbrotamann í fangelsi og/eða betrun eða vonast til að hann læri af reynslunni og iðrist vegna þess að hann er orðinn svo leiður á tuðinu í öllum í kringum hann?
Stefán Freyr Guðmundsson, 12.3.2007 kl. 23:30
Athyglisverð tilgáta með reynsluna Stefán. En hversu mikið þurfa menn þá að hafa lært af reynslunni til að taka sönsum? Skyldi maður ekki ætla að það gætti einhverrar iðrunar hjá þeim sem hefur lært af reynslunni? Það er hvergi að sjá nein merki iðrunar hjá stjórnarflokkunum, fyrir utan hallærislegt yfirklór framsóknarflokksins (ritist ávallt með litlum staf), þannig að ég get ekki séð að þessi annars ágætu rök haldi í þessu tilviki.
Heimir Eyvindarson, 13.3.2007 kl. 00:24
Ég ætla að vona að þú hafir ekki misskilið mig þannig að mér finnist líklegt að menn iðrist af því að vera orðnir leiðir á tuði. Þá ber að sjálfsögðu að kjósa frá völdum.
Stefán Freyr Guðmundsson, 13.3.2007 kl. 00:43
Ef maður er í samstarfi við aðra, í þessu tilviki um varnar- og öryggismál, getur maður ekki hlaupist undan merkjum þegar á reynir. Hver myndi vilja vinna með slíkum aðila?
Ein spurning; hvar er þessi listi sem allir eru að tala um? Er það fréttatilkynningin? Eða er Bush með e-n lista á borðinu hjá sér? Hvaða þjóðir hafa verið strikaðar út af listanum, þ.e.a.s. ef hann er til?
Þetta er rangt hjá þér Guðmundur hvað Spánverjana varðar; áður en íslömsku hryðjuverkamennirnir sprengdu í Madrid og drápu tæplega 200 manns nokkrum dögum fyrir kosningar, var stjórnin með yfirburðastöðu. Það voru hryðjuverkin í þeirra eigin bakgarði sem hræddi fólk.
Annars finnst mér þú Guðmundur, sem ættir að vera ferskur komandi nýr inn í stjórnmálin, dottinn í nákvæmlega sömu gryfjuna og röfl stjórnmálamennirnir sem allir eru búnir að fá leið á. Hvernig væri að þú færir að tala um framtíðina, eitthvað uppbyggilegt?
Sigurður J. (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 02:55
Já Kallinn minn,svo er nú sannleikurinn í málinu og auðvitað er Ríkisstjórn okkar ábyrg fyrir gerðum sínum og hjá því verður ekki litið vonandi fáum við góða uppseru í vor í kosningunum,það vona ég allavegana.
Virðingafyllst:Úlfar B Aspar
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 13.3.2007 kl. 10:24
Ég vona líka að stjórnarflokkarnir hafi lært af reynslunni, Ágúst, en ég get bara ekki séð í þeirra málflutningi að svo sé. Ekki Sjálfstæðismanna alla vega. Ég man ekki eftir því að hafa heyrt neinn einasta þeirra biðja afsökunar eða viðurkenna að það hafi verið mistök að styðja innrásina. Sjálfstæðismenn eru manna duglegastir í að básúna 'vitur eftirá' línunni, sem eins og Guðmundur segir er bara argasta bull miðað við hversu stór hluti þjóðarinnar var á móti innrás, og hversu vafasamt lýðskrum Bandaríkjastjórnar var á sínum tíma. Þetta voru lygar og ekkert annað. Lygar til að fylkja mönnum um vondan málstað. Af hverju viðurkenna menn þetta ekki bara í stað þess að sleikja sér endlaust upp við þessa ömurlegu stjórn sem ríkir þarna í Ameríku?
Annars virðast hér hafa gleymst ummæli Guðna Ágústssonar þess efnis að sú ákvörðun Bandaríkjastjórnar að setja Ísland á lista hinna staðföstu hafi verið einhliða. Ef þetta er rétt, þá er ekki skrýtið að stjórnarflokkarnir eigi erfitt með að ræða þetta mál af skynsamlegu viti - til þess að gera það yrðu þeir fyrst að viðurkenna að þeir hafi verið algjörlega valdalaus peð í þessu máli - og það er eiginlega verra en að þeir hafi einfaldlega tekið slæma ákvörðun.
Þarfagreinir, 13.3.2007 kl. 10:47
Þetta er einmitt aðalástæða þess að ég kýs annan flokk en stjórnarflokk en alls ekki eina ástæðan! Ég vil frekar vera ó-doer heldur en doer á viðbjóðslega hluti eins og Íraksstríðið.
Björgvin Gunnarsson, 13.3.2007 kl. 11:48
Steingrímur; kjarni málsins er að vera spænsks herliðs í Írak er almennt talin ekki hafa haft áhrif á niðurstöðu kosninganna. Sprengingarnar gerðu það hins vegar.
Svo vill til að ég þekki vel til á Spáni, á fjölskyldu þar. Þremur dögum fyrir kosningar bjóst enginn á Spáni við að sósíalistar myndu ná völdum. Þess vegna sagði ég að PP og þeirra samstarfsflokkar höfðu yfirburðastöðu. Það er mjög auðvelt fyrir þig ef þú hefur áhuga á sannleikanum að fletta upp í fréttum frá þessum tíma.
Það er rétt hjá þér að José María Aznar og félagar reyndu að kenna ETA um þetta strax í upphafi, því það þjónaði hagsmunum þeirra 3 dögum fyrir kosningar betur. Hins vegar komu fljótt fram vísbendingar um annað og gríðarlegur múgæsingur varð á Spáni; götur helstu borga fylltust af mótmælendum.
Hefðu sprengjuárásirnar í Madrid verið samsæri til að fella stjórnina, þá tókst það fullkomlega.
PS: Það var ekki bara á Atocha stöðinni sem sprengt var. Alls sprungu 10 sprengjur á um 15 km línu, á milli Alcalá de Henares og Atocha. El Pozo og Santa Eugenia stöðvarnar urðu einnig illa út, sérstaklega sú fyrrnefnda. Sprengjurnar voru allar um borð í lestum ef ég man rétt.
Sigurður J. (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 12:46
Já, þessum 44 milljónum hefði verið betur varið til þess að halda úti íslenskum leiðangursher út í Írak.
Ég skil ekki þennan aumingjaskap og ragmennsku að vilja frekar senda vælukjóa og fávita til að setja plástur á fólk í útlöndum ellegar senda flugvél með hergögn þegar við gætum sent íslenska Víkinga til að berja á illmennunum sem eiga svo sannarlega skilið.
En vissulega hefðum við betur geta sleppt þessu Íraksstríði. Það hefur tekið of langan tíma og of margir hryðjuverkamenn hafa sloppið úr greipum réttvísinnar. En nú þegar mistökin hafa verið gerð verðum við að axla ábyrgð og losa okkur úr kviksyndinu svo við getum lokið stríðinu með sæmd. Það verður ekki gert nema með því að koma nokkrum friði á í landinu.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 15:45
Kannski rétt hjá þér, að rangt sé af mér að kalla þetta múgæsing, því það er neikvætt orð miðað við samstaða. Þetta var fryst og fremst samstaða og jú mótmæli gegn hryðjuverkamönnunum, sem í fyrstu voru taldir vera ETA, en síðan fundust gögn á vettvangi sem bentu til íslamskra vígamanna, auk þess sem aðferðafræðin var mjög ólík vinnnubrögðum ETA. Viðbrögð stjórnvalda í kjölfarið voru svo klúðursleg að þau misstu trúnað fólksins, aðallega ungs fólks ef ég man rétt, þannig að kosningasigur sem viritist bókaður snérist í andhverfu sína.
Sigurður J. (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 16:53
Bien....
Sigurður J. (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.