19.2.2007 | 11:52
Skóflustungustjórnmál
Á dögunum birtist frétt um það að heilbrigðisráðherra hefði tekið skóflustungu að hjúkrunarheimili við Suðurlandsbraut. Lúkkaði vel. Mynd var tekin af viðburðinum og fréttatilkynning send út til fjölmiðla. Allt að gerast.
Þá er gott að á þingi sitji manneskja eins og Ásta Ragnheiður sem man lengra en sólarhring í stjórnmálum, og þá ekki síst þegar kemur að málefnum aldraðra og velferðarmálum almennt. Hún er ein af fjölmörgum þungavigtarmanneskjum í þeim málaflokki sem Samfylkingin á niðri á Alþingi.
Ásta hefur bent á það, að þessu sama hjúkrunarheimili var lofað af ríkisvaldinu árið 2002 og aftur fyrir kosningar 2003. Á miðju kjörtímabilinu var svo skrifað undir samning, með pompi og prakt, við eldri borgara þar sem kveðið var á um að þetta hjúkrunarheimili ætti að rísa. Og núna átti það að vera risið.
Skóflustungan á dögunum var því í raun dapurlegur gjörningur, til áminningar um brotin fyrirheit. Í stað hjúkrunarheimilis, sem sárvantar, er þarna ein vandlega falin hola í jörð. Gerð af ráðherra. Og í ofanálag, til þess að kóróna ruglið, hefur verið bent á það, að ekki finnast neinar fjárveitingar til þessa heimilis nein staðar í fjárlögum fyrir árið 2007.
Skóflustungan er því eina verklega framlag ríkisvaldsins til þessa marglofaða hjúkrunarheimilis hingað til. Þetta er auðvitað skammarleg frammistaða í ljósi þess að ekkert -- ekki neitt -- hjúkrunarrými bætist við á öllu höfuðborgarsvæðinu árið 2006, eins og Ásta Ragnheiður bendir á. Ekki eitt einasta.
Velferðarmálin eru í hönk. Þær sorgarsögur sem úr velferðarkerfinu berast eru smánarblettur á þjóðinni. Það væri glapræði að láta stjórnarflokkana sitja áfram að þeim málum eftir 12 ára samfleytt klúður. Fjölbýli aldraðra og biðlistar eftir hjúkrun sýna ekkert annað en siðblindu ríkrar þjóðar eins og okkar. Um 400 aldraðir og aðstandendur þeirra bíða í brýnni þörf eftir hjúkrunarrými. Þúsund manns búa í þvingaðri sambúð.
Þetta eru afar minnar kynslóðar og ömmur. Aðskilin hjón á gamals aldri og rétt rúmur tuttuguþúsund kall á mánuði í vasapening. Á mannamáli heitir þetta niðurlæging.
Aðgerðarleysi ríkisvaldsins hefur verið margítrekað. Ef þessar skóflustungur sýna eitthvað í raun og veru þá er það þetta: Velferðarkerfið -- og sú hugsun um réttlæti sem það byggir á -- er að deyja í höndunum á okkur. Ráðherrarnir eru byrjaðir að taka gröfina.
Þetta eru stjórnmál hinna innantómu loforða, sem einkennast af samningum inn í framtíðina sem merkja ekki neitt, fréttatilkynningum án innistæðu. Milljarðar í þetta og milljarðar í hitt, án fjárveitinga. Við sjáum þetta á öllum sviðum. Ráðherrar með allt niðrum sig hlaupa nú um allar jarðir með skóflur, í yfirfærðri og bókstaflegri merkingu, og grafa holur.
Þetta er skóflustungustjórnmál. Frá og með 12.maí verður tími þeirra vonandi liðinn í íslenskri pólitík.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:15 | Facebook
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 395345
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi
Athugasemdir
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking?
Ekki svo óvitlaus hugmynd svo sem. Sérstaklega ekki fyrst að Dabbi er hættur. Geir þykir mér miklu mun raunsærri og hófsamari en sá fýlupoki. Hið sama gildir um allmarga Sjálfstæðismenn - slatti af fínu fólki þar eins og í flestum flokkum.
En já, annars er ég sammála því að bráðnauðsynlegt er að fara að gera eitthvað í slæmum aðbúnaði aldraða, og málflutningur Samfylkingarinnar þar hefur mér þótt einkar trúverðugur.
Þarfagreinir, 19.2.2007 kl. 13:31
Vil svo sem ekki spilla ánægjunni af draumum ykkar um samstarf við Sjálfstæðismenn en minni á að þegar Jón Kristjánsson, þáverandi heilbrigðisráðherra, var búinn að skrifa upp á viljayfirlýsingu við R-listann um byggingu hjúkrunarrýma fyrir aldraða - þá var það hinn geðþekki Geir Hilmar sem sagði "marklaust plagg", "enginn peningur til" og síðan þá hefur ekkert verið gert. Hæpið að breyting verði á því.
Dofri Hermannsson, 19.2.2007 kl. 13:44
" Hvar hefur líf mitt lit sínum glatað ?" spurði skáldið.
Þetta geta þúsundir eftirlaunaþega heimfært uppá þá stund sem taka eftirlauna þeirra hófst á hinun síðari árum.
Í tíð núverandi stjórnarflokka hefur kerfisbundið verið höggið að þessu fólki og ástandið í dag hreint er beint dapurlegt .
Þetta fólk er búið að greiða háa skatta sem launþegar allt sitt líf á vinnumarkaði og hélt að með lífeyrissparnaði ásamt því sem það með sköttum sínum lagði í almenna tryggingakerfið, þá yrðu ævidagarnir eftir starfsdaginn í þolanlegu lagi.
En það sem það lagði í almenna tryggingakerfið og taldi sig eiga inni, með réttu...því fé hafa núverandi stjórnvöld rænt af því. Auk þess sem síauknar skattaálögur á þessa húngurlús hafa verið síauknar.
Sýnt hefur verið fram á að þetta ástand hefur verið að skapast á sl. 12 árum.
Tek undir : Breytum þessu 12.maí nú í vor og eflum þau stjórnmálaöfl sem vilja og hafa dug til að lagfæra þessi mál
Sævar Helgason, Hafnarfirði (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 14:47
Það sem mér finnst alveg óskiljanlegt er að allir eru sammála um það að aldraðir eiga að hafa það betra en ekkert er gert. Ríkisstjórnin á skilda þá gagnrýni þangað til að hún gefur skýringu á þessu.
Eina sem mér dettur í hug er að kjör aldraða og öryrkja er alltaf sett undir einn og sama hattinn. Það er ekki sama ungur öryrki sem hægt væri að styrkja í nám svo hann geti fundið vinnu sem hann treysti sér til að vinna eða ellilífeyrisþegi sem er búinn að gera sitt fyrir land og þjóð og á skilið að setjast í helgan stein ef honum sýnist svo.
Treysti því að sama hvaða flokkar verða við stjórnvölinn eftir kosningar að ellilífeyrisþegar fái stærri skerf af góðæriskökunni í nánustu framtíð.
Ágúst Dalkvist, 19.2.2007 kl. 15:32
Þessi pistill þinn var meiriháttar góður og mjög svo þarft innlegg í umræðuna. Halda áfram að rifja upp syndir ríkisstjórnar svikinna loforða (við aðra en auðmenn þjóðarinnar).
Og í öllum bænum slá á allt hræðsluhjal hægrimanna um ríkisstjórn íhalds og Samfylkingar, nú þegar vonir standa til að hægt verði að mynda alvöru vinstri stjórn.
Halldór (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 15:53
Já, ég yrði auðvitað persónulega langsáttastur við stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna og hvet engan til að kjósa annað - bara svo það komi fram.
Þarfagreinir, 19.2.2007 kl. 16:33
Það eru allir hvar í flokki sem þeir eru sammála því að þurfi að bæta kjör eldri borgara.
Við skulum bara vona að ríkisstjórnin haldi velli, þá ættu menn ekki að þurfa að hafa áhyggur af hag sínum.
Óðinn Þórisson (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 20:07
Það er alveg á hreinu að þú ert ekki eldri borgari Óðinn. Vonandi komast jafnaðarmenn að áður en þér verður holað niður í tveggja manna herbergi á Hrafnistu ásamt Hauki Dharma.
Dofri Hermannsson, 19.2.2007 kl. 20:59
Það sem skiptir máli skiptir er að yfir 400 aldraðir bíða eftir hjúkrunarrými,sem hvílir þungt á aðstandendum þeirra.Þúsundir bíða eftir einbýli og búa í þvingaðri sambúð,þar sem oftar en ekki menn eiga litla samleið vegna hrörnunar o.fl.Skóflustungan er minnismerki hinnar duglausu ríkisstjórnar í málefnum aldraðra
Kristján Pétursson, 19.2.2007 kl. 21:44
Það sem máli skiptir er að yfir 400 aldraðir bíða eftir hjúkrunarrými,sem hvílir þungt á aðstandendum þeirra.Þúsundir bíða eftir einbýli og búa í þvingaðri sambúð,þar sem oftar en ekki menn eiga litla samleið vegna hrörnunar o.fl.Skóflustungan er minnismerki hinnar duglausu ríkisstjórnar í málefnum aldraðra
Kristján Pétursson, 19.2.2007 kl. 21:45
- ágæt gagnrýni og á köflum skemmtilega sett fram - en heldur eru niðurstöðuorðin háfleyg og allt að því innihaldslaus. Lengi hefur loðað við jafnaðarmenn á Íslandi (áður kratar) að hrópa hátt að vitlaust væri gefið þegar þeir halda ekki á spilastokknum - líkt og þeir hafi aldrei haft um málin að segja. Að þeir hafi t.d. verið stikkfrí í velferðarmálum í 12 ára stjórn R-listans í Reykjavík og ekki tekið þátt, svona almennt séð, í "skóflustungustjórnmálum". Ekki sannfærandi, Guðmundur. Sem ég segi: yfirstemmd, klén og innihaldslítil niðurstaða.
Ólafur Als, 20.2.2007 kl. 03:27
Ég held að það sé vilji innan sf að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum sem m.a má greyna á skrifum framkvæmdastjóra þingflokks sf. :)
Óðinn Þórisson (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 07:46
Hafið þið heyrt eitthvað um framkvæmdina sem á að vera búinn byrjun árs 2008, en það á að reysa þjónustuíbúðir fyrir aldraða í Spönginni??? Veit einhver hvernig sú framkvæmd er á planinu????
Áslaug Sigurjónsdóttir, 20.2.2007 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.