7.2.2007 | 16:25
Fagra Ísland og nýja atvinnulífið
Þá er það skjalfært og fært til bókar, kæru vinir, að Samfylkingin vill fresta stóriðjuframkvæmdum þar til rammaáætlun um verndun náttúrunnar hefur verið gerð og samþykkt. Þetta hefur reyndar þegar verið sagt í stefnuplagginu Fagra Ísland, en í gær lýsti formaðurinn þessu afdráttarlaust yfir á hinu háa Alþingi, þegar hún einmitt lagði fram Fagra Ísland sem frumvarp að lögum.
Það þarf enginn að velkjast í vafa um stefnu Samfylkingarinnar í þessum málum. Hún er kristaltær. Eins afdráttarlaus og útlínur Snæfellsjökuls á heiðskýrum himni.
Þetta er skynsamleg stefna. Við eigum að taka í taumana. Það ríkir djúpstætt og stórhættulegt stefnuleysi í stóriðju- og virkjanamálum á Íslandi, þökk sé ríkisstjórninni. Því þarf að breyta hið snarasta. Það þarf að afnema skotveiðileyfið sem ríkir á náttúruna í grænum hvelli. Það er hið mikla lykilatriði. Ég sé til dæmis að sjálfstæðismenn og framsóknarmenn eru enn við sama heygarðshornið. Þeir eru um það bil að fara að vaða í Brennisteinsfjöll og Kerlingafjöll í gegnum Orkuveitu Reykjavíkur.
Fagra Ísland er öfgalaus stefna. Náttúran er látin njóta vafans, sem er grunnatriði í allri umhverfisvernd, á t.d. rætur að rekja til Rio ráðstefnunnar árið 1992 (...fróðleiksmoli fyrir þá sem standa í þeirri trú að umhverfisvernd sé ný af nálinni...Framtíðarlandsfundur í kvöld og svona...). Samt er nýting orkulinda ekki útilokuð um ókomna tíð. Aðalatriðið er að við stöldrum við. Náum sátt. Pústrum. Ákveðum hvað við ætlum að vernda fyrst. Samþykkjum metnaðarfulla náttúruverndaráætlun. Virðum Kyoto.
Svo segjum við eins og Kanarnir: Take it from there. Okkur liggur ekkert á. Ekkert í hagkerfinu kallar á æðabunugang í virkjana- og stóriðjumálum, heldur þvert á móti.
Samfylkingin bætti svo um betur í dag, þegar hún lagði fram á blaðamannafundi markvissar tillögur um eflingu nýsköpunar og uppbyggingu sprotafyrirtækja. Við köllum þessa stefnu Nýja atvinnulífið. Hana má lesa í heild sinni hér.
Ég er stoltur af því að vera í Samfylkingunni, svo ég gerist sentimental. Svona viljum við hafa það, svo ég noti kunnan auglýsingafrasa... Við tölum í lausnum. Gagnrýnum ekki bara. Í stað einhliða áherslu á stóriðju, boðum við annað og betra.
Þetta bræðir mitt umhverfis- og nýsköpunarhjarta.
Koma svo.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:30 | Facebook
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 395306
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi
Athugasemdir
Þetta er svo fallegt að á stundum sem þessum fellir maður gleðitár og hristir af sér gæsahúðina.
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 7.2.2007 kl. 16:37
Stækkun í Straumsvík tengist ekkert Kerlingafjöllum eða Brennisteinsfjöllum.
Það er ekkert minnst á Hellisheiði og Þjórsá í Fagra Íslandi, þaðan sem orkan á að koma til Straumsvíkur.
Það eru ekki allir jafn stoltir af því að vera félagar í Samfylkingunni í augnablikinu.
Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson
Starfsmaður Alcan og félagi í Samfylkingunni.
Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 17:17
Flott grein Guðm. Steingríms.
Glæsileg framtíðarsýn . Sérstaklega fyrir unga vel menntaða fólkið sem á framtíðina fyrir sér næstu áratugina. Og við hin eldri njótum einnig eldanna.
Nú þarf góðan kosningasigur í vor , þannig að þessi glæsta framtíðarsýn verði sem fyrst að veruleika...áfram með baráttuna
Sævar Helgason,Hafnarfirði (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 17:28
Sæll og blessaður Guðmundur. Bara svo þú getir hætt að hafa áhyggjur, þá segja mér sumir að ég sé svakalega fljótur að pikka, þannig að þú þarft ekki að stressa þig á því að í þessi skrif mín fari heilu og hálfu dagarnir. Sumir vilja gefa sér nokkra tíma í að setja á blað smá hugrenningar, og ætla í þeim efnum jafnvel nokkra klukkutíma, en það gildir sem betur fer ekki um alla.
Hvað um það. Fagra Ísland, segirðu. Já, þú mátt vera stoltur af þeirri afdráttarlausu afstöðu Samfylkingarinnar að vilja stækkun álvers í Straumsvík, ef Samfylkingin er að tala úr sveitarstjórnararminum, en vera á móti ef Samfylkingin er að tala úr forystuarminum. Nú eða að vilja setja virkjun ánna í Skagafirði á deiliskipulag ef menn eru fulltrúar í því sveitarfélagi, en þegja um það þunnu hljóði ef menn eru í þingflokknum, nema menn séu þingmenn Samfylkingar úr NA kjördæmi. Nú eða að vera afdráttarlaust á móti álveri á Bakka við Húsavík, ef maður er formaður flokksins og staddur sunnan Holtavörðuheiðar, en veita kröfunni þegjandi samþykki sitt ef maður er formaðurinn og kominn norður fyrir heiðina, og jafnvel krefjast álvers á Bakka ef maður er bæjarfulltrúi á Húsavík á vegum Samfylkingarinnar. Já, gæti ekki verið skýrara, engar virkjanir og engin álver..... nema þar sem menn telja slíkt nauðsynlegt, og þá helst ekki, nema atkvæði fáist með því að styðja það, en annars ekki. Eða þannig.
Fagra atvinnulíf? Hljómar vel. En segðu mér, hvernig gengur það dæmi upp að vilja mennta fólk til að stofna fyrirtæki, sem svo væntanlega gengur vel, en vilja svo skattpína það til miðalda þegar vel gengur? Jú, sjáðu til, ef fyrirtæki skilar hagnaði borgar það skatt, en þið viljið hækka það skatthlutfall sem fyrirtæki greiða. Nú eða ef eigandi fyrirtækisins sest í helgan stein og lifir á fjármagnstekjum, þá viltu refsa honum fyrir það (því hann eignaðist höfuðstólinn með tekjum eftir tekjuskatt til að byrja með). Sé ekki alveg hvernig það gengur upp að hvetja fólk til að leggja hart að sér og ganga vel, þegar það svo leggur hart að sér og uppsker sem það til hafði verið sáð, á að koma með skattaálögur og skattaálögur ofan. Soldið eins og að þjálfa hlaupara til að fara á Ólympíuleikana í mörg ár, rækta og hvetja, og tilkynna svo að þú munir skjóta þann sem sigrar í hlaupinu. Ekki alveg að virka, veit ekki af hverju..... fæ það bara á tilfinninguna.
Af hverju segi ég þetta? Jú, því ykkur í Samfylkingunni finnst nú alls ekki nógu gott að bankarnir skuli hagnast. Ykkur nægja ekki 30 milljarðar sem koma í tekjuskatt frá fyrirtækjunum, né heldur nægja ykkur þeir milljarðar sem starfsmenn bankanna greiða í tekjuskatt, virðisaukaskatt, og fjármagnstekjuskatt til hins opinbera. Nei, þið viljið meira. Það er bannað að ganga vel, skilst mér á ykkur (og ég held að þið hafið smitast af Ögmundi Jónassyni, sem hatast út í þá sem lifa fyrir ofan fátæktarmörk). Hvort er þá fagra atvinnulíf hvatning til fólks að ganga vel í lífinu, eða refsing fyrir að ganga vel í lífinu? Ég bara spyr. Hljómar eins og þið séuð ekki alveg með þetta á hreinu, ekki alveg ákveðin, só tú spík. Sem harmónerar svo sem ágætlega við tillögu mína um nafnabreytingu á flokknum, Samfylking óháðra og óákveðinna.
Heyrðu annars, meðan ég man. Hvernig samrýmist Hellisheiðarvirkjunaróskapnaðurinn Fagra Íslandi? Þið eigið nú heiðurinn af þeirri virkjun, þvílíkt augnakonfekt sem sú virkjun nú er þegar maður fer austur fyrir fjall. Jess sörí bob.
Þú segir koma svo...... og ég tek undir og segi bara, far þú á undan, við komum svo rétt á eftir, ég lofa.
5 mínútur og 43 sekúndur!
haukur (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 17:53
Ágæti haukur.
Værir þú ekki til í að vera lengur að skrifa pistlana þína? Þá myndi e.t.v. eitthvað annað skína í gegn um þá en tilfinningalíf höfundarins.
Kv. Dofri
Dofri Hermannsson, 7.2.2007 kl. 18:21
Alveg er þetta merkilegt maður. Nýja atvinnulífið er, að mér sýnist, dæmigert plagg fyrir ykkur í Samfó. Útgjöld á útgjöld ofan. Tölum í lausnum sem segiru, ykkur væri kannski nær a hugsa í lausnum.
Fyrst ætlum við að búa til skattaumhverfi sem hvetur til aukinna fjarfestinga í sprotafyrirtækjum, gott mál. Svo ætlið þið að stórauka hlut ríkisins í fjárframlögum til þessara fyrirtækja. Svo þegar í ljós kemur að einhvert þessara fyrirtækja í gangi vel og rekstur þess fer að bera sig þá ætlið þið tryggja það að það fyrirtæki auki SKO ekki á ójöfnuðinn og skattpína það í rot (svo ég vitni í formann ykkar, og segi: þessi fyrirtæki hafa bara gott af því að borga meiri í skatt). Þetta er náttúrulega týpísk "lausn" fyrir Samfó.
Og talandi um Fagra Ísland. Ingibjörg talaði nú ekki skýrar en svo að hún vildi fresta stækkun í Straumsvík (þvert á yfirlýsta stefnu Samfó í Haf.) og byggingu í Helguvík. En hún minntist ekki orði á margumrædda afstöðu sína á álverum og virkjunum fyrir norðan. Þannig ef þú Guðmundur sérð stefnu forystu Samfó eitthvað skýrar en við hin, þá hefur þú eitthvað betra útsýni. Því (svo að ég noti þína myndlíkingu) hún er ekki skýrari en útlínur Snæfellsjökuls í norðan-tuttugu og blindbil...horft frá Straumsvík.
Og af hverju minnist þú ekkert á Hellisheiðarvirkjun eða virkjun í Þjórsá? Og hvað varð um Evru - umræðuna? Þið hjótið að eiga einhver staðar flott plagg (sbr. Sjálfstæði utanríkisstefna - göngum í Evrópusambandið) um sjálfstæðar og vel ígrundaðar "lausnir" um hvernig þið getið gert stórann hluta þjóðarinnar atvinulausn en haft þýskan stöðugleika á íslensku atvinnulífi?
5 mín og 41 sek.....
SkúliS (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 18:28
Heill og sæll Dofri. Nei, ég held að þetta sé alveg passlegur tími, enda þarf lítið annað skína í gegnum svörin en mitt tilfinningalíf og löngun til að leiðrétta rangfærslur ykkar Samfylkingarmanna. Ég veit alveg að þér finnst það í hæsta máta ósanngjarnt að ég skuli minna þig, og aðra, á tvískinnunginn í málflutningi þíns flokks, lífið væri svo miklu einfaldara ef fólk myndi bara trúa því sem þið segðuð og væri ekki að flækja málin með því að skoða staðreyndir og annað pjátur. En, þú sem vonabí stjórnmálamaður og áróðursmeistari par excellance, verður bara að rísa undir þessari áskorun, og kannski, bara kannski, finnurðu leið til að taka hina risavöxnu og sjálflýsandi skotskífu af baki ykkar Samfylkingarungliða. En þangað til eruð þið, svo ég sletti, sitjandi endur. Þýðing: ekki þykjast vera umhverfisverndarflokkur þegar staðreyndirnar benda í þveröfuga átt (þú átt væntanlega tölvu, þó þú farir ALLRA þinna ferða á hjóli, skoðaðu fundargerðir frá Norðurþingi), og það þýðir ekki að þykjast vera sprotafyrirtækjahvetjandi líkt og það sé að fara úr tísku, en tala svo um að skattpína alla sem vel gengur heim á hlað Gísla Súrssonar. Þetta sjá kjósendur, þetta er deginum ljósara, og það, minn kæri Dofri, er ástæða þess að þið eruð komnir í rétt rúmlega púrtvínsfylgi. Og á meðan þú og Guðmundur og Ingibjörg kennið öllum öðrum um, þá þynnist fylgið niður í blávatnsstyrkleika, ef Guð lofar, áður en langt um líður. En batnandi mönnum er best að lifa, farðu svo með Guðmundi, og sjáið hvort ekki sé hægt að hamra saman stefnuskrá í einhverju máli sem heldur hið minnsta vatni fram yfir kosningar. T.d. Flottu Bláfjöll (engar lélegar skíðalyftur þangað, það verður ykkar loforð)..... eða Réttrúmlegameðaltals Menntakerfi (gerum einkaskólum hærra undir höfði). Byrja smátt og vinna sig svo upp, það er leiðin.
haukur (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 18:39
Sem kjósandi verð ég að viðurkenna, að samfylkingin virðist vera eini flokkurinn sem að hefur einhverja stefnu í þessum málum sem að meikar einhvern sens.
Það er eina sem að meikar sens í þessum umhverfismálum er að setja fram einhverja áætlun. Eins og þetta er núna hefur maður ekki hugmynd um afhverju þessi virkjun er á dagskrá en ekki hin, afhverju þetta sveitafélag fái álver en ekki hitt. Það virðist vera þannig að stjórnvöld vilji bara hafa þetta þannig að útlensk stórfyrirtæki ráði öllu um það hvernig skuli nýta náttúruauðlindir hér á landi.
Þannig að þú, Haukur, ættir að eyða meiri tíma í það skrifa um óstefnuna hjá sjálfstæðisflokknum og framsóknarflokknun, heldur en að setja út á eina flokkinn sem að hefur eitthvað viturlegt að segja um þessi efni og hljómar vel í eyrum hins almenna kjósanda.
Maður af götunni (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 20:37
,,Nýja atvinnulífið", hmmm flottur titill en ,,Friður 2000" var líka sölulegt fyrirbæri. Sýnist að Ingibjörg Sólrún hafi fengið Superman í lið með sér eða öðruvísi verða ekki til 5000 störf í hátæknigeiranum á Íslandi á 10 árum. Eða hvað...já auðvitað, Samfylkingin ætlar að leggja niður 5000 störf í landbúnaði á næstu 10 árum þannig að þau störf eiga að flytjast yfir í hátæknigeirann - aha þarna kom það. Sniðugt!!
Hilmar Vilberg Gylfason (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 23:37
Dofri minn.
Nú verður þú að hlusta ef þú og þitt forystufólk vijið ekki algjörlega ekki rústa jafnaðarmönnum og framfarasinnum frá stuðningi við ykkur.
Kveðja
ÁÞ
Nei Árelíus Þórðarson
Rauða Ljónið, 8.2.2007 kl. 06:20
Sammála þessu pistli. Þetta er flott. Nú þarf Samfylkingin bara að taka til í sínum eigin ranni. Útskýra stuðninginn við Kárahnúkavirkjun. Ég veit að fjölmargir þingmenn Samfylkingarinnar dauð-sjá eftir stuðningi sínum þegar um þetta var kosið á Alþingi. Þetta mál verður að gera upp! Ég á brjálæðislega erfitt með að fyrirgefa Samfylkingunni minni fyrir þetta fíaskó.
Ég get það ekki fyrr en eitthvað heyrist um þennan óþverrastuðning við þessa óhræsisvirkjun með sítt eiturspúandi álver.
Nú er lag!
teitur atlason (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 12:56
Líst vel á þessa stefnu hjá ykkur. Gumma á þing.....
Jóhann Pétursson (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 12:58
Ágætu pennavinir Haukur og Árelíus. Ég hafði nú ekki gert mér grein fyrir því að ég væri komin í föst skoðanaskipti við ykkur hér á blogginu hans Gumma Steingríms og sá þetta ekki fyrr en núna.
Ég ætla ekki að elta ólar við rangfærslur og tilbúning en tek því sem hrósi að Haukur finnur ekkert sem á við rök að styðjast til að gagnrýna okkur. Árelíus, hafðu ekki áhyggjur af framfarasinnum. Og hvaða framfarasinnar eru það sem ekki vilja styðja unga fólkið okkar í nýsköpun atvinnulífsins? Hvaða framfarir eru það sem krefjast þess að núna sé á örfáum áratugum fórnað náttúruperlum sem við höfum átt frá því land byggðist? Og Teitur. Nú er rétti tíminn fyrir breiða samstöðu um náttúruvernd. Þ.e.a.s. ef árangur er það sem þú vilt ná.
Kv. Dofri.
Dofri Hermannsson, 9.2.2007 kl. 01:04
er hjartanlega sammála ykkur samfylkingarfólki, framtíðin er í ferðamönnum sem vilja skoða okkar ósnortna land, og svo brosa framan í kanann og bretan þegar við afgreiðum pulsur fyrir þá á útsýnispöllunum okkar,áfram ísland"""""
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 01:09
Ég vil byrja á að þakka Hauki fyrir frábært innleg. Ég held ég sé barsta alveg sammála honum. Mig langar aðeins að kommenta um gróða bankanna. Vinstri vængurinn býsnast yfir hagnaðinum og láta gjarnan fylgja með að bankarnir hafi verið seldir langt undir markaðsvirði. Í fyrsta lagi: það var boðið í bankana. Í annann stað: Virði þessara fyrirtækja er fólgið í "gúdd villinu", sem var lélegt á mælikvarða einkarekinna fyrirtækja í samskonar rekstri. Í þriðja lagi: Ef skoðuð er rekstrar afkoma Landsbankans s.l. hálfu öld þá er bankinn rekinn á núlli. Hvað gaf það okkur alþýðunni sem áttum bankann í aðra hönd? Jú, ekkert. Einungis misgáfulegar pólitískar útréttingar handa skattpíndum fyrirtækjum sem sem notuðu offjárfestingapólitík í rekstri sínum, því heldur vildu þau endurnýja véla og tækjakost en að borga skatta. Svo þegar allt um þraut hjá þessum fyrirtækjum þá kom pennastrikið fræga og lagaði allt. Hvað eru bankarnir að skila til okkar í dag? Þrátt fyrir (og vegna þess) að skattar eru um helmingi lægri og einkaframtakið sér um reksturinn,þá skila þau í ríkiskassan miljörðum.
Að lokum lanagr mig að spyrja þig Guðmundur Steingrímsson: Hvað þýðir að láta náttúruna njóta vafans? Þýðir það að ef einhver er í vafa þá megi ekki hrófla við neinu? Eða er vafi skilgreiningaratriði og verði bara skilgreint þegar henta þykir. Það væri náttúrulega alveg briljant og hentugt fyrir flokk eins og Samfylkinguna.
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.2.2007 kl. 18:37
Að láta náttúruna njóta vafans er mjög einfalt prinsipp. Ekki ráðast í neinar framkvæmdir fyrr en þú veist umhverfisáhrifin og ef umhverfisáhrifin eru það mikil að einstakar, sérstæðar náttúruperlur skaðast þá ber þér að hætta við framkvæmdirnar.
Ég er þeirrar skoðunar að það sé hægt að halda uppi góðum hagvexti á Íslandi án þess að fórna náttúruperlum.
Guðmundur Steingrímsson, 11.2.2007 kl. 01:58
Að láta náttúruna njóta vafans er alls ekki einfalt prinsipp. Það sem einum finnst sérstakt og einstakt finnst öðrum e.t.v. harla léttvægt og ómerkilegt. En samkvæmt prinsippinu ræður sá sem lítið hefur séð af landinu í kringum sig en uppgötvar allt í einu blóm í bala við lækjarsprænu, og hrópar þetta er einstakt!! Þetta er spurning um smekk og um smekk verður ekki deilt. Auk þess er erfitt að rökræða við fólk sem vill troða smekk sínum á aðra og hefur að engu siðareglur almennrar rökfræði og dregur m.a. í efa mat á umhverfisáhrifum ef niðurstaðan er ekki þeim að skapi. Talar þá um aðkeyptar niðurstöður og spillingu, þó slíkt mat fari eftir alþjóðlegum stöðlum. Talar jafnvel um lögleysu eins og í tilfelli Kárahnjúkavirkjunar. Það er erfitt við slíkt fólk að eiga.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.2.2007 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.