25.1.2007 | 23:00
Sauðfjármálaráðherra
Enn einn kosningavíxillinn hefur verið sleginn, nú í formi samnings um bætt starfsskilyrði sauðfjárbænda. Yfir sextán milljarða greiðslu til sauðfjárbænda er velt yfir á næstu ríkisstjórn.
Þetta er óheyrileg upphæð. Út úr korti. Það er af sem áður var, þegar þáverandi fjármálaráðherra og núverandi forsætisráðherra sagði "svona gerir maður ekki" þegar ráðherrar slógu álíka - en þó talsvert minni - kosningavíxla áður fyrr.
Aðhald í ríkissrekstri er fokið út um gluggann. Þeir sem halda því fram að hægri menn fari betur með ríkisfjármál hafa engin rök lengur fyrir málflutningi sínum.
Mér datt satt að segja ekki í hug að 16 milljarða samningur við sauðfjárbændur myndi líta dagsins ljós árið 2007. Ég hélt þetta væri liðin tíð. En svona er þetta: Það er við öllu að búast. Þegar ríkið er meira að segja farið að kaupa prentsmiðjur -- sem er dálítið í anda austantjaldsríkjanna sálugu -- er það líklega alveg í stíl að ríkið taki að sér að ausa fé í einn atvinnurekstur umfram annan, til bænda, eins og árið sé 1950 og ekkert hafi breyst.
Hér er borið fé í fé, beint úr ríkissjóði í ríkissauð.
Þjóð veit að Guðni Ágústsson er mikið fyrir lambakjöt og beitir því hikstalaust sem röksemd í málinu, eins og það sé góð stjórnmál og viðurkennd að stjórnmálamaður láti matarsmekk ráða fjáraustri. Hitt er merkilegra að fjármálaráðherra skuli spila með, sjálfur fjárgæslumaðurinn. Ríkissjóður stendur galopinn þegar sauðfjárbændur banka upp á. Á meðan er ekki til fé til að sinna málefnum aldraðra svo dæmi sé tekið. Skorið er niður til framhaldsskólanna.
Ísland er ekki bananalýðveldi. Guðni borðar ekki svoleiðis. Ísland er lambakjötslýðveldi.
Fjármálaráðherra er sauðfjármálaráðherra. Hann fer með ríkis-sauðfjármál og gætir hagsmuna ríkissauðs.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:02 | Facebook
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi
Athugasemdir
Er Árni M. fjármálráðherra ekki að fara fram sem oddviti Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi ???
Er ekki talsvert af rollum þar ?
Er hugsanlegt að 16 milljarða kosningavíxill komi honum til hjálpar í kosningunum í vor ??
Það er alveg ótrúlegt að horfa uppá þetta ..og þó annar maður á listanum og nafni gefur þessu svona sérstakt siðferðisvottorð.
Þessu þarf að halda til haga.
Sævar Helgason,Hafnarfirði (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 23:12
Sauðfjármálaráðherra. Gott nafn, hafði ekki dottið það í hug. Margt á huldu með síðustu daga þessarrar ríkisstjórnar, hvað þeir gera af sér áður ein kosningar fara fram. Ætti að vera æðri völd sem koma í veg fyrir það.
Áslaug Sigurjónsdóttir, 25.1.2007 kl. 23:26
Er oft ósammála þér Guðmundur en oftast hefur þó eitthvað vit verið í þínum skrifum en veit ekki einu sinni hvort það er eyðandi einhverjum orðum í þetta blogg hjá þér en skal þó reyna að koma þér á réttari braut.
1. Bændur landsins nýta landið í hagnaðarskyni fyrir þjóðina alla. Þeir afla fjármagns af auðlindum landsins.
2. Fjöldinn allur vinnur síðan við að þjónusta bændur og vinna úr afurðum þeirra.
3. Peningar sem renna til bænda eru ekki styrkir við bændur heldur eru þetta niðurgreiðslur til neytenda. Þeir ríkari (sem borga mesta skatta) borga niður matarverð fyrir þá launalægri. Ekki er til nein betri leið til að hjálpa þeim sem verst hafa það í þjóðfélaginu.
4. Ef séð er til þess að landbúnaður sé í landinu viðhelst þekking við að afla þjóðinni matvæla sem á eftir að koma sér vel ÞEGAR tímarnir verða erfiðari. Hvorki pólitíkusar né nokkrir aðrir mega vera svo skammsýnir að halda að íslendingar eigi alltaf eftir að hafa það jafn gott og þeir hafa það í dag. Við sáum hvað gerðist þegar ráðist var á 3 hús í Bandaríkjunum hinn fræga 11. sept. Hvað gerðist ef þeir lentu í alvöru stríði?????
Veit að það virkar ekki sterkt þegar bóndi er að skrifa til varnar bændum en ég er ungur og það heppinn að vera við góða heilsu og get gert því hvað sem er ef samfylkingin kemst til valda og setur alla bændur á hausinn. Meira að segja er ég viss um að ég get bjargað mér í öðrum löndum þó að samfylkingin kæmist til valda og setti þjóðina á hausinn svo það er ekki lífsspursmál fyrir mig að landbúnaður sé stundaður í landinu. Þetta snýst bara um að hafa örlítið vit á því sem um er verið að tala.
Því segi ég, pössum upp á okkar sjávarútveg og landbúnað. Þær stéttir geyma þá þekkingu sem okkur gæti nauðsynlega vantað seinna meir til að halda sjálfstæði landsins. Sjálfstæði hverrar þjóðar felst í því að geta sjálf fætt og klætt þegnana á hvaða tímum sem er, sérstaklega þarf þjóð á því að halda ef hún býr á eyju lengst norður í ra.....
Ágúst Dalkvist, 26.1.2007 kl. 00:12
Það var mikið að það kom vit úr samfylkingarfólki.
Eyðsla ríkissjóðs undanfarnar vikur er löngu komin úr takt við raunveruleikann.
Ég er bóndasonur og fjölskylda mín er enn þann dag í dag með skepnur. Hjarta mitt stendur bændum nærri. Eins og Ágúst bendir á þá er það öryggisatriði að hér á landi sé sem fjölbreyttust matvælaframleiðsla. En aukinn ríkisafskipti eru landbúnaðinum ekki til framdráttar. Ríkisafskipti hafa ekki reynst honum vel hingað til!
Ef það á að eyða þessum pening í landbúnað mætti ég þá stinga upp á að stofnaður yrði sjóður, sem styrkti rannsóknir sem stuðla að fjölbreyttari matvælaframleiðslu.
Góðar stundir
Sigurjón Njarðarson (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 00:45
Er það rangt hjá mér að landbúnaðurinn kosti þjóðina um 25 milljarða árlega?
Er það rangt hjá mér að helstu málssvarar þessa hafi verið faðir þinn og afi?
Er það rétt hjá mér að þú verðir föðurbetrungur hvað þessa óráðsíu varðar fáir þú einhverju ráðið?
Það má ýmislegt gera við 25 milljarða árlega.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.1.2007 kl. 01:08
Hvort áttir þú við þarna í lokin..á romsunni... ríkis"auðs"eða ríki "sauðs"? ..Það er sko stór munur á gúrinn minn..
Agný, 26.1.2007 kl. 02:45
Nú er ég loksins farinn að skilja hvers vegna menn gerast skyndilega Framsóknarmenn fyrir kosningar. Svona eiga bændur að vera!
Svo eru menn að æsa yfir 3 trilljónum til H.Í.!
Júlíus Valsson, 26.1.2007 kl. 10:15
Kæra Vala,
þessi pistill þinn sýnir að þú ert eitt af bestu dæmunum sem ég nefndi hér í fyrri athugasemd minni og hef ritað um víðar.
Þú vill byggja á stóriðju, hátækniiðnaði og ferðamannaþjónustu.
Ef brestur á stríð á milli nágrannaþjóða okkar eða ef kreppa færi að hrjá okkur verulega þá væru þessar greinar okkur lítils eða einskis virði.
Það má ekki skilja það svo að ég sé að gera lítið úr þessum greinum. Þær koma sér mjög vel í góðæri eins og hafa verið undanfarin ár og vonandi eiga eftir að vera næstu árin.
En það er ekki að ástæðulausu sem talað er um sjávarútveg og landbúnað sem undirstöðugreinar íslensks þjóðlífs. Það er vegna þess að ÞEGAR harðnar í ári þá eru þetta greinarnar sem við getum leitað til. Heyrði það í sjónvarpinu í vikunni þegar íslenska landsliðið hafði burstað frakka eftir slæmt tap gegn Úkraínu að það væri gott að ná botninum, þá fengi maður svo góða spyrnu upp aftur. Það má setja landbúnaðinn í þessa líkingu líka. Hann er botninn sem við þurfum til að spyrna okkur upp aftur þegar að niðursveiflu kemur, annars föllum við í endalausu hyldýpi.
Þá vilja örugglega einhverjir meina að það þurfi ekki að viðhalda landbúnaði fyrr en að því kemur að við þurfum nauðsynlega á honum að halda. En það gerist ekki á svip stundu ef það verður búið að skera niður mest allt eða allt búfé í landinu og engin þekking eftir til landbúnaðar.
Ekki getur heldur talist gáfulegt Vala að versla allan mat utanlands frá og vera þannig öðrum þjóðum algjörlega háður. Fyrir utan áhrif á hagkerfið.
En eitt þó sem ég get verið sammála þér með að landbúnaðurinn er ekki einn af þeim hlutum sem við höfum fram að færa að einhverju marki á markaðstorgi heimsins og það er vegna þess að við búum EKKI við kjöraðstæður til landbúnaðar eins og þú bendir á.
Ágúst Dalkvist, 26.1.2007 kl. 13:00
Ágætis ritstjórnargrein og meðfylgjandi skoðanir lesenda á visir.is varðandi hvað ríkisstjórnin og reyndar allir stjórnmálaflokkar á Íslandi eru komnir á skjön við hinn almenna frelsiselskandi borgara:
http://www.visir.is/article/20070125/SKODANIR04/101250136/-1/SKODANIR
Siggi Jóns (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 13:15
Þú verður að gæta að því Ágúst, að þessir 16 milljarðar eru EINGÖNGU til sauðfjárræktar.
Semsagt bara í lambakjöt. Þótt þú talir eins og byggð í landinu liggi undir, allur landbúnaðar og verkþekking og hvaðeina, þá snýst þetta nú bara um lambakjöt.
Lambakjöt er hluti af kjötmeti. Annað kjötmeti er grís, kjúklingur, naut etc. Kjötmeti er hluti af matarkörfunni í heild sinni. Þar er um ógrynni matartegunda að ræða. Hversu stóran hluta matarkörfunnar er í raun verið að styrkja með svo hárri upphæð?
Hvað er skynsamlegt við þetta? Hvernig ó ósköpunum færðu það út að afmarkaður styrkur, svo gígantískur að upphæð, til svo afmarkaðs hluta fæðukörfunnar sé mikilvægt neyndamál og jafnvel lífskjaramál?
Ég ét ekki lambakjöt í hvert mál. Það er keypt á grillið, helst á sumrin.
Þetta er styrkur til að viðhalda þekkingu, segir þú. Ég vona að einhvern tímann renni upp sá tími í landinu að það verði viðhorfið til menntunar. Þar myndir það viðhorf virkilega eiga rétt á sér. Ég hefði glaður þegið eina milljón til tvær í styrk á ári til að sanka að mér, eins og annað ungt fólk í landinu, arðbærri þekkingu, þegar ég var í námi.
Það vita líka allir að sauðfjárbúskapur er orðinn aukabúgrein hjá ansi mörgum. Hobbí jafnvel sumstaðar. Fyrir það fólk er þægilegt að geta stungið þessum greiðslum í vasann beint úr ríkissjóði.
Og hvers lags greiðslur eru þetta? Af hverju eru þær? Svarið við því vita allir, sem vilja vita. Þetta kemur til út af handónýtu framleiðslukerfi. Bændur fá lítið sem ekkert fyrir kjötið á markaði, þótt nóg kosti það í búðunum. Ríkið greiðir þeim þá pening í sárabætur. Á meðan maka milliliðirnir krókinn.
Væri ekki nær að bændur nytu ávaxta beint frá neytendum fyrir gott kjöt, sem mikil eftirspurn er eftir? Og það sem meira er: Myndi það ekki leiða til hagræðingar í landbúnaði?
Nú eru öll bú styrkt, og jafnvel þau óhagkvæmustu mest.
Og talandi um nýliðun: Flestir vita að bú á Íslandi mættu gjarnan vera færri og stærri. A.m.k. er það skoðun margra.
Baráttukveðjur annars til bænda, ekki síst í þjóðlendumálinu.
Ég vona líka að bændur muni einhvern tímann njóta góðs af góðri framleiðslu sinni, á eðlilegan og sannngjarnan hátt.
Og fínar athugasemdir hjá þér Vala. Auðvitað eigum við að kortleggja okkar eigin styrk. Góð matvælaframleiðsla, ef rét er á málum haldið, gæti tvimælalaust orðið einn af þeim.
Og Ágúst: Getum við ekki lifað á fiski ef það kemur stríð?
Pæling.
Guðmundur Steingrímsson, 26.1.2007 kl. 14:26
Það er verulega athyglisvert að stór hluti röksemdafærslu fyrir styrkjum til bænda þessa dagana virðist samkvæmt umræðum hér fyrir ofan velta á heimsendaspám og vangaveltum um þriðju heimsstyrjöldina. Tími fyrir nýtt slagorð?
Íslenskir bændur - fyrir þá sem búast við hinu versta.
Kristinn Jón (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 14:55
Það er akkúrat það sem ég er hræddur um Guðmundur, að þurfa kannski að lifa á fiski
Ágúst Dalkvist, 26.1.2007 kl. 16:45
Kann vel við Vala hvernig þú horfir á björtu hliðarnar
Veit ekki hvað þeir náðu að hafa mikil áhrif blessaðir trúboðarnir en auðvitað leggst íslenskur landbúnaður ekkert af en hann minnkar mikið og verður af þeim völdum mikið erfiðari.
Held við verðum bara að vera sammála um að vera ósammála í þessu efni svona að flestu leiti
Ágúst Dalkvist, 26.1.2007 kl. 19:42
Ennþá halda innistöðulausir kosningavíxlar að rúlla.ætlar þessi hringavitleysa engan endir að taka.Sennilega verður búið að lofa yfir hundrað miljörðum þegar að kosningum kemur. Heldur ríkisstjórnin að hér í þessu landi búi eintómir auðtrúa hálfvitar,sem hægt er að láta kokgleypa hvað sem er.Það er að vísu hægt að teyma auðtrúa sálir æði langt,sérstaklega þá sem engin önnur afskipti hafa af pólutík,nema krossa á kjörseðilinn samk.fyrirmælum.
Kristján Pétursson, 26.1.2007 kl. 22:21
Komið þið sæl, öll !
Þótt ég sé oft ósammála Ágústi Dalkvist, þá verð ég nú að taka, í meginatriðum, undir sjónarmið hans, í þessu máli. Þið, mörg hver talið um ''rollur'' í fremur niðrandi tón. Það vill nú svo til, gott fólk, að íslenzka sauðkindin, líkt og þorskurinn og aðrar tegundir,til sjávarins hafa haldið líftórunni í okkar þjóð, þá á móti blés. Hvernig er það, með þig;; Guðmundur Steingrímsson... átt þú ekki ættir að rekja norður á Strandir, m.a. ? Tæpast ert þú af þeirri kynslóð Íslendinga, sem sökum fáfræði (þökk sé Grunnskólakerfinu, já og skólakerfinu; almennt) heldur, að sú matvara öll, sem verzlanir bjóða upp á, sé upprunnin í verksmiðjum þéttbýlisins, eða hvað ?
Auðvitað á mesti óskapnaður íslenzkra stjórnmála, í seinni tíð, Framsóknarflokkurinn höfuðsök á hvernig komið er, í landbúnaðinum, það var ekkert, sem bannaði Bændasamtökunum að stofna til viðlíka útflutningfyrirtækja, og sjávarútvegur og fiskvinnzla hafa byggt á, um áratugaskeið. Þá horfði kannski öðru vísi við, í greininni, en raun ber vitni. Og annað Guðmundur;;...... kratarnir (í dag, Samfylkingin, hverri þú fylgir, í blindni, út í eitt)... skulu ætíð koma með uppástungur, í landbúnaði sem annars staðar, um alls lags lausnir, innfluttar frá Evrópu, og jafnvel víðar frá, hverjar þið heimfærið upp á íslenzkar kringumstæður, allsendis óraunhæfar.
Talandi um afurðavinnzlu Íslendinga, á þeim auðlindum, sem náttúran gefur,;;, Guðmundur ..... ? Hverjir hömuðust manna mest, þá hinn beinskeytti og harðsnúni Kristján Loftsson hóf hvalveiðar, á nýliðnu hausti ? Jú, jú..... hinir óíslenzku og grútarlegu ''útrásarmenn'', hverjir mest eru skjallaðir, hér heima fyrir; þessi misserin; líka sem flokkssystkini þín, flest, ásamt ''fræðingunum'' á kaffi- og öldurhúsum Reykjavíkurskíris. Ja, svei attan Guðmundur, megi Evrópu elítan niður í Brussel, og nágrenni eiga þessar Guðs voluðu sálir, mín vegna !!! Vonandi smakkast Evran þessu fólki vel, sem liggur hundflatt, fyrir ásjónum gömlu nýlenduveldanna í Evrópu, hver flest fyrirlíta þá aumkunarverðu bjálfa, sem mest reyna, að komast inn í dýrðarríki Brusselinga og nærsveitamanna þeirra ! Ja,.... hvílík veröld, Guðmundur Steingrímsson.
Með þjóðernissinna kveðjum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 22:34
Athugasemd Kristins Jóns hefur farið framhjá mér hér áðan
Vona að sá góði maður borgi brunatryggingu af húsinu sínu svo hann fá nú bætur ef kviknar í. Vona líka að hann borgi tryggingar af bílnum sínum svo hann fái bætur ef hann lendir í óhappi á honum. Kannski er hann líka líftryggður, hvað veit ég.
En flestir íslendingar reyna að tryggja sig fyrir óhöppum. Búast við því versta en vona það besta . Er það ekki gott kjörorð fyrir alla, bændur sem aðra?
Ágúst Dalkvist, 27.1.2007 kl. 00:47
Það að þjóðin borði lambakjöt, Óskar Helgi, (að mér meðtöldum) er auðvitað enginn rökstuðningur fyrir því að lambakjötsframleiðslu þurfi að styrkja svo mikið sem raun ber vitni, heldur þvert á móti. Ef kerfið væri heilbrigt ættu bændur einfaldlega að njóta eftirspurnarinnar.
Ég fylgi engu stjórnmálaafli í blindni. Þar hittirðu ekki naglann á höfuðið.
Og ég er ekki heldur ættaður af Ströndum, nei. Faðir minn og afi voru þingmenn fyrir Vestfirðinga, og því eru harðar umræður um landbúnaðarmál og landsbyggðarmál mér vissulega nokkuð í blóð bornar.
Ég er hins vegar ættaður úr Skagafirði, Laugarvatni (móðir fæddist), 101 Reykjavík (faðir fæddist), Ölfusi og Álftanesi/Hafnarfirði.
Guðmundur Steingrímsson, 27.1.2007 kl. 13:05
Æi, hvað það var óskaplega notarlegt að fá þessa grein frá Guðmundi. Öðru hverju gleymir aumur vinstrimaður á landsbyggðinni nefnilega hálfparinn af hverju maður getur ekki með nokkru móti kosið blessaða Samfylkinguna. Hvar það er sem ágreiningurinn sé svo mikill að hann sé of mikill.
Það er auðvitað þetta öfgakennda viðhorf og skilningsleysi gagnvart byggðamálum, landbúnaði og dreifbýlinu almennt, þetta yfirlæti og hroki hægri kratanna gagnvart því samfélagi sem ól okkur af sér.
Takk takk fyrir að minna mig á það með þessari ljómandi vel stíluðu og sniðugu grein sem ungir Samfylkingargosar af höfuðborgarsvæðinu verða örugglega óskaplega kátir með. Þeir ræða eflaust hvað þú sért snjall og sniðugur yfir kaffi latté næstu daga, hversu snilldarlega þú hittir naglann á höfuðið. Af fullkomnu skilningsleysi og með algjörlega óraunhæfar umbyltingarhugmyndir í þessum málaflokki í farteskinu.
Takk takk, fyrir að minna einn auman vinstri mann á landsbyggðinni á það í hverju villa Samfylkingarinnar felst. Um leið og þú endurvekur vafann um hvort ástandið yrði nokkuð betra ef fylkingin yrði við völd eftir kosningar í stað núverandi stjórnarflokka.
Blessinú, Jón.
Jón (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 13:56
Sæll ágæti Guðmundur. Ég held að það væri þjóðráð að hvetja neytendur til þess að sniðganga lambaket og sýna þannig í verki skömm okkar á þessu vitlausa kerfi.
Þetta gæti verið einskonar þjóðarátak gegn þessu óréttláta (og vitlausa) kerfi
Teitur Atlason
teitur atlason (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 14:43
Sæll, Guðmundur og þakka þér leiðréttingarnar !
Mun alls ekki bakka með skoðun mína, um gagnsemi lambakjötsins, frekar en nauta- og hrosskjöts, ofan í íslenzkan almenning, líka sem þorsk; og annað fiskmeti.
Ánægjulegt til þess að vita, að þú fylgir ekki hinni kostulegu stórfænku minni, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í hennar Evrópuvolki öllu, á heimsenda. Það lýsir einurð þinni og kjarki, sjáir þú, hversu Samfylkingin er komin út á hálar brautir; í flestum mála, t. d. Guðmundur,.................. hvergi hefi ég séð nokkurn talsmann Samfylkingarinnar lýsa því yfir, að Ísland ætti að draga umsókn sína; um sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, til baka,kæmist flokkurinn til valda, að loknum kosningum, í vor. Tek þarna eitt dæmi, fjölmargra, það er nefnilega helvíti vinsælt, hjá þjóðarsálinni, að vera alltaf sammála næsta manni. Ég er víst svo mikill þvergirðingur, að ég kann því ágætlega, að hafa sjálfstæðar skoðanir á málum, burtséð frá því;; hvað næsta manni finnist, þar um. Nenni ekki, að vera allra viðhlæjandi.
Hafðu það sem bezt, Guðmundur, og munum::; það er ekki allt sem sýnist.
Með ítrekuðum þjóðernissinna kveðjum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 15:31
Hver er hrokafullur Jón? Ég gagnrýni 3 milljarða króna fjáraustur í meingallað framleiðslukerfi í landbúnaði, á meðan ekki fæst fjármagn á meðan í alls kyns brýn velferðarmál eins og málefni aldraðra, skólamál, löggæslu, heilsugæslu etc etc.
Og hvað er ég þá í þínum augum? Jú, sekur um "öfgakennt viðhorf og skilningsleysi" og "yfirlæti og hroka". Gamla helvítis tuggan um að maður skilji ekki landsbyggðina.
Og svo er maður gerður að hægri krata í þokkabót."Samfylkingargosi" drekkandi "kaffi latte".
Ég skora á menn eins og þig að taka þátt í rökræðum um landsbyggðar og landbúnaðarmál, sem og ríkisrekstur í heild sinni, málefnalega en ekki með andlausum og ákaflega fordómafullum upphrópunum um manngerð okkar sem búum á Suðvesturhorninu.
Hafðu skömm fyrir.
Og blessaður Teitur! Gaman að heyra frá þér.
Guðmundur Steingrímsson, 27.1.2007 kl. 15:45
Varðandi þetta tryggingamál , hvað snertir lambakjöt, er það svo í dag að tímarnir og möguleikar eru ansi mikið breyttir komi til styrjaldarátaka og við innilokuð gagnvart viðskiptum við umheiminn.
Þó svo að að framleiðsla landbúnaðarins sé eitthavð í minnalagi, þá eru aðrir möguleikar í dag en voru hér áður fyrr. Að skutla nokkra hvali er ekki nein smá kjötuppbót. Hér áður þurfti fólk á reiða sig á hvalreka í hallærum og allt óvíst um árangur. Og fiskur stendur fyrir sínu og fl.og fl.
Þannig að þessi hræðsluáróður landbúnaðarins að hér sé vá fyrir dyrum verði hámarksafköstum ekki stöðugt viðhaldð er afar hæpin á nútíma . Þetta tryggingafé sem við erum að greiða til landbúnaðar er því brýn þörf á að endurskoða á raunhæfan hátt.
Þetta eru afar skemmtilegar ,gagnlegar og fróðlegar umræður hér að ofan...takk fyrir það
Sævar Helgason (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 17:05
Skemmti mér með endæmum vel lesandi þetta blogg og skoðanir þess...þakka fyrir
Guðrún Kristín Einarsdóttir (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 17:26
Er ekki bara fundin hér helsta röksemdin fyrir því að dýralæknir var gerður að sauð-fjármálaráðherra.
o.veigar (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 11:11
Ósköp eru þessi matvælaöryggisrök orðin þreytt. Gleymum því ekki að bæði á tímum fyrri og seinni heimsstyrjaldarinnar, meðan þýskir kafbátar og herflugvélar gerðu sitt best til að stöðva flutning á nauðsynjum á vestanverðu norður Atlantshafinu, þar á meðal til okkar, varð aldrei slíkur skortur á eldsneyti að við gætum ekki mokað fisknum í svanga Breta eða alla leið til Ameríku. Alla vega, jafnvel á stríðstímum framleiðum við margfalt meira en við getum aflað bara í sjávarútvegi. Og matvæli er nú eiginlega það sem auðveldast virðist vera að nálgast í heiminum í dag. Alls staðar offramleitt nema í Norður Kóreu og þurrkasvæðum Afríku.
Og hvaða þekkingu búa bændur yngri en sextugt yfir í dag? Hvernig á að framleiða matvörur að gefnu
A Óheftum innflutningi á olíu og öðru eldsneyt
B Innflutningi á áburði og fóðurbæti
C Landbúnaðarvélum og varahlutum
Eða hvernig höldum við að þeir myndu reiða sig af án þessa? Menn sem eru svo framsýnir og djarfir að geta ekki hugsað sér að sleppa ríkispilsfalinum?
En gott vel, landbúnaðurinn kostar ca. 25 til 40 milljarða á ári eftir því hvernig er reiknað, hvað gætum við gert fyrir þá peninga til að tryggja öryggi okkar í staðinn ef við erum svona óskaplega taugaveikluð?
A Tryggja það að í tönkunum sem varnarliðið skyldi eftir sig á Keflavíkurflugvelli séu ávallt til reyðu nægileg olía til að knýja tvo flotta skuttogara í tvö ár (meira þarf víst ekki til að brauðfæða þjóðina)
B Að stærsta flugskýlið sem Kaninn skildi eftir verði fyllt af: Hveiti, rúgi, mjöli, salti, sykri, hrísgrjónum, dósamat .... öðrum ónefndum afurðum sem endurnýja þarf á 10 ára fresti og duga myndi okkur í segjum 2 ár
Kostnaður af jafnvel báðum þessum leiðum væri líklega bara brotabrot af þessum árlegu 25 til 40 milljörðum.
Síðan til að drýgja fiskinn mætti t.d. skjóta hreindýr, skjóta svartfugl, skjóta sel, skjóta hval, skjóta gæsir, skjóta endur, í útlöndum kváðu menn jafnvel skjóta lóur. Nú og flest heiðarvötn á Íslandi eru vannýtt til fiskjar, ekki nægileg ásókn til að grisja fiskinn. Nú svo stundum við fiskeldi sem kallar á litla erlenda orkugjafa. Fjallagrös, hreindýramosi, skólagarðar, hundasúra, bláber, hrútaber, rifsber og krækiber og eitthvað sé nefnt, fyrir utan auðvitað þann landbúnað sem ekki mun leggjast af á Íslandi, enda munu Íslendingar, t.d. Guðni Ágústsson, sem predikar að íslenska lambakjötið sé best í heimi, sjálfsagt ennþá vilja það á diskinn sinn á hátíðisdögum þó svo að hann verði að borga raunverð fyrir það.
Svo þurfa menn að hafa annsi fjörugt ímyndunarafl til þess að koma auga á þær aðstæður þegar enginn þjóð getur skaffað okkur mat eða eldsneyti. Munu Rússar endurnýa flotann og yfirbuga Breta og Bandaríkjamenn á Norður Atlandshafi? (Ætli við fengjum ekki ca. 10 ára frest til að byggja stærri korngeymslur þegar Rússar fara að stækka flotann á ný) Munu hryðjuverkamenn bin Ladens sigra vesturlöndin í stríði og í kjölfarið senda flotann sinn eða flugher (ef hann ætti nú einhvern) til að halda uppi hafnbanni á Ísland? Verða það Kínverjar sem munu ná yfirhöndinni á Atlandshafinu, eða Danir sem munu fá upp í kok á "frekjulegum" fjárfestingum okkar meðal helgra véa þeirra í Kaupmannahöfn?
Alla vega, hver sá sem í framtíðinni nefnir matvælaöryggisklámrökin, er annað hvort heimskur, eða að reyna að blekkja! Menn geri það upp við sig hvorum hópnum þeir vilja tilheyra.
Góðar stundir
Haukur Eggertsson (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.