18.1.2007 | 09:04
Álver á Bakka
Ég sé að því er haldið fram hér á bloggsíðum að Samfylkingin vilji álver á Bakka við Húsavík og að flokkurinn sé þarmeð kominn í mótsögn við sína eigin stefnu, Fagra Ísland.
Það væri nú aldeilis.
Ómar Ragnarsson, sem er kærkominn nýr meðlimur í bloggheimum, gerir þetta meðal annars að umtalsefni á heimasíðu sinni. Ómar bendir réttilega á að Samfylkingarfólk á Húsavík hafi á opnum fundi með formanni flokksins á dögunum samþykkt stuðningsyfirlýsingu við álver á Bakka, enda er þetta mikið áhugamál þar í bæjarfélaginu.
Það er hins vegar rétt að halda því staðfastlega til haga svo að menn eins og Ómar (og ég) geti andað rólegar að þrátt fyrir áhuga og þrýsting heimamanna um að drífa í (m)álinu þá veit ég ekki betur en að Ingibjörg Sólrún hafi margítrekað þá stefnu flokksins -- eins og hún gerði á fundinum -- að ekki sé rétt að lýsa yfir stuðningi við slík áform eða önnur ámóta.
Þetta er alveg kristaltært. Jafn tært og glitrandi bergvatnsá.
Við eigum að samþykkja rammaáætlun um nýtingu og vernd náttúrunnar -- ákveða í sátt hvar eigi að virkja og hvar vernda -- áður en tekin er afstaða til frekari stóriðjuframkvæmda. Auk þess eigum við að virða Kyoto-sáttmálann.
Það er stefnan. Fagra Ísland.
Og í þriðja lagi eigum við að sýna ábyrgð í efnahagsmálum og gæta jafnvægis. Ekki meira ál á bálið. Það stefnir nefnilega í óefni: Á Íslandi í dag er ekki bara verið að tala um álver á bakka, heldur álver á færibandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi
Athugasemdir
Það er nú ekki skrýtið þó fókið á norðausturhorni landsins vilji reyna að fá smá bita af stóru kökunni sem er verið að éta á suðvesturhorninu. Fólkið vill búa þarna og það vill líka geta unnið og lifað þar.
Gísli Sigurðsson, 18.1.2007 kl. 09:23
Þannig að stefna Samfylkingarinnar hverju sinni er eingöngu það sem formanninum finnst? Samfylkingarfólk á Húsavík sem vill álver á Bakka, og Samfylkingarfólk sem vill virkja í Skagafirðinum er bara ekki Samfylkingarfólk eftir allt saman? Heldur bara eitthvað laumulið sem dirfist að ganga þvert á yfirlýsingar formannsins? Guðmundur, það stoðar lítt fyrir formann flokksins að lýsa einhverju yfir sem stefnu flokksins, þegar flokksmenn sjálfir fara ekki að þeirri stefnu. Þá er rangnefni að tala um að Fagra Ísland sé stefna Samfylkingarinnar, Fagra Ísland er skoðun formannsins (og ef til vill nokkurra annara), en stefna flokksmanna Samfylkingarinnar, hið minnsta á Húsavík og nágrenni og í Skagafirði og nágrenni (og Hafnarfirði og nágrenni, og Reykjanesbæ og nágrenni, og Reyðarfirði og nágrenni) er að virkja og setja upp álver við hvern bæ, svo að segja. Það er sama hvað formaður Samfylkingarinnar reynir að berja sundurleita hjörðina til hlýðni, Samfylkingarfólk um allt land virðist hafa mjög sterkar skoðanir á því til hvurs það plagg sem kallað er Fagra Ísland er nýtilegt, og gildir einu hvað formanninum finnst.
haukur (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 10:22
Þykja það mikil stórtíðindi í pólitík að afmarkaðir hópar hafi aðrar áherslur en flokkur á landsvísu? Hvað með sjálfstæðismenn á Vestfjörðum? Hafa þeir verið sáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum? Eru ungir frjálshyggjumenn sáttir við Rúv-frumvarpið?
Og talandi um Húsavík. Ég sá ekki betur en að forystumenn vinstri grænna þar hafi fagnað álverstíðindum fyrir ári síðan -- enda heimamenn áhugasamir um þetta mál -- þó svo Steingrímur J. sé, tja... talsvert á móti (þrátt fyrir að hafa reyndar verið mjög fylgjandi álveri við Eyjafjörð á sínum tíma, ef út í það er farið. Allir hafa jú sína fortíð...)
Ein stór ástæða fyrir stjórnmálaflokk til þess að leggja í málefnavinnu og marka sér stefnu er einmitt sú að stjórnmálaflokkur má ekki verða undirseldur, út af stefnuleysi, kröfum afmarkaðra hópa. Hann verður að horfa á heildarhagsmunina og vita hvert hann vill fara.
Fagra Ísland er þannig stefna. Hún kveður á um það að fyrst sé náð sátt um hvar eigi að vernda og hvar eigi að virkja, og síðan, eftir það, sé tekin afstaða til frekari stóriðju.
Þetta er alls ekki flókið. Og þessi stefna er ekki bara orð formannsins. Ég veit ekki hvaðan þú hefur það (haukur). Þetta er samþykkt þingflokksins.
Guðmundur Steingrímsson, 18.1.2007 kl. 10:58
Eða frelsið á álbakka?
Hið góða og réttsýna fólk sem mannar samfylkinguna mætti benda landsbyggðarsamfylkingunni á hvernig stefnan er en aftur á móti að taka tillit til landsbyggðarinnar í stefnumálum sínum.
baldvin esra (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 11:16
Þetta er hræðilegt , svo sárt en ég er sammála Guðmundi vona að það eigi ekki eftir að koma oft fyrir í framtíðinni
Það getur verið tvennt ólíkt stefna flokks á landsvísu og svo flokkar í heimahéraði sem hugsar fyrst og fremst um hag síns heimahéraðs.
Var að tala við góðan kunningja minn hérna sem er í VG og er (eðlilega þá) harður á móti öllum þessum álverum, tók þó fram að ef ætti að byggja eitt slíkt hér á Kirkjubæjarklaustri þá gæti verið erfitt að vera á móti því þar sem að þetta svæði þarf nauðsynlega á allri atvinnu-uppbyggingu að halda. Þetta er ekkert einsdæmi.
Fagna því ef samfylkingin ætlar að fara að sýna svolitla stefnufestu þó að það sé ekki nema í einu máli, hún þarf á því að halda
Ágúst Dalkvist, 18.1.2007 kl. 11:40
Það er rosalega furðuleg meinloka í umræðunni að hagsmunum landsbyggðarinnar verði einungis borgið með álversbyggingum. Álver eru einfaldlega mjög klunnaleg leið til þess að bæta hag landsbyggðarinnar. Bæði er þetta orkufrekur iðnaður, sem krefst virkjana, og er háður ákvæðum um losun gróðurhúsalofttegunda.
Vek athygli á þessari færslu á heimasíðu Marðar Árnasonar. Hann færir að því góð rök að ekki sú rúm fyrir fleiri álver, né heldur stækkanir, hér á landi út af Kyotoákvæðum. Hvað ætla menn að gera í því?
Og hvað hefur komið verst niður á landsbyggðinni? Samkvæmt nýrri skýrslu Byggðastofnunar og Hagfræðstofnunar Háskólans var neikvæður hagvöxtur á Norðvesturlandi. Vegna hvers? Jú, vegna mótvægisaðgerða fyrst og fremst. Og mótvægisaðgerðir eru vegna þenslu. Og þenslan er m.a. vegna stóriðju. Á landsbyggðinni.
Það þarf ekki -- og má ekki -- hugsa um álver alltaf í sömu andrá og ástand á landsbyggðinni er rætt. Það er margt annað sem yrði landsbyggðinni meira til hagsbóta og myndi henta henni og landinu öllu betur.
Guðmundur Steingrímsson, 18.1.2007 kl. 11:44
HEYR HEYR fyrir þessu
Mikið rétt að þetta er alveg furðuleg meinloka að engum skuli detta neitt annað í hug en álver til að halda byggðarlögum í sæmilegu ástandi... en það er kannski vegna þess hve á(l)róðurinn hefur greipt sig vel inn í heilabúin.
Mikið rétt hjá Merði að ekki er rými fyrir meiri mengun skv. Kyoto sáttmálanum og okkur ber að virða það sem við höfum samþykkt þar án þess að fara endalaust fram á undanþágur og undanþágur ofan.
Nú er lag að fara að koma á framfæri alls kyns annars konar "byggðarstefnu" - við þurfum líka skýra sýn á hvað eigi að koma í staðinn fyrir álverin öll því þess er krafist af landsbyggðarfólkinu að þeir sem andmæla álverum komi með lausnirnar og framkvæmi þær jafnvel líka
Að mínu mati væri skynsamlegt að fara "Noregsleiðina" sem gengur út á það að hafa öflugan atvinnu- og nýsköpunarsjóð sem er sérstaklega ætlaður fyrir fólk á landsbyggðinni til að stofna sín eigin fyrirtæki eftir sínum eigin hugmyndum.
Ég sé fyrir mér að í nánustu framtíð verði örtröð á (ál)færibandinu - en ekki af álverum heldur af plokkurum sem plokka þau af og setja annað á það í staðin.
Lifi náttúran
Andrea J. Ólafsdóttir, 18.1.2007 kl. 13:21
Merkilegt að Samfylkingin skuli geta verið á móti virkjunum, svona almennt séð, en fylgjandi þeim sértækt séð. Nú er ég ekkert sérstaklega hrifinn af stóriðju á Íslandi, en ekki vegna umhverfissjónarmiða. Græningjar á Íslandi eru með skammsýnasta fólki sem fyrirfinnst, þeir vilja greinilega að álið sé framleitt með rafmagni úr kolavinnslu eða annars konar mengandi orkuframleiðslu. Spurning til Andreu, úr hverju heldurðu að bíllinn þinn sé? Strætó? Flugvélin sem þú fórst með um daginn?
Ég er á móti fleiri álverum því ég vil ekki sjá of mikla einhæfni í íslensku atvinnulífi. Byggða- og nýsköpunarsjóði? Já, við höfum nú Byggðastofnun sem er betur þekkt sem einhver mesta peningahít sem Íslendingar hafa fundið upp. Nei takk, ekki fleiri krónur til að leyfa fólki úti á landi að spreða hægri vinstri í lélegar viðskiptahugmyndir.
Guðmundur, við erum ekki að tala um skiptar skoðanir innan Samfylkingarinnar um álver úti á landi. Við erum að tala um að Samfylkingin hefur enga stefnu í stóriðjumálum. Formaðurinn vill eitt, en stór hluti Samfylkingarfólks vill annað. Samfylkingin virðist vera á móti álverum svona heilt á litið, en fylgjandi þeim þegar kemur að einstaka sveitarfélögum. Svona eins og að eiga kökuna og borða hana á sama tíma. Það að tala um "heilbrigð skoðanaskipti" innan Samfylkingarinnar í þessu sambandi er eins og að tala um "heilbrigð skoðanaskipti" á milli Kidda sleggju og Framsóknar. Hvenær hættir fólk að vera Samfylkingarfólk? Hvenær hættir maður að tala um stefnu stjórnmálaflokks? Þegar minnihluti flokksins er sammála um eitthvað, eins og um Fagra Ísland, er það þá skoðun flokksins? Eða álit minnihlutans? Ég myndi gjarnan vilja sjá formann Samfylkingarinnar fara á fund á Húsavík og segja þar við fullt hús fundargesta að komist hún til valda, þá verði ekki undir nokkrum kringumstæðum reist álver á Húsavík (hún myndi sennilega tala um að skipa nefnd um málið og fara í saumana á því, sem er hið sama og að drepa málið algerlega). Einhvern veginn efast ég um að digurbarkaleg ummæli í viðtali teknu við Austurvöll yrðu endurtekin á Húsavík.
haukur (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 13:53
Kæri Stengrímur, það er sorglegt að Samfó skuli vera tvísaga í þessum álmálum. En sem betur fer höfum við Vinstrihreyfinguna grænt framboð sem talar sömu röddu á Húsavík, í Reyðarfirði, á Akureyri, í Hafnarfirði, á Ísafirði, í Skagafirði, í Reykjavík og bara allstaðar. Ekki meira ál, nýtum orkuna á hreinni og skynsamlegri hátt. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 18.1.2007 kl. 14:52
Eitthvað annað og aftur eitthvað annað. Samfylkingafólk og VG tala endalaust um það að það sé ótrúlegt að fólk skuli ekki finna upp á einhverju öðru en álverum en samt geta þessir tveir flokkar heldur ekki komið með neinar vitrænar uppástungur um hvað þetta "annað" á að vera.
Auðvitað er ekki gott að ekkert annað sé í hugmyndabankannum en álver, aldrei gott að setja öll eggin í sömu körfuna, en álver er svo sannarlega betra en ekki neitt.
Ágúst Dalkvist, 18.1.2007 kl. 15:21
Umhverfismál og nýting auðlinda okkar, hvort sem það er til lands eða sjávar svo ekki sé talað um þriðju auðlindina , sem sífellt skipar mikilvægari sess, mannauðinn, snertir hvert mannsbarn í landinu. Þess vegna eigum við öll að hafa skoðun á því hvernig með allan þennan auð er farið, þannig að hann nýtist lífinu í landinu, ekki bara núna , heldur óbornum kynslóðum einnig
Það liggur í augum uppi að sé þessi nýting ekki sjálfbær þá endar hún einn óveðursdag í að allt er búið.
Sagan segir okkur að við landnám hafi hér verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru.Þessum skógi var eytt , að verulegum hluta vegna nauðþurfta. Allavega nýting skógarins var ekki sjálfbær allt í einu var allt búið og það sem verra var, uppblástur landsins hófst fyrir alvöru og sér ekki fyrir endan á því ennþá.
Eflaust hefði betur farið í þessum efnum ef við hefðum fengið eðlilegan arð af sjávarauðlindinni á þessum tímum. Svo var ekki , þrátt fyrir mjög mikla framleiðslu okkar á sjávarafurðum til útflutnings. Afhverju fengum við ekki eðlilegan arð ? Við vorum nýlenduþjóð þar sem Danir réðu öllu um okkar mál og þar með fiskverði.
Það hefur verið sýnt fram á að við nutum aðeins 10% hlutdeildar í framleiðslu okkar á sjávarfangi miðað við endanlegt markaðsverð í Evrópu á þessum tímum..Danir hirtu mismuninn. Við gátum ekki keypt t.d eldsneyti (kol eða við) vegna fátæktar.
Þegar við heimsækjum Kaupmannahöfn nú í dag getum við nokkrum rétti sagt, hér er erfiði og fórnir forfeðranna sýnilegt í gömlum glæsihöllum,götum og torgum.
En hvað kemur þessi söguskoðun nútímanum á Íslandi við ?
Ekkert er nýtt undir sólinni og sagan endurtekur sig.
Það má með gildum rökum segja að við séum , hvað orkuframleiðslu til útflutnings varðar, í ekki ósvipuðum sporum og forfeðurnir voru í á sínum tíma. Þeir gátu aðeins selt fiskinn í fjöruborðinu til útflutnings það sama á við orkuna okkar . Í fjöruborðinu er henni breytt í verðmæti innan álvera í eigu erlendra aðila og eins og með fiskinn hér áður þá höldum við eftir um 10 % af endanlegu markaðsverðmæt þ,e ef við sjálf ættum allan pakkann.
Ég læt að sinni þessu spjalli lokið , en bendi á að Samfylkingin vill að þjóðin staldri við og endurmeti stöðuna í . Að við stöðvum um sinn allar frekari orkusöluhugleiðingar, mótum okkur stefnu og myndum þjóðarsátt um nýtingu orkuauðlinda okkar , nútíð og framtíð til heilla. Það er því afar mikilvægt að Samfylkingin nái því afli í komandi kosningum að mótuð verði farsæl stefna til framtíðar í umhverfis og orkumálum. Við höfum gefði þessari stefnu heitið Fagra Ísland
Með kveðju , Sævar Helgason, Hafnarfirði
Sævar Helgason (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 16:13
Samfylkingin vill rammaáætlun um virkjunaframkvæmdir og um nýtingu og vernd náttúrunnar ríki þjóðarsétt.Stefnan um Fagra Ísland gildir fyrir landið allt,látum ekki upphrópanir einstakra byggðarlaga bera okkur af leið.Ísland má aldrei verða ruslahaugur heims auðhyggjunnar og græðginnar.
Kristján Pétursson, 18.1.2007 kl. 22:41
Þessi pistill þinn Guðmundur segir mér ekkert um stefnu Samfylkingar í stóriðjumálum. Þetta fer bara eftir því við hvern maður talar. Reyndar eru mun fleiri Samfylfingarmenn sem ég hitti öllu jöfnu með álversframvæmdum en færri á móti. Þetta er vægast sagt ekki trúverðugur málflutningur hjá formanninum þegar hún talar um fagra Ísland. Man enn eftir auglýsingaskiltinu fyrir síðustu kosningar (Ekki legra síðan) þegar höfuðpaurar Samfylkingar létu mynda sig með Alcoa skiltið í baksýn til að leggja áherslu á álversframkvæmdir. Bæjarfulltrúar SF á Akureyri studdu álverið á Bakka í síðustu sveitarstjórnarkosningum, nokkrir mánuðir síðan. Þingmenn SF í kjördæminu líka, Séstaklega Kristján möller. Þetta er hið mesta vandræðamál fyrir sf svo ekki sé fastara að orði kvreðið.
Víðir Benediktsson (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 22:56
Vegna skrifa Hlyns Hallssonar vil ég fá að nota þennan vettvang og benda honum á að VG talar ekki "sömu röddu á Húsavík...." eins og hann segir, hið rétta er að VG í bæjarstjórn Húsavíkur samþykkti upphafið að Álverinu í Bæjarstjórn og fleiri VG menn um land allt eru fylgjandi álverum, það er því sama staðan uppi hjá þeim og öðrum flokkum, innan flokkanna eru skiptar skoðanir.
Sigurður J (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 13:02
Það væri kannski ágætt að Sigurður J. tæki sig bara til og nafngreindi þessa menn um land allt í VG sem eru fylgjandi álverum. Það er auðvelt að slá slíku fram - en réttara að gera það ekki nema hafa þá nöfn og samþykktir til að vísa til.
Á Húsavík lagði VG til fjölmargar frábærar hugmyndir til annars konar atvinnusköpunar og hefur gert það víðar um land - fullt af hugmyndum hafa komið fram frá VG í þessum efnum og bið ég því Ágúst um að slaka á í þeim yfirlýsingum að engar hugmyndir hafi komið um þetta "eitthvað annað" sem svo oft er talað er um. Til dæmis má nefna nýjar hugmyndir innan ferðageirans, hugmyndir varðandi endurvinnslu og hugmyndir varðandi heilbrigðis- og rannsóknastarf. Þær eru alveg hreint ótrúlega margar hugmyndirnar sem komið hafa frá VG í þessum efnum og þýðir lítið að ásaka fólk um að hafa ekki lagt þær fram þegar viðkomandi neitar að hlusta :)
Hvað varðar "endurnýjanlega" orkugjafa til álvera (sem eru reyndar ekki algerlega endurnýjanlegir - eða um það má vissulega deila) - þá vil ég benda á það að fæst álver í dag eru keyrð á kolum - álver sem reist eru í dag víðast hvar í heiminum eru keyrð á vatnsafli rétt eins og hér.
Einnig vil ég benda fólki á það að ég hef aldrei sagt að ég se algerlega á móti ÖLLU áli - en ég hef hins vegar ítrekað og alltaf verið að segja það að okkur ber að draga úr framleiðslu áls á heimsvísu. Það er mikil sóun sem fer fram í heiminum í dag a áli sem er í raun óafsakanlegt á miðað við hersu gífurlega orkufrekur og mengandi iðnaður þetta er. Ég hef alltaf sagt að við skulum draga úr þeirri álframleiðslu sem er ekki nauðsynleg og framleiða þá hluti sem hægt er, á öðruvísi umhverfisvænni máta. Til dæmis má þar nefna sóun og ónauðsynlega framleiðslu matvælaumbúða. Einnig má geta þess að framleiðsla á stáli krefur ekki nema um 20% orkunnar sem ál krefst og það er mikill misskilningur að það sé alltaf minna af áli í þeim hlutum sem annars hefðu verið framleiddir úr stáli. Hið rétta er að stál er sterkari málmur og oft þarf að nota margfalt magn af áli til að ná fram svipuðum styrkleika og stál hefur - sem bítur í rassinn á sér því til þess þarf ofboðslega miklu meiri orku. Það þarf að skoða hlutina í miklu stærra samhengi en sumir eru tilbúnir að gera.
Núna erum við komin langt upp í undanþágu Kyoto mengunarkvótans, og í raun er bara fáránlegt að vera yfir höfuð að ræða frekari álbræðslubyggingar. Ef fólk vil endilega einblína á álið - nú af hverju ræðum við þá ekki um endurvinnslu áls frekar? Það tekur ekki nema um 5-10% orkunnar og samrýmist okkar hugmyndum um sjálfbæra þróun samfélaga.
Bandaríkjamenn urða um 800.000 tonn af áldósum sem ekki fara í endurvinnslu ár hvert. Það dugar til að endurnýja flugvélaflota þeirra fjórum sinnum. Til að endurvinna ál þarf einungis 5% af þeirri raforku sem þarf til að framleiða nýtt ál.
Ég tel eðlilegt að við Íslendingar förum að huga að því að nú er svo komið að hér á landi er mikil frumvinnsla á áli - en getum við mögulega passað upp á náttúruna okkar og sleppt því að fórna alltof miklu af henni á meðan við rannsökum frekar möguleika á djúpborunum og möguleika á að fara á næstu stig álvinnslu. Já - ég er í alvörunni að meina þetta... skoðum næsta stig álvinnslunnar (og þá eingöngu fyrir skynsamlega hluti en ekki óþarfa framleiðslu) og endurvinnslu áður en farið er í frekari frumbræðslu sem krefst miklu meiri orku og náttúrufórna.
Hugsum málið til enda :)
Andrea J. Ólafsdóttir, 20.1.2007 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.