Góðir kúnnar
Í haust sem leið fóru ættingjar mínir í ferðalag til Tyrklands til þess að spóka sig í sólinni. Ferðin var prýðileg og strendurnar hinar ágætustu, sól á himni og hægt að spóka sig í rólegheitum á kvöldin í þunnum hörbuxum og panta hvítvínsglas á útikaffihúsum án þess að drepast úr kulda og/eða verða gjaldþrota. Allt var semsagt eins og það átti að vera í svona sólarlandaferð.
EITT vakti þó athygli ferðalanganna og var tilefni þónokkurrar umræðu eftir að heim var komið, og það var eftirfarandi: Þetta millistéttarfólk af Íslandi fór smám saman að veita því þónokkra athygli að þegar það vafraði um útimarkaði þarna í Tyrklandi að héðan og þaðan, út úr hornum, heyrðist eins og hvíslað af tyrkneskum kaupmönnum Góðan daginn á hinu ástkæra ylhýra. Komiði inn.
MITT fólk ákvað að sjálfsögðu að athuga hvað hér væri á seyði og steig inn í einn sölubásinn ekki síst til að athuga hvernig stæði á því að viðkomandi kaupmaður kynni íslensku. Ekki síst þótti forvitnilegt að fá svör við því hvernig þessi kaupmaður hafði borið kennsl á þau sem Íslendinga að fyrra bragði og því ákveðið að ávarpa þau með þessum hætti.
ÞETTA þótti mikil ráðgáta en skýringin kom fljótlega í ljós. Eftir að inn í básinn var komið tók hinn tyrkneski kaupahéðinn auðvitað til við það að selja Íslendingunum leðurjakka í gríð og erg, úr þykkri nautshúð eða þunnri, mittissíða eða síða, með boðungi eða án boðungs. Nú var svissað yfir í ensku, en undir söluræðum náðu þó hinir norrænu viðskiptavinir að skjóta inn spurningu er varðaði hina athyglisverðu íslenskukunnáttu.
ÞÁ ljómaði Tyrkinn og var sko aldeilis með svör á reiðum höndum. Það borgaði sig, sagði hann, að kunna smá íslensku og jafnframt þekkja Íslendinga í sjón og reyna að fiska þá inn í búðina sérstaklega. Íslendingar væru nefnilega svo afskaplega góðir kúnnar. Þeir keyptu svo mikið af leðurjökkum og það sem betra væri hvíslaði hann að það væri hægt að selja þeim jakkana á þreföldu verði. Þeir væru langbestu viðskiptavinirnir. Hreint dásamlegir.
MEÐ því að gefa þessar upplýsingar frá sér spillti kaupmaður auðvitað möguleikum á frekari viðskiptum að þessu sinni, því ekki var það sérstaklega á stefnuskrá þessara tilteknu Íslendinga að kaupa jakka á þreföldu verði, a.m.k. ekki vísvitandi.
Á dögunum, eftir að upplýsingar bárust um að verð á matvælum og drykkjum hér á landi væri 62% yfir meðalverði í Evrópu, og annað eftir því, var þessi saga rifjuð upp. Ég held að það sé alveg augljóst að ein stór ástæðan ein af mörgum fyrir háu verðlagi á Íslandi og sú sem þarfnast umræðu eins og allt annað í þessu máli -- er sú að við Íslendingar erum afskaplega góðir kúnnar, eins og Tyrkinn sagði. Við erum í allt of mörgum tilvikum reiðubúin að borga þrefalt verð.
Þessi grein birtist sem baksíðugrein (bakþankar) í Fréttablaðinu 13.janúar 2007.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 15.1.2007 | 23:52 | Facebook
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi