Leita í fréttum mbl.is

Hvað svo?

Það er óhætt að segja að síðasta færsla hér á síðunni, um málflutning og embættisveitingar Björns Inga Hrafnssonar og annarra framsóknarmanna í borginni hafi fengið sterk viðbrögð. Þegar þetta er skrifað hafa borist 43 athugasemdir. Í svo til öllum er mjög eindregið tekið undir efnisatriði færslunnar, sem hlýtur að vera sjaldgæfur samhljómur í jafn sviptivindasömu umhverfi og bloggheimum.

Það finnst mér fallegt að sjá.

Stundum nefnilega hef ég fyllst ákveðnu vonleysi, þegar ég hef orðið vitni að þjóðfélagsumræðunni og ítrekað séð hvernig svona háttalagi, eins og Björn Ingi sýndi, er  hampað. Því er stundum haldið fram að svona málflutningur – þar sem reynt er að beina sjónum frá aðalatriðum máls með því að þyrla upp ryki og drullu --  beri vott um einhvers konar klókindi eða töffaraskap.

Dómsmálaráðherra til að mynda er fullur aðdáunar á málflutningnum.  Ráðherra mun þá væntanlega leitast við að beita svipuðum meðulum og nafni sinn á kosningavetri og verður athyglisvert að sjá hans útfærslu. 

Mér finnst verst þegar því er haldið fram að pólitík þurfi endilega að vera svona. Ég er fullkomlega ósammála því. 

En nú stendur auðvitað eftir spurningin, hvort að Birni Inga hafi lukkast ætlunarverk sitt, og náð að beina umræðunni frá hinni réttmætu gagnrýni á sig og vini sína. Margt bendir til þess. Óskar Bergsson situr enn sem fastast beggja megin borðs og unir sér vel, þegar síðast var vitað, með sínar hundruðir þúsundir á hvorum stað.  Það er vonandi að hann klúðri ekki þeim miklu samskiptum sem hann mun þurfa að hafa við sjálfan sig fyrir hönd borgarinnar á komandi mánuðum.

Fær hann til þeirra samskipta tvo síma eða einn? Þegar stórt er spurt… 

En kannski er von. Það er vert að hafa í huga að reynt var að beina spurningum um þetta mál að borgarstjóra. Hann spilaði út fáviskuspilinu, sem er önnur þekkt aðferð í pólitík og þónokkuð mikið tekin. Hann sagðist ekkert vita um mannaráðningar framsóknarmanna í borginni á sjálfum sér.

En næsta mál fyrir fréttamann er auðvitað að spyrja borgarstjóra hvenær hann muni vita eitthvað, en ekki hvort. Þar á eftir þarf borgarstjóri að svara hvað honum finnst. Er það stefna borgarinnar að ráða pólitíska fulltrúa í launuð verkefni hinum megin borðs?

Ef hann svarar með smjörklípuaðferðinni brjálast ég.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málflutningur Dags var ómerkilegur og til þess eins gerður að ata aur og drullu yfir Framsóknarflokkinn.  Það sem Dagur átti hins vegar ekki von á var að fá framan í sig sömu taktík og hann hefur verið annálaður fyrir að beita.  Hvað er að því að óska eftir svörum við því hvernig á því stendur að Dagur gaf HR úrvalslóð og dúkkar svo upp með stöðu hjá sama fyrirtæki stuttu síðar.  Engar ásakanir, bara eðlileg fyrirspurn um hvernig þetta kom til.  

En þegar Dagur, og hinir Samfylkingarforkólfarnir, fá framan í sig þann málflutning sem þeir hafa snúið upp í listform, þá ætlar allt um koll að keyra, og vandlætingin drýpur af hverju orði.  Það er hreint ekkert óeðlilegt að óska eftir því að fá upplýsingar um hvernig þessi "viðskipti" Dags og HR komu til.  Og það er heldur ekkert óeðlilegt að óska eftir því að fá upplýsingar um tengsl Dags við Esso, í ljósi þess að hann afhenti því fyrirtæki lóð á silfurfati á besta stað í bænum (hverjum dettur í hug að setja bensínstöð 20 metra frá flugbraut?)

Guðmundur, líttu þér nær, spillingin virðist grassera í Samfylkingunni, en þið eruð föst í afneitun og helgislepju.  Ef þið eruð ósátt við þær spurningar og þær aðferðir sem þið sitjið undir, þá skuluð þið hafa í huga að það voruð einmitt þið sem komuð á þeirri hefð að sletta skítnum út um allt og vona að eitthvað loði við þá sem fyrir verða..... þið verðið að þola að fá skít á ykkur á móti. 

Haukur (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 11:21

2 identicon

Smjörklípuaðferðin hefur virkað á Hauk...

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 13:33

3 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Haukur er eitthvað að rugla saman því að benda á óheiðarleika annarsvegar, og að ljúga uppá fólk hinsvegar. Því miður þarf ekki að ljúga uppá Framsóknarflokkinn til að afhjúpa skítinn sem leynist þar, þar þarf bara einhver að benda á hann.

Fyrir þetta hefur Samfylkingin stundum liðið, því þar er fólk sem hefur sagt af sér embættum fyrir minna en núverandi valdhafar hafa leyft sér að misnota embættin sín í.. standardinn þarf nefnilega að vera hár hjá þeim sem eiga það til að benda.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 18.12.2006 kl. 22:07

4 identicon

Mér er nær að halda að (Haukur) sér Björn Ingi sjálfur eða Óskar Bergsson. Þetta er sama röksemdarfærslan eða öllu heldur rökleysan og áður, smjörklípuaðferðin.

Þetta er alveg rétt hjá þér Guðmundur. Það er hneyksli að Óskar sitji ennþá með fullar hendur fjár og við sömu kjötkatlana og áður. Hverjum hyglar hann og hverra kostnað, maður með þetta siðferði (lesist siðleysi). Björn Ingi Hrafnsson, gráðugasti og valdasjúkasti íslenski, stjórnmálamaður samtímans ætti líka að segja af sér.

Ég er ekki til í að fyrirgefa stjórnarandstöðunni ef hún lætur hér við sitja og þegir.

Alla (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 00:40

5 identicon

Spurning þín er mjög réttmæt, Guðmundur.  Það er óþolandi að málið lognist út af og spillingarjálkarnir fari sínu fram.  Þetta dæmalausa siðleysi verður að stöðva sem fyrst.

Benedikt (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 10:13

6 identicon

Björn Ingi stóð sig vel.  Dagur beitti mjög ómerkilegri aðferð,  þ.e. senta ráðningarsamning Óskars á allar fréttastofur landsins í þeirri von að einhver fréttamanna í röðum samfylkingar tæki Óskar á teppið.  Það var svo Björn Ingi sem sneri aðferð Dags uppá á hann sjálfan svo hann lá óvígur eftir í sínum eigin skít ef þannig má að orði kommast.  Gott á hann en taka vil ég fram að ég er ekki Framsóknarmaður og hef aldrei kosið þann flokk en ég þekki óheiðarlega stjórnmálamenn á vinnubrögðum eins og Dagur beitti þetta kvöld í kastljósinu.   

Val (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 17:05

7 identicon

"að liggja óvígur eftir í eigin skít" hefur fengið einhverja nýja merkingu sem maður þarf að vera rosalega háfleygur eða ímyndunarveikur til þess að ná...

maður sem sagði ekkert vitlaust, ekkert grunsamlegt og ekkert hneykslanlegt, í hvaða skít getur hann legið? það er frekar að dagur hafi rotast þegar björn ingi henti í hann drulluköku. Hann gat ekki náð vopnum sínum eftir það, og gerði ekki einu sinni tilraun til þess.

dagur var mjög sjokkeraður þarna í kastljósinu þegar björn ingi byrjaði virkilega að drullumalla. flestir áhorfendur náðu því alveg af því að þeir voru sjálfur furðulostnir yfir svona siðlausri framkomu einsog björn ingi hafði mjög í frammi. Dagur var greinilega leiður og Helgi Seljan virtist það líka, vegna þess að þeir voru slegnir yfir svona ósóma. Þótt orð einsog skítadreifari séu kannski of mikið, þá má segja að Björn Ingi hafi sýnt af sér virkilegan ósóma! Hann minnti mann á algerlega siðblindan myrkrahöfðingja, þ.e.a.s svona almúga útí bæ sem er ekki mjög hrifinn af stjórnmálum almennt en vill geta ímyndað sér að einhver sé heiðarlegur. Ungir menn í samfylkingunni koma ekki illa út, btw....

björn ingi var kannski ekkert heimskur þarna í kastljósinu (einsog framsóknarþingmenn og ráðherrar eru annars þekktir fyrir) en hann var grimmur, einsog trylltur maður og það sást greinilega frá fyrstu mínútum þáttarins, þegar hann réðist að Helga Seljan. Kannski er þetta einhver siðblindur húmor sem bara svona fólk einsog björn ingi og björn bjarna ná???

Anna (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 18:57

8 identicon

Ja eg sa tattinn og hugnast litt leidinda malflutningur tessa hrokafulla framapotara ur 6% Framsokn. Eg held tad se komin timi fyrir nyja formanninn i Framsokn ad leggja tillogu fyrir naesta Flokksradsfund flokksins "ad leggja Framsoknarflokkinn nidur. Fyrir tad kaemist hann tad er formadurinn a spjold sogunar fyrir tjodtrifaverk. Hann getur hvort sem er aldrei rett tess funu og hripleku skutu af ur tessu. Halldor gekk af flokknum daudum adur en hann gekk fra bordi, med tvi ad flaema folk ur flokknum og rada tess i stad i kringum sig a jotuna svona framapoturum og taekifaerisssinnum eins og tessum hormulega hrafnsunga Birni Inga Hrafnssyni 

gulli (IP-tala skráð) 22.12.2006 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband