Leita í fréttum mbl.is

Baráttusætið

Hér í horninu á síðunni í dálknum um höfundinn hef ég látið standa alveg síðan í nóvember að undirritaður sé í baráttusæti í Suðvesturkjördæmi. Núna loksins eru kannanir farnar að sýna að þetta er semsagt raunverulegt og satt. Ég er í baráttusætinu í Kraganum. 

Stór könnun Gallup í kjördæminu mældi okkur með rétt tæplega 30% fylgi. Það þýðir að ég get farið að detta inn sem jöfnunarmaður. 

Kannanir hingað til hafa nefnilega oft verið ansi óþægilegar út frá þessari pælingu með baráttusætið. Á tímabili voru nokkuð margar kannanir sem sýndu okkur með tvo til þrjá. Fimmta sætis maðurinn ég virtist utan leiksins. 

En nú hefur þetta breyst.  Og nú þarf ég alla aðstoð, kæru vinir!

Og líka frá þér, Dharma mín. Þið Sjallarnir þurfið góðan, glaðbeittan og harðvítugan andstæðing á þingi. Annars verður þetta bara leiðinlegt. Ég er viss um makar ykkar allra, foreldrar og vinir eru til í að kjósa mig ef þið bara hafið orð á því.

Hringja, segja frá, láta orðið berast!

Strákinn á þing. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Verst að þú ert ekki í mínu kjördæmi, en ég myndi vilja sjá þig á þingi, og mun því gera mitt besta með því að láta orðið berast og senda þér jákvæða strauma.

Þarfagreinir, 7.5.2007 kl. 14:33

2 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Við í NV sendum jákvæða strauma..................við viljum strákinn á þing !

Eggert Hjelm Herbertsson, 7.5.2007 kl. 15:36

3 Smámynd: Björn Viðarsson

Gott slogann: "Strákinn á þing"

Vona að það rættist.

Björn Viðarsson, 7.5.2007 kl. 15:40

4 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Þú verður þá að breyta þessu í höfundaboxinu, ekki ferðu að láta það fréttast að þú, samfylkingarmaðurinn, sért farinn að segja satt

En svona í alvöru þá væri gaman að sjá þig á þingi ef þú tekur það fylgi sem upp á vantar annars staðar en af sjálfsstæðismönnum

Ágúst Dalkvist, 7.5.2007 kl. 15:45

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Af hverju er ekki athugasemd frá Dharma hér? Er viðkomandi að slaka á eineltinu?

Haukur Nikulásson, 7.5.2007 kl. 15:49

6 Smámynd: Kristján Pétursson

Strákinn á þing.Hann er harðduglegur,heiðarlegur og umfram allt skemmtilegur.Eg hef verið að tala við fjölda fóks undanfarna dag og allir vilja Guðmund Steingrímsson á þing.Gummi þú ert maður fólksins.

Kristján Pétursson, 7.5.2007 kl. 16:21

7 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Ég vona sannarlega að þetta takist hjá ykkur. Í mín kjördæmi ætlum við að koma inn manni í þinghljómsveitina sem er nefnd hér að ofan, Róbert Marshall.

Þið tveir eigið sannarlega erindi á þing......og ekki bara vegna þess að þið spilið á hljóðfæri. Þið eruð einfaldlega frambærilegir, klárir menn sem talið máli fólksins í landinu. X-S................í öllum kjördæmum!

Sigþrúður Harðardóttir, 7.5.2007 kl. 18:02

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Strákinn á þing - nei held ekki - við viljum Ragnheiði R.  á þing - ég vil fjölga konum á þingi.
Hvet konur til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og tryggja Ragnheiði öruggt þingsæti.

Óðinn Þórisson, 7.5.2007 kl. 18:20

9 Smámynd: Gísli Hjálmar

Auðvitað ferð þú á þing Guðmundur ... til þess var leikurinn gerður!

Gísli Hjálmar , 7.5.2007 kl. 18:48

10 Smámynd: Guðrún Jóna Jónsdóttir

Þú kemst á þing, ég treysti á þig að vinna af öllum mætti til að endurreisa velferðarkerfið.... Þú gerðir það góða lukku á Vopnafirði að ég trúi því að við náum inn 3 mönnum í NA.

Guðrún Jóna Jónsdóttir, 7.5.2007 kl. 18:59

11 identicon

Til að Guðmundur Steingrímsson komist á þing þá verðum við að kjósa hann...það gerist með að greiða Samfylkingunni atkvæði um land allt.

Guðmund Steingrímsson á þing...áfram með baráttuna og tryggjum sigur 12 maí 2007 

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 20:08

12 Smámynd: Depill

Jæja Guðmundur er í mínu kjördæmi og ég var byrjaður að spá hvort að atkvæði fyrir samfylkinguna myndi fara á glæ. Annars hef ég lengi einkennt mig við að vera Sjálfstæðismaður, en lýst mjög vel á stefnumálin ykkar. Þið eruð ágætis miðjuflokkur ef svo má komast að orði. 

Eina sem hræðir mig er þessi umræðu um Samfylkinguna og Vinstri Græna, finnst Vinstri Grænir vera alltof mikill öfga flokkur. Og enn verri kostur finnst mér vera 3 flokka samansuð. Ég persónulega vill sjá XS og XD starfa saman næst, en giska að ég kjósi XS, sérstaklega til þess að reyna ná þér inn. 

Depill, 7.5.2007 kl. 22:05

13 Smámynd: Presturinn

Það væri í sjálfu sér allt í lagi að fá þig á þing Gummi minn. En ekki þess virði að fá alla þá sem eru á undan þér á lista þangað inn. Mæli með því að þú segir þig úr þessum flokki og fari í einstaklingsbransann. Minni að því tilefni á næstu forsetakosningar :)

Presturinn, 7.5.2007 kl. 22:25

14 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Auðvitað hljóta allir að vilja Guðmund á þing! Löngu orðið tímabært að skipta út þessum gömlu risaeðlum og þá meina ég með öðru en stuttbuxnastrákum sem henda hugsjónunum út á fyrsta ársfjórðungi!! 

Heiða B. Heiðars, 7.5.2007 kl. 23:55

15 Smámynd: haraldurhar

   Hef verið að bræða með mér hvaða flokk ég ætti að kjósa í komandi kostningum, nú er ákvörðun tekinn ég ætla að gefa Guðmundi Steingrímssyni mitt atkvæði.  Hef trú á að hann kunni að greina á milli rétt og rangs.  Auk þess að hafa kjark til að framfylgja skoðunum sínum.   Maður að mínu skapi.

haraldurhar, 8.5.2007 kl. 01:22

16 Smámynd: Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir

ég er ein af konunum sem hefur loks tekið ákvörðun..þarf haldbær rök og sannindi sem koma oft ekki í ljós fyrr en á endasprettinum..þú ert öruggur með mitt atkvæði og ég læt málið berast til þeirra sem vilja hlusta...ég kýs fólk en ekki flokka og þú ert nú bara fólkið

Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir, 8.5.2007 kl. 08:21

17 identicon

Við Ásta styðjum þig að sjálfsögðu enda yrðir þú frábær þingmaður. Gangi þér vel í baráttunni!

Örn Úlfar Sævarsson (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 10:08

18 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Þú verður frábær þingmaður, ég efa það ekki.

Tómas Þóroddsson, 8.5.2007 kl. 11:00

19 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Það er  alltaf gaman að sjá ungt fólk á Alþingi. Atkvæði óákv.

Rúna Guðfinnsdóttir, 8.5.2007 kl. 16:35

20 identicon

Vá hvað þingið gæti orðið skemmtilegt ef Samfylkingin myndi aðeins bæta í á endasprettinum!

Að fá þig inn á þing sem og Kristrúnu Heimisdóttur, Róbert Marshall, Helgu Völu og fleira ungt, hugsandi og framsýnt fólk sem er í baráttusætum hjá Samfylkingunni fyrir þessar kosningar, myndi gjörbreyta ásýnd alþingis og gera pólitíkina skemmtilega á ný.

Kjósum Samfylkinguna um allt land :) 
X-S

Guðrún Birna (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 17:28

21 Smámynd: Haukur Viðar

Ég held ég geti ekki kosið Samfylkinguna, en þú og Jóhanna Sigurðar eruð flottir fulltrúar fyrir flokkinn. Hún hefur lengi vel (ásamt Steingrími rauða) verið minn uppáhalds stjórnmálamaður, og ég hef tröllatrú á þér. Þess vegna vona ég að þú náir inn og gerir allt vitlaust ásamt Jóhönnu. Fáið svo Steingrím og co með ykkur í lið og sannið það fyrir fólki að vinstrimiðjan er hreint ekki svo slæm

Haukur Viðar, 9.5.2007 kl. 00:16

22 identicon

Ég er sammála fyrri ræðumönnum, það væri ekkert nema upplífgandi að fá jafn málefnalegan, ungan og kláran mann sem þú ert á Alþingi Íslendinga.  Ekki skemmir það heldur fyrir að vera af miklum pólitíkusaættum... :)

Halldór Smárason (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 03:20

23 identicon

Ég óska ykkur til hamingju með frábæran þátt á Rúv í gær.

Örn Úlfar Sævarsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 09:51

24 identicon

Ég á mér þann draum að þú komist á þing. Er búin að fylgjast með þér í þónokkurn tíma og er örugglega nálægt því að vera aðdáandi nr.1 ef svo má að orði komast.

Frábært að geta treyst alltaf á það að það sem ég hugsa og skammast yfir einn daginn ert þú búinn að skrifa þann næsta, nema bara á svo mikið skemmtilegri og líflegri hátt en ég næ að gera. 

Ég hef því lengi sagt að þig vil ég ekki bara á þing heldur í framvarðarlínuna. Einhverntíman verðuru glæsilegur forsætisráðherra, Gummi.

Baráttukveðjur

Guðný

Guðný (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 10:02

25 identicon

Voðalega er þetta sæt mynd af þér.........!  Fallegur drengur sem þú ert .........en þú færð ekki atkvæðið mitt !  En ég hugsa samt að þið komist næst í ríkisstjórn.!

Begga (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 15:27

26 Smámynd: Magnús Vignir Árnason

Áfram, áfram, þetta er á réttri leið.  Get því miður ekki stutt þig persónulega en get stutt Samfó. 

Veit samt varla enn hvað skað kjósa. 

Magnús Vignir Árnason, 9.5.2007 kl. 22:22

27 identicon

Ég kýs Hjálmar Árnason á trommur!

Gummão (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 23:32

28 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég er lukkunnar pamfíll að vera á réttum stað til að leggja lóð á skálar hér í Mosó um helgina. Það væri frábært að ná ferskleikanum í þetta með þér, Helgu Völu, Kristrúnu, Róbert og fleirum.

Gunnlaugur B Ólafsson, 10.5.2007 kl. 00:27

29 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Það er margt ágætt við Samfylkinguna og þú Guðmundur mjög góður.  Líkar bara ekki þetta endalausa daður við VG hjá ykkur. Það er allt í lagi að skipta um stjórn en að fá VG í stjórn er ógeðfelld tilhugsun um afturhald og forneskjulega sjónarmið árið 2007.  Þeir eru algjör kópía af gömlu Allaballasamsuðunni, það dimmir þegar þeir byrja að bölsótast út í allt og alla. Prozac væri kannski ráðið fyrir meðlimi þessa svartsýna flokks. 

Sorrý X-D heillin  í þetta skiptið en gangi þér persónulega vel enda frjálslyndur miðjumaður.

Kær  Sjálfstæðiskveðja 

Sveinn

Sveinn Valdimar Ólafsson, 10.5.2007 kl. 01:06

30 Smámynd: Hörður Stefánsson

Ég legg allavegana mitt af mörkum ;)

Hörður Stefánsson, 10.5.2007 kl. 05:57

31 Smámynd: Jóhannes Einarsson

Hér er fastalesandi pistlanna þinna en má treysta á að kjarnyrðin haldi í gegn um nefndir, makk og málamiðlanir þegar á hólmin er komið, svona Kristins Gunnars stragedía meina ég?

Gangi þér vel 

Jóhannes Einarsson, 10.5.2007 kl. 08:19

32 identicon

Vona að þú náir inn á þing og þú verður góður málsvari ungs fólks. Les alltaf greiningu þína á íslensku samfélagi á laugardögum og hef gaman af. Gang þér vel. Núna verður að fella ríkisstjórnina!

Ólafur Örn Pálmarsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 15:29

33 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Endilega að taka þátt í æsispennandi kosningagetraun:

http://www.sigfus.blog.is/blog/sigfus/entry/207012/

Glæsilegir vinningar í boði....

Sigfús Þ. Sigmundsson, 11.5.2007 kl. 15:19

34 Smámynd: Bragi Einarsson

hm, skrítið, 41 athugasemd komin og Dharma heldur kjafti! Hvað er eiginlega í gangi? En Guðmundur, þú kemmst inn og átt þar fullt erindi.
Viva La Samfó!

Bragi Einarsson, 12.5.2007 kl. 16:45

35 identicon

Bragi E. saknar Dharma . Það er rétt , eftir því sem gengi Samfylkingarinnar tók stefnuna upp skoðanakannanalistana, þá tók kjaftagangurinn í Dhama að ganga til viðar... atlagan að okkur í Samfylkingunni hafði mistekist með öllu af hálfu Sjallanna.

Málefnastaða Samfylkingarinnar sigraði... það er nú ekki flóknara en það. 

Guðmundur Steingrímsson sem er í baráttusæti Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi ... hefur unnið tiltrú fólksins í landinu til setu á Alþingi Íslendinga... Við spyrjum nú að leikslokum ??

Hafnarfirði 12 maí 2007 kl 20.00 

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 21:05

36 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Auðvitað heldur Dharma kjafti -- ekkert efni í greininni til að skíta út. Nema auðvitað Gumma boj sjálfan, og Dharma er enginn aukvísi þegar það kemur að óvinnandi rifrildum, og veit að ad hominem árásir er best að forðast.

Steinn E. Sigurðarson, 13.5.2007 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband