Leita í fréttum mbl.is

Uppstigningarstjórnin

Jæja, ekki er neitt útlit fyrir að mér verði að ósk minni um R-lista stjórn, en ósk mín var þó færð til bókar með færslu hér á síðunni í gærmorgun, rétt áður en tilkynning barst um að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hefðu hafið viðræður.

Ég áskil mér auðvitað allan rétt til þess að dæsa af krafti yfir þeim flumbrugangi leiðtoganna yst á vinstri væng sem kom í veg fyrir R-lista stjórnina strax á upphafsmetrunum. Eins og Róbert vinur minn Marshall orðaði það svo skemmtilega: Steingrímur J. virðist líta á sig eins og Múhameð spámann. Það má ekki teikna af honum skopmynd.

Nú er bara að vona að málefnasáttmáli nýrrar ríkisstjórnar verði okkur jafnaðarfólki ásættanlegur. Um það veit ég ekki neitt. Hér er tillaga að nafni, og ég er væntanlega ekki einn um hana: Uppstigningarstjórnin.

Stofnað var til viðræðna á uppstigningardag.

Ekki kannski þjálasta nafn í heimi en á móti kemur að samstarf við Sjallana er heldur ekki þjálasta hugmynd í heimi í huga margs Samfylkingarfólks.

En það má sjálfsagt gera gott úr þessu ef menn halda vel á spöðunum. Kannski uppstigningarstjórn vísi þá til ákveðinnar vegferðar upp á við fyrir íslenskt samfélag á næstu árum í kjölfar áhrifa okkar.

Hver veit.

Kveðja úr sveitinni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður punktur um Steingrím "Spámann".  Hann málaði sig og vinstri félagshyggjustjórn út í horn og situr nú í horninu sínu og kemst ekki fram á gólfið nema vaða málningarósómann í klyftir.  Blessaður kalliinn, -ég meina Spámaðurinn.

sigkarl (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 17:28

2 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Spaugaðu ekki um spámanninn,

 

spé um hann ég aldrei kveð.

 

Stattu vörð um stórkarlinn

 

Steingrím Joð og Múhammeð.

 

Vilhelmina af Ugglas, 18.5.2007 kl. 18:39

3 identicon

Mér finnst reyndar Baugsstjórnin mun betra nafn.

Þorbjörn (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 18:57

4 Smámynd: Gísli Hjálmar

Já, ég tek undir það hjá þér Guðmundur, það verður að halda vel á spöðunum í þessum viðræðum!

En ... ég treysti Ingibjörgu S. fullkomlega til þess að tryggja vegferð okkar frjálslyndra jafnaðarmanna gott brautargengi í samningarviðræðum við Geir H.

Annars förum við bara í vinstra samstarfið ...

... gott nafn uppstigningarstjórnin.

Gísli Hjálmar , 18.5.2007 kl. 20:14

5 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

,,Ekki kannski þjálasta nafn í heimi en á móti kemur að samstarf við Sjallana er heldur ekki þjálasta hugmynd í heimi í huga margs Samfylkingarfólks."

Góður punktur... :) 

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 18.5.2007 kl. 20:23

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þar fór eitt af mínum aðaláhugamálum, að gagnrýna sf.

Óðinn Þórisson, 18.5.2007 kl. 20:32

7 identicon

Sæt og fín er Solla Harða,

settleg dama, flíkar glingri.

Með Samfylkingar sáttafarða

og silfurbaug á hverjum fingri 

Einar G. Torfason (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 21:41

8 identicon

Þessi ríkisstjórn sem verið er að flétta saman verður sennilega lengi í minnum höfð þegar fram líða stundir. Af hverju ?

Það eru miklar líkur á að fleiri konur gegni ráðherradómi en nokkru sinni fyrr í sögu Alþingis... Auk þess hef ég á tilfinningunni að þessi ríkisstjórn verði öflug velferðarstjórn, nýsköpun í atvinnulífinu og stjórn stöðugleika í efnahagsmálum...semsagt hin merkasta ríkisstjórn.

Þessvegna finnst mér að hún eigi skilið nafngiftina  " Maí stjórnin "

(sbr, Maístjarnan) Hún verður jú mynduð (ef af verður) í Maí og Maí er sá mánuður þegar gróður jarðar vaknar af vetradvala og allt lífríkið býr sig undir að eflast og dafna ..kraftur og þor einkennir tilveruna...

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 23:10

9 identicon

Guðmundur, ég skil ekki alveg hvað þú ert að gera í Samfylkingunni.

Ég hélt að þú værir X-B blóð.  Í margra huga hér í kraganum ert þú ekkert annað. 

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 23:41

10 Smámynd: Kristján Pétursson

Við fengum að vita,að eitthvað stæði til,

eða svona hér um bil.

Að Solla væri á ferðinni út um allt,

að kanna hvað væri falt.

Svo kom stóra stundin,

Geir var fundinn.

Jón fór út og Solla inn,

nú finn ég ekki flokkinn minn.

Kristján Pétursson, 18.5.2007 kl. 23:48

11 identicon

Mæli með að "evrópusinnarnir" í Samfylkingunni kíki aðeins á þessa ábendingu: http://frjalshyggja.is/orri/index.php?id=3750

 Er ISG enn á móti EES, eða hafa skoðanirnar breyst í takt við nýjustu útspil Capacent?

daníel (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 01:25

12 identicon

Bíddu nú við Daníel???

Er það nú orðið að vera á móti hlutunum ef þú berð við hlutleysi??

Að sitja hjá...er ekki sama og að vera á móti.   Ef það væri svo...þá væri það ekki valkostur að sitja hjá....  Get it????

Jón H. Eiríksson (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 04:26

13 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Ríkisstjórnin sem nú er í burðarliðnum á eftir að verða miklu farsælli fyrir Íslenska þjóð en sú sem að þig dreymdi um enda er hún í samræmi við úrslit kosninganna og vilja meirihluta þjóðarinnar.  Stefna Samfylkingarinnar á eftir að njóta sín mun betur í  þessu samstarfi heldur en hinu og þar eru félagslegu árherslurnar ekki undanskildar.

Ekki gráta sundurlynt og staðnað hagsmunabandalag um völd.

Helgi Viðar Hilmarsson, 19.5.2007 kl. 08:26

14 identicon

Baugsstjórnin !!!,Baugsstjórnin !!!,Baugsstjórnin !!!,Baugsstjórnin !!!,Baugsstjórnin !!!,Baugsstjórnin !!!,Baugsstjórnin !!!,Baugsstjórnin !!!,Baugsstjórnin !!!,Baugsstjórnin !!!,Baugsstjórnin !!!,Baugsstjórnin !!!,Baugsstjórnin !!!,Baugsstjórnin !!!,Baugsstjórnin !!!,Baugsstjórnin !!!,Baugsstjórnin !!!,Baugsstjórnin !!!,Baugsstjórnin !!!,Baugsstjórnin !!!,Baugsstjórnin !!!,Baugsstjórnin !!!,Baugsstjórnin !!!,Baugsstjórnin !!!,Baugsstjórnin !!!,Baugsstjórnin !!!,Baugsstjórnin !!!,Baugsstjórnin !!!,Baugsstjórnin !!!,Baugsstjórnin !!!,Baugsstjórnin !!!,Baugsstjórnin !!!,Baugsstjórnin !!!,Baugsstjórnin !!!,Baugsstjórnin !!!

Það er ekkert annað nafn sem kemur til greina og það skal haldast :)

Ólafur (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 12:01

15 Smámynd: Bragi Einarsson

Meiri dellan í tveim síðustu ræðumönnum! Af hverju ætti væntanleg stjórn að vera einhver Baugstjórn, ég veit ekki betur en það hafi verið Sjallar sem hafa verið ötulastir við að rægja ýmislegt í þjóðfélaginu sem þeir feðgar eiga og kallað Baugstíðindi,Baugssjónvarp og þessháttar. Meira að segja hvatti Jóhannes Sjalla til að kjósa íhaldið og strika Bjössa út. Voru þá Sjallar alla tíð Baugsmenn? Bara spyr!

Bragi Einarsson, 19.5.2007 kl. 12:44

16 identicon

Sæll Guðmundur.

Án þess að ég ætli mér að sálgreina ykkur samfylkingarfólk, þá hef ég lúmskan grun um að þið séuð hæstánægð með myndun ríkisstjórnar með okkur sjöllum, þrátt fyrir allt tal um að slík stjórn sé "óþjál" o.s.frv. Þið vitið auðvitað að þetta verður miklu traustari og árangursríkari stjórn heldur en kaffibandalagsstjórnin eða stjórnin með frömmurunum hefði verið. En þar sem þið hafið allt frá stofnun Samfylkingarinnar verið að pönkast á okkur þá finnst ykkur þið neyðast til þess að láta sem þessi stjórn sé mynduð með semingi. Eins og ykkur finnist sjálfsvirðingin krejfast þess.

Auðvitað er þetta nöldur í sjálfu sér sárasaklaust. En best væri auðvitað ef þið gengjuð til samstarfsins með höfuðið hátt. Stolt af því að koma nú loksins að stjórn landsmála á Íslandi. Og verkefnin eru mörg sem bíða okkar. Við þurfum að taka til í landbúnaðarmálunum, heilbrigðistmálunum (fjölbreyttari rekstrarform), gera betur við þá sem minna mega sín, lækka skatta, gefa áfengissölu frjálsa, afnema stimpilgjöld o.s.frv. o.s.frv.

Hafsteinn Þór Hauksson (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 13:20

17 Smámynd: Sigtryggur Karlsson

Það má benda á að ISG var fylgjandi ees á sínum tíma ein kvennalistakvenna. Hún kaus aftur á móti að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna til að brjóta ekki samstöðuna í þingflokki Kvennalistans sem var allur að öðru leyti á móti ees. Þetta birt til að halda því til haga sem sannast er.

Sigtryggur Karlsson, 19.5.2007 kl. 16:47

18 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Mér finnst ég upplifa leiðinlega fýlu í þér vegna þessara samningaviðræðna og finnst mér ódrengilegt af þér hvernig þú talar um að Samfylkingin eigi að verða anægð en leggur ekki áherslu á okkur Sjálfstæðismennina eins og við gerum sjálf. Ég skil ekkert af hverju þú ert í pólintíkinni,annað en að vekja bara athygli á þér ?

Ég er sjálf í hverfastjórn Sjálfstæðisflokksins og kann að meta marga góða menn í báðum flokkum sem nú ræða saman, farðu nú að vera svolítið málefnalegur. Ég vil ekki sálgreina ykkur eins og einn hér að ofan, því að ég kann ágætlega við þennan þingmannahóp ykkar. En plís hættu nú. 

Inga Lára Helgadóttir, 19.5.2007 kl. 23:03

19 identicon

Sæll Gúmmí!

Uppstigningarstjórn, Þingvallastjórn... voðalegt issjú er þetta meðal spunamanna hvaða heiti þessi stjórn ber. Svekktir og kokkálaðir brúsapallapiltar vilja endilega klína nafngiftinni Baugsstjórn á fyrirbærið. Vissulega er það á dragúldnum forsendum: En, er það ekki þess virði? Væri það ekki kostuleg kaldhæðni örlaganna ef Björn Bjarnason sæti í ríkisstjórn sem kölluð er Baugsstjórn?

Kveðja,

Jakob

Jakob Bjarnar (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 11:00

20 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Baugur er sagður hafa komið með mestu kjarabæturnar fyrir almenning í landinu.

Baugsstjórnin er flott nafn í því ljósi, þar sem að hún mun væntanlega gera enn betur

Ágúst Dalkvist, 20.5.2007 kl. 19:57

21 identicon

Já hvað eiga nú félagar í stærsta stjórnmálaflokki landsins að hugsa, Sjálfstæðiskarlar. Nú beygir varaformaður SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS SIG NIÐUR OG KYSSIR FORMANN SAMFYLKINGARINNAR, allt á tröppum Ráðherrabústaðarins ! Má ég þá biðja um að þær fari með þessa ást sína í felur, hafi þetta ekki fyrir börnum þessa lands í fréttatímum. T.d. inná klósett. Þetta er mín skoðun og ég græt í hljóði og enginn býður mér áfallahjálp. Þetta er ekki skrýtin skoðun hjá mér, hvað hefðuð þið sagt er GEIR HAARDE HEFÐI FARIÐ Í SLEIK VIÐ ÖSSUR Á SÖMU TRÖPPUM ? Þeirra pólitíski ferill hefði verið búinn á minna en 0,5 sek. Já við eigum sumir MJÖG erfitt þessa dagna, heiðarlegir Sjálfstæðismenn. IGS: ístöðulítill stjórnmálamaður sem ÆPIR eins og götustrákur, t.d. að mynt síns lands sé ónýt, en það er reyndar í samræmi við heimsku hennar á öðrum sviðum.

Þetta var Judasarkoss, stuttlíf unun þar á ferð.

Örn Johnson´43 (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 22:52

22 Smámynd: Hommalega Kvennagullið

Ég er ekki að skilja þann stjórnmála mann sem óskar sér stjórn með Framsóknarflokknum eftir útreið þeirra í kosningunum.. Sá stjórnmálamaður hlýtur að hafa mjög dauf eyru fyrir rödd kjósenda í landinu..

Hommalega Kvennagullið, 21.5.2007 kl. 08:30

23 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Þetta er nú allt gott og blessað hjal hérna. Ég held að stjórnin fái nafn eftir að á hana reynir, en fullsnemmt að gefa henni nafn nú, þar sem það mun ekki endurspegla burði hennar að neinu leiti.

Hinsvegar er áhugavert að draga fram hjásetu ISG varðandi EES samninginn, fyrir meira en 14 árum síðan -- eins og réttilega var bent á sat hún hjá til að rjúfa ekki samstöðu þingflokks síns, en enn áhugaverðara er fólk sem heldur að stjórnmálamenn megi ekki endurmeta afstöður sínar til mikilvægra mála á FJÓRTÁN ÁRUM.

Æðri öfl hjálpi okkur ef enginn má skipta um skoðun á næstum því fimmtungi mannsaldurs! 

Steinn E. Sigurðarson, 21.5.2007 kl. 13:09

24 Smámynd: Þarfagreinir

Góður punktur hjá Ágústi bónda. Kannski mætti bæta um betur og leita alveg aftur til upprunans - kalla stjórnina Bónusstjórnina.

Þarfagreinir, 21.5.2007 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband