Leita í fréttum mbl.is

Athyglisvert...

Ég var að glugga í blöðin og sá m.a. fregnir af þriggja ára fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem var lögð fram í gær. Þar gefur að líta athyglisverða framsetningu í meira lagi.

Þar stendur að markmiðið sé að draga úr langtímaskuldum.

Svo les maður aðeins lengra og þá sér maður að gert er ráð fyrir að skuldir hækki um 50 milljarða á árabilinu 2007 til 2010.

Svona reyna menn stundum að breiða yfir vandræðalegar staðreyndir með því að segja nógu ákaft hið gagnstæða. Hér eru skuldir að aukast, og sjálfsagt af einhverjum ástæðum. En þá er reynt að setja í fyrirsagnir að markmiðið sé að draga úr skuldum.

Allt spurning um að fegra hlutina. Villa um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við skulum ekki gleyma því að slæm fjárhagsstaða Rvík-borgar myndaðist í stjórnartíð R-listans, meira að segja Anna og útlitið og Heiðar snyrtir gætu ekki fegrað þá staðreynd.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 14:57

2 identicon

löngu búnað sjá um hvað stjórnmál snúast ... því miður ... :( skítkast og lygar virðist vera helsta trademark-ið' þeirra

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 15:02

3 identicon

...og hvernig var skuldastaða reykjavíkurborgar þegar r-listinn tók við... hvernig var borgin útlítandi þegar r-listinn tók við?? bara pæling

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 15:03

4 Smámynd: Ibba Sig.

Já, og í hvað fóru peningarnir í tíð R- listans? Kannski bara helv... bruðl eins og leikskóla fyrir alla, heilsdagsskóla og svoleiðis? Ha?

Ibba Sig., 21.3.2007 kl. 16:02

5 identicon

Mér fyndist að þeir sem taka tölur efnahagslífsins á yfirborðinu, á upphrópunarbasis, án þess altso að greina þær og setja í samhengi, ættu að láta vera að tjá sig opinberlega um efnahagslífið, hvort heldur varðandi ríki eða sveitarfélög.

Og í fyrsta lagi getur efnahagsstefna fram til 2010 ekki talist langtíma eitt né neitt, þótt kjörtímabilin séu stutt. 

ólöf magnúsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 17:53

6 identicon

Lesið frumvarpið í heild sinni. Hvaðan eru þessar auknu skuldir að koma? Félagsbústaðir og Orkuveitu Reykjavíkur - B-hluta. Annars vegar aukning í félagslegu húsnæði (hrikalegt) og hins vegar uppbyggingin á fyrirhuguðum háhitavirkjunum. Skuldir þeirra eininga sem hafa ekki með rekstur að gera verða lækkaðar og þar með ekki skatttekjur að fara í að borga vexti. Ég hefði haldið að fólk læsi þetta í gegn.

Andri (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 20:11

7 Smámynd: Guðmundur Steingrímsson

Jú, jú, þarna hittirðu naglann á höfuðið Andri. Skuldirnar koma einmitt vegna Orkuveitu Reykjavíkur og Félagsbústaða, að mér skilst. B-hluta. Ekki A-hluta.

En þær gerðu það einnig í tíð R-listans. Það voru skuldirnar sem Sjallarnir æptu sig hása út af.  Þær komu til vegna uppbyggingu Orkuveitu og félagsbústaða, aðallega. En Sjallarnir töluðu alltaf bara um skuldastöðu, en aldrei um eignir, sem jukust gríðarlega.

Núna er semsagt verið að halda áfram að byggja upp eignir, með lántökum, nákvæmlega eins og R-listinn gerði, en þá heitir það ekki lengur skuldasúpa....

Bara svolítið gaman að þessu.  

Sjallinn er eðlilega viðkvæmur fyrir þessu. Nú safnar hann þeim sömu, eðlilegu og að mörgu leyti skiljanlegu, skuldum og R-listinn safnaði, nema hvað Sjallinn þarf að fegra það með því að halda því fram að markmiðið sé að draga úr langtímaskuldum.

Á meðan eykur hann auðvitað langtímaskuldir, því jú, Gísli, þetta eru auðvitað lán til langs tíma sem þarna á að taka, þó þau svo tekin á þriggja ára tímabili. Annað væri einfaldlega ekki skynsamlegt.

Og hvað er þessi Ólöf að rugla í athugasemdum hér í fyrri færslu?  Ég segi ennþá og hef alltaf sagt nákvæmlega það sem mér sýnist. Free spirit. Hefur ekkert breyst með það.

Ég segi hins vegar auðvitað ekki alltaf það sem Ólöfu sýnist.  Þar liggur hundurinn grafinn.

Guðmundur Steingrímsson, 21.3.2007 kl. 21:00

8 Smámynd: Guðmundur Steingrímsson

Það er endalaust verið að leggja fram tillögur að léttvíni í matvöruverslanir, Gísli, en gerist aldrei neitt. Núnaði munaði engu... Kemur næst.

Guðmundur Steingrímsson, 21.3.2007 kl. 21:02

9 Smámynd: Guðmundur Steingrímsson

Svara þér á morgun, Dúa dásamlega, um stefnu í heilbrigðis- og félagsmálum. Ætla að klára skattskýrsluna fyrst... 

Guðmundur Steingrímsson, 21.3.2007 kl. 21:13

10 identicon

Vín er ekkert á leið í búðirnar Gummi  - hefur þú ekki tekið eftir fylgisaukningu VG?  VG mun ekki standa fyrir auknu fresli svo mikið er víst.  Næst kemur þetta ekki en kannsi þar-næst.

Kveðja

Sveinn

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 01:50

11 identicon

Sæll Guðmundur. Þetta er laukrétt hjá þér, á köflum var gagnrýni á fjármálastjórn R-listans ekki réttmæt, þ.e.a.s. hvað varðaði skuldsetningu. Enga að síður er það staðreynd að skattar voru hækkaðir, nýjir voru fundnir upp og almennur rekstur var skuldsettur til viðbótar við fjárfestingaskuldbindingar. Heild á litið er það til að mynda niðurstaða KPMG að fjármálastjórn hafi verið léleg. En rétt skal vera rétt - ekki jafn léleg og sjálfstæðismenn höfðu haldið fram, ef það skiptir einhverju máli. Annars sagðir þú að málið væri að villa um, fegra hlutina. Þegar ég hafði bent á lestur frumvarpsins segir þú að þetta sé einmitt það sem óréttmæt gagnrýni sjalla á r-listans hafi snúist um. Hvað þýðir það? Ert þú að játa að framsetning þín hafi verið villandi og óréttmæt - rétt eins og sjálfstæðismenn gerðu? Er það góð réttlæting?

Annars er bloggið þitt almennt skemmtileg lesning og þakka ég fyrir það.

Andri (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 13:02

12 Smámynd: Guðmundur Steingrímsson

Nei, ég var einfaldlega að benda á það, að borgarmeirihlutinn talar um að minnka skuldir, en er í raun að auka þær. Mér finnst það athyglisvert.

En hins vegar hef ég líka bent á, að hér er einmitt verið að auka lántökur af mörgu leyti sömu ástæðum og R-listinn tók lán, semsagt til uppbyggingar.

R-listinn hélt því aldrei fram að skuldir B-hluta hefðu lækkað og reyndi þar af leiðandi ekki að fegra hlutina eins og hér er gert, eða "að villa um" eins og ég orða það.

Svar R-listans við skuldasúlum Sjallanna var yfirleitt það að koma með eignasúlu á móti. Fyrir lánin var nefnilega fjárfest m.a. í arðbærum virkjunum OR. Sem sagt ,það var sagt: Ekki þýðir að ræða bara um lántökur, en segja svo ekki í hvað lánin hafa farið.

Það er eins og að gagnrýna manneskju fyrir að taka lán, en geta þess ekki að manneskjan keypti sér fasteign fyrir lánið. Ósanngjarn málflutningur.

Sjallarnir voru því að þessu leyti ansi iðnir við það að reyna að villa um líka þegar þeir voru í minnihluta. 

Guðmundur Steingrímsson, 24.3.2007 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband